Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
Besti árangur
Víkings frá upphafi
Lokaleikur Víkings síðastliöinn
föstudag var leikinn í sunnan roki
og rigningu. Heldur hafði lægt
vind frá því fyrr um daginn og
slapp þetta nú allt til. Akureyring-
arnir í Þór voru í heimsókn og
voru þeir sterkari aðilinn fyrsta
hálftímann eða svo. Þeir sköp-
uðu sér þó ekki nein færi sem að
heitir getur. Víkingar fengu sitt
fyrsta færi þegar Eyþór Ásgeirs-
son prjónaði sig í gegnum vörn
gestanna á 30. mínútu. Hann lék
á tvo varnarmenn en var kominn í
nokkuð þröngt færi og skotið var
ekki gott. Stuttu seinna fékk
Slavisa gott skotfæri í teignum en
varnarmenn Þórs komust fyrir
knöttinn og björguðu. Jafnt var
því komið á með liðunum og
staðan 0 - 0 í hálfleik.
Síðastliðinn þriðjudag hittust
um 600 nemendur af mið-Vestur-
landi á íþróttamiðstöðvarsvæðinu
í Borgarnesi og kepptu í frjálsum
íþróttum og sundi. Þrátt fyrir að
Það voru ekki liðnar nema
u.þ.b. 7 mín. af seinni hálfleik
þegar Víkingar áttu góða sókn
upp hægri kantinn. Slavisa lagði
knöttinn út á Ragnar Mar sem átti
góða fyrirgjöf beint yfir á nafna
sinn Ragnar Smára sem hitti bolt-
ann vel og skaut góðu skoti út
undir stöng. Mark, óverjandi og
Ragnar Smári skoraði þarna sitt
fyrsta mark í sumar. Geysilega
þýðingarmikið mark. Eftir markið
sóttu Þórsar nokkuð og pressuðu
heimamenn stíft undir lokin. En
vörnin hélt og Einar markvörður
Hjörleifsson sýndi enn á ný góð
tilþrif í markvörslunni. Það kom
því undirrituðum ekki á óvart að
hann skyldi kjörinn besti leikmað-
ur sumarsins í lokahófi Víkings
kvöldið eftir. Rétt fyrir leikslok
kalt væri í veðri var kátt yfir mann-
skapnum og gleði skein úr hverju
andliti enda var þarna aðalmálið
að vera með, hreyfa sig og taka
þátt í góðum leik. Árangur móts-
komst Slavisa einn í gegn og
hefði getað innsiglað sigurinn en
eitthvað fataðist honum flugið og
því átti markvörðurinn ekki í
vandræðum að verja misheppnað
skot hans. Fyrir leikinn átti Vík-
ingur það á hættu að falla úr
deildinni ef illa færi en sigur þýddi
að liðið endaði í 5. sæti deildar-
innar.
Skemmtilegri og jafnri deild er
lokið. Væntanlega verða ekki
miklar breytingar á leikmanna-
hópnum sem mætirtil leiks næsta
sumar og etur kappi við lið á borð
við Þrótt, Fram og fleiri góð lið.
Víkingar eru því 15. besta félags-
lið landsins - til hamingju með
það.
FRF
ins má finna inn á heimasíðu
Frjálsíþróttasambands íslands á
vefslóðinni www.fri.is og velja þar
„mótaforrit".
MM/ Ljósm: IJ
600 manna skólamót í
frjálsum og sundi
Vinabæjakeppni GVG og GMS
Síðastliðinn laugardag fór fram
seinni umferð í svokallaðri
„Ryder“ - keppni golfklúbba
Grundarfjarðar og Stykkishólms.
Fyrri umferðin var leikinn fyrr í
sumar á golfvelli Mostra í Stykkis-
hólmi þar sem Grundfirðingar
höfðu sigur. Þeir voru því í góðri
stöðu fyrir seinni umferðina á
Bárarvelli. Góð þátttaka var í
góðu veðri, leiknir voru þrir leikir
og höfðu Grundfirðingarnir í Vest-
arr sigur. Þeir unnu því bikarinn í
fyrsta sinn því Mostri hafði ávallt
unnið fram að þessari viðureign.
Það er vel við hæfi því Golfklúbb-
urinn Vestarr fagnar um þessar
mundir 10 ára afmæli klúbbsins
og er af því tilefni sérstakt afmæl-
ismót n.k. laugardag.
Verður þar eflaust margt um
kylfinginn sem tekur þátt og verð-
ur fagnaðinum framhaldið um
kvöldið á Kaffi 59 þar sem árshá-
tíð klúbbsins fer fram. Verður þar
sumarið gert upp og minnst 10
ára sögu Vestarr.
FRF/ Ljósm: Sverrir
Frá vinstri: Jónas Gestur Jónasson formaður meistaraflokks Víkings, Hilmar
Hauksson stjórnarmaður, Einar Hjörleifsson leikmaður ársins, Alexsander Linta
en hann var kosinn annar besti leikmaður Víkings, Tryggvi Hafsteinsson efnileg-
asti leikmaðurinn og Hermann Þórsson markahæsti leikmaður Víkings 2005.
Ljósm: PSJ
Lokahóf meistara-
flokks Víkings
í Ólafsvík
Lokahóf meistaraflokks Víkings
í Ólafsvík var haldið á Hótel Ó-
lafsvík sl. laugardagskvöld. Til-
efnið var ærið því Víkingur hélt
veru sinni í 1. deild árið 2005 með
sóma og 5. sætið var staðreynd
en liðið komst upp úr annarri
deiíd á sl. ári. Alls fékk Víkingur
21 stig í deildinni og síðustu þrjú
stigin fengust með sigri á Þór frá
Akureyri daginn áður, en leikurinn
fór 1-0 í Ólafsvík. Á hófinu flutti
Jónas Gestur Jónasson formaður
knattspyrnudeildar Víkings yfirlit
um starfsemina. Þar þakkaði
hann bæði þjálfaranum Eijup
Purecvish, leikmönnum og öllum
þeim sem komu að þessum
glæsilega árangri.
Ræðumaður kvöldsins var
Kristján Helgason fyrrverandi
hafnarvörður og bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar, Kristinn Jónasson
flutti ávarp. Þá bárust góðar
kveðjur frá stuðningsmönnum
liðsins. Markahæsti leikmaður
Víkings í sumar var Hermann Þór-
isson með 5 mörk en alls skoraði
liðið fimmtán mörk á leiktíðinni.
Efnilegasti leikmaður Víkings var
kjörinn Tryggvi Hafsteinsson og
þá var leikmaður ársins kjörinn
Einar Hjörleifsson en hann er
markvörður liðsins. Þessum
þremur leikmönnum var öllum
veittar viðurkennningar.
Það er bæjarbúum mikil á-
nægja hve Víkingur hefur staðið
sig vel á sl. árum. Greinilegt er að
liðið er í góðum gír og eru leik-
mönnum og ekki síst góðri stjórn
meistaraflokksins þakkað fyrir
frábæran árangur.
PSJ
Skagamenn
vörðu titilinn í
2. flokki karla
Skagamenn tryggðu sér ís-
landsmeistaratitilinn í 2. flokki í
knattspyrnu karla í síðustu viku
þegar þeir lögðu Valsmenn 4 - 0 á
Hlíðarenda í lokaumferðinni. Haf-
þór Ægir Vilhjálmsson skoraði tvö
marka ÍA en þeir Arnar Már Guð-
jónsson og Bjarni H Kristmarsson
sitt markið hvor. Valsmenn fengu
samt sem áður besta færi leiksins
þegar þeir fengu dæmda víta-
spyrnu. Guðmundur Hreiðarsson
markvörður ÍA gerði sér hinsveg-
ar lítið fyrir og varði.
Þetta er sem fyrr segir annað
árið í röð sem Skagamenn
hampa íslandsmeistaratitli í 2.
flokki og það sem merkilegra er
að þetta er að stórum hluta sami
leikmannahópurinn og náði þess-
um árangri í fyrra.
GE
Verðlaunahafar
í ratleik Þórðar
Það var hress og áhugasamur
hópur sem mætti í Gestastofu
Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls,
laugardaginn 10. september sl. til
að taka við viðurkenningarskjöl-
um fyrir þátttöku í ratleikjunum
undir Jökli. Það voru Hollvina-
samtök Þórðar Halldórssonar frá
Dagverðará, sem stóðu fyrir rat-
leikjunum annars vegar um Dag-
verðarárland og hins vegar kring-
um Snæfellsjökul. í Gestastofuna
voru mættir um 20 þátttakendur
sem komu víða að og biðu í eftir-
væntingu eftir veglegum vinning-
um í þessum leik, en hótelhaldar-
ar undir Jökli lögðu þá til.
Gistingu á Hótel Hellnum hlaut
Kristbjörg Soffía Salvarsdóttir úr
Mosfellsbæ fyrir þátttöku í rat-
leiknum um Dagverðará. Ársæll
Jóhannsson frá Reykjavík vann
gistingu á Hótel Eddu á Hell-
issandi fyrir þátttöku í ratleiknum
kringum Snæfellsjökul og loks
hlaut Ragnheiður Eva Guð-
mundsdóttir frá Akranesi vinning
fyrir þátttöku í báðum ratleikjun-
um, en það er gisting á Hótel
Búðum. (fréttatilkynning)