Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 13
SHSSinHOBKj MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 13 s Uppskeruhátíð Knattspymufélags IA. Laugardaginn 17. september fór ffam uppskeruhátíð Knattspyrnu- félags IA, svokölluð September- fest. Hátíðin fór fram í íþróttahús- inu við Jaðarsbakka. Þar var m.a. valinn besti leikmaður meistara- flokks karla og kvenna og 2. flokks karla, auk þess sem efnilegustu leikmenn flokkanna voru jafnframt verðlaunaðir. Pálmi Haraldsson var valinn besti leikmaður meistaraflokks IA og Hafþór Ægir Vilhjálmsson sá efnilegasti, en það voru leikmenn meistaraflokks sem stóðu fyrir val- inu líkt og hjá meistaraflokki kvenna og 2. flokki. Þá var Kári Steinn Reynisson valinn leikmaður KB-banka en fulltrúar bankans velja ár hvert leikmann sem þeim hefur þótt skara framúr það ár. Hjá meistaraflokki kvenna var Helga Sjöfn Jóhannesdóttir besti leikmaðurinn og Thelma Yr Gylfadóttir sá efnilegasti. Jón Vilhelm Akason var valinn besti leikmaður 2. flokks og Guð- mundur B. Guðjónsson sá efnileg- asti. Þá fékk Heimir Einarsson Kidda-bikarinn sem er til minn- ingar um Krisján Sigurðsson sem þótti einn allra efnilegasti leik- maður IA en hann lést langt fyrir aldur fram. Val á þeim leikmanni er í höndum fjölskyldu Kristjáns og þjálfara 2. flokks, en sá leik- maður sem hlýtur þessi verðlaun hefur þótt skara framúr í flokkin- um. Myndirnar hér fyrir neðan tóku ljósmyndarar Skessuhorns á hátíð- inni sem fór hið besta fram. Síðar um kvöldið var slegið upp heljar- innar dansleik og húsið opnað. Þar spiluðu Jónsi í svörtum fötum og Stuðmenn fyrir dansi fram á nótt. MM/ Ljósm. ÓG Er ekki kominn tími á tiltekt í geymslunni? Skólskjólið f Borgarnesi vantar sárlega dúkkudót. Llppl. I síma 4371229, Sóley eða Fanney Auglýsing um deiliskipulag íDalabyggd Sveitarstjóm Dalabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi í landi Svínhóls í Dalabyggð, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1993. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni þá er gert ráð fyrir frístundabyggð með fylgihúsi á hvem byggingarreit, einnig er afmarkað svæði fyrir smáhýsi, tjaldsvæði og byggingarreitur fyrir íbúðarhús. Skipulagsuppdráttur ásamt greinagerð er til sýnis á skrifstofu byggingarfulltrúa Miðbraut 11 Búðardal frá 23.09.2005 til og með 21.10.2005 Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til byggingarfulltrúa fyrir 07.11.2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi Dalabyggðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.