Skessuhorn - 08.03.2006, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
ssEssuiiöiÉæi
Nýtur sín best undir mikilíi pressu
með mörg jám í eldi
Þekktasta núlifandi Vestlendingnrinn; fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn
Gísli Einarsson tekinn tali
A vettuangi viSfréttaöflunfyrir RUV.
Gísla Einarsson fréttamann þarf
tæpast að kynna fyrir lesendum
Skessuhorns. Hann var ritstjóri
blaðsins ffá stofnun þess 1998 og
þar til fyrir ári síðan þegar hann
söðlar um og eykur vinnu sína fyrir
Ríkisútvarpið við frétta- og dag-
skrárgerð. Bein afskipti af fjölmiðl-
un hófust hjá Gísla fyrir réttum 10
árum síðan þegar hann réði sig sem
ritstjóra á blaðið Vesmrlandspóst-
inn sem þá þjónaði hlutverki hér-
aðsfréttablaðs á Vesturlandi.
Þannig hefur hann verið viðloðandi
fjölmiðla í áratug og óhætt að segja
að hann hafi áorkað mörgu á þeim
tíma. Síðan þá hefúr engum ein-
staklingi öðrum tekist að færa Vest-
urland betur á kortið en Gísla Ein-
arssyni og má því segja að íbúar
landshlutans eigi honum margt að
þakka.
Eftír að útgáfa Vesturlandspósts-
ins leið undir lok vann Gísli að
stofnun Skessuhorns og fylgdi eftir
því verkefni næstu 8 árin. A þessum
áratug er óhætt að segja að Gísli
hafi markað djúp spor í fjöl-
miðlaumhverfið hér á Vesturlandi
og e.t.v. ekki síður á landsvísu eftír
að hann byrjaði að vinna fyrir Rík-
isútvarpið, þar sem hann hefur fært
ferska vinda inn í dagskrárgerð
RUV og gert þar íbúum og rnálefn-
um landsbyggðarinnar hærra undir
höfði en flestir kollegar hans á
þeirri annars ágætu stofnun. Gísli
fer sjaldan troðnar slóðir við vinnu
sína og hefur náð að skapa sér
sterka ímynd þar sem saman fer
hispurslaus frásagnarlist, ágætt
fréttamat og íslenskur húmor.
Þennan beitta húmor og hæfileik-
ann til að færa spaugilegar hliðar
mannlífsins í búning sem fólki líkar
hefur gert hann að einum vin-
sælasta skemmtikrafti landsins.
Starfs síns vegna undanfarin ár
hefur Gísli verið það sem kalla má
vanhæfur í viðtal hér í Skessuhorni,
eða þar til nú því hann er hættur
störfum fyrir Skessuhom að öðm
leyti en því að skrifa þar vikulega
pistla. En við sem komum að útgáfu
Skessuhoms í dag teljum okkur eiga
ansi mikið í piltinum enda vandséð
hvernig persónan og þetta blað
verða alveg slitin í sundur. Var hann
því tekinn tali einn blíðviðrisdag í
liðinni viku og hann beðinn að lýsa
fyrir lesendum helstu verkefnum
sínum um þessar mundir. Það er al-
veg óhætt að segja að af nægu er að
taka.
Undið upp á sig
„Verkefnin hjá mér era óþrjót-
andi og verða það vonandi svo lengi
sem ég dreg andann. Það er alltaf
best að hafa heldur of mikið að
gera, ég vinn t.d. alltaf best á
ákveðnum yfirsnúningi þó svo bíl-
arnir mínir væru því vafalaust
ósammála gætu þeir mælt. Það er
bara spurning að velja og haftia og
reyna að komast skammlaust yfir
það sem manni finnst skemmtilegt
að gera. Því miður gengur stundum
svolítið illa að haftia, enda alltaf að
koma upp einhver skemmtileg
verkefni og stundum ætlar maður
sér kannski um of,“ svarar Gísli að-
spurður um hvað hæst beri þessa
dagana hjá honum. Yfir kaffíbolla
með mörgum sykurmolum lætur
Gísli móðann mása og viðmælandi
vopnaður penna og skrifblokk hef-
ur enganvegin undan og þarf af og
til að stoppa hann af til að missa
ekki þráðinn.
Skrifstofa Gísla er í fyrram safn-
aðarheimili Borgnesinga við
Bröttugötu en þar hefur harm í af-
lögðu íbúðarhúsi komið fyrir skrif-
stofu og hljóðveri þar sem hægt er
að taka upp viðtöl fyrir útvarp. I
ársbyrjun urðu þau tímamót að
Gísli var fastráðinn sem fréttamað-
ur hjá RUV á Vesturlandi. „Það var
ákveðið í haust að ég færi í fast starf
hjá RUV og heyri þar undir frétta-
svið en ég vinn fyrir bæði frétta-
stofti útvarps og sjónvarps. Þessi
vinna hefur smám saman á mörgum
árum verið að vinda upp á sig. Upp-
haflega var það Skessuhorn sem
samdi við RUV um að fyrirtækið
sinnti fréttaöflun hér á svæðinu og
byrjaði ég árið 1999, á vegum
Skessuhorns, að vinna pistla fyrir
útvarpið og ári síðar bættist sjón-
varpið við. Þessi vinna þróaðist síð-
an einnig yfir í dagskrárgerð og hef
ég á tíðum leyst af á fréttastofu
sjónvarps og þannig náð að komast
þokkalega inn í starfið og kynnst
starfsfólki þessara ljósvakamiðla.“
Stór áfangi
Vesturland er orðið eini lands-
hlutinn sem er án svokallaðs
svæðisútvarps, sem sér um svæðis-
bundnar útsendingar að hluta á
tíðni rásar tvö. Þar er fjórum sinn-
um í viku útvarpað fréttum og dag-
skrárefni af viðkomandi svæði og
næst útsendingin ekki útfyrir við-
komandi landshluta. Gísli segir
enn einhvern tíma í að svæðisútvarp
með sama hætti verði sett upp á
Vesturlandi, þó áhuginn sé fyrir
hendi innan RUV Hann segir hins-
vegar að stór áfangi hafi náðst um
liðin áramót þegar stofnuð var
svokölluð svæðisstöð sem hefur það
hlutverk að afla ffétta af Vesturlandi
til að útvarpa og sjónvarpa á lands-
vísu. „Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir þennan landshluta að hafa
svæðisstöð sem þessa, jaftivel þó
stöðugildið sé einungis eitt enn sem
komið er. Hlutverk mitt er að miðla
fréttum af svæðinu út á við, til allra
landsmanna, og það tel ég mikil-
vægara heldur en að miðla þeim
inná við eins og svæðisútvarp
myndi gera þótt það verði góð við-
bót þegar þar að kemur. Eg tel per-
sónulega að Skessuhorn sinni ágæt-
lega því hlutverki að sjá um svæðis-
bundna fréttamiðlun og vera um
leið vettvangur fyrir skoðanaskipti
íbúa Vesturlands. En það þarf að
láta landsmenn vita af því sem hér
er að gerast og þar tel ég að Rikis-
útvarpið hafi ekki einungis lög-
bundnu hlutverki að gegna, heldur
sé það að standa sig mun betur en
aðrir ljósvakamiðlar í því samhengi
og dagblöðin einnig. Ríkisútvarp-
inu ber skylda til að sinna þessu
svæði sem öðram, enda útvarp allra
landsmanna, rekið af ríkinu í al-
mannaþágu. Það hefur lengi verið
mín skoðun að það sé eitt stærsta
byggðamálið að hverju svæði og
hverjum stað sé veitt athygli í gegn-
um fjölmiðla. Því er ég þeirrar
skoðunar að stofnun svæðisstöðvar
hér um liðin áramót sé stærsti
áfangi í fjölmiðlun á Vesturlandi ffá
því að Skessuhorn var stoftiað fyrir
9 árum síðan.“
Svæðisútvarp engin
töfiralausn
Gísli heldur áfram: „Ég hélt á
tímabili að svæðisútvarp þyTfti að
koma fyrst, en það er ekki raunin.
Frá Vesturlandi eru nú þegar að
koma álíka margar fféttir í útvarpi
og sjónvarpi og ffá hinum lands-
hlutunum, að Norðurlandi undan-
skildu. Það sem fyrst og ffemst tef-
ur að ekki heftir enn verið sett upp
svæðisútvarp á Vesturlandi er sú
staðreynd að landshlutinn er til-
tölulega strjálbýll og fjöllin ekki rétt
staðsett með tilliti til útvarpssend-
inga. Því þarf að setja upp marga og
dýra senda til að hægt eigi að vera
að ná til allra. Þetta er því bæði
spurning um stoftikostnað og síðan
Óhœtt er að segja að Gíslifari ekki alltaf troðnar slóðir. Hér í bókstaflegri merkingu atts ekki. Þegar veitingastaðurinn í Fossatúni var
formlega vtgíhir á sl. ári stiklaöi Gísli á steinum út í miðja Grímsá þvíþaðan fannst honum húsin njóta sín best á mynd. „Það kemur
sér oft vel aí vera kloflangur við aðstæður sem þessar. “