Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Side 5

Skessuhorn - 09.11.2005, Side 5
^sunu^. MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 5 Oánægja með nýskipan lögreglumála á Akranesi Akran es. Ljósmynd: Mats Bæjarráð Akraness er undrandi á tillögum fram- kvæmdanefndar um ný- skipan lögreglumála. Þetta kom fram á fundi ráðsins sl. fimmtudag. Eins og fram hefur komið í Skessu- horni leggur nefndin til að Borgarnes verði svokallað lykilembætti. Löggæslan í Búðardal og Hólmavík verði sameinuð lögregl- unni í Borgarnesi og færi það lið jafnffamt með lög- gæslu í Reykhólahreppi. Önnur embætti á svæðinu sem færu með lögreglu- stjórn væru Akranes og Stykkishólmur. Með þess- um breytingum falla fjár- veitingar frá embættunum í Búðardal og Hólmavík til embættisins í Borgarnesi. Þá er gert ráð fyrir að starf- semi rannsóknardeildar verði í Borgarnesi og falli því fjárveiting vegna rannóknarlögreglumanns á Akranesi til embættisins í Borgarnesi. Bæjarráð ályktar Á áðurnefndan fiind bæjarráðs kom Ólafur Hauksson sýslumaður á Akranesi. Gerði hann grein fyrir tillögum nefndarinnar hvað skipan mála á Akranesi varðar. Á fundinum var samþykkt efiirfarandi bókun: „B*jarráð Akraness lýsir yfir undr- un sinni á tillögum framkvæmda- nefndar um nýsköpun lögreglu- mála. I þeim er gert ráð fýrir að lykilembætti lögreglunnar á Vest- urlandi verði í Borgamesi og rann- sókn brotamála flytjist þangað. Bæjarráð bendir á að á Akranesi búa um 6.000 manns og íbúafjöldi fer þar vaxandi og í næsta nágrenni. I næsta nágrenni er einnig mesta umferðarsvæði landsins, bæði á sjó og á landi, stærsta stóriðjusvæðið og stærsta innflutningshöfn lands- ins. Bæjarráð telur því nær að efla lögregluna á Akranesi en að færa þunga starfseminnar annað.“ Ólafúr Þór Hauksson, sýslumað- ur og lögreglustjóri á Akranesi hef- ur tilteknar efasemdir um tillögur þær sem nú liggja fýrir um nýskip- an lögreglumála. Lykilembættun- um verður fabð að annast rannsókn og saksókn stærri og flóknari mála. Með því telur nefndin að mögu- leikar á sérhæfingu á hverjum og einum stað aukist auk þess sem rannsóknir mála verði efldar þar sem mjög vel þjálfaðir og reyndir rannsakarar munu sinna rannsókn- um allra stærri og flóknari saka- mála. I tillögum nefndarinnar er lagt til að starfræksla rannsóknar- deildar verði hjá lykilembættinu í Borgamesi og falli því fjárveiting vegna rannsóknarlögreglumann á Akranesi til embættisins í Borgar- nesi. Lykilembættíð ætti vel heima á Akranesi Um nokkurt skeið hefur verið sólarhringsvakt hjá lögreglunni á Akranesi auk þess sem starfrækt hefur verið rannsóknardeild hjá embættinu frá árinu 1986. Hjá rannsóknardeildinni hefur starfað einn rannsóknarlögreglumaður og auk þess hafa tveir lögreglumenn úr almenna lögregluliðinu verið þjálfaðir til rannsóknarstarfa. Hafa þeir aðstoðað við rannsókn stærri og flóknari mála og leyst af rann- sóknarlögreglumann í sumarleyf- um. Ólafur Þór segir að rannsókn- ardeildin á Akranesi hafi á undan- förnum ámm komið að rannsókn stórra og flókinna mála og sýnt í verki hæfni til að taka á slíkum mál- um. Tillögur þær sem nú liggja fyr- ir geri ráð fýrir að fjárveitingar vegna rannsóknarlögreglumanns á Akranesi færist til embættisins í Borgamesi. Því sé í raun verið að leggja niður rannsóknardeildina á Akranesi og huga að upp- byggingu nýrr- ar deildar í Borgarnesi, þar sem sérstök rannsóknar- deild hefur ekki verið til staðar áður. Slíkar breyt- ingar geti hugsanlega haft þau áhrif að mikilvæg þekking og reynsla tapist í kjölfarið. Hann telur því eðli- legt að þar sem þessi starfsemi er þegar til staðar á Akra- nesi komi til á- lita að það embætti verði gert að svoköll- uðu lykilemb- ætti. Þá gæfist kostur að halda áffam þeirri upp- byggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum ámm. Hann telur einnig eðlilegt að horft verði til í- búafjölda. Á Akranesi búi flestir í- búar svæðisins og þar hljóti eðli málsins samkvæmt verkefnin að mestu að liggja. Þá vanti einnig í tillögur nefndarinnar útfærslu á fyrirhuguðum breytingum. Nefhir hann sérstaklega að með tillögum nefndarinnar sé í raun verið að leggja niður rannsóknardeildina á Akranesi en ekki komi ffarn með hvaða hætti að því verður staðið gagnvart þeim starfemanni sem nú gegnir stöðu rannsóknarlögreglu- manns. Aðspurður hvort hann telji lík- legt að tillögur þær sem nefndin lagði fram geti tekið breytingum segir Ólafur Þór erfitt að segja. „Fram hefur komið að dómsmála- ráðherra hafi í meginatriðum fallist á tillögur nefndarinnar en nánari útfærsla og ffamkvæmd þeirra verði ákveðin að lokinni kynningu um land allt þar sem kallað verði eftir sjónarmiðum heimamanna. Eg treysti því að með því að kanna sjónarmið sé verið að efna til rök- ræðna um tillögur nefndarinnar og í framhaldi af því verði tekið mið af umræðunni og þeim athugasemd- um sem ffam koma við endanlega ákvörðunartöku í málinu," segir Ó- lafur Þór. HJ S Oskað skýringa vegna halla- reksturs sveitarfélaga Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur óskað greinar- gerða ffá ellefú sveitarfélögum um ástæður hallareksturs þeirra á árinu 2004. Ekki er um aðvörun nefúdar- innar að ræða heldur er óskað eftir greinargerðinni í samræmi við ný- legt ákvæði reglugerðar um eftir- litsnefúd með fjármálum sveitarfé- laga. Þar segir að afgreiði sveitar- stjórn fjárhagsáætlun, ársreikning eða þriggja ára áætitrn með halla skuli hún senda nefúdinni greinar- gerð um ástæður hallans, aðgerðir til að bæta þar úr og áætlun um framtíðarhorfúr í rekstri sveitarfé- lagsins. Þau ellefu sveitarfélög sem nú fengu bréf ffá nefndinni höfðu því ekki skilað umræddri greinargerð. Ekkert umræddra sveitarfélaga er á Vesturlandi. Þau eru Bláskóga- byggð, Breiðdalshreppur, Djúpa- vogshreppur, Fáskrúðshreppur, Fjarðabyggð, Hólmavíkurhreppur, ísafjarðarbær, Mýrdalshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður og Vopnafjarðarhreppur. Sveitar- stjórnir þessara sveitarfélaga þurfa því að greina ffá ástæðum halla- rekstur sem gemr verið tímabund- inn. Hins vegar er hallarekstur sumra sveitarfélaga viðvarandi og þau þurfa að skýra með hvaða hætti úr verður bætt. Að sögn Lárusar Bollasonar starfsmanns nefndarinnar er sveit- arfélögunum skylt að svara erind- um nefndarinnar og hafa nokkur þeirra gert það nú þegar. HJ Fjögurra rétta lambakjötsmáltíð _ með rauðvínsflösku & gisting fyrir tvo ásamt morgunverði Aðeins 17.900 - fyrir parið Pantaðu núna í síma 514 8000 ÁjH/dýct — /etíusiAétíwi Þetta er upplagt tækifæri til að koma eiskunni sinni á óvart og njóta þess að láta dekra við sig í mat, drykk og góðri þjónustu Tilboðið gildir alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 21. okt. tii 20. nóv. Grand Hótel Reykjavík | Sigtúni 38 | 105Reykjavík | www.grand.is | Sími 514 8000 ífcPolarolie Selolía frá Noregi Þórharsna Guðmundsdöttir Skrifstofumaður hjá SÍBS *• ' mér er eins og s»W. jPC 13 TOIJG Niðurstöður kliniskra rannsókna sem prófessor Arnold Berstad við Haukeland háskólasjúkrahúsið í Noregi framkvæmdi sýna að olían hefur áhrif á: - Ónæmiskerfið - Gigt - auma og stífa liði -Sárogexem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kólestról og blóðþrýsting ssv Samtök sveítarféiaga á Vesturlandi Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum 'Ö/ 20 ARA Búskapur og velferð á Vesturlandi Ráðstefna um landbúnað á Hvanneyri 17. nóvember kl. 10.00- 17.00 Dagskrá: 10.00-10.05 Guðný H. Jakobsdóttir - Setning 10.05 - 10.25 Agúst Sigurðsson rektor,Landbúnaðarháskóla íslands - Landbunaðarháskóli íslands 10.25 - 10.35 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Ávarp 10.35 - 10.55 Erna Bjarnadóttir og Sigurgeir Þorgeirsson - Staða búgreina a Vesturlandi 10.55 -11.15 Jónas Bjarnason - Afkoma bœnda á Vesturlandi 11.15-11.35 Daði Már Kristófersson - Er landbúnaður meira en matvcelaframleiðlsa? 11.35 - 12.00 Umræður 12.00 - 13.00 Hádegisverður 13.00 - 13.20 13.20-13.40 13.40 - 14.00 14.00 - 14.50 Ásmundur Daðason - Hagraeðing á Lambeyrabúinu Jón Gíslason - Staða kúabænda í samfélaginu Sigríður Jóhannesdóttir - Nýting skotveiðihlunninda Umræður 14.50- 15.00 15.00 - 15.10 15.10 - 15.20 15.20 - 15.30 Kynningar frá lánastofnunum KB bankl íslandsbanki Landsbanki Sparisjóður Mýrasýslu 15.30- 15.40 15.40- 17.00 Bernhard Þór Bernhardsson - Innlend eða erlend fjármögnun? Umræður Kaffi rSkráning fer fram á skrifstofu SSV i síma 437 1318, netfang radstefna@ssv.is og á skrifstofu BV í síma 437 1215, netfang bv@bondi.is fyrir 14. nóvember. AÐgangur ókeypis. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Búnarðarsamtök Vesturlands l /

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.