Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Side 14

Skessuhorn - 09.11.2005, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005 ■ .KMIIH..L. Hefur alla ævi heillast af íslenska þjóðbúningnum Rætt við Sigríði Karen Samúelsdóttur um þjóðbúningagerð og helsta áhugamál sitt Sigríður K Samúelsdóttir hefur ffá barnæsku heillast af íslenska þjóðbúningnum. Frá því að hún erfði búningasilfur móðurömmu sinnar langaði hana að sauma sér slíkan búning. Það var svo árið 1995 sem hún fer á námskeið og gerir sinn fyrsta 20. aldar búning. Eftir það var ekki aftur snúið. Síðan þá hefúr hún sótt mörg námskeið Heimilisiðnaðarfélagsins til Reykjavíkur til að læra þessa list, á- samt því að hafa staðið fyrir nám- skeiði á Akranesi. Blaðamaður Skessuhoms tók Sigríði spjalli um áhugamál hennar sem með sanna er þjóðlegra en mörg önnur. Endalaus áhugi Nýtt námskeið Sigríður hefúr sótt fjölda nám- skeiða til Reykjavíkur til að læra gerð íslenska þjóðbúningsins. Hún segir þó að á tímabili hafi hún verið alveg búin að fá nóg af þessu sí- fellda ferðalagi og ákvað því að reyna að koma upp námskeiði á Akranesi. Ahugi var nægur því sjö konum skráðu sig sem nægði til að halda námskeiðið. Þetta var vorið 2004. Það var Hildur Rosenkjær ffá Heimilisiðnaðarfélaginu sem kom og leiðbeindi á námskeiðinu. Tvær af konunum á námskeiðinu saum- uðu sér 20. aldar búning, fjórar saumuðu sér peysuföt en sjálf kláraði Sigríður faldbúning þann sem hún hafði byrjað á 2 árum áður og byrjaði á smærri búningi sem hún gerði á eitt barnabama sinna. Sigríður segir að alls hafi gerð fald- búningsins tekið um 600 vinnu- stundir. Til gamans má geta að slík- ir faldbúningar em metnir á um tvær og hálfa til þrjár milljónir króna, allt upp í fimm milljónir, og Sigrííur í faldbúningnum góía. Hér ásamt eiginmanni sínum GuSjóni Sólmundarsyni 17. júní 2004. Ljósm: Hilmar Sigv.s. fer það eftir því hversu mikið skart er á þá sett. Það er erfitt fyrir þá sem ekki til þekkja að ímynda sér þá gífurlegu vinnu sem felst í því að búa til fald- búning eins og Sigríðar. Til dæmis þá er munstrið neðaná pilsfaldinum útsaumað úr handlituðum ullar- þræði, úr mörgum litum og sérlega vandasamt verk. Sigríður segir að talið sé að munstrið sé hannað af Halldóru Skúladóttur, dóttir Skúla fógeta, því einn og jafúvel tveir búningar tengdir Halldóra fundust í London með sama munstri. „Það telst eiginlega heppni að búning- arnir vom fluttir úr landi því fyrir bragðið varðveittust þeir,“ segir hún. Konur á námskeiðinu sem haldið var á Akranesi vorið 2004. Frá vinstri: Ingihjörg Sig- urvaldadóttir og Elín Sigtryggsdóttir í 20. aldar húningi sem þar saumuöu á námskeió- inu. SigríSur í faldbúningi sínum og Asta Jenný Magnúsdóttir, Nikolína Snorradóttir, Júlíana Sigurlaugsdóttir og Margrét Bára Jósefsdóttir í peysufótum sem þær saumuðu sér. Sigríður er þessa dagana að standa fyrir nýju námskeiði sem dagsett er í febrúar á næsta ári og er skráning þegar hafin. Kennari mun Skautbúningur á byggðasafninu Skautbúningi kvenfélaganna sunn- an Skarðsheiðar hefur verið stdllt upp til sýnis á Byggðasafúi Akraness og nærsveita á Görðum. Kvenfélögin Liljan á Hvalþarðarströnd, Björk í Skilmannahreppi, Grein í Leirár- og Melahreppi og Akurrós í Innri-Akra- neshreppi létu gera fyrir sig skaut- búning árin 1969-1970 og var hann í fyrsta skipti notaður á þjóðhátíðar- daginn 1970 við ávarp ijallkonunnar, sem þá var Lára Böðvarsdóttir. Dýrleif Armannsdóttir, kjólameist- ari saumaði búninginn en bróder- ingu og ísaum annaðist Lilja Kjærne- sted. Kristófer Pétursson á Kúlu- dalsá, sem þá var 84 ára gamall, sá um gull- og silfursmíði á doppum, beltispömm og brjótsnælu. MM Kvenfélagskonur afhentu búninginn og er hann nú til sýnis á Byggðasafiii Akraness og nœrsveita. vera sú sama og á námskeiðinu 2004. Hún segir áhuga sannarlega vera til staðar fyrir því að læra þjóð- búningsgerð og að námskeiðið sé nærri fullt. „Það em svo margar konur sem eiga skartið uppi í skáp, hafa kannski erft það, langar að gera eitthvað við það en koma sér ekki í gang. Hildur sagði mér ffá konum á Snæfellsnesinu sem höfðu samband við hana og langar þær mikið að læra að sauma sér búning og væri gaman að koma upp hópi í námskeið þar, ég er alveg tilbúin til að hafa mína búninga til sýnis,“ segir Sigríður spennt. Sigríður telur að nægur áhugi sé meðal fólks á íslenska þjóðbúningn- um og þjóðbúningagerð. Margir geri sér þó ekki grein fyrir því að enn sé verið að sauma slíkar flíkur og að heilt félag sé tengt því, þ.e. Heimilisiðnaðarfélagið. „Það væri mjög gaman að hafa kynningu á ís- lenska þjóðbúningnum hér á Vest- urlandi.“ Aðspurð um hvernig Heimilisiðnaðarfélagið komi til móts við þá sem áhuga hafa á að læra þjóðbúningsgerð, segir hún að félagið hafi staðið mjög vel að kynningum og námskeiðum. „Fé- lagið veitir allan þann smðning sem óskað er eftir og meira en það. Hjá þeim er hægt að kaupa öll efiii í flíkina auk þess sem konurnar þar taka málin af þeim sem flíkin er ætl- uð og næst þegar komið er saman er allt sniðið, klárt og tilbúið til að hefja saumaskapinn. „Þær era svo nákvæmar að maður kaupir ekki sentimeter meira af efúi en maður þarf. Ollum sem byrja að samna búning er fylgt eftir alveg þangað til búningurinn er fullkláraður, sama hversu lengi fólk nær að draga það að klára hann,“ útskýrir Sigríður að lokum. BG Sólveig María Amórsdóttir, hamaham Sigríðar og Guðjóns, íþjóðbúningi sem Sigríður gerði á hana. Sólveig bar búning sinn á 17. júní þegar þau þrjú; Sólveig, Sigríður og Guðjón voru öll kLedd ís- lenskum þjóðbúningum. Einnig var Sól- veig í búningi sínum þegar hún útskrif- aðistfrá leikskólanum Garðaseli nýliðið haust. Myndin var tekin við cefmgar á hinni nýju óperettu. Ný óperetta frum sýnd á föstudag Skammt er stórra högga á milli í leiklistarlífi Akurnesinga. Nýverið var fiumsýndur ffumsaminn söng- leikur í Grundaskóla og á föstudag verður fmmsýnd í Bíóhöllinni óperettan „Gestur-síðasta kvöld- máltíðin,“ eftír Gaut G. Gunn- laugsson og Gunnar Kristmanns- son. Höfúndar segja að þarna sé um að ræða hinsegin óperettu eins og þeir nefna hana. Verkið fjallar um þá Lauga og Óliver sem em samkynhneigð hjón í Grafarholt- inu. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir tma nokkuð glaðir við sitt þar til nágranni þeirra, sjarmatröllið og atvinnu- flugmaðurinn Gestur, setur líf þeirra úr skorðum. Smávægilegur misskilningur kallar fram afbrýði og hefúdarhug sem kemur af stað bráðfyndinni atburðarrás með ó- væntum endi. Höfúndar verksins fara með hlutverk þeirra Lauga og Ólivers. Auk þeirra fer Hrólfúr Sæmunds- son með hlutverk Gests. Leikstjóri sýningarinnar er Þrösmr Guð- bjartsson og á píanó leikur Raúl Jiménez. Aðstandendur sýningarinnar segja tónlistina ákaflega vandaða og áheyrilega og spanni fjölmargar stílgerðir vestrænnar tónlistar; eina stundina er hún létt og fjömg í ætt við Mozart og aðra hádramatísk og rómantísk. Leiktextinn er farsa- kenndur og meinfyndinn og hann ásamt tónlistinni myndar þetta stórskemmtilega verk. Eins og áður sagði verður verkið framsýnt í Bíóhöllinni föstudaginn 11. nóvember og hefst sýningin kl. 20. Miðapantanir fara fram í síma 823-3289 og í gegnum netfangið kristmannsson@simnet.is. HJ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.