Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005
19
Pólskir starfsmenn starfs-
✓
mannaleignnnar 2b til Istaks
ístak hf. hefur fengið atvinnuleyfí
fyrir Pólverjana 14 sem starfað hafa
án atvinnuleyfa á Grundartanga á
vegum starfsmannaleigunnar 2b.
Vinnumálastofnun samþykkti at-
vinnuleyfin frá sér í gær, þriðjudag.
„Það er því orðið ljóst að Pól-
verjarnir 14 eru ekki lengur að
starfa hér á landi á vegum starfs-
mannaleigunnar 2b. Istak og
Verkalýðsfélag Akraness hafa í sam-
einingu unnið að því finna farsæla
lausn á málefiium pólsku starfs-
mannanna og hefur það nú loksins
tekist. Þessi leið sem nú er farinn
er sú sama og þegar Verkalýðsfélag
Akraness leysti mál pólverjanna 5
sem starfa hjá Spútoik bátom á
Akranesi. Við fögnum því að farsæl
lausn hefur fundist á þessari deilu
og ljóst að sú mikla óvissa sem
pólsku starfsmennirnir hafa búið
við að undanförnu hefur verið eytt
með þessu samkomulagi,“ sagði
Vilhjálmur Birgisson, formaður
VLFA í samtali við Skessuhorn.
Það er einnig mat félagsins að
hagsmunir og starfsöryggi pólsku
starfsmannanna séu mun betur
tryggðir nú eftir að þeir urðu laun-
þegar hjá ístaki. Eins og margoft
hefur komið ffam kærði Verkalýðs-
félag Akraness og Félag iðn og
tæknigreina meint lögbrot starfs-
mannaleigunnar 2b til Sýslumanns-
ins í Borgamesi. Nú hafa félögin
hins vegar ákveðið að falla frá
kæranni þar sem farsæl lausn er
komin í málið.
MM
Adi Már sigraði
Borgarfj arðarædol 2005
Síðastliðið föstudags-
kvöld stóð Ungmennafé-
lagið Islendingur fyrir
Borgarfjarðarædoli í Brún í
Bæjarsveit. 11 manns tóku
þátt í keppninni og var
mjög erfitt hjá dómnefnd-
innni að velja á milli kepp-
enda í úrslit og gerðist það
sem ekki hefur gerst áður
að allir komust áffarn eftir
fyrstu umferð. Dómarar
voru Snorri Hjálmarsson,
Björn Haukur Einarsson
og Elísabet Axelsdóttir.
Kynnir var Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson Bakkakoti,
Borgarfjarðarædol síðan í
fyrra.
Mikil stemning var í hús-
inu þegar 170 áhorfendur
kusu Atla Má Bjömsson 17
ára úr Bæjarsveit, nemanda
í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, Borgarfjarðarædol
2005. I öðru sæti varð Asta
Kristín Guðmundsdóttir
nemandi LBHÍ og í 3. sæti
Haukur Gunnarsson á
Hvanneyri.
Hljómsveit hússins spil-
aði undir en hana skipa
Dóra Erna Asbjörnsdóttir
hljómsveitarstjóri, Asbjarn-
arstöðum, Sigurður Jak-
obsson Varmalæk, As-
mundur Sigurðarsson
Varmalæk og Helgi Eyleif-
ur Þorvaldsson Brekkukoti.
Skemmtiatriði voru milli
söngatriða. Ur Lunda-
reykjadalnum kom Helgi
Björnsson á Snartarstöðum
og flutti hann texta við
þekkt dægurlag og Barbara
Guðbjartsdóttir sem var í
þriðja sæti í fyrra tók lagið í
seinna hléinu. Segja má að
skemmtileg hefð sé komin
á Ædolinu í Brún þar sem
öll fjölskyldan getur
skemmt sér saman góða
kvöldstond.
Sigurvegarinn; Atli Már Bjömsson.
MM
n
_ . ^
'etuutuu—.
Tilkynning frá forstjóra
Landmælinga Islands
Um ummæli forsvarsmanna Loftmynda ehf.
um Landmælingar Islands
Undanfarna daga og vikur hafa
talsmenn fyrirtækisins Loffmynda
ehf. ítrekað lagt lykkju á leið sína í
greinum og viðtölum við fjölmiðla
til að reyna að koma höggi á Land-
mælingar Islands og ekki vílað fyrir
sér að grípa til dylgja og órök-
studdra fullyrðinga. Það er miður
að ákafinn hafi leitt menn í þessar
gönur en sem kunnugt er ásælast
Loftmyndir ehf. mjög þau verkefni
sem Landmælingum Islands er falið
að vinna samkvæmt lögum ffá Al-
þingi.
Landmælingar íslands hafa aldrei
kveinkað sér undan málefhalegri
gagnrýni. Þó verður ekki undan því
vikist að gera athugasemd við
hnútuköst Loftmynda ehf. þar sem
ummælunum virðist beinlínis ætlað
að trufla setoingu nýrra laga um
landmælingar og grunnkortagerð
en ffumvarp þar að lútandi verður
lagt ffam á næsto vikum.
Starfshópur umhverfisráðherra
hefur skilað niðurstöðum sem
munu geta þjónað sem vegvísir til
ffamtíðar. Þær fela meðal annars í
sér að í nýju lögunum verði skerpt á
hlutverki og verkaskipan Landmæl-
inga íslands auk þess sem stofnunin
dragi sig úr samkeppnisrekstri. Um
það ætti að geta náðst almenn sátt.
Umhverfisráðherra hefur ennfrem-
ur lýst því yfir að æskilegt sé að op-
inberir aðilar tryggi tilvist og að-
gengi að ákveðnum grunngögnum
og að það verði hlutverk Landmæl-
inga Islands.
Eins og áður segir munu alþing-
ismenn fjalla um málið ffá öllum
hliðum á næstu vikum. Það er von
mín og starfsmanna Landmælinga
Islands að þeir hafi almannahags-
muni í öndvegi en láti dylgjur og ó-
hróður Loftmynda ehf. sem vind
um eyru þjóta.
Þá er rétt að halda því til haga að
Landmælingar hafa lagt sig ffam
um að eiga gott samstarf við Loft-
myndir ehf. og hefur fyrirtækið
meðal annars unnið afmörkuð
kortagrunn-
inn IS 50V fyrir Landmælingar.
Hjá Landmælingum íslands, sem
fluttar voru á Akranes árið 1999 til
að styrkja atvinnulífið á lands-
byggðinni, starfa rúmlega 30
manns þar af rúmur helmingur
konur, og hafa 70% starfsfólksins
háskólamenntun að baki. Land-
mælingar Islands voru ein 5 stofn-
ana sem tilnefndar vora af fjármála-
ráðherra sem fyrirmyndarstofnun
árið 2004 og einnig hefur komið
ffam mikil og almenn ánægja ís-
lendinga með störf og vörur stofn-
unarinnar. I spumingavagni Gallup
í september 2004 voru 78% lands-
manna mjög eða frekar ánægðir
með störf Landmælinga Islands og
86% þeirra voru mjög eða ffekar á-
nægðir með gæði vara sem stofhun-
in gefur út og dreifir.
Virðingarfyllst
Magnús Guðmundsson forstjóri
Hljómdiskurinn Kata Rokkar með helstu
lögum og textum Theódórs Fr. Einarssonar
er til sölu í verslunum Skífunnar og Pennans.
Getum við
aðstoðað þig?
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Ársreikningar, skýrslur,
ritgerðir & handbækur
stafræn prentun & frágangur
Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes
437 2360 - 893 2361
olgeirhelgi@islandia.is
+
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi.
EinarJóhannesson
bóndi Jarðlangsstööum í Borgarbyggð
lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju mánud. 14. nóvember kl. 14:00.
Sigríður Bárðardóttir
Sigríður Bára Einarsdóttir
Þuríður Einarsdóttir Friðrik Alexandersson
Kristín Einarsdóttir Lárus Þ. Sigurðsson
Fanney Einarsdóttir Brynjólfur Brynjólfsson
Jóhannes Guðmundur Einarsson Kristína H. M. Elizondo
Barnabörn og barnabarnabörn
ískraft\