Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 15
n
§SESS1ÍH©BR!
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
15
Frá rektor Viðskiptaháskólcms Bifröst
„Ég tel rétt að fangar geti notaé þann tíma semfangavist skapar til menntunar og með
slíku stuðlað að aubium þroska sínum íþeirri viðleitni að gera sig að betri mönnum, “
segir Runólfiir meðal annars í grein sinni.
Vegna fréttar DV í dag um
málefni Sveinbjöms Kristjáns-
sonar og aðstöðu fanga til há-
skólanáms
DV segir í forsíðufrétt dagsins
að Sveinbjörn Kristjánsson, fangi á
Litla Hrauni stundi bókhaldsnám
á Bifröst. Fréttin er röng. Eiríkur
Jónsson, blaðamaður á DV hafði
samband við skrifstofu háskólans í
gær og óskaði eftir upplýsingum
um það hvort Sveinbjörn stundaði
nám við skólann. Hann fékk sam-
band við undirritaðan sem svaraði
því til að ekki væru gefnar slíkar
upplýsingar um einstaka nemend-
ur enda vinnuregla að gefa ekki
upplýsingar um námsframvindu,
árangur eða aðrar persónulegar
upplýsingar um nemendur eða
umsækjendur um skólavist, án
samráðs við þá.
Skólinn hafði nú í morgun sam-
band við Sveinbjörn og fékk heim-
ild hans til að birta umræddar upp-
lýsingar.
Sveinbjörn sótti um nám fyrir
síðustu vorönn en gat þá ekki
stundað það vegna aðstöðuleysis í
fangelsinu. Hann endurnýjaði
umsókn sína fyrir haustmisseri
sem nýlega er hafið. Honum hef-
ur verið tilkynnt að hann verði
tekinn í nám samkvæmt umsókn
að því gefnu að fangelsisvfírvöld
trvggi honum og skólanum viðun-
andi aðstöðu til að hann geti sinnt
sínu námi.
Sveinbjörn er iðnrekstrarfræð-
ingur frá THI og vantar 30 eining-
ar til að geta lokið námi í við-
skiptafræði. Þau fög sem hann
þarf að taka til að geta lokið fjar-
námi frá Bifröst eru eftirfarandi:
Aðferðafræði viðskipta, breytinga-
stjórnun og stefnumótun, fjármál
og fjármálamarkaðir, hagnýt hag-
fræði, málstofa um íslenskt at-
vinnulíf, markaðsmál og neytenda-
hegðun, nýsköpun og frumkvöðla-
fræði, samningatækni, samtíma-
menning og viðskiptasiðfræði. Auk
þess myndi hann samhliða skrifa
BS ritgerð undir leiðsögn umsjón-
arkennara. Bókhald er ekki á með-
al þeirra kennslugreina sem Svein-
björn myndi leggja stund á, enda
gert ráð fyrir að nemendur á 3. ári
í viðskiptafræði hafi tileinkað sér
slíkar grunngreinar fyrr í sínu
námi.
Undirritaður heimsótti Svein-
björn á Litla Hraun þann 26. ágást
sl. til að kanna aðstæður hans til
háskólanáms og ræddi ég um leið
við Kristján Stefánsson, fangelsis-
stjóra. Gerði ég fangelsisstjóran-
um grein fyrir því að í krefjandi
háskólanámi, eins og því sem
Sveinbjörn vildi stunda í fjarnámi,
þyrfti hann að lágmarki netaðgang
í 30 klst. á viku og að slíkt væri í
raun forsenda þess að Bifröst
treysti sér til að taka Sveinbjörn í
nám. A fjarnámsvef skólans þyrfti
hann að hlusta á fyrirlestra, vinna
verkefni, hafa samskipti við sam-
nemendur sína og kennara, auk
þess að afla gagna úr alþjóðlegum
gagnagrunnum til að geta stundað
nám á Bifröst með fullnægjandi
hætti. I framhaldi af þessum fundi
var haft samband við forstjóra
Fangelsismálastofnunar og atbeina
hans óskað í málinu. Ljóst er að
öryggismál varðandi netnotkun
fanga eru viðkvæmt atriði en há-
skólinn hefur bent fangelsisyfir-
völdum á að þau megi leysa með
einföldum hætti.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst
telur sig hafa samfélagslegar
skyldur. Hluti af þeim skyldum
er að stuðla að jöfhum rétti allra
til náms við skólann. Fangar
eru þar ekki undanskildir, enda
er það trú mín að bæði sé eðli-
legt og sjálfsagt að skólakerfið,
þ.m.t. háskólar, sinni þörfum
fanga til náms. Eg tel rétt að
fangar geti notað þann tíma sem
fangavist skapar til menntunar
og með slíku stuðlað að auknum
þroska sínum í þeirri viðleitni að
gera sig að betri mönnum. I
þeim skilningi ætti hið gamla ís-
lenska orð, betrunarhús að gilda
um þær stofnanir sem sinna
refsivist fyrir samfélagið.
I Ijósi viðræðna við fangelsis-
yfirvöld og fréttar DV hef ég í
dag sent Birni Bjarnasyni,
dómsmálaráðherra bréf og beð-
ið hann að beita sér í málefhum
Sveinbjöms Kristjánssonar og
tryggja honum og öðmm föng-
um aðstöðu til háskólanáms.
Viðskiptaháskólinn er tilbúinn
til samstarfs við fangelsisyfir-
völd í þeim efhum.
Bifröst, 20. september 2005
Runólfur Agústsson
www.skessuhom.is
KYNNINGARFUNDÍR
- ÍBÚAFUNDIR Á SNÆFELLSNESI
Vegna sameiningarkosninga 8. október nk. skv. tillögum félagsmálaráðuneytis um
sameiningu fimm sveitafélaga á Snæfellsnesi.
Kynningarfundir fyrir íbúa sveitafélaganna fimm verða haldnir sem hér segir:
Eyja- og Miklaholtshreppur
Félagsheimilinu Breiðabliki föstudaginn
23. september nk. kl. 20:00
Helgafellssveit og Stykkishólmur
Sal Tónlistarskóla Stykkishólms
laugardaginn 24. september nk. kl. 11:00
Grundarfjörður
Fjölbrautaskóla Snæfellinga laugardaginn
24. september nk. kl. 14:00
Snæfellsbær
Félagsheimilinu Klifi laugardaginn
24. september nk. kl. 17:00
! Athygli er vakin á utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hófst 13. ágúst sl. hjá
| sýslumanni Snæfellinga
l íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér málin
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitafélaga á Snæfellsnesi
ÁSATRÚARFÓLK!
Disablót kl 19.00 íJafnaskardsskógi
við Hreðavatn.
Asatrúarfólk á Vesturlandi heldur dísablót
við Hreðavatn í Jafnaskarðsskógi í
Borgarfirði, um haustjafndœgur 23.
september 2005.
Blótgestir hittast við Hreðavatnsskála kl 18.30
og halda þaðan til blóts.
Allir velkomnir.
Jónína K. Berg Vestlendingagoði
sími 865 2581
Hvanneyrarkirkja 100 ára
Hvanneyrarkirkja er 100 ára um Þessar
mundir. Af Því tilefni auglÞsir sóknarnefnd
og sóknarprestur eftir gömlum myndum af
kirkjunni sem fólk kynni aÞ eiga í fórum
sínum. SömuleiÞis eftir myndum af
athöfnum í kirkjunni.Þ
Þ
Þeir sem gætu lagt Þessu erindi liÞ eru
vinsamlegast beÞnir um, aÞ hafa samband
viÞ sóknarprest í sfma 846 2020 eÞa
Ingibjörgu Jónasdóttur í síma 437 0078.
Vídeóleiga til sðlu!
Upplýsingar gefur Hjörtur
í síma 892-1884
Istoiin
Brúartorgi - Borgarnesi
Gæludýrabíllinn Æ
er kominn af stadllSppl
meö hágæöa hunda / J
og kattafóður W
Erum einnig meó fóður fyrir önnur
gæludýr: Fugla, fiska og nagdýr.
Mikió úrval af öórum gæludýravörum
Nánari upplýsingar og sérpantanir
í síma 848-4649
Getum einuig tekið aó okktir
verkefni í sambandi við gæludýr og landbúnað
Glóðarsteiktir
hamborgarar
Nautasteik
og lambasteik