Skessuhorn - 08.03.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
►
*
V'
Það er fingralipurð í ættínni
segir Sólberg Björnsson, fyrrverandi verkstjóri hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi
Sólberg Björnsson og kona hans
Arnfríður Árnadóttir búa í ný-
leguhúsi, skammt frá merkjunum á
milli Akraness og Innri Akranes-
hrepps. Þau hafa búið þar í fá ár, eða
frá árinu 2000, en alltaf í sinni sam-
eiginlegu búskapartíð ffam að þeim
tíma átt heima á Vesturgötu 61 á
Akranesi. Sólberg er fæddur á Hofs-
ósi 7. nóvember 1932 í einu af hús-
unum í Kvosirmi sem heitir Brim-
nes. Þau voru átta systkinin, 5 bræð-
ur og 3 systur. „Húsakynni voru ekki
stór í sniðum í þá daga,“ segir Sól-
berg hægt og gætilega; „húsið var
tvö herbergi."
í síldinni á Siglufirði
„Ég stundaði barnaskólanám á
Hofsósi og fór síðan í Reykjaskóla í
tvo vetur, þetta var nú öll skólagang-
an á unglingsárunum, sumrin þar á
eftir var ég í síld á Siglufirði. Þar var
mikið um að vera og stundum var
fjörðurinn nánast fullur af skipum.“
Spurður um hvort ekki hafi verið
sukksamt á þessum árum, brosir Sól-
berg og segir rólega að ekki minnist
hann þess nú að það hafi verið til
vandræða. „Við sáumst fyrst á Siglu-
firði,“ bætir Arnfríður við. „Við
fengum að fara norður, fjórar saman,
16 ára og unnum á plani í þrjú sum-
ur. Þá var okkur treyst að fara svo
langt á svo þekktan og umsvifamik-
inn stað.“ Amffíður er fædd í Geirs-
hlíð í Flókadal. Móðir hennar var
Margrét Pétursdóttir sem lést í hárri
elli, 97 ára. Faðir hennar lést úr
Sólberg Bjömsson í stofunni heima.
berklum þegar hún var á fyrsta ári.
„Berklar réðust að minni fjölskyldu.
Það voru 6 börn sem voru föður-
eða móðurlaus í minni fjölskyldu.
Móðir mín var áreiðanlega óvenju
ákveðin og dugleg, hún byggði íbúð-
arhús að Vesturgötu 61, vann alltaf
úti og ræktaði kartöflur á nánast allri
lóðinni við húsið. Hún var alltaf að,
alla ævina,“ segir Arnffíður.
Sest að á Skaganum
„Égflutti á Skagann 1951 og vann
við beitningu í tvær vertíðir, þá hóf
ég nám við skipasmíðar hjá Þorgeiri
og Ellert. Þegar farið var að smíða
stálskipin lærði ég einnig vélvirkjun.
Ég hef mrnið hjá þeim öllum feðg-
unum; Þorgeiri, Jósep og Þorgeiri
yngri. Þetta gekk afar vel. Þeir feðg-
ar allir voru mér afar góðir yfir-
menn. Ég var þarna flokksstjóri í
slippnum og endaði sem yfirverk-
stjóri. Ég var heppinn, alltaf við
góða heilsu og slapp við óhöpp.
Reyndar hefur þessi vinna truflað
heyrnina, í þá daga voru ekki notað-
ar eymahlífar. Það syngur alltaf dá-
HefSbundinn árabátur; hagleiksgripur úr höndum Sólbergs.
Höfrungur. Nákvœm eftirlíking af skipinu sem hann kom aó smíii
á árið 19S7.
lítið í hausnum á mér,“ segir Sólberg
brosandi. „Stærstu skipin sem við
smíðuðum vom togarar. Ég man eft-
ir skipi sem fór á Gmndarfjörð, öðm
man ég eftir sem fór á Hornafjörð.
Síðasta skipið sem ég kom að var
stálskip fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Ég verð að játa að þetta rennur svo-
lítið allt saman hjá mér, minnið hef-
ur aldrei verið mjög sterkt og enga
hélt ég dagbókina á þessum ámm,“
segir Sólberg.
Fingralipurð í ættinni
„Það er áreiðanlega ættgengt að
vera laginn í höndunum, frændi
minn einn bjó á Dalvík, Jón Björns-
son og var þekktur hagleiksmaður,
bráðflínkur við allar smíðar hvort
sem var á tré eða járn. Hann smíðaði
m.a. þvottavél fyrir heimilið sem
dugði í mörg ár. A Bessastöðum
mun vera lítill rokkur sem hann
smíðaði og var gefin Vigdísi Finn-
bogadóttur í heimsókn hennar til
Dalvíkur. Rokkur sá er algjör lista-
smíði.“ Sólberg gengst líka við því
að hafa gaman af smíðum og einnig
að eiga fingralipran son. Björn
Steinar er þekktur orgelleikari, nú
starfandi organisti við Akureyrar-
kirkju.
Skipslíkön
„Við erum búin að eiga sumarbú-
stað við Skorradalsvatn, í Indriða-
staðalandi í 35-40 ár. Fyrst var þetta
aðeins skúr en flest sumur hefur eitt-
hvað verið dundað í breytingum og
viðhaldi. Við dveljum þar mikið yfir
sumarmánuðina. Þá hefur fjölskylda
mín átt og haldið við íbúðarhúsi því
sem foreldrar mínir bjuggu síðast í á
Hofsósi í Skagafirði. Við höfum
haldið þar öllu í horfinu eins og það
var þegar foreldrar mínir létust.“
Þessar upplýsingar koma hægt og
rólega og er Sólberg tregur til að
gera mikið úr eigin hæfileikum og
fingralipurð.
Spurður nánar um hvað hann sé
nú að föndra við, leggur hann líkan
af árabátd á borðið. „Þessi er nú
smíðaður eftir teikningu, harm á að
vera í réttum hlutföllum, stýrið alveg
eins og það var algengast og árarnar
líka.“ Þetta líkan var gjörsamlega ó-
aðfinnanlegt í útliti að öllu leyti.
Spurður um fleiri slíka handverks-
muni, þá kom Sólberg með líkan af
Höfrungi sem smíðaður var hjá Þor-
geiri og Ellert. „Líklega var það
1957, þessi Höffungur var annar
báturinn sem ég kom að smíði á.
Þetta líkan er nákvæmlega í sömu
hlutföllum og Höfrungur var og á
það við um hvem einasta hlut í lík-
aninu.“
A meðfýlgjandi ljósmyndum má
vonandi sjá hversu hstilega vel líkön-
in era gerð.
Það hefur gengið afar rólega og
yfirvegað fýrir sig að fá fram þessar
upplýsingar hjá Sólberg Björnssyni
og konu hans, Amfríði Amadóttur.
Hjá þeim er afar friðsælt og notalegt
að sitja og spjalla en það er viðmæl-
andi viss um, að leitun er að jafh
orðvömm og hófsömum manni og
Sólberg Björnssyni, fýrrverandi yfir-
verkstjóra hjá skipasmíðastöð Þor-
geirs og Ellerts á Akranesi.
ÓG
Kraftmikil sýning á Vegas hjá NFFA
Þór Birgisson og Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir leika tvœr af aðalpersónum söngleiksins,
þau Aron og Fanneyju.
Að koma til Las Vegas er hverjum
manni eftirminnilegt. Ekki svo að
það valdi straumhvörfum í lífi venju-
legs manns heldur er þar að finna
hápunkt mannlegrar firringar. Áreit-
ið sem mætir fólki er gríðarlegt og
hvergi er undan því vikist. Léttirinn
að komast þaðan er ekki minni en
eftirvæntingin að komast þangað.
Spilakassahljóðin og tónlistin var
lengi að hljóðna í eyrum saklausra
Islendinga.
A laugardaginn frumsýndi leiklist-
arklúbbur Nemendafélags Fjöl-
brautaskólans á Akranesi leikritdð og
söngleikinn Vegas í leikstjóm Olafs
Sk. Þorvaldz. Olafur er einnig höf-
undur verksins. Hann lærði leiklist
við Arts Educational í London og
hefur starfað í Bretlandi bæði sem
leikari og leikstjóri. Hér á landi hef-
ur hann m.a. farið með hlutverk í
sýningum hjá Borgarleikhúsinu og
hjá leikhópnum Kláusi.
I stóram dráttum fjallar verkið um
Djöfulinn og fjölskyldu hans sem
telur þrjú börn. Hann er afar þreytt-
ur á börnum sínum því þau hafa ein-
stakt lag á að gera honum allt til
miska. Til þess að losna við þau, um
tíma að minnsta kosti, sendi hann
þau uppá jörðina. Þar bíður þeirra
göfugt verkefhi að hans mati. Nefni-
lega að eyðileggja samband tveggja
skemmtikrafta í Vegas þeirra Fann-
eyjar og Arons. Skemmtikraffarnir
hafa unnið sér það til frægðar að
vera bestu eftirhermur Marilyn
Monroe og Elvis Arons Presley og
skemmta sem slíkir við mikla aðdáun
samborgara sinna. Ekki svo að skilja
að í raun hafi þurft sjálfan Djöfulinn
og böm hans til að eyðileggja svo
mjög fýrir þeim því í kringum þau er
mikið lið manna og kvenna sem
greinilega kalla ekki allt ömmu sína í
mannlegum samskipmm. Húsbónd-
inn á skemmtistaðnum, Ramon hinn
spænskættaði, er ákveðinn stjórn-
andi og vill allt til vinna að ná ástum
Fanneyjar og bendir henni ítrekað á
þá staðreynd að htergi sé henni bet-
ur borgið en í örmum hans.
Tónlistin er fýrirferðarmikill hluti
leikritsins því leikin era og sungin
lög eftir Rolling Stones, Creedence
Clearwater Revival, Deep Purple,
Queen og fleiri fræga listamenn.
Lögin hafa öðlast íslenska texta höf-
undar leikritsins. Ekki er Vegas án
dansa og þeir era margir í leikritinu
sem Asta Bærings samdi. Samtals
koma fram í verkinu yfir 40 leikarar
og dansarar auk fimm manna hljóm-
sveitar.
Þrátt fýrir brösótt æfingatímabil,
eins og lesa má um í leikskrá, hefur
tekist að setja upp mjög trúverðugt
verk. Það er rnjög kröffugt frá fýrstu
mínútu til hinnar síðustu enda tón-
listin ekki af verri endanum. Brjál-
semin og mannfýrirlitning skemmt-
anaiðnaðarins kemst vel til skila þó
einnig komi fram að ekki er öllum
alls varnað þar á bæ. Ekki skal efni
leikritsins rakið hér af tillitssemi við
þá sem eiga effir að berja það aug-
um.
Ekki er ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur með uppsemingu
þessa verks. Það kallar á leikhæfi-
leika, sönghæfileika og danshæfi-
leika hjá flestum leikaranna. Flestir
leysa sín verkefhi af hendi af stakri
prýði. Bjarni Freyr Björgvinsson í
hlutverki Ramons var þó án efa
fremstur meðal jafningja. Leikur
hans var öraggur og söngur hans var
ffábær. Hann hefur mikla söngrödd
drengurinn og er skýrmæltur.
A köflum kom hinn sungni texti
sýningarinnar ekki nægilega vel
ffarn og verður það trúlega að skrif-
ast á hljóðblöndun verksins. Raddir
söngvaranna hefðu mátt vera ff amar
í blöndun en það er nú reyndar al-
þekkt vandamál hér á landi. Hljóm-
sveit sýningarinnar, sem fimm ungir
drengir skipa, stóð sig ffábærlega.
Hljóðfæraleikurinn var mjög þéttur
og nánast hnökralaus. Sviðsmyndin
var einföld en skemmtileg og ekki
spillti fýrir þáttur okkar ágæta
Skessuhorns þar.
Sýningin Vegas er mjög vel unnin
og að henni lokinni leiðir maður
auðvitað hugann að því þrekvirki
sem nemendur sýna til þess að koma
henni á fjalirnar. Nætumar við æf-
ingar em eflaust margar og kennslu-
stundirnar þar sem aðstandendur
sýningarinnar hafa dottað era eflaust
ekki færri. Því má með hreinni sam-
visku hvetja alla sem vettlingi geta
valdið til að sjá þessa líflegu sýningu.
Því miður er það nú svo að ekki
þarf að fara alla leið til Las Vegas til
þess að verða vitni að þeirri firringu
sem þarna em gerð svo góð skil.
HJ