Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Qupperneq 12

Skessuhorn - 09.11.2005, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005 Af dulúð Gullborgarhrauns í Hnappadal Bóndinn og sveitarstjórnarmaðurinn Guðmundur á Heggsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi segir frá Þegar ekið er vestur Mýrar og á Snæfellsnesið og beygt upp til hægri, leiðina yfir Heydal í áttina til Dala, breytist landslagið snögglega. Þá tekur við landslag sem minnir á mótun landsins eftír eldsumbrot. Við tekur hraun og gjallhólar af ýmsum gerðum en valllendi og mýrar er hverfandi. Hér erum við stödd í Hnappadal á leiðinni yfir lægsta og snjóléttasta fjallveginn á Snæfellsnesi. Við erum stödd í Gullborgarhrauni sem rann frá gígnum Gullborg. I hrauninu er Gullborgarhellir einn fegursti hraunhellir landsins, hann fannst 1957. Hellirinn er friðlýstur en leiðsögn er hægt að fá á Heggsstöð- um. Fljótlega er komið að bænum Heggsstöðum sem er á hægri hönd skömmu efrir að ekið er hjá bænum Mýrdal sem stendur undir Kol- beinsstaðafjalli. Þar er Mýrdalsgjá, afar fallegt hamragil. A Heggsstöð- um í Kolbeinsstaðahreppi búa Guðmundur Albertsson og sonur hans Albert, hefðbundnu búi. Þeg- ar gest ber að garði þessu sinni, er Albert að heiman, staddur á Selfossi við slátrun fjár ffá Heggsstöðum. Guðmundur býður í eldhús og yfir kaffibolla er spjallað og rifjuð upp örfá brot úr viðburðaríkri ævi Guð- mundar. Alltaf á Heggsstöðum „Faðir minn, Albert Guðmunds- son var fæddur á Hofsstöðum í Stafholtstungum, móðir mín Ingi- björg Erlendsdóttir, á Marðarnúpi í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hún missti móður sína 5 ára gömul og var á hálfgerðum hrakhólum til 12 ára aldurs, þegar hún flutti til Reykjavíkur til skyldmenna þar. Hún kom hingað sem kaupakona. Sjálfur er ég einkabarn þeirra, fæddist 16. október 1933. Pabbi var þá 48 ára, kappsmaður mikill. Hann var við vinnu víða, aðallega í Reykjavík og tapaði heilsu á miðj- um aldri. Sjálfur hef ég að mestu haldið mig hér heima, sinnt hefð- bundnum bústörfum og hef mjólk- að kýrnar í flest mál frá 12 ára aldri, í fjósi voru þetta 8-9 kýr. Þá var handmjólkað og gekk svo til ffam undir 1970. Spurður um búskaparhætti eru skoðanir Guðmundar þvert á skoð- anir viðmælanda varðandi stundvísi og reglusemi. Reynsla Guðmundar er sú að sauðfjárbúskapur krefjist mikillar reglusemi, sérstaklega varðandi gjafatíma. „Blessaðar roll- urnar kvarta ef skakkar mikið í gjafatíma," segir Guðmundur en tun kýrnar gildir ekki það sama: „Kúnum skiptir miklu minna um mínútur. Hjá þeim má sveiflan vera klukkustund án þess að þær kvarti eða meira.“ Nú glottir Guðmimdur lítillega, eins og hann viti að vís- dómur viðmælanda um stundvísi í fjós, lesið af bók í tíma hjá Gunnari Bjarnasyni á Hvanneyri um 1960, sé þar með hruninn eins og spila- borg. Hann vill meina að kýrnar megi venja á óstundvísi og það geti þeim vel líkað. A árunum fýrir seinna stríð var mæðuveiki í fé aðalvandi bænda og olli margvíslegum deilum og ó- mældum erfiðleikum hjá bændum. „Hér á Heggsstöðum var vænt, kollótt, lágfætt fé, að stofni til frá Kleifum í Gilsfirði. Þessum ágæta stofni varð að farga í áföngum, skorið var 1942 og allt fé 1950. Nýtt fé kom svo frá Vestfjörðum sama haustið og viðbót úr Dölum ári síðar.“ ,Hrið 1958 kemurfram svonefndur strákalisti og voru á honum yngri menn sem vildu hafa áhrif á hrepfsmálin ogfóru tveir inn af hmum. “ Hjónin Guðmundur og Asta en hún lést árið 2000. ins. Þá beitti Þjóð- varnarflokkurinn sér fyrir undir- skriftasöfnun og kom ég að söfhtm- inni hér á þessu svæði. Eg held ég muni það sé rétt að besta þátttakan á landsvísu hafi verið hér í þessari sveit á- samt tveimur öðr- um hreppum, ég man ekki á þessari árum eru þeir oddvitar tíl skiptis; Gísli í Mýrdal og Sveinbjörn á Snorrastöðum, báðir úrvalsdrengir. Arið 1958 kemur ffam svonefhdur strákalisti, voru á honum yngri menn sem vildu hafa áhrif á hrepps- málin og fóru tveir inn af honum. 1962 var persónukosning og fara þá þrír inn af gamla strákalistanum og svo Gísli í Mýrdal og Haukur á Snorrastöðum. 1966 er svo aftur persónukosning og fór ég þá inn á hlutkesti. Eftir að hafa verið í sveit- arstjórn 3 kjörtímabil gaf ég ekki Snorrastöðum gegnt því embætti og hafði þá hafist málarekstur okk- ar hér í Kolbeinsstaðahreppi og Eyjahreppi annarsvegar og hins- vegar þeirra aðila sem um langa hríð höfðu haft afnot af Haffjarðará vegna eignatengsla við jarðirnar meðfram ánni. Margt varð til þess að valda úlfúð milli búaliðs hér og þeirra aðila sem Haffjarðará nýttu. Kom þar til m.a. að samskipti voru nánast engin við þessa aðila. Þetta voru höfðingjar sem í okkar vitund kærðu sig ekki um að vera hluti af samfélaginu hér. Þegar við bændur litum til annarra héraða og bárum saman afkomu okkar annarsvegar og hinsvegar bænda í öðrum héruð- um af laxveiðiám vorum við tals- verðir eftirbátar. Sveitarstjórnirnar sem gættu hagsmuna ábúenda beggja vegna árinnar hófu því að taka upp ýmis þau málefhi er snertu þessa hagsmuni og nánast hvert at- riði sem til umræðu var tekið end- aði í harðvítugum málaferlum. Þessi mál öll, verða ekki rakin hér í stuttu spjalli, það væri efni í heila bók. Það sem skiptír e.t.v. megin máli er að yfirmat fasteigna hækk- aði verulega, eða sextán faldaðist og því til mikilla hagsbóta fyrir ábú- endur jarðanna.“ Ævintýri á Hlíðarvatni Hluti Hlíðarvatns er í landi Heggsstaða. Eins og margir muna hófst hótelrekstur á Hlíðarvatni 1964. Var byggt flatbotna skip með gistirými og veitingasal og því gefið naftiið Hótel Víkingur. Stórhuga peningamenn úr Reykjavík. Rekst- ur þessa fljótandi hótels gekk illa, eindæma ótíð var þetta sumar, tíð hvassviðri og vatnsveður. A útmán- uðum slimaði Hótel Víkingur upp og rak upp. „Eg tók þátt í að koma hótelinu á flot um vorið 1965 og var það rekið sumarmánuðina, gekk sá rekstur ekki illa en fjárhagur eig- enda hafði beðið hnekki við ævin- týrið, höfuðstóllinn var ekki styrkt- ur og lauk þar með hótelrekstrinum á Hlíðarvatni. Flottankar sem voru undir hótelinu fóru til Hafnarfjarð- ar og þjóna enn í dag því hlutverki að bera smábátabryggju í suðvest- anverðri höfninni.“ Sagt erfrá Hótel Víkingi á Hlíðarvatni en vera skipsins var ekki löng né útgerð þess arðvcenleg. Fjölskyldan og fénaður Á Heggstöðum em góðir hagar fyrir sauðfé, jörðin landstór hvað snertir beit fyrir sauðfé og afbragðs fjalllendi. Einnig hafa verið nýtt hlunnindi sem er silungsveiði í Hlíðarvatni. Á Heggsstöðum standa tvö íbúðarhús, annað komið til ára sinna. Það hús var í upphafi verslunarhús á Grund í Kolbeins- staðahreppi, en Albert faðir Guð- mundar endurbyggði það á Heggs- stöðum sem íbúðarhús og var það nýtt sem slíkt allt til þess að Guð- mundur byggði nýtt íbúðarhús árið 1977. „Kona mín var Ásta Þorsteins- dóttir frá Olviskrossi, en hún lést úr krabbameini árið 2000. Við áttum saman fjögur böm; Helgu, fædd 1964, Álbert 1966, Ingveldur er fædd 1968 og Ágúst 1974. Hún átti dreng þegar við mgluðum saman reitum okkar, Sigurþór Jónasson." Talið berst að búskapnum. „Al- bert sér alfarið um sauðfjárbúskap- inn. En ég held mig við kýrnar á meðan ég hef heimild til.“ Guð- mundur segir ffá frekar lágum rómi og er hægur í ffásögn. Hann rifjar upp tímann allt ffá hemámsámm og segir svo ffá: „Fyrsm pólitísku afskipti mín vom þegar ég kom að undirskriffasöfhun vegna hernáms- stundu hvaða hreppar það vora. Á þessum árum vom menn býsna pólitískir og gilti um hvomtveggja, landsmálin og hreppsmálin. Það var til dæmis alltaf listakosning hér áður fyrr og þá oft pólitísk ffam- boð.“ í hreppsnefhd I búskapartíð sinni hefur Guð- mundur með hléum tekið virkan þátt í máleftium sveitarfélagsins þó að minna hafi farið fyrir félagsstörf- um á öðmm vettvangi. „A þessum kost á mér lengur. Það er svo 1982 að ég fer inn aftur og verð þá odd- viti og það 3 kjörtímabil eða til 1994. Þá fór Albert í sveitarstjórn- ina og er þar enn í dag.“ Átta dómsmál vegna Haffjarðarár Um sveitarfélagið rennur vinsæl laxveiðiá og er ekki laust við að Guðmundur hafi í oddvitatíð sinni oft þurft að hafa afskipti af málefh- um árinnar. „Á kjörtímabilinu áður en ég varð oddviti, hafði Haukur á Leitin að Aronshelli Hellar em margir í Gullborgar- hrauni eins og áður segir. „Fjöldi hella hafa verið að finnast í hraun- inu en einnig hafa þeir týnst. Frægasmr þeirra er Aronshellir kenndur við Aron Hjörleifsson. Hans er getið í Sturlungu og saga hans rakin. Hann átti sér fylgsni í hrauninu og var það þekkt allt ffam undir 1950. Kristrún Ketilsdóttir í Hausthúsum mun vera sú mann- eskja hér um slóðir sem síðast kom

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.