Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 11
^■kusunu^ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 11 Sveinn Kristinsson, formaður btýarráðs á Akranesi og Eyjólfur Sverrisson vígja völlinn. I ‘ ' I ' l I Kristinn Jónasson bæjarstjóri klippir á borðann á Hellissandi. Enn og ajiur er Eyjólfur aðstoðarmaður. Tveir nýir sparkvellir á Vesturlandi Suimudagsmaturinn hennar mömmu Hótel Glymur í Hvalfirði. Síðastliðinn föstudag voru form- lega teknir í notkun tveir nýir sparkvellir á Vesturlandi, á Hell- issandi og við Grundaskóla á Akra- nesi. Bygging vallanna er liður í sér- stöku sparkvallaátaki KSI og sveitar- félaga víðsvegar um landið með stuðningi VIS, Olís, KB banka og Eimskips. Aædar KSI að vellimir verði alls 60 þegar átakinu lýkur en nú er búið að taka í notkun 23 þeirra en þar af era 7 á Vesturlandi. A Akranesi var á sl. ári vígður völlur við Brekkubæjarskóla og hefur hann verið í stöðugri notkun síðan. Völlurinn við Grundaskóla er því annar völlurinn á Akranesi. Eftir að Sveinn Kristínsson, for- maður bæjarráðs og Eyjólfur Sverrisson frá KSI klipptu á borða og vígðu völlinn var blásið til vígsluleikjar þar sem úrval starfs- manna Grundaskóla lék gegn úr- vali nemenda í sérdeilis votviðra- sömum leik. Skildu leikar jaínir en dómarinn, Sigurður Amar Sigurðs- son náði með snarræði að flauta leikinn af þegar lið starfsmanna var mitt í harðri sókn að opnu marki andstæðinganna í stöðunni 2:2. Síðar um daginn var einnig tekinn nýr völlur í notkun í landshlutanum, en nú á Hellissandi. A síðasta ári var tekinn í notkun völlur í þessu átaki í Olafcvík og er þetta því annar völl- urinn í sveitarfélaginu. Það voru þeir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Eyjólfur Sverrisson verkefhisstjóri hjá KSI sem opnuðu völlinn formlega. Við það tækifæri lýsti Kristinn mikilli á- nægju með þetta ffamtak KSI og sagði ljóst að völlur þessi yrði mikið notaður. Eyjólfur hvatti viðstadda til dáða á knattspyrnuvellinum og óskaði iðkendum alls hins besta. Jafhffamt bað hann unga fólkið sem tilbúið var til þess að hefja leik á vellinum tdl þess að passa völlinn vel því hann væri þeirra. Að vígslunni lokinni fór ffam fýrsti formlegi leik- urinn á vellinum. Þrátt fýrir ffekar risjótt veður fór ekki á milli mála að völlurinn er kærkominn öllum þeim sem stunda þessa vinsælu íþrótta- grein. Að leik loknum var viðstödd- um boðin hressing. MM/HJ Hótel Glymur í Hvalfirði býður gestum sínum nú alla sunnudaga að rifja upp sunnudagsmat liðinna ára- tuga. Undir nafninu „stmnudags- maturinn hennar mömmu“ verður fjölskyldufólk leitt inn í unaðsheim eldamennskunnar þegar húsmæður einokuðu að mestu eldhússtörfin. Margar kynslóðir landsmanna vöknuðu á sunnudögum við mat- reiðsluilm úr eldhúsinu. Flestir vöknuðu við það að húsmóðirin á heimilinu fór fýrst framúr og kryddaði með salti og pipar lamba- lærið eða hrygginn sem tekinn hafði verið úr ffosti kvöldið áður. A flestum heimilum fór steikin snemma í ofninn og oftast eigi síð- ar en klukkan 9 að morgni. Hún mallaði síðan þar til hádegis. Um það leyti sem tónar morgun- messunnar heyrðust frá lampatæk- inu í stofunni fór að færast fjör í leikinn í eldhúsinu. Effir að hafa hellt yfir lærið nokkrum sinnum á steikingartímanum var nú komið að því að hella soðinu af og nýta í sósugerð. Hin óviðjafnanlega brúna sósa var í uppsiglingu. Þessi sósa sem allir þekktu af bragðinu en fáir, nema alvöra húsmæður, kunnu að matbúa. Þegar sósugerðinni lauk var haf- ist handa við að opna niðursuðu- dósirnar. Engin var sunnudags- steikin nema með henni væru grænar baunir eða blandað græn- meti ásamt rauðkálinu. Allir þekkja ORA vörurnar, sem ennþá eru ó- missandi í matargerð landsmanna, en víða um land þóttu NES grænar baunir og blandað grænmeti þó bera af. Ekki má heldur gleyma rabbarbarasultunni sem auðvitað var ómissandi meðal þessara kræs- inga. Hápunkturinn í matseldinni var síðan þegar kartöflurnar voru brúnaðar. Ilmurinn var indæll og bragðið eftir því. Á barnmörgum heimilum þegar sælgætis var ekki neytt daglega þótti ekki verra að fá að sleikja sykurhúðina af sleyfinni efrir að kartöfhimar höfðu verið brúnaðar. Að þessu loknu var allt tilbúið. Múlinn eða Jóhannes Arason tóku við á Gufunni að lokinni morgunmessu og þá var kominn tími til þess að setjast að veislu- borði. Stórfjölskyldan sameinaðist enn einu sinni við borðhald. I þá daga hét helsta matreiðslubókin „Unga stúlkan og eldhússtörfin“ en þegar tímar svokallaðs jafnréttis fóru í hönd breyttist nafn bókar- innar skyndilega í „Unga fólkið og eldhússtörfin.“ I kjölfarið fóru fleiri en húsmæðurnar að skipta sér af í eldhúsinu. Hvort að þær þjóðfé- lagsbreytingar hafa verið til gæfu, skal ósagt látið. Hins vegar hnign- aði í kjölfarið þessum matmálstím- um í hádeginu á sunnudögum. Á sunnudögum til jóla Hansína B Einarsdóttir ffam- kvæmdastjóri Hótel Glyms segir ætlunina að rifja upp þessa ógleym- anlegu tíma á sunnudögum í vetur. „Við munum bjóða upp á skemmti- legt hlaðborð þar sem hægt verður að borða þann mat sem þekkrist á flestum heimilum á sunnudögtm á 8. og 9. áratugnum og jafnvel leng- ur. A þessum timabili var dæmi- gerður sunnudagsmatur lambalæri eða hryggur, kótilettur í raspi, gúllas og kartöflumús eða hakkað buff með lauk og spældu eggi. Við hér í Hótel Glym munum hafa þetta sem hlaðborð og byrja snemma á sunnudögum, eða opna húsið kl 17 og svo geta menn feng- ið sér allt sem í boði er á hlaðborð- inu. Verðinu verður stillt mjög í hóf eða 2.990 krónur á mann og hálft verð fýrir börn,“ segir Hansína. Fyrsti sunnudagurinn sem veisla þessi var í boði var sl. sunnudag og létu gestir vel af ffamtakinu. HJ L#PT BORGARNESI EHF Tækniteiknari Óskum eftir að ráða tækniteiknara til starfa á hönnunarsviði fyrirtækisins sem nýlega hefur verið sett á laggirnar. Um er að ræða áhugavert starf sem felur m.a. í sér mótun og uppbyggingu nýs fagsviðs, hönnun teikninga- og gæðakerfis ásamt umsjón og viðhaldi þeirra, gerð framleiðsluteikninga auk umsjónar með teikninga- og gagnabönkum. Óskað er eftir duglegum og áhugasömum aðila með áherslu a eftirfarandi þætti : Góð reynsla og þekking í AutoCAD Góð reynsla og )ekking á frágangi og uppsetningu teikninga Reynsla af gerð burðarþolsteikninga Sjalfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun Góðir samskiptahæfileikar Enskukunnátta Auk verkfræðihönnunar og teikningaframleiðslu er hönnunarsviði ætlað að vera mótandi í vöruþróun fýrirtækissins á komandi árum. Starfið er spennandi og gerir miklar kröfur. Umsóknir óskast sendar fyrir 4. október 2005 á skrifstofu fyrirtækisins að Engjaási 1, Borgarnesi eða í tölvupósti á netfangið loftorka@loftorka.is Allar nánari upplýsingar veita Andrés Konráðsson í sima 860-9002 og Magnús Rannver Rafnsson í síma 860-9040. Loftorka Borgarnesi ehf. Engjaás 1 - 310 Borgarnes Sími 433-9000 fax 433-9013 - www.loftorka.is IttUÍV ■omm » s“a f®1 tB i B0t9»,nesl 09Öp'n« " uadeUd keppi lekswi nvía 09 Sóiw*Ka BUREKSTRARDEILD BORGARNESI Sólbakka 8 - 310 Borgarnesi Afgreiðsla sími 430 5620 - Fax 430 5621

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.