Skessuhorn - 18.01.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006
✓
Altengt Island - samgönguráðherra kynnir
nýja fjarskiptaáætlun
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra kynnir aætlunina Ljósm: Þór Gísla.
Á málstofu á Bifföst sl. fimmtudag
hélt Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra fyrsta kynningaríund sinn
af alls 28 sem haldnir verða víðsveg-
ar um land á næstu vikum og ffam í
mars. Ráðherra kynnti þar stefnu
stjómvalda í þarskiptamálum Islend-
inga undir yfirskriftinni ,AItengt Is-
land.“ Með ráðherra í för vora
Ragnhildur Hjaltadóttdr ráðuneytis-
stjóri í samgönguráðuneytinu og
Hrafhkell Gíslason forstjóri Póst-
og fjarskiptastofhunar.
Fjarskiptamál eru tvímælalaust
eitt mildlvægasta byggðamál dagsins
í dag og í nánustu ffamtíð. Margir
hafa haff af því áhyggjur að samhfiða
einkavæðingu síma- og fjarskiptafyr-
irtækja muni strjálbýlfi landssvæði
sitja eftir í framþróun á tæknisvið-
inu; þau séu einfaldlega ekki nógu
markaðslega stórar einingar til að
einkarekin fjarskiptafyrirtæki sjái sér
hag í að sinna þeim til jafiis við þétt-
býlfi svæði. Um þessar áhyggjur seg-
ir Sturla: „Staðan var sú að fjar-
skiptafyrirtækin vildu ekki fara í
uppbyggingu á svæðum þar sem þau
töldu ekki vera markaðslegar for-
sendur fyrir tiltekinni þjónustu.
Með Fjarskiptaáætlun til ársins
2010, sem var samþykkt af Alþingi
og síðan stofnun Fjarskiptasjóðs í
kjölfar sölu Símans, höfum við tæki
til að hjálpa fjarskiptafyrirtækjunum
að stíga það skref að fara alla leið í
uppbyggingu þjónustu."
Símasöluhagnaður
nýttur
A fundinum á Bifföst kynnti ráð-
herra áætlun um það hvemig staðið
verður að uppbyggingu fjarskipta á
landsbyggðinni hvað snertir há-
hraðatengingar, stafrænt sjónvarp til
sjófarenda og dreifðari byggða um
gervihnött og farsímakerfi. Ríkis-
stjómin ákvað eins og kunnugt er
síðasdiðið haust að verja 2,5 millj-
örðum króna af söluverði Símans til
slíkra verkefna. Kynnt var á fundin-
um hvernig ráðuneytið hyggðist
ráðstafa fjarskiptasjóði sem stofnað-
ur var með þessu fé. Póst- og fjar-
skiptastofhun mun halda utan um
ffamkvæmdir á vegum fjarskipta-
sjóðs og útboð vegna framkvæmda.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjómar-
innar er gert ráð fyrir að ljúka far-
símavæðingu á þjóðvegi nr. 1 og á
helstu stofhvegum og á fjölmennum
ferðamánnastöðum, en einnig á að
efla stórlega aðgang landsbyggðar-
innar að háhraðatengingum. Utboð
á uppbyggingu fersímaþjónustunnar
verður innan fárra mánaða. Áædað
er að uppbyggingin fari fram næstu
tvö árin og verði lokið árið 2007.
Farsímaþjónustan verður
boðin út
Ekkert farsímasamband er víða á
þjóðvegi 1 og skipta lengstu kaflam-
ir tugum kílómetra, einkum norðan-
lands og austan. Lengstu kaflamir
sem era án farsímasambands á þjóð-
vegi 1 em 30-40 kílómetra kafli á
veginum á Oxnadalsheiði og innst í
Norðurárdal í Skagafirði, þjóðveg-
urinn um Möðmdalsöræfi á Norð-
austurlandi, kaflar á Austfjörðum, og
á Síðu og í Fljótshverfi sunnanlands.
Sambærilegt ástand er á ýmsum að-
alvegum, svo sem víða f Dalasýslu
eins og margoff heffrr komið ffam í
Skessuhomi. Bent heffrr verið á að
slíkt ástand hafi hættur í för með sér
í slysatilfellum. En hvemig sér
Sturla fyrir sér úrbætur í fjarskipta-
málum hér á Vesturlandi, þar sem á-
standið hefur verið hvað verst, svo
sem í Dalasýslu? „Ef við lítum fyrst
tíl uppbyggingar á GSM farsfma-
þjónustunni, þá er planið að bjóða út
uppbyggingu á skilgreindum svæð-
xun og Dafimir gæm verið eitt út-
boðssvæðið. Póst- og fjarskipta-
stofnun er að undirbúa útboðin
þessar vikurnar og það verður
spennandi að sjá hvemgi tekst til en
ég er mjög bjartsýnn á að vel taldst
til.“ Og Sturla heldur áffam: „Varð-
andi stuðning við uppbyggingu há-
hraðaneta, þá er í þeirri aðgerð fólg-
ið stórkosdegt tækifæri til að auð-
velda strjálbýlum svæðum aðgengi
að upplýsingasamfélaginu.“
MM
Hafnarstjóri Faxaflóahafiia vill skuggagjaldaleið
um Sundabraut og Hvalfiörð
Gísli Gíslason, hafnarstjóri ásamt nokkrum samstarfsmónnum hjá Faxaflóahöfnum. Hópurinn var á yfitreið jýrir skómmu um starfs-
svœði fyrirtœkisins og átti m.a. viðkomu á gamla vinnustai Gísla; bœjarskrifstofunum á Akranesi þar sem bcejarfulltrúar og embettis-
memi tóku á móti þeim.
Hafnarstjóri Faxaflóahafna sem
jafhframt er formaður stjómar Spal-
ar ehf., telur vænlegast, verði greitt
fyrir notkun Sundabrautar og hugs-
anlega stækkun Hvalfjarðarganga,
að farin verði svokölluð skugga-
gjaldsleið. Hann segir hafharstjóm
Faxaflóahafha vilja ýta málinu áffam
en með því sé stjómin ekki að taka
afstöðu með hvaða hætti ríkisvaldið
stendur að ffamkvæmdunum.
Hugnist fyrirtækjunum ekki hug-
myndir að fjármögnun ffamkvæmd-
anna verði ekki af þátttöku þeirra.
Á fundi hafharstjórnar Faxaflóa-
hafha á dögunum var lýst yfir vilja til
þess að stuðla að framgangi gerðar
Sundabrautar og breikkun Hval-
fjarðarganga. Lýsti stjórnin sig
reiðubúna til viðræðna við fulltrúa
ríkisins um leiðir til að fjármagna
umræddar ffamkvæmdir. Var for-
manni stjómarinnar og hafnarstjóra
falið að koma þessum sjónarmiðum
á ffamfæri og óska jafhffamt eftir
viðræðum við stjórnvöld um ffam-
hald málsins.
Reiknað með
Sundabraut
Allt frá því að ríkisstjómin ákvað
að verja hluta af söluandvirði Símans
til lagningar Sundabrautar og að
hluti hennar verði í einkaffam-
kvæmd hafa nokkrar umræður farið
ffam um hugsanlega gjaldtöku af
umferð um brautina. Einnig hefur
verið bent á nauðsyn þess að breikka
Hvalfjarðargöng. Ekki er offnælt
þegar sagt er að töluverð andstaða sé
á Vesturlandi við frekari gjaldtöku af
umferðarmannvirkjum að höfuð-
borginni.
Gísli Gíslason, hafharstjóri Faxa-
flóahafna er jafiiframt stjórnarfor-
maður Spalar ehf., sem á og rekur
Hvalfjarðargöng. Um ástæður þess
að hafnarstjóm lýsir yfir vilja til þess
að koma að fjármögnun fram-
kvæmdarma segir Gísfi að ein meg-
inforsendan fyrir stofrnm Faxflóa-
hafna sf. hafi verið sú að stuðla að
skynsamlegri nýtingu lands og
mannvirkja á gmndvelli þess að höf-
uðborgarsvæðið og byggðin norðan
Hvalfjarðar sé orðin eitt atvinnu-
svæði. „Faxaflóahafnir sf. hafa af því
beina og ríka hagsmtmi að þannig sé
haldið á ffamkvæmdum við Sunda-
braut að megin markmið eigenda
fyrirtækisins verði að veruleika inn-
an skynsamlegs tíma.“ I þessu sam-
bandi nefhir hann að ýmsar breyt-
ingar á starfsemi fyrirtækja og skipu-
lagsbreytingar innan höfuðborgar-
svæðisins séu beinlínis grundvallaðar
á þeirri forsendu að Sundabraut
verði að veruleika sem fyrst.
Þarf að auka afkastagetu
„Hvað Spöl ehf. varðar þá eykst
tunferð tun göngin jafht og þétt. Af
hálfu Spalar ehf. væri það ábyrgðar-
hluti ef ekki væri bent á nauðsyn
þess að auka afkastagetu ganganna
innan nokkurra ára. Obreytt göng
geta vissulega þjónað sínu hlutverki
um einhvem tíma en hætt er við að
vegfarendur verði ekki ánægðir ef
aukin umferð verður til þess að
lengja ferðatíma veralega." Gísli
bendir á að út ffá öryggissjónarmið-
um þurfi að grípa til aðgerða þegar
umferðin er komin vel yfir 5.000 bíla
að meðaltali á sólarhring en á síðasta
rekstrarári hafi meðalumferð verið
4.460 bílar á sólarhring.
„Samþykkt stjómar Faxaflóahafna
sf. er fyrst og ffemst gerð til þess að
koma málinu á hreyfingu en í því
felst engin afstaða til þess hvemig
ríkið vill standa að framkvæmdum,
sé vilji til þess að beita að hluta til
aðferðum einkaffamkvæmdar. I
þessu efiti em fleiri en ein leið fær og
því nauðsynlegt að skoða hvort aðil-
ar geti átt þá samleið sem tryggir
ffamgang Sundabrautar og stækkun
Hvalfjarðarganga. Hagsmunir eig-
enda Faxaflóhafita sf. em þeir að
framkvæmdirnar skifi sem fyrst til-
ætluðum jákvæðum áhrifum og að
samræmis verði gætt í samanburði
við önnur stórverkefrú.“
Faxaflóahöftium náskylt
Aðspurðm hvort það samræmist
hlutverki Faxaflóahafna að taka þátt
í ffamkvæmdum sem þessum segir
hann að í viljayfirlýsingu við stofnun
Faxaflóhafha sf. hafi þess sérstaklega
verið getið að sameiningu hafna væri
ætlað að smðla að lagningu Sunda-
brautar. „Faxaflóahafhir hafa annars
vegar beina hagsmuni af lagningu
Sundabrautar og það sama á við um
þau sveitarfélög sem em eigendur
fyrirtækisins. Þá em Faxaflóahafiúr
sf. einnig stór eigandi í Spefi ehf.
ásamt ríkinu þannig að máfið er
Faxaflóahöfnum sf. náskylt," segir
Gísfi.
Gjaldtaka skekkir
samkeppnisstöðu
En getur þessi áhugi fyrirtækjanna
ýtt tmdir að ffamkvæmdimar verði í
einkaframkvæmd og þar með skatt-
lagðar í næstu 30 ár eins og forsætis-
ráðherra nefndi á þingi skörnmu fyr-
ir jól? Gísli segir að ef farið verður á
annað borð í eitthvert form einka-
ffamkvæmdar við Sundabraut verði
að koma í ljós með hvaða hætti ríkið
vill standa að slíku. „Ef hugmyndir
um fjáröfltm í því sambandi em ekld
að skapi eigenda Faxaflóahafha sf.
eða stjómar fyrirtældsins þá verðm
væntanlega ekld af þátttöku í verk-
efhinu. Verði niðurstaðan hins vegar
jákvæð og til augljósra hagsbóta fyr-
ir alla þá era meiri líkur til þess að
áhugi Faxaflóahafna sf. verði hvati til
að flýta verkefrúnu.“
Gísli segir fyrirtækin ekki hafa
mótað formlega stefiiu hvaða fjár-
mögnunarleiðir og innheimtuleiðir
þau telji best að fara og því geti hann
ekki svarað því hvaða leið þau telji
best í því sambandi. ,JMín skoðun er
hins vegar sú að hafa verði ýmislegt
í huga hvað þetta mál varðar. I fyrsta
lagi em Hvalfj arðargögn eina vega-
mannvirkið þar sem lagður er sér-
stakur tollur á vegfarendur. Gjald-
taka þekktist að vísu með ferjunum
t.d. Herjólfi, Baldri og Akraborg í
gamla daga; en þá spöraðu menn
akstur á móti. Gjaldtöku á vega-
mannvirki verður því að mínu mati
að skoða í öðm ljósi. Þegar farið var
af stað með Hvalfjarðargöng þá var
gjaldtökuhugmyndin sett ffam til að
leysa verkefnið. Á þeim tíma ætlaði
ríkið ekki í þær ffamkvæmdir.
Tæknilega var það áhættusamt og
fjárhagslega einnig. Nú figgja allar
forsendur tæknilega og fjárhagslega
fyrir varðandi göng um Hvalfjörð-
inn þannig að þessi sjónarmið em
ekki lengur fyrir hendi. Þar að auki
er ljóst að almenn gjaldtaka á mann-
virki á Vesturlandsvegi en ekki aðra
vegi samrýmist ekki almennri jafh-
ræðisreglu og mun augljóslega
skekkja samkeppnisstöðu og búsetu-
skilyrði á Vesmrlandi miðað við
önnm landssvæði í nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins."
Unnið hratt á næstunni
Gísfi segir það sína persónulegu
skoðun að ef ríkið sé reiðubúið að
fara í framkvæmdir við stækkun
Hvalfjarðarganga og fjármögnun á
hluta Sundabrautar þá sé áfitlegast
að beita svokölluðu skuggagjaldi þar
sem ríkið greiðir ffamkvæmdaaðil-
anrnn í takt við þá umferð sem um
vegina fer. Hann segir samgöngu-
ráðherra hafa tekið undir þessi sjón-
armið. Ráðherra vonist einnig eftir
greiðum ffamgangi ffamkvæmda við
Sundabraut og stækkun Hvalfjarðar-
ganga. „Það er því ástæða til ákveð-
innar bjartsýni um að unnið verði að
þessum málum af einurð og kappi á
næstunni," segir Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafha og stjóm-
arformaðiu- Spalar ehf. HJ