Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Page 7

Skessuhorn - 09.11.2005, Page 7
 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 7 Glæsilegir miimingartónleikar um Karl J. Sighvatsson Húsfyllir var á minningartónleik- um um Karl J. Sighvatsson sem haldnir voru í Bíóhöllinni á Akra- nesi á sunnudagskvöldið sl. Það var Lionsklúbburinn Eðna sem stóð fyrir tónleikunum og rennur ágóði af þeim til Tónlistarskóla Akraness sem fagnar hálfrar aldar afinæli í vetur. Fjölmargir tónlistarmenn léku á tónleikunum lög sem með ýmsum hætti tengdust ferli Karls bæði efrir hann sjálfan og aðra. Upphafsatriði tónleikanna var afar áhrifamikið en þá lék 9 ára nemandi Tónlistarskóla Akraness, Pétur Guðjónsson, lag á harmon- ikku en á þann hátt og á sama stað hóf Karl heitinn sinn tónlistarferil opinberlega fyrir tæpri hálffi öld. Hljómsveit sem sett var saman fyr- ir þessa tónleika var skipuð tónlist- armönnum sem hófu feril sinn á Akranesi og í raun má segja að á tónleikunum hafi þrjár kynslóðir tónlistarmanna heiðrað minningu Karls. Allir listamenn kvöldsins stóðu sig afar vel en stórbrotin ffarnmi- staða Andreu Gylfadótmr verðtn þó eflaust efst í huga þeirra er tón- leikana sóttu. Hún sýndi svo ekki verður um villst að þar fer einn af bestu söngvurum okkar. Lagaval var mjög skemmtilegt og að síðustu var flutt útseming Karls á Píla- grímakór Wagners sem á sínum tíma var bönnuð í Ríkisútvarpinu. Hafi þakið á Bíóhöllinni einhvern tímann verið komið að því að rifna af var það í fögnuði og þakklæti tónleikagesta. Þeim sem stóðu að þessum tónleikum tókst ætlunar- verk sitt, að minnast mikils lista- manns með tónlist þeirri sem hann sjálfur lék. Fjóla Asgeirsdóttir formaður fjáröflunarnefhdar Lionsklúbbsins Eðnu segist afar þakklát að tónleik- unum loknum. Hún segist þakklát öllum þeim sem að undirbúningi tónleikanna komu og tryggðu að þeir yrðu jafn glæsilegir og raun bar vimi. Hún segir að uppgjör tónleik- anna muni liggja fyrir á næsm dög- um og þá verði afrakstur þeirra af- henmr Tónlistarskólanum á Akra- nesi. HJ/ Ljósmynd: Lára Ingólfsdóttir. eftir Flosa Einarsson, Einar Viðarsson, og Gunnar Sturlu Hervarsson 5. sýning: Föstudaginn 11. nóvember kl. 20:00 6. sýning: Laugardaginn 12. nóvember kl. 17:00 7. sýning: Mánudaginn 14. nóvember kl. 20:00 8. sýning: Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:00 9. sýning: Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20:00 Lokasýning: Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00 Sýnt verður í sal Grundaskóla Miðasala hefsí í Grundaskóla tveimur tímum fyrir hverja sýningu. Einnig er hægt að panta miða í síma 433-1400 á skólatíma. Miðaverð 1000 kr. Höfundar: Flosi Einarsson, Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson Leikstjóri: Einar Viðarsson Tónlistarstjóri: Flosi Einarsson □anshöfundar: Karen Lind Ólaisdóttir og Tinna Kristinsdóttir Verkefnisstjóri: Sigurður Arnar Sigurðsson Akra neska u pstaðu r Aðsetursskipti Ertu með lögheimili á réttum stað? Með tilvísun til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutning innanbæjar og milli sveitarfélaga. Tilkynning þarf að berast á bæjarskrifstofur, Stillholti 16-18, 3. hæð, en afgreiðslutími er frá kl. 09:30-12:00 og 12:30 til 15:30. Tilkynningarnar eru síðan sendar Hagstofu Islands. \ Eyðublöð er einnig hœgt að nálgast á vef Hagstofu íslands, \ www.hagstofa.is. Akranesi, 8. nóvember 2005 - Bœjarritari www.skessuhom.is Starfsmaður á lager Óskum eftir að ráða duglegan og áhugasaman starfsmann með lyftararéttindi á vörulager í Reykjavík. Starfið felst í daglegri umsjón á lager, s.s. vörumóttöku, frágangi, afgreiðslu pantana o.fl. Lögð er áhersla a vönduð vinnubrögð og góða samskiptahæfileika. Umsóknir óskast sendar fyrir 15. nóvember 2005 á skrifstofu fyrirtækisins að Engjaási 1, Borgarnesi, eða í tölvupósti á netfangið iofto r ka @ I ofto r ka. i s Allar nánari upplýsingar veita Sigurjón Guðmundsson i síma 860 9045 og Andrés Konráðsson í síma 860 9002 Loftorka Borgarnesi ehf. er alhliða verktakafyrirtæki a sviði byggingamannvirkja og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum einingum fyrir húsbygc/ingar, umferðarmannvirki, tanka, holræsi svo fátt eitt sé nefnt. Hja fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 180 manns. loksins komnir aftur! uom KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.