Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 11
^siasunuh.
MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006
11
Ef efrirspumin eftir sérbýlishúsa-
lóðum á Akranesi verður eins og í
undanförnum úthlutunum má gera
ráð fyrir að þessum 94 lóðum verði
öllum úthlutað. Framkvæmdir við
götur og lagnir ættu að geta hafist á
vormánuðum 2006 og byggingar-
framkvæmdir vegna einstakra húsa
næsta haust.
Magnús Guðmundsson
Formaður skipulags-
og umhverfisnefndar
aukiðframboð á sérbýlis-
húsaláðam á Akranesi
SKÓGARHVERFI AKRANESI, DEILISKIPULAG 1. ÁFANGA tillaba21.10.2005
SKÝRWGAA
í endurskoðuðu aðalskipulagi
Akraness 2005-2017 sem brátt tek-
ur gildi er gert ráð fyrir íbúðar-
svæði á Akranesi norðan Flata-
hverfis og austan Þjóðbrautar, svo-
nefndu Skógarhverfi. Svæðið í
heild er skilgreint sem blönduð
íbúðabyggð um 50 ha að flatarmáli.
A grundvelli þessarar stefnumótun-
ar hefur skipulags- og umhverfis-
nefnd á Akranesi undanfarið unnið
að gerð rammaskipulags og
deiliskipulags í nýju Skógarhverfi.
Skipulagsvinnan er unnið í sam-
vinnu við fyrirtækið Gylfa og fé-
laga. Vinnulagið var þannig að
rammaskipulagið fyrir um 1000
íbúðir var fyrst unnið en í beinu
framhaldi var hafist handa við gerð
deiliskipulags
1. áfanga á
svæði sem er
12,6 ha að
flatarmáli.
Markmið við
skipulagn-
ingu 1.
áfanga var að
fá til úthlut-
unar lóðir
tmdir sérbýl-
ishús þar sem
mestur hluti
þeirra íbúð-
arlóða sem
lögð hafa
verið drög að
eða hefúr
verið úthlut-
að á Akranesi
undanfarin
misseri eru
fyrir fjölbýl-
ishús.
Gert er ráð fyrir að auglýst verði
eftir umsóknum um 94 sérbýlis-
húsalóðir 1. áfanga í febrúar næst-
komandi og skiptast lóðirnar
þannig að 52 íbúðir eru í einnar
hæðar einbýlishúsum, 9 íbúðir í
tveggja hæða einbýlishúsum, 21
íbúð er í einnar hæðar rað- og par-
húsum og 12 íbúðir í tveggja hæða
rað- og parhúsum. Gatnakerfi
áfangans er heildstætt net
húsagatna og er gert ráð fyrir að
leyfilegur hámarkshraði ökutækja
verðu 30 km/klst. Leitast er við að
skapa ákveðna reglufestu með bein-
um götum en þess gætt að beinir
kaflar verði aldrei það langir að
hætta verði á hraðakstri.
TALAGA 1? 102005. HN 1tO 000
Varta á ásýnd Borgamess
Nú nýverið voru kynnt þau
áform bæjaryfirvalda að byggja sex
hæða stigahús á lóð þar sem áður
var þvottaplan Esso. Undirritaður,
sem er nánast innfæddur Borgnes-
ingur hefur svo sem ekki mikið lát-
ið til sín taka skipulagsmál í Borg-
arnesi, þrátt fyrir að honum hafi á
stundum blöskrað landvinninga-
stefna bæjaryfirvalda, sem hafa ver-
ið mjög iðin við að fylla í víkur og
vcga til að vinna nýtt land. Það er
nu að verða svo komið að útlínur
við sjó eru að verða það reglulegar
að nota má reglustiku til að teikna
ströndina, alla vega í neðri hluta
bæjarins.
Nú er hinsvegar í uppsiglingu
ffamangreind áform um stigahús
sem ég get ekki samþykkt. Út af
fyrir sig er ég ekki að efast um að
húsið sem slíkt verði fallegt og vel
hannað en það er fráleitt að byggja
svo hátt hús inn í hverfi þar sem
tveggja hæða hús eru hæst. Svona
bygging, á þessum stað, verður eins
og varta á ásýnd Borgarness sem
annars er fallegur bær og fallegt
bæjarstæði. Þarna er líka um að
ræða nýjan miðbæ og svona hús fer
vægast sagt illa þar.
Onnur rök sem mæla á móti svo
stórri byggingu þama era að þetta
eykur mikið á umferð og þrengir
einnig að Kveldúlfsgötu og öllu
næsta nágrenni.
Það er enn tími til að þrýsta á
bæjaryfirvöld að láta af þessum
áformum þar sem nú liggur ffammi
tillaga að deiliskipulagi þarna og ég
heiti á alla Borgnesinga, sem láta
sig útlit bæjarins okkar einhverju
máli skipta, að fjölmenna á bæjar-
skrifstoffuysenda bréf eða tölvupóst
og mótmæla þessu umhverfissfysi.
Fólk hefur tíma til 2. febrúar að
hafa áhrif á þetta en þá er kæru-
frestur útrunnin.
Þá er annað mál sem ég vil minn-
ast á en það er tjaldstæðið okkar.
Hugmyndir eru uppi um að taka
það undir skólabyggingu. Eg vil
einnig mótmæla því. Tjaldstæðið er
mjög vel staðsett þarna og er á
þeim stað sem ferðafólk vill hafa
slíka staði. Það væri nær að klára
tjaldstæðið eins og það var ætlað,
með trjágróðri og betri aðstöðu.
Hvað þá með skóla? Eg væri
hlynntur því að staðsetja hann í
Brákarey en þar er hugmynd að
hafa í framtíðinni ferðatengda
menningarstarfsemi og væri þá
hægt að nýta skólahúsnæði í tengsl-
um við það yfir sumartímann. I eyj-
unni era byggingar að stórum hluta
í eigu Borgarbyggðar og væri þörf á
því að rífa töluverðan hluta þeirra. I
eyjunni, þegar búið væri að fjar-
lægja léleg eða ónýt hús þá væri
gott pláss fyrir skólabyggingu og þá
með miklum stækkunarmöguleik-
um
Guðmundur Ingi Waage.
Sœunnargótu 10
Borgamesi
ATVINNA
Óskum eftir að ráða starfskraft
í 100% starf.
Um er aðræða starf í verslun með kvenfatnað,
undirfatnað, snyrtivörur og þessháttar.
Umsækjendur þurfa að vera;
samviskusamir - glaðlyndir - reyklausir
og umfram allt hafa mikla þjónustulund.
Upplýsingar veitir Ellen í síma 431-1753
og 861-1599 eða í Litlu búðnni.
SQt/a S§uðm
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI431 1753 & 861 1599
MJOLKURVORUR
í SÉRFLOKKI
Bílstjórar með meirapróf
MS Reykjavík óskar eftir að ráða bílstjóra
til söfnunar og flutnings mjólkur frá framleiðendum
á Vesturlandi til Reykjavíkur.
Um er að ræða framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Viðkomandi þarf að hafa meirapróf
og geta byrjað sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Pátl Svavarsson
í síma 569-2200.
Umsóknir skulu berast til MS Reykjavík, Bitruhálsi 1,
110 Reykjavik eigi síðar en 23. janúar nk. Hægt er
að senda umsóknir á netfangið starfsmannasvid@ms.is
eða fá sent sérstakt umsóknareyóublað.
armam
>la<‘k<‘0(l<
I tilefni Bóndadagsins %
bjóöum við 15% afslátt \
af öllum 11 errasnyrtivörum
og -ilmum.
S'?A 43.1
STÍLLHOLTI 1
AKB^NESI