Skessuhorn - 08.03.2006, Page 15
L>Ki,33ijnu>^
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
15
Ný stjórn og varamenn Ferðamálasamtaka Sneefellsness.
Miklar framfarir í ferða-
þjónustu á Snæfellsnesi
Aðalfundur Ferðamálasamtaka
Snæfellsness var haldinn á Hótel
Olafsvík sl. sunnudag. Þar voru
mættir ferðaþjónustuaðilar, rekstr-
araðilar fyrirtækja sem og aðrir
áhugamenn um ferðaþjónustuna al-
mennt. I ár fagna samtökin 15 ára
afmæli sínu og í tilefni af því var les-
ið upp úr fúndargerðum undirbún-
ingsfundar samtakanna og stofn-
fúndinum sjálfúm sem haldinn var í
Ólafsvík 16. maí 1991. Á þeim fundi
var rætt um mikilvægi samvinnu
ferðaþjónustuaðila og hve nauðsyn-
legt væri að vinna að sameiginlegum
hagsmunum og markaðsmálum
þeirra. Síðan þá hafa miklar ffamfar-
ið átt sér stað í atvinnugreininni og
voru fundargestir á einu máh að
margt hefði áunnist á síðasm 15
árum með mikilli þrautseigju og
dugnaði þeirra sem í hlut eiga. Því
er það áríðandi að halda þessu öfl-
uga starfi áffam svo ferðaþjónustan
geti eflst og dafnað og starfað á þeim
vettvangi sem áður hefur verið gert.
Þá var Marteinn Njálsson kosinn
nýr formaður stjórnar en hann er
jafnframt fulltrúi Grundarfjarðar-
bæjar. Með honum í stjórn voru
kjörin; Svanborg Siggeirsdóttir full-
trúi Stykkishólmsbæjar, Kristín Jó-
hannesdóttir fulltrúi Ólafsvíkur,
Skúli Alexandersson verður fulltrúi
fyrir Hellissand og Rif og Þorkell
Símonarson verður aðalmaður fyrir
sunnanvert Snæfellsnes.
Frístundabyggðir í
nágrenni þéttbýlisstaða
Fundarmenn voru sammála um
ágæti Snæfellsnesskortsins og
hvöttu þeir nýja stjórn til að halda
þeirri útgáfu áfram. Þá lagði stjórn-
in ffam ályktun, sem samþykkt var
og er eftirfarandi. „Aðalfundur
Ferðamálasamtaka Snæfellsness
haldinn 5. mars 2006 fagnar þeirri
fjölgun og uppsetningu góðra
merkinga við bæi og stofúanir sem
átt hefur sér stað á undanförnum
árum í sveitum á Snæfellsnesi. Jafn-
framt bendir fundurinn þeim til-
mælum til sveitarstjórna í þéttbýlis-
stöðunum á Snæfellsnesi að sjá til
þess að húsa- , götu- og umferðar-
merkingar sér þar í góðu ástandi.
Þá telur fúndurinn áríðandi að í ná-
grenni allra þéttbýlisstaðanna verði
skipulagðar frístundabyggðir séu
slíkar ekki þegar fyrir í skipulagi.“
Umhverfisvottun
Green Globe
Á fundinum flutti Marteinn er-
indi um Greeen Globe vottun
Snæfellsnes og mikilvægi þeirrar
sérstöðu sem svæðið fengi sem
vottaður áfangastaður í ferðaþjón-
ustu. Þar kemur fram að Green
Globe 21 hefur mjög öflugt um-
hverfisvottunarkerfi sem er bæði
frammistöðuvottunarkerfi og
innra eftirlit með verðlagskerfi
fýrir fyrirtæki og sveitafélög.
Green globe leggur mikla áherslu
á hagræna hvata t.d. sparnað í
kaupum á aðföngum og nærgætni
við nánasta umhverfi og samfélag.
Á næstu vikum er svo von á er-
lendum aðila til að taka út sveitafé-
lögin á svæðinu og mun það svo
ráðast í framhaldinu á því hvort
svæðið hjóti þessa viðurkenningar.
Hann hvatti jafnframt fundarmenn
til að vera bjartsýna og líta á
vandamálin í rekstri sínum sem
verkefni. Hann sagði margt vera
að breytast til hins betra en horfa
þyrfti til aukinnar fagþekkingar í
ferðaþjónustu líkt og aðrar at-
vinnugreinar hafa gert. Þá sagði
hann arðsemi ferðaþjónustunnar
þurfa að aukast og í því sambandi
væri stuðningur yfirvalda, háskóla
og fræðasetra nauðsynlegur í
framtíðinni.
KÓÓ
Guðrún Jóna endurheimtir
sæti sitt í byggðaráði
Félagsmálaráðtmeytið hefur með
úrskurði ógilt þá ákvörðun sveitar-
stjórnar Dalabyggðar að hafúa ósk
Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur um
að endurkosning fari fram í
byggðaráð Dalabyggðar. I fram-
haldi af þessum úrskurði hefur
Guðrún Jóna verið kjörin að nýju í
byggðaráð og vonar hún að með
þessum úrskurði ráðuneytisins
verði öllum kjörnum fulltrúum
sveitarfélagsins gefinn kostur á að
sinna starfsskyldum sínum.
Forsaga málsins er sú að á sínum
tíma svipti sveitarstjórn Dala-
byggðar Guðrúnu Jónu seturétti í
sveitarstjórn og í framhaldi af því
vék hún sæti í byggðaráði og var
Snæbjörg Bjartmarsdóttir kjörin í
stað hennar í ráðið. Félagsmála-
ráðunejrtið úrskurðaði á sínum tíma
þennan gjörning sveitarstjórnar-
innar ógildan og tók Guðrún Jóna
því sæti í sveitarstjórn að nýju. Á
fundi sveitarstjórnar þann 17. nóv-
ember óskaði Snæbjörg eftir því að
kjörið yrði að nýju í byggðaráð en
því hafnaði sveitarstjórn með fjór-
um atkvæðum gegn tveimur. Kærði
Snæbjörg þennan úrskurð til fé-
lagsmálaráðuneytisins sem nú hefur
fellt sinn úrskurð.
Á fundi sveitarstjórnar Dala-
byggðar þann 21. febrúar var þessi
úrskurður kynntur og þá bókaði
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir eftir-
farandi: „Síðustu misseri hefur
meirihluti sveitarstjórnar Dala-
byggðar gróflega misbeitt valdi
sínu og viðhaft persónulegar of-
sóknir og einelti. Er það von mín
að með þessum úrskurði ráðuneyt-
isins linni þeim þannig að öllum
kjörnum fulltrúum sveitarstjórnar
verði gefinn kostur á að sinna starf-
skyldum sínum eins og þeir eru
kjörnir til.“ Þá óskaði Jónas Guð-
mundsson eftir því að bókað yrðir
að hann mótmælti þessum mál-
flutningi Guðrúnar Jónu „sem
rakalausum þvættingi,“ eins og seg-
ir orðrétt í bókun hans.
Snæbjörg Bjartmarsdóttir óskaði
því eftir endurkosningu í byggða-
ráð og gerði hún að tillögu sinni að
Guðrún Jóna yrði kosin að nýju í
ráðið. Á það var fallist. Bryndís
Karlsdóttir lét þá bóka eftirfarandi:
„Eg harma það vantraust sem Snæ-
björgu Bjartmarsdóttur er sýnd hér
að henni skuli ekki vera treyst til
starfa í byggðarráði þá fáu fundi
sem eftir eru. Eg vil þakka henni
fyrir samstarfið í byggðaráði sem
var með miklum ágætum.“ Snæ-
björg Bjartmarsdóttir óskaði eftir
að bókað væri að hún hafi óskað
eftir endurkosningu því hún telji
Guðrúnu hæfari til að sinna þessu
starfi og að henni hafi verið rang-
lega bolað út á sínum tíma.
Hjf
BILAVERKSTÆÐIÐ
HOLTI VA^EGAMÓT
ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR -
FRAMRÚÐUÍ SETNIN G AR -
RÉTTINGAR - BLETTANIR
OPIÐ ALLA DAGA - LÁNSBÍLL í BOÐI
S.435 6662 & 895 6662
Pæjur
OG PÓLITÍSK PLOTT
Kvennahreyfing
Samfylkingarinnar heldur
súpufund í Hyrnunni
laugardaginn 11. mars kl. 11.
Á fundinn mæta þingkonurnar Anna
Kristín Gunnarsdóttir, Guðrún
Ögmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.
Á fundinum verður rætt um undirbúning
sveitastjórnakosninganna.
Samfylkingin
Vfmet
ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR
www.limtrevirnet.is
Starfsmenn óskast
Vegna mikilla verkefna óskum við hiá Límtré Vírnet
ehf eftir að ráða fólk til starfa í verksmiðju okkar í
Borgarnesi. Bæði er um að ræða framtíðarstörf og
sumarafleysingar í
• Blikksmiðju
• Járnsmiðju
• Rafvirkjun
• Völsun
Við leitum að duglegu og traustu fólki og æskilegt að
viðkomandi séu eldri en 18 ára.
Hægt er að sækja um á heimasíðu okkar,
www.limtrevirnet.is eða senda tölvupóst á
reynir@limtrevirnet.is
Allar nánari upplýsingar gefa Reynir Guðmundsson
s.: 530-6073 og Aðalsteinn Símonarson s.: 530-6046
INGI TRYGGVASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGNIBORGARNESI
HELGUGATA II, Borgarnesi
Einbýlishús, íbúð 155,3 ferm. og
bílskúr 24,8 ferm. íbúðin er á
þremur pöllum.
Efsti pallur: Þrjú herbergi, tvö
parketlögð en eitt með dúkflísum.
Baðherbergi allt flísalagt, Ijós
viðarinnr., allt nýlega endumýjað.
Tröppur upp á efsta pall
parketlagðar.
flísalögð. Stofa og borðstofa parketlagðar. Eldhús með dúkflísum
á gólfi, viðarinnr.
Neðsti pallur: Stigi og hol flísalagt. Tvö teppalögð herbergi.
Snyrting öll flísalögð. Forstofa dúklögð. Þvottahús og búr.
Stór lóð og fallegt útsýni. Góð staðsetning m.a. stutt í gmnnskóla
og íþróttamannvirki.
Verð: 27.000.000
Allar nánarí upplýsingar á skrífstofu
Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgarnes,
s. 437 1700, 860 2181, fax 4371017,
netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is
«