Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
shssim©eki
Snorrastofa í Reykholti fagnar 10 ára aftnæli
Föstudaginn 23. september n.k.
verða 10 ár liðin frá stofnun
Snorrastofu í Reykholti og verður
dagskrá af því tilefni flutt í húsnæði
stofnunarinnar. A þessu tímabili
hefur starfsemin stöðugt verið að
eflast og er vonast til að hún nái að
treysta sig enn betur í sessi á kom-
andi árum.
Snorrastofa er sjálfseignarstofn-
un, sem bæði er rekin fyrir framlög
hins opnbera og einkaaðila. Skipu-
lagsskrá sú sem liggur til grundvall-
ar starfseminni var samþykkt af rík-
isstjórn Islands 1995 og undirrituð
23. september það ár. Samkvæmt
henni er Snorrastofu ætlað að
kynna norræna sögu og bókmennt-
ir sem tengjast Snorra Sturlusyni.
Henni er einnig ætlað að kynna
sögu Reykholts og Borgaríjarðar
sérstaklega. Þessi atriði voru þróuð
nánar í kjölfar niðurstöðu neíndar
menntamálaráðuneytis um mið-
aldafræði í Reykholti frá 1999, sem
lagði til að Snorrastofa kæmi að
rannsóknum og almennum fræða-
störfum á sviði miðaldafræða.
fræðimanna, Egils saga Skalla -
Grímssonar. Mikill fjöldi fólks sæk-
ir Reykholt heim vegna þessa, ekki
hvað síst erlendir gestir. Stóra að-
dráttaraflið er hið áþreifanlega, þ.e.
afar merkar fornminjar (laug, göng,
bæjarrústir og heitavatns- og gufu-
stokkar ffá tímum Snorra o.fl.), sem
gestamóttaka Snorrastofu sér um
að kynna fyrir gestum og gangandi.
Og Reykholt er ekki bara Snorri,
heldur á staðurinn sér merka sögu
allt fram á okkar daga. Helstu bygg-
ingar Reykholts endurspegla þetta
en á staðnum eru gömul kirkja,
byggð 1886-87 og nú hluti af húsa-
safni Þjóðminjasafhsins, gamli Hér-
aðsskólinn, byggður 1930-31,
glæsilegt minnismerki um arki-
tektúr Guðjóns Samúelssonar, hús-
næði Fosshótels, sem reist var á ár-
unum 1965-88 fyrir heimavist og
mötuneyti Héraðsskólans og hin
nýja og glæsilega bygging Reyk-
holtskirkju og Snorrastofu. Þá hef-
ur vaxandi starfsemi Snorrastofu,
árleg tónlistarhátíð og tónleikahald
allt árið í kirkjunni og starfræksla
Frœðasetrið Snorrastofa verður að veruleika. Guðlaugur Óskarsson, formaður sóknar-
nefiidar Reykholtskirkju og Bjöm Bjamason þáverandi menntamálaráðherra, rita undir
skipulagsskrá Snonnstofu 23. septemher 1995.
Snorri og fomminjar
Eins og flestum er kunnugt er
Reykholt einn merkasti sögustaður
landsins vegna búsetu Snorra
Sturlusonar á staðnum. Hann kom
til staðarins árið 1206 sem ungur
maður og ritaði þar öll sín verk og
byggði um leið upp mikið veldi.
Hann bjó þar til dauðadags, en
hann var drepinn af fjendum sínum
23. september 1241. Þau verk sem
halda munu nafhi hans á lofti í al-
þjóðlegu samhengi um ókomna
framtíð eru Snorra-Edda,
Heimskringla og að mati margra
Einar Hilsen, Norðmaður búsettur í Bandaríkjunum, sem árið
1930 kom jyrstur fram með hugmyndina að byggingu sérstaks
safns í Reykholti til minningar um Snorra Sturluson.
heilsárs hótels, þar sem haldnar
hafa verið hvers kyns samkomur,
fundir og ráðstefnur, vakið athygli á
Reykholti.
Uppbygging safnaðarins
Árið 1983 hófst mikið uppbygg-
ingarskeið í Reykholti, sem ekki sér
fyrir endann á. Það ár ákvað söfin-
uður Reykholtskirkju að reisa nýja
kirkju og í tengslum við hana
Snorrastofu í þeim tilgangi að
heiðra minningu Snorra Sturluson-
ar. Var Garðari Halldórssyni arki-
tekt falið að teikna byggingarnar.
Hvatinn að þeirri
ákvörðun var m.a.
sá draumur nokk-
urra aðila að geta
með sómasamleg-
um hætti sinnt
þeim fjölmörgu
gestum sem sóttu
staðinn heim í leit
að upplýsingum. I
Reykholti var ekk-
ert í boði umfram
Snorralaug og
Snorrastyttu Vig-
elands, sem Norð-
menn reistu 1947,
og viðleitni presta
staðarins og ein-
stakra kennara við
Héraðsskólannn í
Reykholti til að
sinna gestum stað-
arins. Þá hafði ver-
ið starfrækt Eddu-
hótel í 2-3 mánuði
á sumrin í húsnæði
Héraðsskólans.
Frá upphafi hef-
ur þessi mikla
framkvæmd með
beinum og óbein-
Snorrastofa í Reykholti.
um hætti skipað stóran sess í dag-
legu lífi þeirra, sem mest hefur
mætt á í Reykholti, þ.e. prestshjón-
anna Dagnýjar Emilsdóttur og séra
Geirs Waage, Bjarna Guðráðssonar
í Nesi, organista og formanns
byggingarnefndar, formanns sókn-
arnefndar Guðlaugs Oskarssonar
og annars sóknarnefndarfólks.
Ekki verður sagt að ákvörðunin hafi
alls staðar fallið í góðan jarðveg og
mikil vinna, sem krafðist ómælds
barátmþreks ofangreindra, var lögð
í að koma hugmyndinni á framfæri,
afla henni fylgis og koma svo í
framkvæmd. Allt frá árinu 1984
hefur þetta fólk tmnið með mjög ó-
eigingjörnum hætti sleitulaust að
framgangi málsins, kynningu þess
og ekki hvað síst að fjármögnun.
Athyglisvert er að á fyrstu árun-
um voru það fyrst og fremst nor-
rænir fjölmiðlamenn sem sýndu
málinu áhuga en lítið fór fyrir á-
huga þeirra íslensku. Gestamóttaka
á staðnum fór oftast fram með þeim
hætti að sóknarprestur gekk með
gestum í gömlu kirkjuna og ffæddi
þá um sögu Reykholts og gerði
grein fyrir framtíðaráformum.
Margir komu svo við á prestssetr-
inu, nutu góðgerða eftir því sem við
átti hverju sinni eða nýttu sér þá
þjónustu sem í boði var á hótelinu
væri það opið. Bygging Reykholts-
kirkju - Snorrastofu hófst 1988, hin
nýja kirkja var vígð á Olafsmessu
28. júlí 1996 og fyrr í sama mánuði,
þann 14. júlí, var opnuð fyrsta sýn-
ingin í Safnaðarsal á vegum Snorra-
stofu. A sama tíma var stofnað
ferðaþjónustufyrirtækið
Heimskringla ehf. sem annast
skyldi vörslu sýninganna og mót-
töku gesta og tónleikahald í Reyk-
holtkirkju. Gestamóttaka í Reyk-
holti hefur frá upphafi verið undir
yfirstjórn Dagnýjar Emilsdóttur,
sem nú gegnir stöðu móttökustjóra
Snorrastofu. Snorrastofa fékk síðan
eigið húsnæði árið 2000, þegar O-
lafur Ragnar Grímsson, forseti Is-
lands og Haraldur Noregskonung-
ur, opnuðu það með formlegum
hætti að viðstöddu miklu fjölmenni.
Ætlað stórt hlutverk
Með ráðningu undirritaðs sem
forstöðumanns Snorrastofu 1998
hófst nýr kafli í sögu staðarins. Þar
með var lagður grunnur að öflugri
starfsemi á vegum Snorrastofu sem
m.a. hefur skipulagt rannsóknar-
verkefhi, ýmsar ffæðilegar ráðstefn-
ur og sýningar í samvinnu við fjöl-
marga aðila. Fyrstu árin var ég eini
starfsmaðurinn, en síðan 1998 hef-
ur velta stofnunarinnar aukist
margfalt og er nú svo komið að árs-
verk eru 7, en 11 einstaklingar
sinna störfum við Snorrastofu, enda
sumir í hlutastörfum.
Reykholti er ætlað stórt og á-
byrgðarmikið hlutverk sem eins af
helstu þjóðmenningarstöðum
landsins. Markmiðið er að Snorra-
stofa geti axlað þessa ábyrgð af
reisn, enda stöðugt unnið að efl-
ingu staðarins. Verið er að styrkja
stoðir einstakra þátta, auk þess sem
verið er að leggja staðnum til ný
verkefni. Sá mikli áhugi sem að
undanförnu hefur verið, bæði inn-
anlands og erlendis ffá, á að dvelja í
Reykholti vegna rannsókna eða
yfirbyggingu yfir þær stórmerku
fornleifar, sem komið hafa í ljós í
Reykholti undanfarin ár. Fluttar
verða fleiri fornminjar úr Þjóð-
minjasafhi í Reykholt, en um er að
ræða fornminjar sem komið hafa í
ljós að undanförnu ásamt nokkrum
eldri. Upplýsingar um gang forn-
leifarannsókna getur að líta í sýn-
ingarsal Snorrastofu í Safhaðarsal
kirkjunnar, en gert er ráð fyrir að
efla þann þátt, t.d. með því að nota
gögn þau, sem uppgröfturinn hefur
skilað, við gerð líkana, tilgátu-
mynda o.s.ffv. Þá verður stígagerð
aukin og merkingum fjölgað, auk
þess sem gengið verður frá um-
Frá ráðstefim í Snorrastofu þar semjjallað var um viðfangsefnið Reykholt og evrópsk
ritmenning.
funda er einungis upphafið að því
sem koma skal. Oll aðstaða fyrir
hvers kyns funda- og ráðstefnuhald
er fyrir hendi og stefnt er að því að
efla hana enn ffekar og er aðkoma
hótelsins að sjálfsögðu lykillinn að
þeirri uppbyggingu.
I Snorrastofu haldast í hendur
rannsóknir og miðlun í allri starf-
seminni. Sú hugmyndaffæði, sem á-
kveðið var að þróa, hefur gert það
að verkum að til liðs við Snorra-
stofu hafa komið stofhanir, bæði
innlendar og erlendar, og eru því
mörg verkefnanna samstarfsverk-
efni nokkurra háskólastofnana.
Minjagarður
í undirbúningi
Undirbúningur að uppbyggingu
glæsilegs minjagarðs er kominn vel
á veg. Forhönnun öflugrar forn-
leifa- og margmiðlunarsýningar er
lokið, auk þess sem búið er að láta
teikna nýja sýningarsali, sem að
mestu eru hugsaðir neðanjarðar.
Með árunum er síðan gert ráð fyrir
hverfi hversins Skriflu.
Minjagarður í Reykholti mun
vafalítið skapa mörgum atvinnu í
héraðinu. Þessi miðstöð myndi
fjalla um Snorra Sturluson og sam-
tíð hans á breiðum grundvelli, en
slík heildstæð kynning á miðöldum
yrði nýnæmi á Islandi. Eins og stað-
an er í dag geta ferðamenn hvergi
komið á einn stað hérlendis, þar
sem með heildstæðum hætti er sagt
frá rótum íslenskrar menningar,
þ.e. samfélagi miðalda, ritmenn-
ingu o.fl. Minjagarður myndi vera
öflug miðstöð, sem draga myndi að
sér stöðugt fleiri ferðamenn, ráð-
stefnugesti og fræðimenn. Saga
Reykholts, aukinn áhugi ferða-
manna á sögu landsins og sagnaarfi
ög stórbættar samgöngur á Vestur-
landi gera að verkum að von er á
umtalsverðri fjölgun ferðamanna í
Reykholt á næstu árum. Á Snorra-
stofu hefur verið lögð sú ábyrgð að
mæta þessum mikla áhuga með
þeim hætti að sómi sé að.
Bergur Þorgeirsson