Skessuhorn - 18.01.2006, Page 23
MIÐVDCUDAGUR 18. JANUAR 2006
23
Aðstaðan góð og metnaðurínn mildll
Rætt við Dean Martin; meistaraflokksmann, einka- og knattspymuþjálfara á Akranesi
íþróttamiðstöðin á Jaðarsbökk-
um á Akranesi hefur í nokkurn
tíma boðið uppá viðveru einka-
þjálfara í þreksal íþróttamiðstöðv-
arinnar til aðstoðar þeim sem þess
óska með líkamsræktarprógramm
sitt. Hefur Ingólfur Ágúst Hreins-
son sinnt því starfi með prýði und-
anfarin ár. Nú hefur annar einka-
þjálfari bæst til liðs við Ingólf og er
það Dean Martin, 33 ára knatt-
spyrnumaður og einkaþjálfari ffá
London. Svo virðist sem þjónustu
þeirra félaga sé fyllilega þörf því
aðsókn til þeirra er mikil. Blaða-
maður Skessuhorns mælti sér mót
við Dean, sem náði með herkjum
að finna nokkrar lausar mínútur
snemma morguns því dagskráin
var alveg fullpökkuð. Ekki var
heldur þörf á því að draga fram
skellótta enskukunnáttuna því
drengurinn er orðinn nær altalandi
í íslensku.
Það var vorið 1995 sem Dean
Martin kom til Islands, fyrir til-
stuðlan þjálfara síns hjá Westham.
Það sumar spilaði hann með KA á
Akureyri, sem og nokkur sumur í
röð þar á eftir, en fór þó til
London á haustin. Vorið 1998
kom Dean fyrst á Akranes og spil-
aði með IA það sumar. Það var svo
síðastliðið vor sem hann ákvað að
koma aftur á Akranes og hefur nú
skrifað undir þriggja ára samning
við félagið. Ásamt því að spila fót-
bolta og vinna sem einkaþjálfari
þjálfar hann 6. og 7. flokk drengja
í fótbolta. Dean segist líða vel á
Akranesi. Hann segir að vel hafi
verið tekið á móti sér og að fólk sé
almennt almennilegt og kurteist
við sig. „Það er mikil breyting sem
hefur átt sér stað hér á Akranesi ffá
því að ég konj hingað fyrst 1998,
t.d. göngin, þau eru mikill munur.“
Góður árangur
Dean segir aðstöðu til íþrótta-
iðkunar á Akranesi góða þó alltaf
megi gera betur. Það er mikill
kostur að hafa íþróttahúsið, sund-
laugina og þrekaðstöðuna allt á
sama stað og að stórt fjölnota
íþróttahús eins og það sem er í
byggingu verði til staðar í 5-6 þús-
und manna bæjarfélagi megi kalla
mikil forréttindi.
Fjöldinn allur af fólki hefur nú
farið í gegnum æfingaprógramm
Deans. ,Jú, árángurinn hefur verið
góður hjá því fólki sem ég hef unn-
ið með í haust. Mér finnst mjög
gaman að vinna með fólki. Eg
byrja á því að kynnast hverjum og
einum, finn úf hvernig týpa við-
komandi er og vinn traust okkar á
milli. Svo geri ég prógram fyrir
hvern fyrir sig samhliða markmið-
um þeirra. Sumir þurfa mikla
hvatningu en flestir setja sér mark-
mið og mæta svo reglulega í þrek
og vinna þar hörðum höndum að
markmiðum sínum. Það er svo
merkilegt að flestir sem ég þjálfa,
þá litlu krakkarnir í fótboltanum
einnig, gefa sig alveg 100%, ann-
ars væru þau hreinlega ekki að
þessu.“
Framtíðin
„Mig langar að vinna sem knatt-
spyrnuþjálfari í framtíðinni, þá
með alla aldurshópa. Svo langar
mig að læra kínversku þar sem ég
dvaldi í Kína í 2 ár,“ segir Dean
þegar hann er spurður að því hvað
Dean Martin.
hann langar til að gera í ffamtíð-
inni. Dean á 2 drengi sem búa á
Akureyri, svo tenging hans við Is-
land er orðin nokkuð sterk.
Sjálfur er Dean að æfa með
meistaraflokki IA í knattspyrnu, en
lætur ekki þar við sitja. Hann hef-
ur verið að læra og þjálfa sund
undir leiðsögn Ragnheiðar Run-
ólfsdóttur síðastliðna mánuði og
segist stoltur vera farinn að synda
um 2 km í skriðsundi. „Það er ekki
hvar sem er sem maður fær
Olympíusundkonu til að þjálfa
sig,“ segir Dean og brosir. Til að
þjálfa fjölhæfni líkamans hefur
Dean einnig verið að æfa Pilates
og hefur áhuga á að æfa yoga. Það
er því af nógu að taka hjá þessum
fjölhæfa íþróttamanni við æfingar
á sér og öðrum og iðkun keppnisí-
þróttar í fótboltabænum Akranesi.
BG
Lengd aðsendra greina
og skilafrestur
Af gefnu tilefni eru þeir sem senda inn greinar sem þeir
óska birtar í Skessuhorni, beðnir að takmarka lengd
þeiira við eina A4 síðu (12 punkta letur). Greinar af
hæfilegri lengd eiga frekar tryggt sæti í blaðinu en auk
þess eru þær þá frekar lesnar.
Einnig er mjög gott að viðkomandi hafi samband við
ritstjóra með góðum fyrirvara. Síðasti skilafrestur fyrir
aðsendar greinar er á mánudögum, eigi þær að birtast
í næsta tölublaði Skessuhorns.
Aðsendar greinar er auk þess hægt að fá birtar á vef
Skessuhorns, en þá skiptir lengdin hinsvegar ekki máli.
Ritstjóri.
Frá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
flflevsingor/sumQrofleysingQr
Starfsmann vantar í afleysingu læknaritara
við Heilsugæslustöðina frá 23. janúar til
20. febrúar nk. og í sumar frá l.júní til
31. ágúst nk. 100% starfshlutfall.
Æskilegt að viðkomandi hafi réttindi sem
læknaritari.
Upplýsingar í síma 437-1400 Guðrún
Umsóknir sendist til:
Framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar
Borgarbraut 65-310 Borgarnesi
ATVINNA ÓSKAST
Mig vantar vinnu á Akranesi eða nágrenni.
Allt kemur til greina.
Vanur afgreiðslu, sölumaður og fl.
Upplýsingar i sima 824-6967
joskar@simnet.is
V________________________________J
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGNIR í B0RGARNESI
BORGARBRAUT 31, Borgarnesi
Ibúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, 63,8
ferm. Forstofa flísalögð. Stofa
dúklögð. Eitt herbergi dúklagt.
Eldhús dúklagt, máluð eldri
innrétting. Baðherbergi dúklagt.
Á neðri hæð er sameiginlegt
þvottahús og geymslur.
Verð: 9.000.000
KVELDÚLFSGATA 28, Borgarnesi
íbúð á 3. hæð, 74,8 ferm. Hol, stofa
og tvö herbergi nýlega parketlagt.
Eldhús nýlega parketlagt, eldri
viðarinnrétting. Baðherbergi
dúklagt. Geymslur og sameiginl.
þvottahús í kjallara. Eign í góðu
ástandi, utan sem innan.
Verð: 12.500.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgarnes,
s. 437 1700, 860 2181 -fax 4371017,
netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is