Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Qupperneq 2

Skessuhorn - 18.01.2006, Qupperneq 2
2 MIÐVIKnDAGUR 18. JANUAR 2006 gglSSSJIii©BM Nýr samn- ingur um Staðardag- skrá21 Nýverið var gengið frá nýjum samningi milli mnhverfisráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um Staðardag- skrárstarfið á landsvísu. Jafn- ffamt var samið við UMIS ehf. Environice í Borgarnesi um áframhaldandi rekstur á Staðar- dagskrárskrifstofunni sem er á Bjarnarbraut 8. „Báðir samning- amir gilda til ársloka 2006, en ekki þótti fært að semja til lengri tíma með tdlliti til þess að kosið verður til sveitarstjóma á vori komanda," segir í frétt UMIS. Nýju samningamir fela ekki í sér neinar veralegar breytingar á Staðardagskrárstarfinu. Því er ljóst að starfið mun halda áfram til loka þessa árs með svipuðum hætti og verið hefur. MM Til minnis Vi& minnum alla sem vettlingi geta valdib ab kynna sér hvar og hvenær þorrablót eru í næsta nágrenni við þá - og panta sér miða. Höldum til vegs og virðingar þessum góða og umfram allt þjóðlega sið. Vectyrhorfwr Gert er ráð fyrir breytilegri vindátt á fimmtudag með élj- um eða jafnvel slyddu. Fremur svalt veður. Norðvestanátt á föstudag og bjart með köflum. Vaxandi subaustanátt meb slyddu á föstudagskvöld. Um helgina má búast við suðvest- anátt meb éljagangi, en á mánudag er útlit fyrir subaust- anátt meb rigningu og hlýn- andi veöri. Spnrniruj vÍKnnnar Vart hefur farib framhjá nein- um sú mikla umræða sem varb um fréttaflutning DV í vikunni sem leið, sem endaöi meb af- sögn ritstjóra blaðsins. í liðinni viku var spurt á Skessuhorn- svefnum: „Er fréttaflutningur DV trúverbugur að þínu mati?" Niburstaban varb sú að 84% svarenda töldu hann ótrúverb- ugan, 4% mynda sér ekki skoðun um það, en 12% telja hann trúverðugan. I næstu viku spyrjum við: „Ætlar þú á þorra- blótíár?" Svaraöu án undanbragöa á www.skessuhorn. is Vestlendiníjwr viKijnnctr Ólafur Ólafs- son, formað- ur stjórnar Samskipa er Vestlending- ur vikunnar. Um ástæbu þess má lesa aftar í blabinu. Brunabótamat fasteigna á Vestur- landi rúmir 184 milljarðar króna Um síðustu áramót var bruna- bótamat fasteigna á Vesturlandi rúmir 184 milljarðar króna og hafði hækkað um rúmlega 4,5% á milli ára. A landinu öllu var brunabótamat fasteigna um ára- mótin rúmlega 3.063 milljarðar króna og er hlutur Vesturlands um 6%. f árslok 2004 var hlutfall fasteigna á Vesturlandi um 6,06 og hefur því lækkað lítilsháttar á milli ára. Hér að neðan má sjá skiptingu á milli einstakra sveit- arfélaga á Vesturlandi. Af ein- stökum sveitarfélögum má nefna að bmndabótamat fasteigna í Skorradalshreppi hækkaði á milli ára um rúm 11% og í Grundar- firðium8,6%. jjj Sveitarfélag 2005 2004 Breyting Akranes .... 51,390,926 49,415,416 4.0% Hvalfjarðarstrandarhreppur .... 10,261,127 9,791,750 4.8% Skilmannahreppur .... 6,761,017 6,522,348 3.7% Innri-Akraneshreppur .... 1,324,413 1,267,389 4.5% Leirár- og Melahreppur .... 2,705,983 2,634,937 2.7% Skorradalshreppur .... 3,827,931 3,446,954 11.1% Borgarfjarðarsveit .... 13,506,910 12,899,471 4.7% Hvítársíðuhreppur .... 1,471,656 1,437,029 2.4% Borgarbyggð .... 34,663,127 32,843,099 5.5% Kolbeinsstaðahreppur .... 1,477,922 1,463,757 1.0% Grundarfjarðarbær .... 9,471,906 8,724,243 8.6% Helgafellssveit 958,627 935,855 2.4% Stykkishólmur .... 12,511,175 11,973,867 4.5% Eyja- og Miklaholtshreppur .... 2,515,918 2,421,695 3.9% Snæfellsbær ... 19,182,992 18,556,301 3.4% Saurbæjarhreppur ... 1,285,582 1,251,375 2.7% Dalabyggð ... 10,760,374 10,435,758 3.1% Fundað um athyglisbrest og ofvirkni Miðvikudaginn 11. janúar var haldinn fræðslu- og kynningar- fundir í Grandarfirði um ADHD, kynning á ADHD samtökunum og Ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhól og hvaða starf er unnið þar. ADHD stendur fýrir athyglisbrest og ofvirkni í börnum sem full- orðnum. Það var fýrir tilstuðlan Félags- og skólaþjónustu Snæfells- ness og heilsugæslu og grannskól- um Snæfellsness sem fundurinn var haldinn. Aðsókn var góð á fundina tvo sem haldnir voru. 70 manns mætm á þann fýrri en hann var ætlaður fagfólki og 25 einstaklingar mættu á seinni fundinn sem var ætlaður aðstandendum og áhugafólki um ADHD. Fulltrúar ADHD á ís- landi og Sjónarhóls segjast ánægð- ir með fundinn og að mikill hugur sé í fólki og áhugi á frekara sam- starfi sem og stofnun foreldra- og fullorðinshópa sem stuðningsnet fýrir alla þá sem þess óska. Nánar verður greint ffá hlut- verki og starfsemi ADHD samtak- anna á Vesturlandi í næsta Skessu- horni. BG Hugsanleg sameining Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lf.sj. Suðurlands Gylfi Jónassm. Gylfi Jónasson framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Vesturlands hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Suðurlands. Ekki er þó víst að hann láti af fýrr- nefnda starfinu því svo getur farið að sjóðirnir verði sameinaðir í vor. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að sameiningu Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyrissjóðs Suð- urlands. Stjórnir sjóðanna hófu viðræður í apríl á síðasta ári og á vormánuðum var skipuð sérstök viðræðunefnd sem í sitja stjórnar- formenn og framkvæmdastjórar sjóðanna auk eins stjórnarmanns frá hvorum sjóði. Einnig hafa tryggingafræðingar sjóðanna kom- ið að málinu. Að sögn Gylfa var sameiningin rædd á aukaársfundi sjóðsins sem haldinn var 29. nóvember. Þar var samþykkt að fresta endanlegri ákvörðun um sameiningu til næsta aðalfundar sjóðsins sem haldinn verður í apríl. Jafnffamt var stjórn sjóðsins falið umboð til að halda sameiningarviðræðum áfram. Hann segir að nánast sé lokið allri undirbúningsvinnu við sameining- una og því sé nú beðið uppgjörs sjóðanna við síðustu áramót en miðað verður við stöðu þeirra þá við hugsanlega sameiningu. Á undan- förnum árum hafa fjölmarg- ir lífeyrissjóð- ir verið sam- einaðir og fýr- ir skömmu samþykktu stjórnir lífeyr- issjóðanna á Norðurlandi og Austur- landi að at- huga mögu- leika á sam- einingu sjóð- anna. Gylfi segir að markmið með sameiningu sjóðanna sé að auka hagkvæmni í rekstri, bæta áhætm- dreifingu og ávöxmn eigna og há- marka með þeim hætti þau lífeyr- isréttindi sem sjóðirnir geta veitt sjóðsfélögum sínum. Einnig sé stærri sjóður bemr í stakk búinn til þess að veita þá þjónusm sem nú sé krafist. Gylfi segir að verði af sam- einingu sé stefnt að því að starf- semi sjóðsins verði með óbreyttum hætti á Vesturlandi, en hann rekur í dag skrifstofu á Akranesi og þar eru fjórir starfsmenn í 3,3 stöðu- gildum. Lífeyrissjóður Suðurlands varð til á síðasta ári með samein- ingu Lífeyrissjóðs Suðurnesja og Lífeyrissjóðs Suðurlands. Á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs Suðurlands þann 12. janúar s.l., var Gylfi síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri sjóðsins en Friðjón Einarsson, núverandi fram- kvæmdastjóri, óskaði eftir því að láta af starfinu. Aðspurður segir Gylfi að hann taki við hinu nýja starfi að loknum aðalfundi sjóðsins á Vesmrlandi í vor. Aðspurður hvort með þessari ráðningu sé í raun verið að sameina sjóðina seg- ir Gylfi svo ekki vera. Aðalfundur sjóðsins eigi síðasta orðið í því efni. HJ Þjóðkirkjan á misjöfh ítök á Vesturlandi Af 14.786 íbúum Vesmriands á síðasta ári voru 13.423 skráðir í þjóðkirkjuna eða tæplega 90,8% íbúa. Itök þjóðkirkjtmnar eru mis- jöfn milli sókna og prófastsdæma. I Borgarfjarðarprófastsdæmi voru 92,8% íbúa í þjóðkirkjunni en í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi voru 86,9% íbúa í þjóðkirkjunni. í sjö sóknum á Vesturlandi voru allir íbúar í þjóðkirkjunni það er í Fitja- sókn, Stóra-Ássókn, Akrasókn, Bjarnarhafnarsókn, Narfeyrarsókn, Breiðabólsstaðarsókn og í Skarðs- sókn. Lægst var hlutfallið hins veg- ar í Dagverðamesssókn þar sem þrír af fjórum íbúum voru í þjóð- kirkjunni eða 75% og í Innra- Hólmssókn voru 129 af íbúunum 165 í þjóðkirkjunni eða 78,2% íbúa. I stærsm sókninni, á Akranesi, voru 94,1% íbúa í þjóðkirkjunni og í Borgarnesi voru 90,9% íbúa í þjóðkirkjunni. HJ SPM ræður Þorkel útibússtjóra AKRANES: Þorkell Steinsson hefur verið ráðinn útibússtjóri nýs útibús Sparisjóðs Mýrasýslu á Akranesi. Að sögn Gísla Kjart- anssonar, sparisjóðsstjóra er ráð- gert að útibúið opni uppúr næsm mánaðamótum og verður það, eins og firam hefur komið í frétt blaðsins, til húsa við Stillholt. Þar verður auk þess umboð TM á Akranesi. Þorkell Steinsson er frá Akranesi. Áður hefur hann m.a. starfað hjá Akraneskaupstað, við Landsbankann en nú síðast hjá SPRON. Til að byrja með verða auk Þorkels ráðnir tveir starfs- menn í hið nýja útibú SPM. -mm Framsóknar- menn ræða aðferðir NV-KJÖRDÆMI: Kjördæm- isþing framsóknarmanna í Norðvesmrkjördæmi, sem haldið var að Reykjum í Hrúta- firði um helgina, ræddi tilhög- un uppstillingar á framboðslista flokksins fýrir næsm Alþingis- kosningar. Fyrir síðusm kosn- ingar var viðhaft prófkjör með- al aðal- og varamanna í kjör- dæmisráði. Á þinginu nú voru viðraðar hugmyndir um opið prófkjör meðal flokksbundinna ffamsóknarmanna. Hugmyndir þessar verða ræddar á næstu mánuðum og stefnt er að því að taka endanlega ákvörðun á næsta kjördæmisþingi sem haldið verður í haust. -hj Sjálfstæðismenn í prófkjör AKRANES: Fundur í fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna á Akra- nesi samþykkti sl. sunnudag að viðhaft verði prófkjör til að raða á Hsta fyrir bæjarstjómarkosning- ar næsta vor. Allir skráðir félagar í flokkinn geta þannig tekið þátt í prófkjörinu. Að sögn Eydísar Aðalbjömsdóttur, formanns full- trúaráðsins er stefnt að því að prófkjörið fari ffam eins fljótt og hægt er, en á þessu stigi kvaðst hún ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær, en það verði kynnt strax og ákvörðun hggur fýrir. Sagði hún nýja félaga ávalt velkomna í félögin. -mm Launakjör bæjarfulltrúa GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj- arstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að endurskoða launa- kjör bæjarfulltrúa og „möguleg- ar breytingar á þeim,“ eins og ffam kemur í tillögu Sigríðar Finsen forseta bæjarstjómar. Til- lagan var samþykkt samhljóða. -hj Nýr safinvörður SNÆFELLSBÆR: Stjórn Pakkhússins í Olafsvík hefur mælt með að Fríða Sveinsdóttir verði ráðin í stöðu safnvarðar í bókasafni og Pakkhúsinu í Ólafs- vík. Um er að ræða 65% starf sem auglýst var laust til umsókn- ar á dögunum. -hj

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.