Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Síða 23

Skessuhorn - 09.11.2005, Síða 23
SffieSSIÍMieEK MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005 23 Vesturlandsliðin töpuðu - og unnu SNÆFELL: Föstudaginn 4. nóvember hófst 8 liða úrslið Powerade deildarinn- ar í körfubolta. KR tók á móti Snæfelli og lauk fyrri viðureign þeirra með 62-57 sigri KR. Seinni leikur þessara liða fór svo fram sunnudaginn 6. nóvember sem lauk með sigri Snæfellinga 66-62. Igor Beljanski átti flest stigin í þeim leik, eða 24 stig. Næstur var Ingvaldur Hafsteinsson með 13 stig og Jón Ó. Jónsson með 12. Þá átti Lýður Vignisson 8 stig og Helgi R. Guðmundsson 6. 2 stig skoraði Árni Ásgeirsson og Sveinn A. Davíðsson átti 1. SKALLAGRÍMUR: Fyrri leikur Skallagríms og Fjölnis í Powerade bikarnum fór einnig fram 4. nóvember í Borgar- nesi. í þeim leik beið Skallagrím- ur lægri hlut fyrir liði Fjölnis eða með 104 stigum gegn 114. Seinni leikur liðanna fór fram sunnudag- inn eftir og náði þá Skallagrímur að jafna hlut sinn með 90-83 sigri á Fjölni. í þeim leik átti Jovan Zdravevski flest stig eða 33. Christopher Manker skoraði 13 stig, Axel Kárason 12 stig, Hafþór I. Gunnarsson 10, Áskell Jónsson 5 og Pétur Sigurðsson 3. BG Sólfell vann fyrir- tækjamótið í skák Síðastliðna helgi fór fram fyrir- tækjakeppni í skák í Borgarnesi. Það er skáknefnd UMSB sem stóð fyrir keppninni sem vonast er til að verði árleg hér eftir. Um 20 ár eru síðan keppni í skák milli fyrirtækja var haldin í Borgarnesi síðast og var skákstarfi lítið sinnt um árabil. Athygli vakti góð þátt- taka fyrrverandi íbúa í Miklaholts- hreppi en þar var mikið teflt með- an Sæmundur Bjarnason bjó á Vegamótum því hann bauð til sín hreppsbúum til að tefla. Sigur- sveitin að þessu sinni var ein- göngu skipuð skákmönnum sem notið hafa leiðbeininga Sæmund- ar. lingum en fyrirtækjum var í sjálfs- vald sett hvort keppendur væru starfsmenn fyrirtækisins eða ekki. Þessi fyrirtæki voru Borgarverk, Búnaðarsamtök Vesturlands, Eð- alfiskur, Glitstaðir, Loftorka og Sólfell. Svo fór að Sólfell bar sig- ur úr bítum og fékk 11 vinninga af 15 mögulegum og farandbikar. í öðru sæti var Borgarverk og í því þriðja Búnaðarsamtök Vestur- lands. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði og komu þau í hlut Sólfells - Bjarna Sæmundssonar á 1. borði, Eðal- fisks - Harðar Arons Haukssonar á 2. borði og Sólfells - Önnu Ein- arsdóttur á 3. borði. Sex fyrirtæki tóku þátt í mótinu GS og sendu eina sveit hvert. Hver sveit var skipuð þremur einstak- Sigursveitin frá Sólfelli: Bjarni Sæmundsson og systkinin Anna Einarsdóttir og Þorgeir Einarsson. Skaga - Kobbi á heimsmælikvarða Skagamaðurinn Jakob Bald- ursson var maður Bikarmótsins í kraftlyftingum sem fram fór 5. nóvember sl. Hann varð stiga- hæsti maður mótsins og þríbætti íslandsmetið í bekkpressu í 110 kg flokki þar sem hann lyfti 290, 270 og 230 kílóum eða samtals 790 kg. í hnébeygju lyfti hann 290 kg. sem einnig var góð bæting og var svo með þessa fínu lyftuseríu á bekknum, þ.e. 250, 260 og 270 kg. sem hver um sig var íslands- met. í réttstöðulyftu lyfti Jakob 230 kg. Jakob vann besta afrek mótsins en árangur hans í bekk- pressu á mótinu, þegar hann lyfti 270 kílóum, er 6. besti árangur í heiminum. MM Jakob Baldursson. Lionsmót Skallagríms Hið árlega Lionsmót Skalla- gríms var haldið dagana 5. og 6. nóvember í sundlaug Borgar- ness. Til leiks mættu rúmlega 100 keppendur á aldrinum 5 - 12 ára frá 6 sundfélögum og var keppt í 25 greinum. Gestir Skallagríms að þessu sinni voru Afturelding í Mosfellsbæ, Húnar á Hvamms- tanga, Snæfell í Stykkishólmi, Sundfélag Selfoss og Víking- ur/Reynir í Ólafsvík. Gestirnir gistu í Grunnskóla Borgarness og var öll umgengni þeirra um hús- næðið til mestu prýði. Mest var þátttakan í yngstu aldursflokkun- um og margir keppendur að synda sín fyrstu sundtök á móti enda aðstaða til keppni í yngri- flokkum góð í innilauginni. í heild- ina tókst mótið með ágætum og voru eldri keppendur flestir að bæta fyrri árangur. Það setti svip á mótið að landsliðsþjálfarinn í sundi, Brian Daniel Marshall var staddur á bakkanum á laugar- daginn og kynnti keppendur til leiks á skemmtilegan og fróðleg- an hátt sem varð keppendum hvatning til góðra verka. Eins og undanfarin ár styrkti Lionsklúbbur Borgarness mótið með myndarlegu fjárframlagi. Þá lagði Sparisjóður Mýrasýslu einnig lið en hann hefur um árabil gefið þátttökupeninga á mótinu og Borgarnes kjötvörur og Sam- kaup Úrval veittu góða afslætti af matvörum. Sunddeild Skalla- gríms þakkar öllum þeim sem styrktu mótið á einn eða annan hátt fyrir framlag sitt og síðast en ekki síst starfsfólki íþróttamið- stöðvar og grunnskóla fyrir hjálp- semi og liðlegheit við undirbúning og framkvæmd mótsins. (Sunddeild Skallagríms) SVEFNSOFAR í sterku áklæði 2 stærðir-3 litir-eitt verð •VERZLUNI 431 2507 KALMANSVÖLLUM AKRANESI Laust starf skrifstofumanns á Skattstofu Vesturlandsumdæmis Starfið: Starfið er við álagningu, eftirlit og aðra framkvœmd við virðisaukaskatt. Hœfisskilyrði: Æskilegt er að umsœkjandi hafi háskólapróf í lögfræði eða viðskiptafrœði, eða reynslu og kunnáttu í bókhalds- og skrifstofustörfum. Þekking á skattframkvæmd er æskileg, svo og jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. í boði eru góð starfsskilyrði og áhugaverð verkefni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og BHMR eða BSRB. Laun taka ennfremur mið af einstaklingsbundnum hæfileikum og frammistöðu í starfi. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2005. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmœlendur og annað sem umsœkjandi vill taka fram skal skilað til skattstjóra, Stefáns Skjaldarsonar, sem gefur nánari upplýsingar um störfin í síma 430 2900. | Upphaf starfs: Miðað er við að nýr starfsmaður hefji störfsem fyrst. | Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 5 Skattstjórinn íVesturlandsumdœmi - Stillholti 16-18 - 300 Akranes

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.