Skessuhorn - 22.03.2006, Side 7
.nn... ]
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006
7
Hafiia undan-
þágu á vöru-
bílastæði
Bæjarráð Akraness gat ekki orðið
við beiðni Jens Magnússonar um
undanþágu á ákvæðum lögreglusam-
þykktar vegna stæðis fyrir vörubif-
reið hans við Merkigerði. I lögreglu-
samþykkt fyrir Akraneskaupstað seg-
ir að vörubifreiðum sem eru meira
en 3,5 tonn að þyngd megi ekki
leggja á götum, einkalóðum í íbúða-
hverfum eða almenningsbifreiða-
stæðum bæjarins, nema þau séu til
þess ætluð. Bæjarstjóm er þó heimilt
að veita undanþágu ffá þessu banni
og skal þá afmarka og merkja sér-
staklega þá staði, sem undanþágan
nær til.
I bréfi til bæjarráðs óskar Jens eft-
ir slíkri undanþágu fyrir vörubiffeið
sína og vísar til þess að stæði þetta
hafi hann notað til þeirra hluta í 20-
25 ár og því sé hefð fyrir löngu kom-
in tdl. Eins og áður sagði gat bæjar-
ráð ekld orðið við erindinu. HJ
Skiptar
skoðanir hjá
Framsóknar-
mönnum
Á fundi Framsóknarflokksins á
Akranesi á laugardaginn var komu
ffam, samkvæmt heimildum Skessu-
homs, skiptar skoðanir um tillögu
uppstillingarnefndar flokksins. Inga
Osk Jónsdóttir, formaður Fram-
sóknarfélags Akraness segir uppstill-
ingamefnd hafa skilað tillögu sinni
til stjóma félaganna. Sú tillaga hafi
verið rædd á fúndi og þar hafi kom-
ið fram ýmis sjónarmið sem rétt hafi
þótt að ræða ffekar. Var stjómum
Framsóknarfélags Akraness og Fé-
lags ungra Framsóknarmanna fahð
að fara ffekar yfir málið og skila end-
anlegri tillögu fyrir félagsfund sem
haldinn verður í Framsóknarhúsinu
á mánudaginn kemur. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns kom á fund-
inum á laugardaginn ffam breyting-
artillaga um skipan eins af efstu sæt-
um listans og var hún samþykkt.
Þegar sú niðurstaða lá ljós fyrir þótti
rétt að ffesta endanlegri afgreiðslu
málsins. HJ
Ffkniefrii og
skotvopn
BORGARFJÖRÐUR: Lögreglan í
Borgarnesi lagði hald á fíkniefhi,
neysluáhöld og skotvopn við húsleit
á sveitabæ í Borgarfirði síðdegis á
föstudag. Einn maður var handtek-
inn, færður á lögreglustöðina til yfir-
heyrslu og sleppt að henni lokinni.
Viðurkenndi hann að eiga fíkniefhin,
sem vom um 400 gr. af kannabisefh-
um og lítilræði af meintu am-
fetamíni. Maðurinn gat ekki gert
grein fyrir skotvopninu, sem hann
hafði ekki leyfi fyrir. Um var að ræða
gamlan margskota riffil. Verið var að
birta manninum ákæra fyrir fíkni-
efnamisferli þegar grunur vaknaði
hjá lögreglunni um að hann hefði
fikniefhi í fórum sínum. Heimilaði
maðurinn húsleit. Lögreglan notaði
fíkniefnaleitarhundinn Tíra, sem
hún hefur á sínum snæmm, við hús-
leitina og kom harm að góðum not-
um.
Tvö önnur fíkniefnamál komu til
kasta lögreglunnar í liðinni viku. I
báðum tilfellum fundust kannabis-
efni í bílum við venjubundið eftirlit
lögreglu. Málin teljast upplýst.
MM
Flokkamir hafa sett sér stefiiur í umhverfismálutn
Níunda landsráðstefna Staðar-
dagskrár 21 var haldin dagana 3. til
4. mars síðastliðinn í Reykholti. Yf-
irskrift ráðstefnurmar var „Hvaða
flokkur vill framtíð?" I tengslum
við ráðstefhuna stóð Landsskrif-
stofa Staðardagskrár 21 fyrir því að
gerð væri greining á stefhu stjórn-
málaflokkanna með það fyrir aug-
um að kanna hvernig áherslur á
umhverfismál og hugmyndafræði
sjálfbærrar þróunar birtust í stefnu-
skrám þeirra. Niðurstöður þessar
greiningar voru kynntar á ráðstefn-
unni og fulltrúar stjómmálaflokk-
anna tóku í kjölfarið þátt í pall-
borðsumræðum um þetta efhi.
I umræddri greinargerð um á-
herslur stjórnmálaflokkanna kemur
m.a. fram að umhverf-
ismál em orðinn full-
gildur málaflokkur í
stefnu allra flokka og
fær vægi til jafns við
marga aðra málaflokka
sem eiga sér lengri
sögu. Hugmyndafræði
sjálfbærrar þróunar
hefur hins vegar ekki
náð að skjóta jafn djúp-
um rótum. Höfundur
greinargerðarinnar er
Auður H Ingólfsdóttir,
alþjóðastjórmmála-
fræðingur og sérfræð-
ingur á Landsskrifstofu
Staðardagskrár 21.
MM
Frá pallborðswmrœðunum þar sem þingmenn svöruðufyrir umhverfisstefnur sínar og g'öríir íþeim
málum.
Tilboð á gistingu á Hótel Sögu og Hótel íslandi
Tilboðið gildir fyrir gistingu til og með 15. maí.
SAGA HOTEL, REYKJAVIK
Radisson SAS Hótel Saga / Hagatorgi / sími 52o 9900/ £maii Saíes.Saga.Reykjavik@RadissonSAS.com
inn
Island, Reykjavik
Park inn / Ármúia 9 / Sími 525 9900 / Email Saies.Reykjavik@Rezid0rParklnn.e0m
Radisson SAS Hótel Saga
Einstaklingsherbergi - verð pr. nótt kr. 7.000
Herbergi fyrir tvo - verð pr. nótt kr. 8.000
Hótel ísland
Einstaklingsherbergi - verð pr. nótt kr. 5.000
Herbergi fýrir tvo - verð pr. nótt kr. 6.000
Morgunmatur innifalinn.
Komdu í bæinn
Nú getur þú látið það verða að veruleika að gista á glæsilegu hóteli
í höfuðborginni. Við bjóðum þér gistingu um helgar og um páskana
á einstöku tilboðsverði.