Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Síða 13

Skessuhorn - 18.01.2006, Síða 13
saess'(iii©EH MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 13 •» Litiðyfir farinn veg Sveitarstjórnarkosningar fara fram á komandi vori og eru stjórn- málaflokkar farnir að undirbúa þær, meðal annars með málefna- vinnu. Okkar flokkur, Samfylking- in, er þar enginn eftirbátur. Sam- fylkingin á nú þrjá fulltrúa í bæjar- stjórn Akraness og hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn síðastliðin átta ár. Hér á eftir ætlum við að geta nokkurra mikilvægra málefna sem unnið hefur verið að á síðast- liðnu kjörtímabili. I fyrsta lagi er ágætt að geta þess hvað miklar breytingar hafa orðið á aðgengi bæjarbúa að öllum mál- efnum bæjarins. Bæjarstjórnar- fundir eru öllum opnir og þeim er einnig útvarpað (FM 95,0). Bæjar- málafundir stjórnmálaflokkanna eru líka opnir öllum áhugasömum bæjarbúum. Þá má geta þess að all- ar fundargerðir bæjarráðs, bæjar- stjórnar og allra nefnda bæjarins eru birtar á vef Akraneskaupstaðar (http://wtvw.akranes.is). Þær eru að jafnaði birtar samdægurs eða daginn eftir hvern fund. Það er því öllum auðvelt að afla sér upplýs- inga og fylgjast með því sem fram fer innan bæjarstjórnar eða nefnda bæjarins. Að fylgjast með því sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar er afar mikilvægt og lykillinn að því að fólk geti á málefnalegan hátt myndað sér skoðun og tjáð sig um þau verkefni sem unnið er að hverju sinni. Þegar farið er yfir framkvæmdir undanfarinna ára teljum við að þær hafi alltaf haft hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Hér verða aðeins nefndar nokkrar og er ekki endi- lega um forgangsröðun að ræða heldur verður að velja í stuttri grein. Grunnskólarnir eru báðir einsetnir og þar fer fram farsælt skólastarf. Sömu sögu er að segja um leikskóla. Leikskólinn Vallarsel var stækkaður á kjörtímabilinu og tókst með því að afnema biðlista frá tveggja ára aldri. Eitthvað er um að yngri börn komist að í leik- skólana og er það af hinu góða. Þess verður einnig að geta að for- eldrar greiða frá áramótum sama gjald hjá dagmæðrum og þeir gera fyrir börn á leikskólum. Þar er um verulega kjarabót að ræða fyrir foreldra. Auðvitað eru flestir sammála um að ákjósanlegt væri að hafa gjald- frían leikskóla en það myndi kosta um það bil 80 milljónir í aukinn rekstrakostnað fyrir bæjarsjóð. Ljóst er að þá fjármuni verður að taka af einhverjum öðrum rekstr- arliðum bæjarins og skerða þar með aðra þjónustu. Annar mögu- leiki gæti verið að ríkið kæmi inn í rekstur leikskóla með fjárframlög- um og teljum við það eina raun- hæfa kostinn. Þegar bæjarfulltrúar allra flokka tóku samhljóða ákvörðun um byggingu fjölnota íþróttahúss hafði farið fram um það mál mikil umræða innan bæjarstjórnar og íþróttahreyfingarinnar. Sú stað- reynd var öllum ljós að íþróttahús- in tvö í bænum dygðu engan veg- inn lengur fyrir þá íþróttaiðkun sem færi fram á Akranesi. Menn voru sammála um að íþróttaiðkun væri mikilvæg fyrir börn og ung- linga í bænum og einnig væri greinilega aukning meðal fullorð- inna. Bygging íþróttahúss var óhjákvæmileg og niðurstaðan varð sú að fara út í byggingu fjölnota- húss á Jaðarsbökkum í stað þess að byggja þriðja hefðbundna húsið í viðbót. Byggingarkostnaður er áætlaður 350-400 milljónir, sem vissulega er mikill kostnaður en venjulegt íþróttahús hefði kostað allt að helmingi meira. Bæjarfull- trúar voru því allir sannfærðir um að þessi leið væri sú rétta, enda er frekari uppbygging fyrirhuguð á Jaðarsbökkum þar sem byggt verð- ur yfir núverandi sundlaug og ný útisundlaug byggð. Ennfremur verður gerð tengibygging á milli fjölnotahússins og núverandi íþróttamannvirkja á svæðinu þar sem komið verður fyrir æfingasöl- um, búningsklefum og annarri nauðsynlegri aðstöðu. Með þessu verður gjörbylting á allri aðstöðu þeirra sem stunda íþróttir á Akra- nesi og aðstaðan öll með því besta sem gerist á landinu. Akvörðun um að sameina Akra- nesveitu, Andakílsárvirkjun og eignarhlut bæjarins í HAB við Orkuveitu Reykjavíkur var tekin á árinu 2001. Nauðsynlegt er að bæjarbúar geri sér grein fyrir því að ofangreind fyrirtæki voru ekki seld heldur mynda þau eignarhluta Akraness í Orkuveitunni og hefur hann skilað bæjarsjóði um það bil 80 milljóna króna arði á ári. Bæjar- stjórn Akraness á fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Eignar- hluti Akraneskaupstaðar er nú metinn á rúmlega fjóra milljarða króna. Orkuverð á Akranesi lækk- aði þegar Akranes varð eignaraðili að OR og var það að sjálfsögðu kjarabót fyrir bæjarbúa. Þá er vert að geta þess að fráveitan var sam- einuð Orkuveitunni nú um ára- mótin og er þar með tryggt að frá- rennslismálum Akurnesinga verð- ur komið í fullkomið horf innan þriggja ára. Ollum Akurnesingum er ljóst að bærinn er að stækka og miklar framkvæmdir eiga sér stað innan bæjarlandsins. Mikilvægt er að átta sig á að mjög ákveðnar reglur gilda um skipulagsmál, bæði aðalskipu- lag og deiliskipulag. Er réttur al- mennings þar tryggður, bæði til upplýsinga og áhrifa, þannig að engar breytingar geta átt sér stað nema eftir ákveðnu ferli, þar sem almenningi er gefinn kostur á að segja álit sitt. Ef breytingar eru gerðar á skipulagi kostar það bæði mikla vinnu og fjármuni. Slíkar breytingar eru sjaldgæfar og ekki er farið út í þær nema brýna nauð- syn beri til. Öðru máli gegnir um smávægilegar breytingar sem ein- göngu krefjast grenndarkynningar, þ.e. að nágrönnum er kynnt fyrir- huguð breyting og þeir fá tækifæri til að gera athugasemdir. Opnir kynningarfundir eru oft haldnir þegar fyrstu drög að skipulagi liggja fyrir og gefst þá bæjarbúum tækifæri til að tjá sig um drögin. Þar er gott tækifæri fyrir bæjarbúa til að hafa áhrif á skipulagsmál í bænum, enda varðar þessi mála- flokkur alla íbúana jafnt. Akraneskaupstaður er eins og langflest sveitarfélög á landinu að- ili að Launanefnd sveitarfélaganna (LN). Með þeirri aðild veitti Akra- nesbær LN umboð til að semja um kaup og kjör starfsmanna bæjarins. I þeirri aðild felast ýmsir kostir en ekki er því að leyna að henni fylgja líka gallar. Starfsmenn bæjarins eru ekki ofsælir af launum sínum Agústa FriSriksdóttir. Hrörtn Ríkarðsdóttir. og nauðsynlegt að finna leiðir til að bæta þeirra kjör með einhverj- um hætti í samstarfi við LN á næstu árum. Við teljum það ekki vera lausn að Akranesbær segi sig úr LN heldur leggi sig fram um að bæta kjör starfsmanna sveitarfé- laga í samstarfi við önnur sveitar- félög á landinu, enda hafa fulltrúar bæjarins beitt sér við lausn deilu- mála á vettvangi LN. Um bætt launakjör hljóta allir að vera sam- mála, en geta sveitarfélaganna er misjöfn á þessu sviði og miðlægir kjarasamningar taka þá mið af því. Varla verður skilið við umfjöllun um það sem áunnist hefur án þess að minnast á þá miklu kjara- og samgöngubót sem felst í strætis- vagnaferðum á milli Akraness og Reykjavíkur. Hér er um gjörbreyt- ingu að ræða, ekki síst fyrir þá að- ila sem vinna á höfuðborgarsvæð- inu eða stunda þar nám. En sam- göngur af þessu tagi koma sér vel fyrir alla aðila, Ungt fólk sem ekki hefur ökuleyfi og þarf að komast til höfuðborgarinnar getur núna farið með Strætó. Fullorðnir, sem ekki treysta sér til að aka í Reykja- vík en eiga þangað erindi, munu vafalítið notfæra sér ferðir Strætó. Við höfum hér að ofan valið að segja í nokkrum orðum frá mála- flokkum sem eru okkur hugleiknir. Vissulega eru þeir fleiri. Við höf- um til dæmis ekki nefnt atvinnu- mál, menningarmál, félagsmál eða málefni aldraðra svo einhverra sé getið. Við munum væntanlega gera þeim skil síðar. Við lítum svo á að á Akranesi sé gott mannlíf og erum stoltar af því að vera Akur- nesingar. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að kynna sér og fylgj- ast með starfi stjórnmálaflokka í bænum. Með því móti getur hver og einn myndað sér skoðun sem verður honum gott veganesti þeg- ar hann gerir upp hug sinn við sveitarstjórnarkosningar í vor. Agústa FriSriksdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir Hef hafið störf við sjúkranudd á fimmtudögum og föstudögum í Iþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, Akranesi. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 866-5809. Bryndís Gylfadóttir Löggiltur sjúkranuddari www.skessuhorn.is Borqarnesi ■__ . .liii __ NÝJAR VÖRUR KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 Starfsfólk óskast • Málarameistarar • Málarasveinar • Verkamenn Einnig hægt að taka nema á samning i upplýsingar veitir on í sima B96-23 Allar nánari Garðar Jónsson Umsóknir sendist á gardjons@visir.is 2356 Híbýlamálun GarSars Jónssonar er framsækiS málningarfyrirtæki á Akranesi en það var slofnaS áriS 1 y90. Starfsemin hefur vaxiS jafnt og þétt og er fyrirtækiS nú meS þeim stærstu á pessu svioi á Vesturlandi. Híbýlamálun GarSars Jónssonar þjónustar einkum Akranes og uppsveitir Borgarf|ar3ar auk þess sem verkefnum a höfuSborgarsvæSinu hefur fjölgaS stórlega. ViS bjóSum pér aS ganga tíl liSs viS fyrirtæki í miklum vextí. r -r

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.