Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006
»
*
T^eHninn—,
Við áramót
Predikun flutt við aftansöng í Borgameskirkju 31. desembersl.
Lúkas 13. 6-9.
En hann sagði þeim þessa
dæmisögu: „Maður nokkur átti
fíkjutré gróðursett í víngarði sín-
um. Hann kom og leitaði ávaxtar á
því og fann ekki. Hann sagði þá við
víngarðsmanninn: I þrjú ár hef ég
nú komið og leitað ávaxtar á fíkju-
tré þessu og ekki fundið. Högg
það upp. Hví á það að spilla jörð-
inni ? En hann svaraði honum:
Herra, lát það standa enn þetta ár,
þar til ég hef grafið um það og
borið að áburð. Má vera að það
beri ávöxt síðan. Annars skaltu
höggva það upp.“
Enn erum við í þessum sporum,
stödd í helgidóminum við lok árs.
Fáeinar stundir lifa af árinu sem er
að líða, það hverfur brátt í aldanna
skaut. Við áramót, líkt og við önn-
ur mörk tímans, lítum við til baka,
til þess tíma sem er að líða. Það
gera fjölmiðlarnir í annálum sín-
um. Þeir tína saman það sem þeim
þótti frétmæmast, það sem upp úr
stendur, eins og sagt er - atburði
sem höfðu gjörtæk áhrif á þjóðlífið
og heimsmálin og munu kannski fá
sess í sögubókunum.
En guðspjall dagsins eru fáein
orð um tré, fíkjutré. Tré sem ekki
hefur staðið sig vel. Tré sem á litla
framtíð. Tré sem á að upphöggvast
og hverfa. Gefðu því eitt ár enn,
segir víngarðsmaðurinn, og biður
því miskunnar. Það er ekki erfitt að
skilja þessa sögu bókstaflega. Allir
trjáræktarmenn gera það að
minnsta kosti. Hvert tré sem upp
kemst á Islandi er mikils virði og
það er eitur í beinum okkar að fella
tré sem þurfa mikla alúð og um-
hyggju svo þau fái lifað og prýtt
jörðina.
En þetta er dæmisaga. Dæmi-
saga er saga sem tekur atvik úr
daglegu lífi og reynslu okkar - not-
ar efni sem er afar venjulegt og öll-
um auðskilið, til að flytja erindi,
boðskap, hugmynd eða lífsskoðun.
Sagan af fíkjutrénu sem á sér tví-
sýna tilvist á því ekki heima í hand-
bók um trjárækt, heldur geymir
hún erindi um tímann og tækifær-
in, vöxt og stöðnun, líf og dauða.
Þetta er saga um afdrif mannanna.
Þessi saga geymir áminningu og
kröfu, kröfu um vöxt. Tréð á að
gefa ávöxt, til þess er það, annars
fær það ekki að lifa og er ekki til
neins.
Þetta ætti nú ekki að vera erfitt
að skilja. Við erum mikið kröfu-
gerðarfólk, við sem byggjum þetta
land, íslensk þjóð. Stöðugar kröf-
ur um vöxt, hagvöxt, framfarir,
lífsgæði og neysla okkar vex, eykst
frá einu ári til annars. Og mikið
viljum við enn.
Aldrei hefur ffamkvæmdagleði
okkar fengið aðra eins útrás eins
og nú um þessar mundir. Hvar
sem litið er, um landið allt, er ver-
ið að byggja og breytá. Og svo
mikið er undir, að vinnufusar, ís-
lenskar hendur duga ekki, heldur
notum við nú erlent vinnuafl, eins
og það er kallað. Það segja okkur
allar hagtölur. En þetta vinnuafl er
engu að síður lifandi fólk, fólk með
langanir þrár og þarfir eins og við
- fólk sem þó er oft gert annars
flokks. Þeir útlendu menn sem
hingað koma um langan veg og hér
stárfa, búa margir við hörð kjör.
ítrekað heyrum við um hýru-
dregna menn, menn sem búa við
smánarlegar aðstæður, sem við
myndum ekki láta bjóða okkur
einn dag. Okunnugleiki þeirra og
umkomuleysi kemur í veg fyrir að
þeir geti borið hönd yfir höfuð sér
og sótt rétt sinn. Nánast daglega
heyrum við af því að óprúttnir
menn gera sér þessa verkamenn að
féþúfu noti sér þá í raun eins og
vinnudýr eða þræla. Sem betur fer
hefur íslensk verkalýðshreyfing
tekið að sér að verja rétt þessara
manna, og fjölmiðlar hafa sýnt
lofsverða viðleitni í að birta stað-
reyndir og afhjúpa þennan myrka
veruleika arðráns og kúgunar, sem
hefur fundið sér stað meðal okkar.
I dómspredikununum spámanna
Gamla Testamentisins, gagnrýndu
þeir samfélag sitt, mátuðu það við
Guðs orð - þeir töluðu gjarna um
rétt ekkna, munaðarleysingja og
útlendinga. Það var mælikvarði
spámannanna á heilbrigði samfé-
lagsins - hvernig þessu fólki var
sinnt, hvernig réttur þess var virt-
ur.
En það er margt við fram-
kvæmdagleði okkar sem ætti að
leita á okkur og láta okkur spyrja
spurninga. Við Islendingar eigum
mikið og höfum mikið. Meira en
flestar aðra þjóðir. Samt viljum við
meira. Hvar eru þá endimörk vaxt-
arins? Hvaða stefnu höfum við um
lífskjör og lífsgæði? Ræðum við
einhvern tíma í alvöru um þessi
efni?
Og hvað ber jörðin, hversu lengi
er hægt að ausa af auðlindum jarð-
arinnar, áður en við rekumst í þrot.
Og hvar eru mörk mengunar ?
Virkjunin mikla við Kárahnjúka
er stærsta framkvæmd Islandssög-
unnar. Þar verður orkuframleiðsla
í þágu álvers á Reyðarfirði. Upp-
haflegur tilgangur þessa verks var
að skapa fleiri störf á Austurlandi
og koma í veg fyrir meinta hnign-
un þar og bæta afkomu fólks.
Það er mikil forsjárhyggja sem
býr í áformum af þessu tagi. Hugs-
unarháttur áætlunarbúskaparins,
sem var tíðkaður mjög í Sovétríkj-
unum sem einu sinni voru. Við
höfum séð hvernig ríkisforsjár-
hyggjan hefur leikið íslenskan
landbúnað. Sporin hljóta að
hræða.
En það er ekki hægt að skikka
fólk til búsetu, eða starfa, í lýð-
frjálsu ríki. I Sovétríkjunum hafði
fólk ekkert val. Það tók þau störf
sem að voru rétt.
Það er alveg óljóst hvort álver í
Reyðarfirði verði til lengri tíma
einhver lyftistöng fyrir mannlíf,
auki velsæld og hamingju á Austur-
landi. Það er mikill gangur þar
núna En það er vitaskuld enginn
vandi að búa til rífandi uppgang
með því að dæla fjármunum í verk
og virkjanir, vegi og hafnir,
íþróttamannvirki og íbúðarhús-
næði. En sú sæla er af því sprettur
getur orðið skammvinn.
Talsmenn þessara framkvæmda
allra, þeir sem hafa orðið ofan á og
fengið sitt fram, segja þetta ekki
aðeins ávinning fýrir Austurland
heldur fýrir þjóðarbúið allt. En
hvað erum við að gera og hvað
höfum við gert? Hver er herkostn-
aðurinn? Mikil og óafturkræf eyði-
legging náttúruverðmæta, blasir
við. Hernaður gegn landinu. Mér
finnst ótrúlegt að nokkur sem inn
að Kárahnjúkum kemur, geti farið
þaðan ógrátandi. Otal áhættu-
þættir eru síðan varðandi umhverf-
isáhrif virkjunarinnar - enginn veit
með vissu hvað verður í þeim efn-
um - óskhyggja virðist hafa ráðið
för - þetta hljóti allt að fara vel. Og
til hvers. Allt þetta ógnarstóra
dæmi - búa til störf í álveri, Setja
upp þungaiðnað sem bætir enn á
mengun ? Ef við værum nú að búa
til orku sem sem gæti nýst til að
framleiða matvæli fýrir þurfandi
fólk í þriðja heiminum, eða skapa
önnur verðmæti sem gætu nýst í
örbjarga samfélögum - nei öðru
nær. Auka hagvöxt á Islandi.
Vonandi verður þessi fram-
kvæmd öll ekki dæmd í sögubók-
um framtíðarinnar sem eintómt
heimskra manna ráð. Og hér er alls
ekki við stjórnmálamenn sem hafa
haft pólitíska forystu um þetta verk
að sakast. Þeir eru sannarlega allir
af vilja gerðir til að láta gott af sér
leiða - og orð og gerðir stjórmála-
manna stjórnast yfirleitt af því sem
þeir telja að fólk vilji.
Stóriðjusóknin er skýrt dæmi um
gjaldþrota hugmyndafræði sem
bindur sig í blindni við hagvaxtar-
hyggju og gleymir því að gott líf
felst í svo mörgu öðru. Lífsgæði
eru svo margt. Þar á meðal menn-
ing. Menntir og listir. Allt það er
auðgar líf okkar.
Augljósa vaxtarbrodda, nýsköp-
un sjáum við á öðrum sviðum. Ný-
sköpun sem er ekki afleiðing áætl-
unarbúskapar stjórvalda, heldur
einfaldlega afurð vel menntaðs
fólks sem sér tækifæri, kann til
verka og fær rými til athafna.
Við þurfum ekki að líta langt.
Hugvit, áræði og framsýni hafa
skapað Viðskiptaháskólann á Bif-
röst. Þar er risið heilt þorp, á
undraskömmum tíma, staður sem
gefur myndarlega til samfélagsins
hér á Mýrum og í Borgarfirði.
Aform eru nú uppi um að stofna
menntaskóla í Borgarfirði. Þetta
er vegleg og löngu tímabær hug-
mynd, sem mun efla þetta hérað,
verði hún að veruleika, og styrkja á
svo margvíslegan rpáta. Fjárfest-
ing í menntun er góð fjárfesting.
Það hefur verið reiknað út, að
hver dollari sem fer í menntun
barna og ungmenna í Afríku skilar
sér fimmfaldur til baka, til samfé-
lagsins. Þetta er ekki ágiskun eða
óskhyggja, heldur staðhæfing,
byggð á rannsóknum. Varla gilda
önnur lögmál hér í Borgarfirði. Og
arður af þessu tagi er meiri og
langvinnari en af nokkurri virkjun
eða álveri.
Menntun er af hinu góða og ger-
ir öllum gott. Menntun er reynd-
ar í sjálfu sér engin trygging fýrir
betra lífi, en það eru líkur á hún
geri gott betra. Að menntun auki
víðsýni, vinni gegn hleypidómum
og þröngsýni. Þjálfi hug og anda
og hjálpi fólki að setja sig í spor
annarra - skilja og meta það sem er
öðru vísi og framandi.
Allt hefur sinn tíma. Og við ára-
mót er tími til að staðnæmast og
hlusta og hugsa.
Það er Jesús ffá Nasaret sem
segir söguna um fíkjutréð í guð-
spjalli dagsins. Sagan um fíkjutréð
fjallar ekki um hagvöxt, heldur
öðru vísi vöxt, vöxt andans - verð-
mæti sem ekki er hægt að mæla
með reglustriku hagvaxtarins er
verðmæti samt, sem eru ekki síður
mikilvæg en það sem við þurfum
til daglegs viðurværis.
Við höfum tíma, erum kölluð
inn í þennan heim. Fáum að lifa,
njóta og starfa. Og við erum spurð
um það, og það er eftir því gengið
að við berum ávöxt.
Jólabarnið spyr. Jesús sem Mar-
ía fæðir í heiminn á Betlehemsvöll-
um er lifandi drottinn, sem kemur
og spyr. Hann spyr spurninga er
ganga inn að kviku, inn að hjarta-
rót. Hver ert þú og hvernig hefur
þú farið með það allt sem þér var
gefið? Hvernig eru orð þín og
verk? Þolir það allt dagsins ljós?
Hefur þú notað daga þína til að
færa birtu og yl inn í líf annarra,
eða hefur þú blásið yfir myrkri og
kvöl?
Hvernig eru dagar þínir og ár?
Þessum spurningum þurfum við að
svara - ekki á torgum, ekki með
þeirri sjálfsréttlætingu sem við
notum alla jafna í samskiptum við
aðra - heldur með því segja satt.
Birta okkur umbúðalaus fýrir
drottni, í allri fátækt okkar svo að
drottinn Jesús fái auðgað líf okkar
og við verðum ekki ofurseld mis-
tökum okkar og afbrotum.
Sagan um fíkjutréð segir okkur
æ að enn er tími, enn er miskunn
Guðs rík. Og við erum líkt og
fíkjutréð, þurfum aðhlynningu og
næringu, svo við fáum lifað og bor-
ið góðan ávöxt og horft vonglöð
fram á veg.
I bæn, er við leitum drottins í
hugsun okkar og orðum, í ákalli, í
nauðum, í lofsöng og í gleði, þiggj-
um við það sem hann vill gefa, það
sem hagvöxtur heimsins getur ekki
gefið og engin gengisfelling mann-
legra verðmæta getur frá okkur
tekið.
Við megum þakka af hjarta fýrir
að á nýju ári fáum við enn tíma,
einn dag í einu.
Biðjum um vit og dómgreind til
að fara vel með það sem er á okkar
valdi, svo að dagar okkar verði
góðir. Æðruleysi til að sætta okkur
við það sem við fáum ekki breytt
og djörfung til að vera það sem við
teljum réttast.
Guði sé lof fýrir nýtt ár sem
hann gefur. Guð gefi að við getum
unnið ljóssins verk meðan dagur
er.
Þorbjöm Hlynur Amason,
prófastur Borg
Að vanda skutu Vestlendingar upp miklu magni afflugeldum um áramótin enda var veður hagstætt til slíkrar iðkunar. Þessa skemmti-
legu mynd tók Þorgerður Gunnarsdóttir í Borgamesi og lýsa Ijósin upp kirkjuna ogfagurt umhverfi hennar.