Skessuhorn - 08.03.2006, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
11
Ungir dansarar sópuðu að sér
verðlaunum á alþjóðlegu dansmóti
Glæsilegir fulltrúar Islands á alþjóðlegu dansmóti á Irlandi.
áhrif á dansarana og þau komu öll
tvíefld heim tilbúin til að halda
áfram og bæta sig enn frekar,“ segir
Eva.
Þessa dagana er mikill dansáhugi
í Borgarfjarðarsveit. Hjá Evu Karen
eru um 60 nemendur að æfa dans
frá 6 ára aldri upp í 17 ára. Allir
þessir krakkar hafa mikinn metnað
og ætla sér að verða góðir dansarar.
Hópurinn æfir einu sinni til tvisvar
í viku auk þess sem þau fara í einka-
tíma á tveggja vikna fresti. „Eins og
staðan er í dag tel ég miklar líkur á
því að dansinn muni lifa áfram hér í
Borgarfjarðarsveit og jafnvel skila af
sér atvinnudönsurum í náinni fram-
tíð. Mér finnst mjög gaman að
vinna með þessum krökkum, þau
eru jákvæð og leggja mikinn metn-
að í það sem þau eru að gera,“ seg-
ir Eva að lokum. KOO
\
Happdrætti Líknarsjóðs
Lionsklúbbsins EÐNU
Dregið hefur verið í happdrætti Líknarsjóðs Lionsklúbbsins Eðnu.
Eftirtalin númer hlutu vinning:
I lok febrúar héldu 10 íslensk
danspör af stað til Irlands til að
keppa á alþjóðlegu dansmóti en
keppendur þar skiptu þúsundum.
Þar af voru 7 pör úr Borgarfjarðar-
sveit og eitt par frá Akranesi en
hópurinn keppti undir merkjum
Dansskóla Jóns Pémrs og Köru.
Þetta efnilega dansfólk frá Vestur-
landi kom heim með alls 18 verð-
launapeninga og mega þau því stolt
vera. Krakkarnir skipuðu flest effi
sætin í byrjendaflokki F (frjálsri að-
ferð) í bæði latin- og standard
dönsum en í þeim flokki kepptu
rúmlega 30 pör. Það voru þau Mar-
en Jónasardóttir og Karl Friðrik
Hjaltason frá Akranesi sem báru
sigur úr býtum og höfhuðu í 1. sæti
í bæði latin- og standard dönsum í
þessum flokki. Þá var einnig keppt í
ballroom dönsum og náðu þau jafn-
framt góðum árangri þar en þess
má geta að mörg þeirra voru að
keppa upp fyrir sig miðað við fyrri
árangur.
„Krakkarnir hafa verið að ná
góðum árangri hér heima og áttu
þau því einhverja möguleika á verð-
launasætum," segir Eva Karen
Þórðardóttir, sem þjálfað hefur
krakkana úr Borgarfirðinum síðast-
liðin 3 ár. „Þau voru svolítið
stressuð til að byrja með sem er afar
eðlilegt miðað við að þau voru að
keppa við margreynda dansara ffá
öðrum löndum og umgjörðin var
öll svo yfirþyrmandi. Það hafði
samt sem áður engin áhrif á vel-
gengni þeirra því þau náðu glæsi-
legum árangri sem fór fram úr okk-
ar björtustu vonum,“ segir Eva.
Unnu í Samkaup til að
fjármagna ferðina
Þar sem ferðina bar brátt að tóku
krakkarnir sig til og gengu í hús til
að fjármagna ferðina með því að
setja upp sýningar og selja ýmis
konar varning. Hópurinn fékk t.d.
vinnu hjá Samkaup í einn dag og
fóru launin þeirra upp í
ferðina.“Þau voru mjög dugleg og
mörg fyrirtæki og félög studdu við
bakið á þeim þannig það er ekki
annað hægt að segja en að fjáröfl-
unin hafi gengið vel,“ segir Eva
stolt. Hún segir að í byrjun hafi
verið nokkrar efasemdir um ferðina
til Irlands þar sem kostnaður og
undirbúningur væri mikill en
einnig voru uppi vangaveltur um
hvort danspörin væru tilbúin fyrir
svona stórt mót. „I dag sé ég ekkert
nema jákvætt við að hafa farið. Það
eru allir glaðir og ánægðir með
ferðina í heild og það er sérstaklega
gaman að ná svona góðum árangri
eftir mikinn og erfiðan undirbún-
ing þar sem allir lögðu hönd á plóg
til að gera þetta sem skemmtilegast.
Danslega séð hafði þessi ferð mikið
að segja og hafði mjög hvetjandi
Myndarlegir ballroom dansarar. Frá vinstri eru Einar, Hjálmur, Orri, Gunnar ogArnar.
Gagnrýna gamalt
timburhús við Garðasel
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjórn Akraness, sem sitja
í minnihluta, telja að meirihluti
bæjarstjórnar sýni fyrirhyggjuleysi í
dagvistarmálum bæjarins og benda
á að ætli bæjarfélagið að vaxa og
dafna þurfi að bjóða íbúum góða
þjónustu. Þetta kom fram á fundi
bæjarstjórnar á fundi í síðustu viku
þegar rædd var sú ákvörðun bæjar-
ráðs að undirbúa uppsetningu á
lausri kennslustofu við leikskólann
Garðasel vegna skorts á dagvistar-
rýmum.
A fundinum lögðu bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar
sem meðal annars segir: „Við und-
irrituð bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi viljum benda á
fyrirhyggjuleysi núverandi meiri-
hluta, með að huga ekki tímanlega
að lausn á skorti á dagvistarplássi,
heldur verður að grípa til bráða-
birgðalausnar með því að setja
gamalt timburhús við leikskólann
Garðasel. Ætli bæjarfélagið að vaxa
og dafna og geta boðið íbúum sín-
um góða þjónustu þá þarf nauðsyn-
lega að vera fyrir hendi nægt dag-
vistarrými. Það eru engin ný sann-
indi, en virðist þurfa að segja meiri-
hlutanum regltdega.“
Þá lögðu bæjarfulltrúarnir til að
unnið verði „að fyrirhyggju og til
framtíðar með málefni yngstu Ak-
urnesinganna okkar,“ eins og segir í
bókuninni. Þetta vilja bæjarfulltrú-
arnir gera og lögðu fram aðgerðar-
áætlun í þremur liðum. I fyrsta lagi
verði nýskipuðum starfshópi um
leikskólamál falið að kanna mögu-
leika á viðbyggingu við Garðasel. I
öðru lagi verði starfshópnum falið
að skila inn tillögum um úrbæmr í
málafokknum sem allra fyrst „helst
fyrir 1. apríl en ekki í júlí eins og
meirihlutinn lagði til,“ segir í bók-
uninni. I þriðja lagi vill minnihlut-
inn að hafinn verði strax undirbún-
ingur að byggingu nýs leikskóla á
lóð í Flatahverfi. HJ
1004-1006-1015-1018-1033-1041 -1053-1085-1107-1112-1116-1135-
1159-1141-1188-1218-1233-1261 -1264-1265-1268-1283-1293-1296-
1303-1311-1324-1327-1330-1331-1332-1334-1362-1402-1411 -1420-
1426-1442-1452-1456-1457-1485-1492-1493-1503-1506-1509-1519-
1524-1571 -1573-1579-1582-1586-1602-1604-1612-1616-1625-1628-
1646-1651 -1658-1680-1681 -1688-1689-1696-1698-1704-1718-1728-
1757-1762-1774-1779-1789-1803-1824-1847-1894-1896-1905-1908-
1909-1948-1961 -1959-1971 -1974-1978-1985-1986-1991 -1999
Vinninga má vitja í húsi Lionsklúbbanna á Akranesi að Suður-
götu 108, laugardaginn 11. mars n.k. milli kl. 13 og 16.
Landsbankinn
Banki allra landsmanna
V!_______________________
Uonsklúbburínn EÐNA
þakkar stuðnlnginn.
_____________________J
FULL BÚÐ
af nýjum vörum
T.d. kvenfatnaður í st. 38-54
borgcirsport
hyrnutorgi - borqarnesi - sími 437 1707
ATVINNA
íslenskajárnblendifélagið ehfóskar eftir
að ráða starfsfólk til sumarafleysinga
á komandi sumri, 2006. í boði er bæði
dag og vaktavinna. Lágmarksaldur er
18 ár. Lyftaranámskeið verður í boði
fyrir þá sem verða ráðnir og
frumþjálfun verður í apríl og maí.
Umsóknareyðublöð er hægt aðprenta
út á heimasíðu íj, www.alloys.is.
Nánari upplýsingar veita
Ómar Sigurðsson, s. 860 6248 og
I Skafti S. Steinólfsson, s. 860 6275
íslenska jámblendifélagið ehf.
Icelandic Alloys Ltd.