Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Side 23

Skessuhorn - 08.03.2006, Side 23
jatssimu^: MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 23 Badmintonmeistarar af Vesturlandi íslandsmót unglinga í Badmint- on var haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi um liðna helgi. Badmintonfélag Akraness er 30 ára um þessar mundir og var það því vel við hæfi að halda mótið á Akranesi. Um 240 kepp- endur mættu til leiks og spilaðir voru 518 leikir. Vestlendingar voru fjölmennir á mótinu og áttu bæði Borgnesingar og Skagamenn eft- ir að hampa titlum fyrir mótslok. Heimamenn með 11 titla Akurnesingar hlutu alls 11 ís- landsmeistaratitla en auk þess höfnuðu þeir fjórum sinnum í öðru sæti og í 18 leikjum í 3. - 4. sæti auk þess að vinna í tveim auka- flokkum. Mesta afrek mótsinns vann Skagastúikan Una Harðar- dóttir en hún vann þrefalt í telpna- flokki, þá unnu skagamennirnir Karitas Ósk Ólafsdóttir og Róbert Þór Henn tvöfalt í sínum flokkum. Mesta afrek mótsins átti Una Harðardóttir úr IA sem vann þrefalt á mótinu. Þau náðu bestum árangri UMSB fólks á mótinu. islandsmeistarar ÍA eru sem hér segir. Una Harðardóttir í einliða- leik telpna, tvíliðaleik og tvennd- arleik. Karitas Ósk Ólafsdóttir í einliðaleik stúlkna og tvíliðaleik. Róbert Þór Henn í einliðaleik drengja og tvíliðaleik. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir í tvíliðaleik stúlkna. Hulda Einarsdóttir í tvíliðaleik telpna. Ragnar Harðarson í tvenndarleik og Egill Guðlaugs- son í tvíliðaleik sveina. 4 titlar í Borgarnes 13 keppendur mættu á mótið frá Borgarnesi og var árangur þeirra mjög góður. Trausti Eiríks- son varð tvöfaldur íslandsmeistari í sveinaflokki (U-15) en hann sigr- aði Hauk Stefánsson TBR í úrslit- um í einliðaleik og í tvíliðaleik sigr- aði hann ásamt Agli Guðlaugssyni ÍA þá Hauk Stefánsson og Viktor Jónasson TBR. Magnús Björn Sigurðsson sigraði Kristinn Inga Guðjónsson í úrslitum í einliðaleik Tap og sigur Snæfellinga í vikunni sem leið fóru fram tvær umferðir í lceland Express deild karla í körfuknattleik. Snæfellingar tóku á móti KR- ingum í 20. um- ferð lceland Express deildarinnar sem fram fór fimmtudaginn 2. mars. Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir Snæfellinga og mikið í húfi þar sem þeir hefðu getað með sigri í þessum leik náð 3. sæti deildarinnar. Leikurinn fór vel á stað fyrir lið Snæfells og náði það yfirtökum á fyrstu mínútum leiks- ins. KR-ingar tóku þá snögglega við sér, spiluðu af krafti og leiddu allan leikinn sem endaði með sigri þeirra 59-63. Ingvaldur Magni Haf- steinsson átti frábæran leik að vanda og skorði 21 stig. Sigruðu Hauka naumlega Þá heimsóttu Snæfellingar Hauka í Hafnarfjörð í næstsíðustu umferð deildarinnar sem fram fór síðastliðinn sunnudag í frekar óvenjulegum en hörkuspennandi leik. Snæfellingar náðu sigri 72- 71 þó Haukar hafi barist kröftug- lega og verið sterkari í gegnum leikinn. Lið Snæfells spilaði af- burðarvel til að byrja með og staðan var 9-26 Snæfelli í vil eftir fyrsta leikhluta. Ungt og efnilegt lið Hauka var þó ekki hætt og kom af fullum krafti inn í leikinn aftur og náðu að skora 31 stig í öðrum leikhluta á móti 11 stigum Snæfellinga og voru Haukar þar með komnir yfir í hálfleik. ( þriðja og fjórða leikhluta var leikurinn nokkuð jafn en á endanum var það Snæfell sem sigraði naum- lega með aðeins eins stigs mun. Maður leiksins var án efa Kristinn Jónasson, leikmaður Hauka en hann fór á kostum með 21 stig og 15 fráköst. Eftir þessa umferð sit- ur Snæfell nú í 5. til 6. sæti deild- arinnar ásamt Grindavík með 26 stig. KÓÓ hnokka (U-13) og Þórkatla Þórar- insdóttir sigraði Maríu Árnadóttir TBR í úrslitum í einliðaleik í hnátu- flokki (U-13). Magnús og Þórkatla spiluðu saman í úrslitum í tvennd- arleik en biðu lægri hlut fyrir Mar- íu Árnadóttir TBR og Sigurði Rún- ari Sigurðssyni KR. Benedikt Bjarnason varð í öðru sæti í auka- flokki í einliðaleik í snáðaflokki (U- 11) en þetta var í fyrsta skipti sem keppt er í þessum flokki á ís- landsmótinu. MM Áminning! Tveir Skallasigrar í röð Skallagrímsmenn gerðu sér góða ferð austur fyrir fjall þegar þeir unnu sigur á Hetti á Egilstöð- um með 98 stigum gegn 87 í lceland Express deildinni síðast- liðinn fimmtudag. Dimitar Kara- dzovski og Jovan Zdravevski, sem báðir eru frá Makedóníu, spiluðu af einstakri snilld og skor- uðu 30 stig hvor. Leikurinn var mjög jafn frá byrjun og var það því ekki fyrr en undir lok leiksins sem Skallagrími tókst að innbyrða sigur. Bæði liðin voru að spila góðan körfubolta og lið Hattar sýndi og sannaði að þeir eiga töluvert inni þó gengi þeirra hafi verið slæmt á þessu tímabili. Stórkostlegur endasprettur Sunnudaginn 5. mars tók Skallagrímur í Borgarnesi á móti Grindavfk í 21. umferð lceland Express deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað og var lítið skor- að en það var einungis lognið á undan storminum því viðureign þessara sterku liða átti eftir að vera hinn allra skemmtilegasta. Leikurinn var jafn framan af en í fjórða leikhluta magnaðist spenn- an heldur betur þegar Grindavík Níu styrkir í Borgarbyggð Tómstundanefnd Borgar- byggðar hefur samþykkt að veita níu styrki að upphæð þrjár millj- ónir króna til íþrótta-, æskulýðs,- og tómstundastarfs í Borgar- byggð. Auglýst var eftir styrk- beiðnum og bárust óskir frá níu aðilum sem allir voru styrkhæfir að mati nefndarinnar. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki: Umf. Stafholtstungna kr. 200.000,- Nemf. Varmalandsskóla kr. 50.000,- Skátafélag Borgarness kr. 120.000,- Mímir ungmennahús kr. 50.000,- Nemf Grunnsk. Borgarn. kr. 70.000,- Golfklúbbur Borgarness kr. 80.000,- Hestamannaf. Skuggi kr. 80.000,- íþróttafélagsstarf fatlaðra kr. 50.000,- Umf Skallagrímur kr. 2.300.000, - HJ komst skynailega yfir 79-71. Skallagrímur náði að minnka muninn og með glæsilegum til- þrifum náðu þeir að komast yfir þegar 45 sekúndur voru eftir til leiksloka og sigruðu lið Grindavík- ur 93-89. Stigahæstu menn Skallagríms voru Jovan Zdra- vevski sem skoraði 32 stig og Ge- orge Byrd með 25 stig og 15 frá- köst. Maður leiksins var án efa Jeremiah Johnson, leikmaður Grindavíkur með 38 stig en hann hefur verið að spila sérstaklega vel með Suðurnesjaliðinu í ár. Skallagrímur er nú í 4. sæti deild- arinnar þegar ein umferð er eftir, með 28 stig en UMFG er í 5. til 6. sæti ásamt Snæfelli með 26 stig. KÓÓ Góður árangur Skipaskaga á Meist- aramóti í frjálsum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fyrir 12-14 ára fór fram í nýju íþróttahöllinni í Laugardal dagana 25. og 26. febrúar. Um 270 keppendur af öllu landinu tóku þátt í mótinu og þar af níu ungmenni frá Ung- mennafélaginu Skipaskaga á Akranesi. Krakkarnir, sem voru flest að keppa á sínu fyrsta stór- móti, stóðu sig með prýði og náðu mörg þeirra að bæta sinn fyrri árangur í keppnisgreinum sínum. Lýður Snær Skúlason hafnaði í 3. sæti í 60 metra hlaupi og Auðunn Björnsson í 7. sæti í 800 metra hlaupi en þeir kepptu báðir í flokki 14 ára drengja. Hlut- skörpust i flokki 13 ára voru þau Ármann Jónsson sem lenti í 6. sæti í 800 metra hlaupi og Rósa Lilja Sigmundsdóttir sem varð í 3. sæti í kúluvarpi. Þetta má teljast glæsilegur árangur og eiga þau eftir að sýna þjóðinni enn frekar hvað býr í frjálsíþróttafólki af Skaganum í framtíðinni. KÓÓ Nei, við erum bara að minna ykkur á Herrakvöld KFÍA föstudaginn 10. mars kl. 19:30 að Jaðarsbökkum. Heiðurgestur Einar Kr. Guðfinnsson ráðherrra. Veislustjóri Gísli Einarsson Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir Góður matur, listmunauppboð, happadrætti ofi. Allaf góð skemmtun um leið og bú styrkir knattspymuna á Skaganum | Taktu félagana með I og gerðu gott kvöld K.F.I.A. P.s. Vinsamlegast látið vita um þátttöku í sima 431 3311 eða 862 6700 Munið rútuferð úr Reykjavik frá Guðmundi Jónassyni Borgartúni 34 ki.18:30

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.