Skessuhorn - 08.03.2006, Síða 24
Nýtt og öflugt
til íbúöakaupa
'?N) íbúöalán.is
www.ibudaian.is
Unnið að stofaun
S
Landbúnaðarsafas Islands á Hvanneyri
Gamlafjósið á Hvanneyri var byggt árið 1928 og teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Fjósið
gekk reynarfram undir aldamót undir najninu Nýjafjósió á Hvanneyri, en kýr hafa nú
horfið þaðan og er hugmyndin sú að þar verði íframtíðinni miðstöð Landhúnaðarsafns
Islands. Myndin var liklega tekin í byrjunfjórða áratugs síðustu aldar. Ljósmyndarinn
varAmi G. Eylands, að því talið er.
A vegum Landbúnaðarháskóla Is-
lands er nú unnið að stofnun Land-
búnaðarsafhs Islands, m.a. á grunni
Búvélasafnsins sem til hefur verið á
Hvanneyri að segja má allt frá árinu
1940. Þann 27. febrúar sl. var hald-
inn fundur undirbúningsaðila þar
sem staða málsins var kynnt og hug-
myndir ræddar. Safninu er sérstak-
lega ætlað að sinna tímabihnu ffá
fyrstu árum tæknivæðingar landbún-
aðarins með skráningu heimilda,
varðveislu og rannsókna- og kynn-
ingarstarfi.
Bjami Guðmundsson er ábyrgð-
armaður Búvélasafiisins á Hvanneyri
og hefur hann einnig leitt undirbún-
ing að stofnun Landbúnaðarsafhs Is-
lands. „Málið er skammt á veg kom-
ið, við erum ekki að fara að ffarn-
kvæma á næstu dögum en erum að
marka stefhu til að vinna eftir. Þessa
dagana erum við fyrst og fremst að
afla samstarfsaðila og meta umfang
verksins. Stefnt er að því að safhið
verði sjálfseignarstofnun og eru nú í
gangi viðræður við aðila sem lýst
hafa áhuga á að vera með í starfinu
og get ég því ekki nefnt neina
ákveðna að svo stöddu. Stefnt er að
því að nýta Gamla fjósið hér á
Hvanneyri undir starfsemi safnsins,
að því marki
sem starf
þess verður
innanhúss.
Fjósið er
sögulega
merk bygg-
ing, byggð
árið 1928 og
teiknuð af
ekki ómerk-
ari manni en
G u ð j ó n i
Samúelssyni
húsameist-
ara ríkisins.
Skoðun hef-
ur sýnt að
byggingin er að stofni til traust og
vönduð þó vissulega sé hún komin
til ára sinna og beri þess merki,“ seg-
ir Bjami. Hann segist gera ráð fyrir
að viðgerðir og endurbætur á fjós-
byggingunni muni vart kosta undir
100 milljónum króna. Bjarni segir
stofnkostnaðaráætlun vegna nýja
safnsins ekki hggja fyrir enn sem
komið er.
Sagan drýpur af
hverjum steini
Landbúnaðarsafni Islands er ædað
að halda tíl haga tækniþróun í land-
búnaði hér á landi allt aftur til ársins
1880 og hvemig atvinnuhættir tóku
breytingum með nýrri tækni. Því er
í raun verið að gera landbúnaðarsög-
unni skil í víðu samhengi. Landbún-
aðarsafii verðm því ekki einvörð-
ungu safh innan fjögurra veggja
heldur allt eins skipulegt kerfi til að
halda utan um ákveðna vitneskju og
miðla henni í samvinnu við aðra að-
ila og stofnanir.
„Landbúnaðarsagan er mjög víða.
Hún er að hluta til í bóka-, mynda-,
muna- og vélasöfnum og að stórum
hluta er hún um allt í sveitum lands-
ins. Sögulegar minjar um landbúnað
hvers konar leynast í byggingum,
sýnilegum minjum í túnum og út-
haga, þær geta líka falist í minjum
um nýtingu laxveiðiáa og þar er t.d.
vísir að safiii á góðtun stað í Ferju-
koti, hægt er að sjá minjar um sil-
ungsveiði á Arnarvamsheiði, fjahskil
og réttarhald í vel varðveittum rétt-
um, og áfram mættí lengi telja.
Hlutverk Landbúnaðarsafiis er því
ekki síst að halda utan um upplýs-
ingar, varðveita sumt, stunda rann-
sóknir og skráningu, kynningarstarf
og vísa til annarra safiia í samstarfi
við hfiðstæðar stofhanir, þar sem
nýttir verða margvíslegir kostir sam-
býlis við Landbúnaðarháskóla Is-
lands. Með þessu er því ekki verið að
fara inn á svið t.d. byggðasafhanna í
landinu sem þjóna hvert um sig mik-
ilvægu hlutverki í skráningu og varð-
veislu minja í sýslum landsins heldur
skapa miðstöð um sögu mikilvægs
tímabils í lífi þjóðarinnar,“ segir
Bjami Guðmundsson. MM
Bjami Guðmundsson hjá virðulegum Farmal á Búvélasafninu á
Hvanneyri sem verður hluti afhinu nýja Landbúnaðarsafni ef áætlanir
ganga efiir.
Áhugaverð störf hjá Norðuráli
Vegna stækkunar álvers Norðuráls getum við
enn bætt við nokkrum starfsmönnum til
almennra starfa við álframleiðsluna. í boði eru
tímabundin störf og framtíðarstörf.
Til hvers ætlumst við af þér?
Við leitum að áhugasömu fólki sem vill vinna
að krefjandi verkefnum og vaxa í starfi. Lipurð
í samskiptum, metnaður til að ná árangri og
vilji til að axla nýja ábyrgð eru skilyrði.
Hvað veitum við þér?
Við bjóðum þér gott og gefandi starf hjá nú-
tímalegu fyrirtæki í miklum vexti. Þú vinnur mikilvæg
verk með góðu samstarfsfólki og við tökum vel á móti
þér. Sérstök áhersla er lögð á starfsþjálfun. Atvinnu-
öryggi er mikið, tekjur traustar og laun þín eru að hluta
árangurstengd. Ennfremur greiðir fyrirtækið þér aukið
framlag í séreignasjóð.
Hvenær þurfum við að fá umsókn þína?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
15. mars n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins,
www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið
umsokn@nordural.is. eða póstlagt umsóknina,
merkta: Atvinna
Jafnrétti
Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og
kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Trúnaður
Við förum með umsókn þína og allar persónu-
legar upplýsingar sem trúnaðarmál.
CenturyALUMiNUM
Norðurát á Grundartanga er einn af stærstu vinnustöðum á Vesturlandi og fyrirtækið skipar öflugan sess í samfélaginu.
Norðurál leggur ríka áherslu á öryggismál og er ströngum öryggisreglum fylgt á öllum sviðum starfseminnar. Um þessar
mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér meira en tvöföldun á framleiðslugetu átversins.
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 * Fax 430 1001 • nordural@nordurai.is • www.nordural.is