Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
KB kaupir
FBí
Borgar-
nesi
Kaupfélag Borgfirðinga
keypti sl. mánudag rekstur Fóð-
urblöndunnar í Borgarnesi og
yfirtók félagið reksturinn frá og
með deginum í gær og er hann
því undir merkjum KB Bú-
rekstrardeildar. Rekstur KB Bú-
rekstrardeildar verður fyrst um
sinn til húsa að Sólbakka 8, en
þess er vænst að innan tveggja
mánað verði hann fluttur í ný-
byggingu að Egilsholti 1 við hlið
Húsasmiðjunnar. „Með þessu er
verið að efla mjög þjónustu KB
við bændur og er þess vænst að
þegar í ný húsakynni verður
komið verði vöruúrval aukið til
mikilla muna,“ sagði Guðsteinn
Einarsson, stjórnarformaður
fyrirtækisins í samtali við
Skessuhorn.
MM
Til minnis
Vi& minnum á Borgarfjarbar-
hlaup UMSB sem hlaupib ver&-
ur á Hvanneyri klukkan 14 á
föstudaginn kemur. Hlaupiö
hefst vi& kirkjuna. Vegalengdir
sem hlaupnar verða eru: 25 km,
10 km og 4 km skemmtiskokk.
Hlaupið er aldursflokkaskipt.
Skráning í hlaupið er hjá skrif-
stofu UMSB sími 437 1411 Net-
fang: umsb@umsb.is.
Vechvrhorfiir
Þa& er komið haust, bæ&i á
almanakinu og á veðurstofu
Skessuhorns. Við spáum norð-
austlægri átt alla næstu daga
með rigningu og slyddu til
fjalla.
SpMrninj viKfynnar
í síðustu viku var spurt: „Ertu
fylgjandi því að gjald verði tek-
i& fyrir akstur um væntanlega
Sundabraut?" Niðurstaðan var
afdráttarlaus. 87% svarenda á
Skessuhornsvefnum sögðust
vera andsnúnir því að gjald
verði tekið fyrir akstur um
Sundabraut ver&i hún byggð.
9,8% voru því fylgjandi en
3,2% hlutlaus.
í næstu viku spyrjum við:
Ertu ánœgö/ur meö ab
ákœrum gegn
forsvarsm. Baugs var
vísab frá dómi?
Svaraöu skýrt og
skorinort og án allra
undanbragba á fréttavefn-
um: www.skessuhorn.is
Vestlendinj^r
vikfynnar
Er Óli Þórðar, knattspyrnuþjálf-
ari sem í li&inni viku lauk leik-
tíðinni með sigri sinna manna
gegn KR, hann tryggði sér
þriggja ára samning við þjálfun
meistaraflokks um leið og skrif-
að var undir samning við heilt
knattspyrnulið ungra og efni-
legra boltastráka. Framtíðin er
björt hjá Óla og gaman verður
að fylgjast með gengi liðsins
næsta vor.
Hrefiia í netin
Hann var í þyngra lagi
aflinn hjá þeim félögum
Eymari og Garðari á Ebba
AK þegar þeir vitjuðu um
netin sl. mánudag. Tæplega
8 metra löng hrefna hafði
fest í netunum hjá þeim og
drepist þar og var henni að
sjálfsögðu landað og gert að
á bryggjunni. Eymar segir
þetta vera í fyrsta skipti sem
hann fái hrefhu í netin en
beinhákarl hafi hann t.d.
fengið áður. Hrefnan veidd-
ist í Rennuhálsinum sem er
um 8 mílur vestur af Skag-
anum. Eymar Einarsson,
sem er vanur hvalskurðar-
maður frá tímum Hval-
stöðvarinnar, bar sig fag-
mannlega að við úrbeining-
una. Kjötið fór allt á mark-
að þar sem það hefur vænt-
anlega verið selt í gær.
MM
Hefst umfangsmikiU
vatnsútflutningur £rá Rifi?
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur
gert samning við Islind ehf. um nýt-
ingarrétt á ákveðnum vamslindum í
landi sveitarfélagsins í Rifi. Samn-
ingurinn er til 95 ára og tryggir fyr-
irtækinu einkarétt á nýtingu vatns úr
umræddum vamslindum. Islind ehf.
mun vera í samstarfi við nokkra er-
lenda aðila um markaðssetningu
vamsins og er ætlunin að setja upp
átöppunarverksmiðju í Rifi og
einnig er reiknað með útflutningi
með tankskipum. Samningurinn
mtm, að sögn Kristdns Jónassonar
bæjarstjóra Snæfellsbæjar, fela í sér
nokkrar tekjur fyrir sveitarfélagið en
mesm tekjumöguleikarnir vegna
væntanlegrar nýtingar vamslind-
anna eru þau atvinnutækifæri sem
væntanleg verksmiðja mun veita í
sveitarfélaginu.
Ekki náðist í forsvarsmenn íslind-
ar ehf. við vinnslu þessarar fréttar.
HJ
Tilboð í sérleyfi á Vestur-
og Norðurlandi
Hópferðamiðstöðin og Vest-
fjarðaleið buðu lægst í sérleyfi
vegna fólksfluminga á leiðum á
Vestur- og Norðurlandi en tilboð í
sérleyfi á landinu öllu voru opnuð í
síðusm viku. Fyrir aksmr í þessum
landshlutum þarf að greiða fyrir-
tækjunum rúmar 230 milljónir
króna. Bílar og fólk ehf. bauðst til
að sinna akstrinum fyrir rúmar 261
milljón króna og SBA Norðurleið
bauð rúmar 309 milljónir króna.
Kostnaðaráætlun Ríkiskaupa var
211 milljónir króna. I þessum hluta
útboðsins er aksmr frá Reykjavík
um Vesmrland og Snæfellsnes, um
Dali í Króksfjarðames, um Strand-
ir á Hólmavík og Drangsnes, um
helsm staði á Norðurlandi allt til
Raufarhainar og Þórshafnar.
Þá var einnig boðinn út skóla-
aksmr á nokkmm stöðum, m.a. á
Snæfellsnesi. I skólaakstur milli
Gmndarfjarðar og Snæfellsbæjar
bámst fjögur tilboð. Lægsta tilboð-
ið var frá Hópferðamiðstöðinni og
Vestfjarðaleið að upphæð tæpar 16
milljónir króna. Önnur tilboð í þá
leið vom frá Bílum og fólki ehf. að
upphæð rúmar 16,7 milljónir
króna, Dodds ehf. bauð tæpar 20,2
milljónir króna og Hópferðabílar
Svans Kristófers ehf. buðu tæpar 19
milljónir króna. I skólaaksmr
Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar
bauð Hópferðamiðstöðin og Vest-
fjarðaleið einnig lægst eða rúmar
16,2 milljónir króna. Bílar og fólk
ehf. bauð rúmar 17 milljónir króna,
Dodds ehf. bauð rúmar 19,3 millj-
ónir króna eins og SBA Norður-
leið, Sæmtmdur Sigmundsson ehf.
bauð tæpar 18,5 milljónir króna og
Hópferðabílar Svans Kristófers ehf.
bauð tæpar 19 milljónir króna. HJ
Laun hækkuðu mest hjá
íbúrnn í Skilmannahreppi
Launagreiðslur á Vesmrlandi
hækkuðu mest fyrstu sex mánuði
ársins til íbúa í Skilmannahreppi ef
miðað er við sama tíma í fyrra.
Nemur hækkunin tæpum 36,6%.
Aðeins í einu sveitarfélagi á landinu
hækka launagreiðsltu' meira á þess-
um tíma en það er í Fljótsdalshreppi
þar sem hækkunin er 61,6% á milli
ára. A landinu öllu hækkuðu launa-
greiðslur um 10% á þessum tíma. Af
einstökum landshlutum má nefna að
mest er hækkunin á Ausmrlandi eða
tæp 17,2%. A Vesmrlandi nemur
hækkunin rúmum 7,8%. Af einstök-
um sveitarfélögum á Vesmrlandi má
nefna auk Skilmannahrepps að þá
hækkuðu launagreiðslur í Eyja- og
Miklaholtshreppi um 24,5%, í
Skorradalshreppi um tæp 16,4% og
í Innri - Akraneshreppi um tæp
14,9%. I stærsta sveitarfélaginu
Akranesi var hækkunin 11%. Mest
lækkuðu hins vegar launagreiðslur á
milli ára í Helgafellssveit eða um
12,5%.
Það er Samband íslenskra sveitar-
félaga sem tekið hefur þessar tölur
saman. Utsvarstekjur em stærsti ein-
staki tekjuliður sveitarfélaga og því
skiptir þróun launagreiðslna innan
hvers sveitarfélags vemlegu máli
fyrir afkomuna frá ári til árs. HJ
Minkur gerir usla í veiðiám
Nýlega varð að fá meindýraeyði
til að reyna að ná minkum sem gert
höfðu usla við Brynjudalsá í Hval-
firði. „Fyrir fáum dögum drap
minkur nokkra laxa í ámú, í hylnurn
rétt fyrir ofan efri laxastigann,“ sagði
Friðrik D. Stefánsson leigutaki ár-
innar í samtali við Skessuhorn.
Minkurinn hefur verið erfiður við
ána í sumar og fyrir skömmu keyrði
um þverbak: „Laxarnir höfðu verið
að dóla í efri laxastiganum og vom
komnir í hylinn fyrir ofan efsta þrep
hans, þegar minkurinn lét til skara
skríða og drap nokkra laxa. Við svo
búið er ekki hægt að una,“ segir
Friðrik. Agæt veiði hefur verið í
Brynjudalsá í sumar en minkurinn
er engu að síður vandamál eins og
víða í veiðiám á Vesmrlandi.
Við Bomsá og Laxá í Kjós er t.d.
einnig töluvert af mink. Veiðimenn
sem vom við Laxá í Kjós fyrir
skömmu reyndu að grýta mink sem
þar var en sá slapp með skrekkinn.
„Við reyndtun að hitta helvítið en
það tókst ekki,“ sagði veiðimaðurinn
við Laxá, sem hitti ekki minkinn,
þrátt fyrir margar góðar tilraunir.
GB
Dauður
á stöðinni
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi stöðvaði aðfararnótt
sunnudags ökumann sem hún
granaði sterklega um ölvun við
aksmr. Ökumaðurinn reyndist
vera svo drukkinn að eftir blóð-
sýnatöku læknis á lögreglustöð-
inni sofnaði ökumaðurinn á-
fengissvefni og rankaði ekki við
sér fyrr en í hádeginu daginn
eftir í fangaklefa.
-mm
Tæpur fimmt-
ungur línuíviln-
unar í þorski
VESTURLAND: Á síðasta
fiskveiðiári sem lauk um síðusm
mánaðamót nýtm bátar á Vest-
urlandi um 500 tonn þeirra
2.933 tonna er veitt var til
línuívilnunar í þorski. Er það
um 17% af heildarkvótanum.
Línuívilnun er veitt þeim dag-
róðrabátum er gera út með
landbeitta línu og er ívilnunin
16% af lönduðum afla. ívilnun-
in er einnig veitt f ýsu og stein-
bít. Bátar á Vesturlandi nýtm
rúm 301 tonn af 1.486 tonna
kvóta sem veitt var til ívilnunar
á landinu öllu í ýsu eða um 20%
og þeir nýtm rúm 52 tonn af
steinbít af þeim 550 tonnum
sem notuð vom til ívilnunar
eðaum9,5%. -hj
Rökkurdagar
endurteknir
GRUNDARFJÖRÐUR: Rósa
Guðmundsdóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri menn-
ingarhátíðarinnar Rökkurdaga í
Grandarfirði. Hefur hún hafið
störf og er skipulagning Rökkur-
daga komin á fullt skrið. Grund-
firðingar hafa tekið vel í ffamtak-
ið og hafa þegar nokkrir menn-
ingaratburðir verið skráðir í dag-
skrá Rökkurdaga. Þar má meðal
annars nefna Sagnavöku í Sögu-
miðstöðinni, kvikmyndahátíð,
smttmyndir, myndlistarsýningu
gmndfirskra kvenna, glerlista-
sýningu, tónlistaratriði og margt
fleira. „Rósa vill minna fólk á að
hafa samband við sig ef það hef-
ur áhuga á að vera með á Rökk-
urdögum í síma 869 2701 eða á
tölvup. rosa@grundarfjordur.is,“
segir á vef Gmndarfj arðarbæjar.
-mm
Sauðavefur og
sauðalag
BORGARNES: Eins og fram
hefur komið í Skessuhorni
verður hin bráðum árlega
Sauðamessa haldin í Borgarnesi
þann 8. október n.k. Aðstand-
endur Sauðamessu hafa nú
opnað sérstakan Sauðavef á
netinu á slóðinni:
www.sauda.vefurinn.is. Á vefn-
um sem hannaður er af Ástríði
Einarsdótmr er að finna ýmis
konar fróðleik um sauðkindur
lífs sem liðnar og þar era einnig
fréttir af undirbúningi Sauða-
messu 2005. Þá styttist í að
einkennislag Sauðamessu verði
kynnt en það er nokkurs konar
sauðasálmur eða öllu heldur
óður til íslensku sauðkindar-
innar sem Bjartmar Hannesson
hefur prjónað saman úr ís-
lenskri ull.
-ntm