Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Page 1

Skessuhorn - 18.01.2006, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 3. tbl. 9. árg. 18. janúar 2006 - Kr. 300 í lausasölu Þakkar fyrir uppeldið Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Sam- skipa og fyrrum Borg- nesingar hefur fært Landnámssetrinu rausn- argjöf. Hann hefur keypt Búðarklett, gerir húsið upp á næstu mán- uðum og færir setrinu til endurgjaldslausra af- nota. Hann lætur ekki þar við sitja heldur gef- ur 10 milljónir króna að auki til að greiða götu verkefhisins. Hann vill þakka fyrir sig og sína. Sjá bls. 6. S Altengt Island Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra er nú að leggja upp í tæplega 30 funda röð um landið og kynna nýja fjarskipta- áætlun. Kynningin er undir heitinu „Island al- tengt - sími, sjónvarp og nettengingar á háhraða til allra landsmanna.“ Sjá bls. 8. Stýrihópur utn nýjan menntaskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra hefur skipað stýrihóp sem undir- búa á stofnun ffamhaldsskóla í Borgarfirði. Heimamenn vonast til þess að skólinn hefji starfsemi haustið 2007 og er flest sem bendir til að sú verði raunin. Gert er ráð fyrir þriggja ára framhaldsskóla sem starfi eftir nýrri náms- skrá um breytt námsskipulag til stúdentsprófs og verður um tilraunaverkefni að ræða. Sjá bls. 12. Skrafað og skeggrætt Ibúar sunnan Hvalfjarðar settust á rökstóla sl. laugardag og ræddu á íbúaþingi hvernig þeir vilja sjá nýtt og sameinað sveitarfélag verða til og þroskast. Sjá helstu niðurstöður þingsins á bls. 10. ÁTLANTSOLIA Dísel ‘Faxabraut 9. Það hejur ekki fariðfram hjá neinum að undanfómu aí vetur konungur rœður nú ríkjum hér á Fróni. Unga kynslóðin nýturþess „í botn“ að hafa snjó og eru sktði, sleðar og önnur farart<eki tekin úr geymslum og notuð óspart. Þeir Ægir, Isak og Knútur nýttu daginn vel sl. sunnudag og renndu sér í brekkunni góðu við Borgar- braut í Borgamesi. Ljósm. MM Samningar um sölu Baldurs og kaup á nýrri Breiðafjarðarferju í undirbúningi Tilboði, sem borist hefur í Breiðafjarðarferjuna Baldur, hefur verið tekið og ef að líkum lætur kemur ný, stærri og hrað- skreiðari ferja í hennar stað í marslok. Ný ferja getur flutt allt að 50 bíla og 300 farþega. Með kaupum á stærri og hrað- skreiðari ferju er leitað leiða til þess að tryggja ferjusamgöngur um Breiðafjörð þegar og ef styrkur samkvæmt vegalögum fellur niður með tilkomu heils- árs vegar. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í haust hefur Vegagerðin ákveðið að fækka ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs smám saman á næstu árum og að þeim tíma liðnum verði rekstri ferjunnar hætt. Landleiðinni um Barðastrand- arsýslur hefur á undanförnum árum verið haldið opinni og því er samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar kominn heils árs vegur og því óþarft að styrkja sjóflutninga. Samkvæmt núgildandi samningi um rekst- ur ferjunnar munu styrkir til hennar leggjast af á næstu fimm árum og árið 2010 er einungis gert ráð fyrir styrkjum til að þjóna byggð í Flatey. I viðtali við Skessuhorn í haust sagði Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra það ljóst í sínum huga að þjónusta Baldurs yrði ekki skert á meðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls í Barðastrandasýslu yrðu eknir. Einnig hefur verið á það bent að ferðaþjónusta við Breiðafjörð hafi að stórum hluta verið byggð með ferju- samgöngur í huga og því væri missir ferjunnar mikið áfall fyr- ir þá atvinnugrein. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir skoðtm á möguleik- um þess að skipta út Baldri í stað stærra og afkastameira skips. Pétur Agústsson, fram- kvæmdastjóri Sæferða, sem reka ferjuna samkvæmt samn- ingi við Vegagerðina, telur að núverandi ferja muni ekki geta staðið undir sér rekstrarlega án ríkisstyrks vegna mjög lítilla af- kasta. Eina leiðin til þess að tryggja áframhaldandi rekstur a.m.k á sumrin sé því að fá stærra skip sem þó hefði ekki í för með sér neinn verulegan aukakostnað fram yfir það sem nú er. Hann segir að ennfrem- ur sé talið nauðsynlegt að hafa til staðar skip sem hægt sé að grípa til við sérstakar aðstæður eða til að leysa af aðrar ferjur við landið svo sem vegna óvæntra bilana eða viðhalds. Hann segir að nýverið hafi náðst samkomulag við ríkis- valdið um að selja Baldur og ffeista þess að fá í staðinn aðra hentugri ferju. Nú hefur borist í Baldur mjög viðunandi tilboð ffá finnsku fyrirtæki og hefur því verið tekið. Jafnframt eru í skoðun þrjú skip í Danmörku og Hollandi sem koma eiga í stað Baldurs og mun nýtt skip fyrst og fremst þjóna sem sum- arferja, en möguleiki á vetrar- ferðum er jafnframt til staðar. Verði af sölu Baldurs mun hann hverfa úr rekstri í mars og er því stefnt að því að ný ferja hefji siglingar í lok mars. Pétur segir að endanleg niðurstaða muni liggja fyrir um næstu mánaðarmót. „Það eru hins vegar margir lausir endar sem þarf að hnýta á stuttum tíma til þess að þetta takist. Mikil vinna hefur nú þegar farið fram og ég er mjög vongóður um að það takist að ljúka málinu. Til þessa hefur málið mætt miklum vel- vilja stjórnvalda og annarra er að málinu hafa komið og ég vona að svo verði áfram,“ segir Pétur. Þær ferjur sem hugmyndir eru um að kaupa í stað Baldurs taka 45 - 50 bíla og um 300 far- þega. Baldur tekur 19 bíla og um 200 farþega. Nýtt skip verður einnig mun hraðskreið- ara og má ætla að ferðatími styttist úr þremur klukkutím- um í tvo verði þessar hug- myndir að veruleika. HJ ÍSLANDSIÍ'UOL ttfihka i'htt Gulrætur Samkaup fúr\/ai Helgargrís m/pestó á rtalska vísu Kjúklingur heill/ferskur ■ður • Husavík • ísafjöröur • Neskaupsstaður • Njarðvik • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd 'iifwr'mllTWIrfBMlffllliliiSBllB í fM- ■-■■■ aMHHHHHI I ■ 4 Jarðaber " * 200 gr. box L

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.