Skessuhorn - 22.03.2006, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006
✓
Eg hef verið þátttakandi í skemmtilegri uppbyggingu
-segir Björg Agústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði sem lætur af störfum í vor
Björg Agústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfiröi.
Á dögunum bárust fréttir af því
að bæjarstjórinn í Grundarfirði
hefði ákveðið að hætta störfum eft-
ir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Björg Ágústsdóttir hefur gegnt því
starfi í tæp ellefu ár. Þessi frétt kom
áhugafólki um sveitarstjórnarmál
nokkuð á óvart. Þrátt fyrir að Björg
sé tæpast komin á besta aldur er
hún orðin með reynslumestu sveit-
arstjórnarmönnum. Það var því við
hæfi að falast eftir viðtali nú þegar
hún hefur tekið þessa ákvörðun.
Hún taldi nú réttara að viðtalið
færi ffam í vor efdr að hún léti af
störfum en á endanum mæltum við
okkur mót í Grundarfirði. Þegar
blaðamaður kom þangað var Björg
upptekin á öðrum stað og því benti
hún gesti á að koma við tun stund í
vigtarskúrnum við höfhina. Eftir
þá heimsókn yrði ég margs vísari
um bæjarlífið. Það stóð heima.
Ekki er ég viss um að allt sé það
satt og rétt sem þar var sagt en hitt
veit ég að sögumar vom góðar.
Góðar sögur eiga að fá vængi. I það
minnsta þær sem ekki meiða. Þeg-
ar við vomm síðar sest niður á
skrifstofu bæjarstjóra spurði ég
Björgu fyrst hvers vegna hún, ung
konan, sóttist eftir þessu starfi fyrir
ellefu ámm síðan.
Eitthvað við starfið
heillaði
„Ég hef í seinni tíð stundum velt
því fyrir mér hvernig stóð á því að
ég tók þá ákvörðun að sækja um
starf sveitarstjóra í Grundarfirði,
hvað ég var að hugsa! Ég hef alltaf
haft mjög miklar taugar til Grund-
arfjarðar og á hér afar sterkar ræt-
ur. Ég er fædd hér í bænum og hér
bjó ég allt þar til ég hélt til náms í
Verzlunarskólanum. Ég missti föð-
ur minn 14 ára og móðir mín ól
okkur þrjár systurnar upp eftir það.
Þegar ég hóf nám í Verzlunarskól-
anum flutti fjölskylda mín búferl-
um suður með mér og hefur ekki
komið aftur. Á skólaáranum syðra
dvaldi ég ávallt hér fyrir vestan á
sumram við vinnu. Maðurinn minn
er einnig héðan þannig að í raun
má segja að ég hafi aldrei farið. I
það minnsta ekki í huganum. Eftir
Verzlunarskólann fór ég til náms í
lögfræði og að loknu því námi réð
ég mig sem löglærðan fulltrúa hjá
sýslumanninum í Stykkishólmi.
Við bjuggum í Grundarfirði og ég
ók á milli til vinnu. Þetta var vetur-
inn 94-95 sem var afar snjóþungur
og erfiður. Þegar Magnús Stefáns-
son fór á þing vorið 1995 var starf-
ið auglýst og ég sótti um ásamt 32
öðram umsækjendum. Einhverjir
höfðu hvatt mig til að sækja um og
eitthvað var það hka sem var heill-
andi við starfið, svo fór sem fór.“
*
Opólitískur bæjarstjóri
-Þú tókst við störfum af miklum
Framsóknarmanni. Segir það eitt-
hvað um þínar stjórnmálaskoðanir?
„Nei, það er engin tenging þar á
milli. Ég var ráðin af meirihluta
Sjálfstæðismanna og Framsóknar-
manna, með sérstakri stuðningsyf-
irlýsingu Alþýðubandalags og
óháðra, sem voru í minnihluta, og
hef starfað sem „ópólitískur" bæj-
arstjóri síðan. „Opólitískur“ bæjar-
stjóri er hins vegar ekki skoðana-
laus þó hann haldi tilteknum skoð-
unum sínum til hlés og taki ekki
þátt í starfi stjórnmálaflokka með-
an hann gegnir þessu starfi. I sveit-
arstjórnarmálum er það líka svo að
þar er fólk mikið að kjósa eftir per-
sónum frekar en efdr flokkum.“
- Þá komum við einmitt að þeirri
spumingu hvort einhver þörf sé á
framboði stjórnmálaflokkanna í
sveitarstjórnarkosningum. I það
minnsta í smærri sveitarfélögun-
um? „Stjórnmálaflokkarnir eru
mjög þarfir í landsmálunum. I
sveitarstjórnarmálunum hafa meg-
instefnur flokkanna ekki sama væg-
ið. Þar era átakalínurnar sjaldnast
eftír grandvallarlínum stjórnmál-
anna. Þær kristallast stundum í
stærri málum eins og t.d. stóriðju-
og virkjanamálum, sem sumar
sveitarstjórnir hafa þurft að taka af-
stöðu til, en meginstefnur í sveitar-
stjórnarmálum era þó yfirleitt efdr
öðram línum. Hvort stækka eigi
leikskóla fer t.d. sjaldnast eftir
flokkslínum.“
-Er þá ekki eðlilegra að í sveitar-
félögum skipi fólk sér í sveit eftir
stórum hagsmunamálum? „Það
mætti halda því fram. Við getum
tekið dæmi af vilja manna til fram-
kvæmda. Það fer sjaldnast efdr lín-
um stjórnmálaflokkanna hversu
bratt menn vilja fara í ffamkvæmd-
ir og hvort menn vilja meiri eða
minni skuldsetningu. Hins vegar
verðum við að líta til þess að við
eram ekki með í boði nein kerfi
sem era betri en skipulögð starf-
semi stjórnmálaflokka og -fram-
boða. Sveitarstjórnarmálin eru líka
afar fjölbreytt og margslungin og
líkindi fyrir því að fólk innan sömu
flokka séu samstæður hópur sem
deili sömu skoðunum og sýn á mál-
efnin.“
Kostír og gallar að
vera heimamaður
-Þegar þú tekur tíl starfa þá ertu
mjög ung og innfædd. Hvernig er
það að starfa sem bæjarstjóri í sinni
heimabyggð? „Það hefur eins og
margt annað bæði kosti og galla.
Þegar ég kom til starfa var nokkuð
um liðið síðan heimamaður hafði
gegnt þessu starfi. Mér fannst alltaf
að ég hefði ákveðinn meðbyr vegna
þess. I sumum málum skynjaði ég
hins vegar nálægðina og ímyndaði
mér að betra hefði verið að vera að-
komumaður. Ég tel að á mínum
starfsferli hafi ég þó ffekar notið
kostanna en goldið gallanna af því
að vera heimamaður. Ég trúi því
líka að á mínum störfum sjáist að
þar var heimamaður á ferð.“
-Nú er það orðinn nokkuð stór
hópur manna sem er nokkurs kon-
ar atvinnumenn í stjórnunarstörf-
um í sveitarstjórnarmálum. Er það
galli? „Nei, það þarf ekki að vera.
Ég verð hins vegar ævinlega þakk-
lát fyrir það að hafa verið treyst
fyrir þessu starfi og hafa fengið
þetta tækifæri, í mínum heimabæ.“
-Hvað kom þér mest á óvart í
starfi bæjarstjóra? „Það var sú gríð-
arlega fjölbreytni sem felst í starf-
inu. Það tekur mann lengri tíma að
setja sig inn í þetta starf en fólk
grunar vegna fjölbreytninnar. Að
kunna skil á menningu og
skolpræsum á sama tíma. Á þessum
ellefu áram hefur umhverfi stjórn-
sýslunnar líka breyst mjög mikið.
Kröfur til hennar hafa aukist mikið
og formlegheitin era mun meiri en
áður. Þessar kröfur eiga eftir að
aukast enn frekar í framtíðinni.“
-Er það galli? „Nei, ekki að öllu
leyti, ýmislegt mátti breytast en
óneitanlega getur þetta tafið tím-
ann við ákvarðanatökur. Þar nefni
ég sérstaklega skipulags- og bygg-
ingarmál. Mér finnst sá málaflokk-
ur orðinn óþarflega þungur í vöf-
um og að þar hafi verið gengið of
langt. Þar hefur líka orðið vitund-
arvakning, fólki er ekki sama um
umhverfi sitt og er orðið upplýst-
ara, sem er í sjálfu sér gott.“
Þyngsli í
skipulagsmálum
-Era þyngslin í skipulagsmáltun
orðin þannig að heimamenn ráða
ekki lengur nægilega miklu? ,Já við
eigum að heita skipulagsyfirvöld.
Við hins vegar upplifum það
þannig að þrátt fyrir að nokkuð
breið sátt sé um einstök mál í
skipulags- og umhverfismálum hjá
heimamönnum þá er valdið ann-
arsstaðar. Ég neita því ekki að
stundum finnst mér að verið sé að
fórna meiri hagsmunum fyrir
minni þegar horft er á hvaða ferli
ákvörðunum eru ætlað í þessum
málum. Ég verð að ætla að þarna
hafi löggjafinn ekki sést fyrir, hann
hafi ekki ætlað sér að kalla yfir okk-
ur þetta fyrirkomulag. Það er íhug-
tmarefni hvort ekki verði að bakka í
þeim málum.“
-En er það ekki sveitarstjórnar-
stigið sem hefur bragðist og látið
ýmsar kerfisbreytingar yfir sig
ganga? „Sveitarfélögin eru auðvit-
að alltaf vanmáttugri, því það er
ríkið sem fer með löggjafarvaldið.
Sveitarfélögin hafa verið mörg og
smá og því ekki nægilega sterk
saman. Þau hafa þó verið að eflast
og Samband sveitarfélaga hefur
styrkst verulega á liðnum áram og
það var tímabært. Það er nauðsyn-
legt að gæta hagsmuna sveitarfé-
laganna vel og gera það með skipu-
lögðum hætti. Það verður að gæta
þess að ekki verði gengið á hags-
muni þeirra í samskiptum við ríkis-
valdið. Ríkisvaldið hefur látið yfir
okkur flæða alls konar skyldur og
verkefni, oft án viðunandi tekju-
stofna með, og ætlast oft til mikils
af sveitarfélögunum. Væntanlega
eins og þingmönnum og fulltrúum
ríkisvalds finnst sjálfsagt sveitar-
stjórnarmenn stundum of kröfu-
harðir á ríkið. Þetta er og verður
alltaf barátta.“
Yngsta sveitarfélagið
-Þegar horft er yfir feril þinn
sem bæjarstjóra þá kemur í hugann
að umræða um fjölskyldumál vora
fyrirferðarmikil, í það minnsta í
fjölmiðlum. Era þessi mál þér hug-
stæðari en önnur? „Bæði og. Mál-
efhi barna vora mikið í umræðunni
á fyrstu áram mínum í starfi ein-
faldlega vegna þess að yngra fólk
var stærri hluti íbúanna hér en á
öðram stöðum á landinu. Um 33%
íbúa vora 16 ára og yngri. Með
þetta í huga dró ég fram að við
væram „yngsta sveitarfélag á Is-
landi“. Þegar ég kom var nýbúið
að stækka leikskólann og stækkun
grannskólans, nánast tvöföldun á
rými hans, stóð fyrir dyram. Þjón-
usta sveitarfélagsins og uppbygg-
ingin hér endurspeglaði því þessa
staðreynd. Við vildum koma því á
framfæri að hér væri hlúð vel að
börnunum. Það var hluti af okkar
ímynd. Ég hef líka alltaf verið
þeirrar skoðunar að börn og ung-
lingar þyrftu að hafa meira hlut-
verk í samfélaginu, vera sýnilegri
og rödd þeirra ætti að heyrast í um-
ræðunni. Ég reyndi að vinna eftir
þessu, fór töluvert í skólann, hlust-
aði og reyndi að bregðast við, gerði
t.d. eitt sinn formlegan umhverfis-
samning við fjóra elstu árgangana í
grunnskólanum í því skyni að bæta
umgengni í bænum. Hinsvegar var
auðvitað ekki bara hugsað um
barnafjölskyldur. Hafnafram-
kvæmdir hafa t.d. verið fyrirferðar-
miklar og þegar ég hóf störf var
þegar hafinn undirbúningur að
byggingu íbúða fyrir eldri borgara,
fleiri vora byggðar síðar og þær era
nú 15 talsins."
Bæjarstjóri í
bameignarleyfi
-Þegar þú hófst störf sem bæjar-
stjóri varstu barnlaus. Síðan hef-
urðu eignast tvö börn og farið í
bæði skiptin í fæðingarorlof. Ég
vona að það flokkist undir fordóma
af minni hálfu þegar ég velti því
fyrir mér hvernig það hafi farið
saman að vera í jafn krefjandi starfi
og fara síðan um nokkurra mánaða
skeið í fæðingarorlof. Hvernig
tókst þér að láta það ganga? „Það
var auðvitað ekki bara mitt verk að
það gekk upp, ég fékk góðan stuðn-
ing minna vinnuveitenda og sam-
starfsfólks til þess. Hinsvegar var
ég alltaf staðráðin í að láta það
ganga upp. Við verðum að gera það
upp við okkur að konur eiga að
hafa sömu tækifæri og karlar. Ekk-
ert starf má þróast þannig að konur
geti ekki sinnt því af því að þær
þurfa að eignast börn. Og svo eiga
karlar jú líka eitthvað í þessum
börnum. Eins og þú nefndir fór ég
tvisvar í fæðingarorlof. í fyrra
skiptið í 11 mánuði og síðara skipt-
ið 10 mánuði. Ég skal alveg viður-
kenna að þetta var erfitt, aðallega
var erfitt að „ná upp“ þegar maður
kom til baka. Ég var þó í hlutastarfi
á meðan þannig að ég sleit mig ekki
alveg ffá málum. I bæði skiptin var
undirbúningur að stoffnm fram-
haldsskólans í gangi og ég vann
töluvert að þeim málum á meðan
ég var í orlofinu. Ég geri mér hins
vegar grein fyrir því að ekki er víst
að öllum hafi þótt þetta fyrirkomu-
lag sjálfsagt."
Vaxtarverkir
geta fylgt fjölgun
-Á undanförnum 15 áram hefur
íbúum Grundarfjarðar fjölgað um
rúm 19% en á sama tíma hefur
fækkað í mörgum byggðarlögum á
Vesturlandi. Hvað var að gerast hér
sem ekki var að gerast á öðram
stöðum. Hvers vegna fjölgaði hér
en ekki þar? „Það er erfitt að segja.
Hér hefur verið mikill stöðugleiki í
atvinnumálum og uppbygging átt
sér stað. Töluvert var um að fólk
flyttist í sveitarfélagið en innri
fjölgun var einnig mikil eins og
fram kom áðan, stórir árgangar
fæddra barna, þó dregið hafi úr því
á síðustu áram. Hér hefur líka alltaf
verið mikil bjartsýni ríkjandi og
hún hefur kannski smitað út frá sér
í umræðuna. Vonandi hefur hún
hjálpað fólki að taka þá ákvörðun
að hér gæti verið gott að búa. Þeg-
ar er byr þá eiga menn að sigla og
það gerðum við. Það er ekki gott
að sigla í miklum mótbyr þó menn
eigi auðvitað aldrei að gefast upp.
En í meðbyr, þegar vel gengur, eiga
menn ekki að slappa af, heldur sigla
ákveðið og byggja upp, auglýsa að
hér sé gott að búa og reyna að
skapa enn fleiri tækifæri. Þegar vel
gengur verða allir að vinna saman
að sama markmiði. Ég neita því
ekki að stundum finnst mér við
hafa verið látin mæta afgangi af því
að hér hefur margt gengið vel. Það
á þó ekki við um samgöngubætur á
Nesinu, sem hafa haft mikið að
segja. En fjölgunin hér var ekki til
komin vegna fjölgunar opinberra
starfa. Þó menn eigi ekki að sækjast
eftir ölmusu frá ríkisvaldinu þá
finnst mér alltaf óviðeigandi að
heyra skýringar eins og að „ja, það
gengur nú svo vel hjá ykkur,“ þeg-
ar við náðum ekki okkar fram.Við