Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Page 13

Skessuhorn - 09.11.2005, Page 13
uttustmu^i MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 13 „Þá rann frásögn Friðjóns heitins um huga minn og ýmsar efasemdir vöknuðu um að Aronshellir ætti að finnast." í Aronshelli og gat sagt til vegar að honum. Talsverður tími leið ffá frá- falli hennar og gerð var tilraun til að finna hellinn. Það var Sigurður Ólason, lögfræðingur og Guð- mundur Halldórsson sem þá bjó á Framkvæmdagleði undirjökli Framkvæmdagleði viðist vera ríkjandi undir Jökli þessa dagana. Þar er ýmilegt í gangi. Sjaldgæfur atburður, jafhvel einstakur á staðn- um, gerðist fimmtudaginn 3. nóv- ember sl. en þá var lokið við að reisa tvö íbúðarhús og flaggað á þeim báðum sama daginn. Þessar í- búðir eru komnar lengst í byggingu af þrettán sem nú er byrjað á í Rifi og á Hellissandi. Auk ffamkvæmda við íbúðahús má nefna að KG-fiskverkun er að láta byggja fyrir sig 2.300 fermetra skrifstofú- og fiskverkunarhús í Rifi. A Hellissandi hafa Hraðfrysti- hús Hellissands og Sjávariðjan keypt og sett upp nýjar vinnslulín- ur í vinnslustöðvar sínar. Því má segja að ffamkvæmdagleði og bjart- sýni ráði ríkjum á utanverðu Nes- inu sem víða annarsstaðar í lands- hlutanum. MM Syðri Rauðamel sem fóru í hella- leitina einar þrjár ferðir. Engan fúndu þeir hellirinn. Fermingar- bróðir minn og góður drengur, Friðjón Sveinbjörnsson ffá Snorra- stöðum, sem lengi var sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, hafði mikinn áhuga á að finna hellinn. Fékk hann Guðmund í lið með sér og fóru þeir þrjár ferðir, þá síðustu að Höfða og æduðu að vaða ánna yfir í hraun. Talsvert vam var í ánni umfram venju og allstríður straum- ur. Friðjón var í bússum og tók Guðmund á bakið yfir ánna. Frið- jón sagði mér síðar að hann hafi misstígið sig eða hrasað í miðri ánni og við átökin að missa ekki Guð- mund hafði hann slitið á sér hásin. Ekki var af Friðjóns hálfu ffekar átt við hellisleitina. Hann sagði mér síðar að honum hafi greinilega ekki verið ætíað að finna hellinn og var talsverður þungi í Friðjóni og sást það skýrt á andliti hans.“ Hér staldrar Guðmundur við í ffásögn- inni og eftir talsverða þögn segist honum svo ffá: „Um það bil tíu árum seinna fer ég að hugsa um hvort ekki sé trnnt að finna þennan helli. Les mér til í Sturlungu um ferðir Arons og leiði hugann um hraunið um hugsanleg- ar leiðir. Eg sá fyrir mér að skyn- samlegt væri að fá Pál Sigurbergs- son í Haukatungu í leiðangur. Það gerðist alltaf eitthvað skemmtilegt með honum. Þetta var um haust og ótíð en stillti til er leið ffam í nóv- ember. Mér sýndist að gott væri nú að leita og hafði ég hugsað mér að ræða þetta við Pál. Aður en af því varð fór ég hér ffam að rafstöð og þurfti að hreinsa krapa ffá inntak- inu. Við dyrnar inn í rafstöðvarhús- ið var svellað en gróft og vissi ég það. Þar fýrir framan var komin glæra og skall ég um koll svo harka- lega að ég fékk slink á bakið og tals- verðan verk. Þóttist ég vita að hann myndi ég hafa tvo, þrjá næstu daga og ræddi því ekki við Pál að sinni. Nokkru síðar þegar ég var orðinn góður, þá hugsa ég mér að nú sé tímabært að taka þetta mál upp að nýju og hafa samband við Pál í Haukatungu. Akvað ég með sjálfum mér að ræða við hann þá um kvöld- ið. Þann dag var ég við tilhleyping- ar, gekk það allt vel fyrir sig og hrútarnir orðnir vanir að leiðast á milli húsa. Eg var á leið út með hrút en þurfti að krækja hurð á leiðinni út við steyptan jötuendann. Þar sem ég þurfti við þetta báðar hendur, hafði ég hrútinn í klofinu á meðan ég var að krækja hurðinni. Nú gerðist það sem aldrei hafði gerst áður að hrúturinn tók rosakipp og rauk frá mér. Skall ég harkalega aft- ur á bak og lenti á steyptri jötunni og braut fjögur rif. Enn á ný talaði ég ekki við Pál um kvöldið, en ffá- sögn Friðjóns rann um huga minn og ýmsar efasemdir um að líklega ætti Aronshellir ekki að finnast. Eg verð samt að viðurkenna að mig langar til að athuga þetta nánar.“ Gesti er kunnugt um að Guð- mundur á Heggsstöðum er bæði hagmæltur með ágætum og dundi sér við ýmislegt sem kalla mætti uppfinningar. Gestgjafi er hinsveg- ar hógvær í öllum yfirlýsingum um slíkt og vill sem minnst ræða það, hvað þá að neitt eftir hann sé sett á prent. Viðmælandi og Guðmundur, skiptust að lokum á ffásögnum um margs konar dularfull fyrirbæri, lokið var úr kaffibolla og gengið út í éljahraglanda, það hafði dimmt yfir í Hnappadalnum og dulúðin yfir hrauninu sem blasir við af hlað- inu, hafði vaxið mikið síðan sest var yfir kaffibollann og nú lá meðal- vigtin fyrir úr leiðangri Alberts tdl Selfoss með sláturfénað, á sautjánda kíló. ÓG Strandsiglingar verði hluti af samgöngdkerfi landsins HúsiS sem byrjað er að klœöa á þakið stendur við götu sem heitir Selhóll. Hitt íhúðarhús- ið er við Keflavíkurgötu. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-Grænna hefur ásamt fjór- um öðrum þingmönnum lagt ffam á Alþingi þingsályktunartillögu um strandsiglingar. Þar segir að Al- þingi álykti að fela samgönguráð- herra að undirbúa að strandsigling- ar verði hluti af vörufluminga- og samgöngukerfi landsins. Ráðherra móti stefnu og aðgerðaáætlun og leggi ffam lagafrumvörp í þessu skyni, ef með þarf, þannig að ríkið geti tryggt reglulegar strandsigl- ingar til allra landshluta með því að bjóða út siglingaleiðir. Ráðherra láti meta kostnað við að halda uppi reglulegum strandsiglingum um allt land miðað við skilgreinda þjónustu og geri tillögur um sigl- ingaleiðir sem bjóða á út. Ráðherra skili niðurstöðum til Alþingis eigi síðar en 1. febrúar 2006. Eins og kunnugt er hafa strand- siglingar að mestu lagst af við Is- land og því hefúr álag á þjóðvega- kerfi landsins margfaldast. Telja þingmennirnir að sjóflumingar séu verulega vannýtmr samgöngukost- ur. Hliðstæð tillaga var lögð ffam á síðasta þingi og hafa að sögn flutn- ingsmanna jákvæðar umsagnir borist um hana. Vandi sá sem nú er glímt við í þjóðvegakerfi landsins er ekki óþekktur því aðrar þjóðir í Evrópu hafa staðið frammi fyrir svipuðum vanda og bragðist við honum. I greinargerð með tillög- unni segir meðal annars: „Þess er vert að geta að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fallist á að aðstoðarkerfi sem Bretar hafi komið á til að færa flutninga af veg- um og yfir í siglingar og hóflegur styrkur ríkis til slíkra aðgerða brjóti ekki gegn samkeppnisreglum bandalagsins. Einnig hafa nýlega verið fluttar af því fféttir að Evr- ópusambandið sjálft hyggist nú stórauka ffamlög til að efla sjósam- göngur og auka fluminga á sjó, ám Jón Bjamason. og vötnum og öðrum siglingaleið- um til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda og annarri meng- un og létta álagi af vegum. I því sambandi má nefúa að hér á landi er talið að ending vega í sumum landshlumm minnki um helming ef þungaflumingar aukast sem svarar því vörumagni sem nú er flutt sjó- leiðis.“ HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.