Skessuhorn - 09.11.2005, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005
Sextug Sóla vill styrkja aðra á afinæli sínu
Svo kunnug er Snjólaug Guð-
mundsdóttir Borgfirðingum og
Mýramönnum að hún, ásamt
manni hennar Guðbrandi Brynj-
úlfssyni á Brúarlandi, er eflaust í
hugum flestra talin innfædd þar um
slóðir. Svo er reyndar ekki því Snjó-
laug er ísfirðingur, sem hefur um
áratuga skeið búið í Borgarfjarðar-
héraði. Snjólaug lagði á mennta-
veginn frá Isafirði og kom ekki aft-
ur. Átti ekki afturkvæmt frekar en
flest þau ungmenni er héldu í ffam-
haldsskóla á árum áður. Sem betur
fer hefur ffamhaldsskólum fjölgað á
undanförnum áratugum og gert
unglingum kleift að dvelja lengur á
heimaslóðum.
Þann 14. nóvember verður Snjó-
laug sextug. Ekki er það nú ffétt í
sjálfu sér. Ekki heldur að haldin
verði veisla af því tilefhi. Það er
hins vegar sjaldgæfara að afmælis-
börn afþakki gjafir en biðji um leið
að öðrum verði gefhar gjafir. Hún
hefur óskað eftir því að þeir sem
vilja gleðja hana á þessum tímamót-
um gefi til söfhunar til kaupa á
hjólastólabiffeið fyrir Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi.
Þegar blaðamaður hafði samband
við Snjólaugu vegna þessarar ó-
venjulegu óskar var hún á fullu við
undirbúning gleðifundarins, en svo
kallar hún affnælisveislu sína. Þar
var listakonan Sóla í essinu sínu.
Hún var að útbúa skreytingar fyrir
afmælið og hún leitar til upprtmans
á ísafirði. Búin að tína steina og
höggva þá tdl svo þeir beri kerti.
Það eru æskufjöllin sem skýldu.
Hún var einnig að þurrka þara sem
hún ætlar að nota til skrauts. Fjaran
Snjdlaug Guðmundsdóttir á vinnustofu sinni.
var leiksvæði æskunnar þar sem
freyddi aldan köld.
Afmælisbarnið hefur ávallt tengst
listum með einum eða öðrum hætti.
Hún nam vefnað og hefur haldið
sýningar með veflistaverkum sýn-
um. A seinni árum hefur hún tdl-
einkað sér fleiri listgreinar og hefur
sett upp sölugallerí við heimabæ
sinn, Brúarland á Mýrum. Þar
kennir margra grasa sem sýna að
Snjólaug er ekki við eina fjölina
felld í listsköpun sinni.
Snjólaug segist vera komin á
þann aldur að þurfa engar gjafir en
hún hafi um tíma komið að starfi
Dvalarheimils aldraðra í Borgarnesi
og því hafi hún vitað af söfhuninni
fyrir biffeiðinni. Það sé málefhi sem
virkileg þörf sé á að styrkja og því
hafi hún notað tækifærið á þessum
tímamótum í sínu lífi til þess að
vekja athygli á söfnuninni. Hún
vonist því eindregið til þess að allir
sem vilja gleðja hana við þessi tíma-
mót leggi söfnuninni lið.
Margrét Guðmundsdóttir starfs-
maður Dvalarheimilis aldraðra í
Borgarnesi segir að söfhunin hafi
byrjað í árslok 2001. Frumkvæðið
kom frá starffnönnum bensínstöðv-
arinnar í Hymunni og Sigurði B.
Guðbrandssyni íbúa á dvalarheim-
ilinu. Hún segir að þrátt fyrir að
margir hafi komið að söfnuninni
með veglegum hætti, meðal annars
Kiwanismenn, megi ennþá gera
betur og því sé ffamtak Snjólaugar
mikið fagnaðarefhi.
Þeir sem leggja vilja söfuninni lið
en taka ekki þátt í gleðifundi Snjó-
laugar geta lagt fjárffamlög á reikn-
ing 0326-18-934303 kt. 430371-
0109 í KB-banka í Borgarnesi.
Eins og áður sagði verður Snjó-
laug sextug þann 14. rióvember.
Gleðifundur hennar verður hins
vegar í félagsheimilinu Lyngbrekku
laugardaginn 19. nóvember og
hefst kl. 17.30. Þar verður baukur
fyrir söfhunina sem verður afhentur
Dvalarheimilinu að fagnaði lokn-
um.
HJ
Ungir írumkvöðlar í utanlandsferð
Síðustu mánuði hafa ungir ffum-
kvöðlar á aldrinum 15-20 ára setið
námskeið og hafa tvö slík námskeið
verið haldin hér á Vesturlandi. Þessi
námskeið eru hluti af Evrópuverk-
efninu Ungir frumkvöðlar, eða
Yotrng Entrepreneur Factory, sem
hefur það að markmiði að þroska
og efla frumkvöðlakraff ungs fólks í
hinum dreifðari byggðum á norð-
urslóðum. Verkefnið er leitt af
Impru nýsköpunarmiðstöð hér-
lendis en auk Impru taka þátt í
verkefninu Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi - SSV þróun og ráðgjöf
og atvinnuþróunarfélögin vítt og
breytt um landið. Verkefhið er unn-
ið með stuðningi ffá Norðurslóðaá-
ætlun Evrópusambandsins og
Byggðastofhun.
G. Agúst Pétursson, stjórnarfor-
maður ffumkvöðlaffæðslunnar, hef-
ur verið leiðbeinandi á námskeið-
unum en alls hafa til þessa u.þ.b. 60
ungmenni sótt námskeiðin. Það er
samdóma álit ungmennanna að
námskeiðin hafi bæði verið ffóðleg
og afar skemmtileg. Um er að ræða
samtals 30 tíma námskeið sem hafa
verið haldin yfir eina helgi.
Námskeið hafa nú þegar verið
haldin á Snæfellsnesi, í Dölum, á
Sauðárkróki og á Akureyri og gafst
sigurvegurum á þessum námskeið-
Þátttakmdumir í Svíþjóðarferðinni.
um kostur á að fara til Svíþjóðar og
hitta þar unga frumkvöðla frá
Skotlandi, Noregi og Svíþjóð. Alls
fóru 7 ungmenni til Svíþjóðar fýrir
hönd íslands, tvö ffá Stykkishólmi,
tvö ffá Sauðárkróki og þrjú úr Döl-
unum. Einnig var haldið námskeið
á Blönduósi þar sem ungmennum í
vinnuskólanum var í tilraunaskyni
boðið að sækja frumkvöðlanám-
skeið yfir eina helgi. Tilraunin tókst
með miklum ágætum og má búast
við ffamhaldi þar á. Frá Stykkis-
hólmi fóru í ferðina þær Guðrún
Magnea Magnúsdóttir og Olöf Rún
Ásgeirsdóttir en úr Dalasýslu þeir
Auðunn Haraldsson, Asþór Aron
Þorgrímsson og Þórður Gísli Guð-
björnsson. Fararstjórar voru þau
Inga Dóra Halldórsdóttir og G A-
gúst Pétursson.
Islensku ungmennin tóku þátt í
fjögurra daga dagskrá þar sem þeim
gafst m.a. kostur á að heimsækja
tækniháskóla og ffæðast um starf-
semi tæknigarða þar sem markvisst
er reynt að vinna að því að vekja á-
huga ungs fólks á tækni og vísind-
um. Einnig var þátttakendum falið
að vinna að verkefhi sem fólst í því
að þeim var skipt upp í fimm hópa
og hver hópur fékk tæpan sólar-
hring til að koma með viðskipta-
hugmynd, útfæra hana, framkvæma
og kynna niðurstöður.
Ljóst er að verkefnið Ungir
ffumkvöðlar á fullt erindi við ís-
lensk ungmenni og áformað er að
halda slík námskeið víða um land á
næstu misserum. A Vesturlandi er
stefnt að því að halda námskeið í
byrjun næsta árs og þá í Borgarnesi.
IDH