Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2006, Síða 19

Skessuhorn - 22.03.2006, Síða 19
 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 19 Draumar marglyttunnar í Bókasafinnu Að undanförnu hefur staðið yfir í anddyri Bókasaíns Akraness sýning á frummyndum myndskreytinga Skagamannsins Erlu Sigurðardótt- ur í barnabókinni „Draumar marglyttunnar,“ sem Herdís Egils- dóttir skrifaði. Erla lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1988. Síðar fór hún til náms í listaskóla í Trier í Þýskalandi. Hún hefur haldið einkasýningar á Isa- firði, Akranesi, Reykjavík og í Jönk- öping í Svíþjóð. Einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Erla hefur um margra ára skeið gætt bækur margra þekktustu rithöfunda okkar lífi með teikningum síntun. Má þar nefina auk Herdísar, Aðalstein As- berg Sigurðsson, Einar Már Guð- mundsson og Tómas Guðmunds- son. Erla segist hafa mörg jám í eldin- um nú sem áður. Aðspurð hvort ekki hafi hvarflað að henni að gefa út bók sem eingöngu væri hennar smíð segir hún svo vera en af því hafi ekki orðið. Verkefhi við mynd- skreytingar bóka annarra hafi geng- ið fyrir hingað til. Sýningin í Bóka- safninu er ekki sölusýning en Erla segist ávallt vera til viðtals hafi fólk áhuga á að eignast verk hennar. Sýning Erlu á Bóksafninu mun standa yfir til páska. Hjf Þverunfjarða í Gufudalssveit Undirritaður bjó í Gufudal frá 1952 til 1989. Ég ætla nú að rifja upp hvernig færð og samgöngum var háttað við sveitina á þeim tíma. Fyrstu árin byggðust þær á sjó- flutningum. Flóabátur gekk með vörur úr Flatey á allmarga við- komustaði. Engin bryggja var til og varð að róa í land og flytja síðan vörarnar á baggahestum heim. Síðar var byggð bryggja á Kleifa- stöðum og kom flóabáturinn Bald- ur með vörur þangað stöku sinnum. Hjallaháls lokaðist vanalega í fyrstu snjóum á meðan vegurinn lá yfir Vörðufell og niður í Krossgil. Þá var ekki um opnun að ræða fyrr en snjóa tók að leysa. Að vor- inu var lokað vegna aurbleytu. Uppúr 1980 var svo endurbyggður vegur yfir hálsinn. I snjóavetrum setti mikinn snjó á þennan veg, að- allega í Mýrarlundi og einnig mjög víða vestar í sveitinni. Það mátti moka stöku sinnum ef lítill snjór var. Annars var ekki um reglulega opnun að ræða. I snjóþungum vetrum var oftast lokað í margar vikur, en skólabílar og póstur brut- ust áfram þegar veður leyfði. Minnisstæðastir eru veturnir 1983, 89, 90 og 95. Þá vora víða „stórar þiljur“ á láglendi. Þegar tíðarfar bamaði var send ýta til að troða braut í snjóinn og taka af hliðarhalla. Varð þá fært að komast á vel búnum jeppum. Bændur í Gufudal og aðrir urðu oft að fara á ís um leirurnar og Gufufjörð vegna snjóa í Barminum. Skólabílstjórar brutust oft áfram við þessi erfiðu skilyrði. Framan af var heimavist skólans í notkun. Síðar daglegur akstur mánudaga til föstudaga. Veturinn 1995 komust börn úr Gufudalssveit ekki í Reykhólaskóla svo vikum skipti vegna ótíðar og ó- færðar. Rafmangslaust var í janúar 1995 í nokkra daga. Snjóflóð hafði brotið staura. Kom flóðið úr Mið- húsabrún þar sem gert er ráð fyrir vegi á D leið. Vegagerðin fullyrðir: „að ekki sé vitað um að snjóflóð hafi fallið á ffamlögðum kosmm“. Það er ekki rétt. I umhverfismati sem lagt var fram til Skipulags- stofnunar ákveður Vegagerðin að fjalla ekki neitt um veður eða snjóa- lög, en vísar á Veðurstofuna. Það er slæm og undarleg ákvörðun. B leið hefði mikla kosti umffarn Háls- ana. A Klettshálsi verða veður mjög hvöss og snjór safnast fljótt. Því er ennþá meiri ástæða að gera ekki þau mistök að fara yfir Hjalla- háls. Gilsfjarðarvegurinn olli straumhvörfum. Ibúar beggja megin Fjarðar gám átt samskipti. Læknar í Búðardal ártu greiða leið á heilsugæslustöðina á Reykhólum. Rekstur Þörungaverksmiðjunnar varð betri. Þeir geta núna afgreitt nokkra gáma á viku til kaupenda. Aður söfnuðust upp birgðir á okur afurðalánum. Umferðin margfald- aðist og var á árunum 2001 til 2005 sem hér segir: 5 ára meðaltal árdagsumferðar 181, sumardagsumferð 344. Vega- málastjóri gat þess í vígsluræðu að ffamkvæmdin væri „arðbær". Þá- verandi samgönguráðherra Halldór Blöndal gaf í skin í vígsluræðu sinni að áfram yrði haldið að þvera firði og stytta leiðir. Þrjú dauðaslys höfðu orðið í Gilsfirði á fáum árum áður en vegurinn yfir Gilsfjörð opnaðist. A Klettshálsi var umferð- in á þrem árum 2003-2005: sumar- dagsumferð 142 bflar og ársdags- umferð 70 bílar. Umferð á Hjalla- hálsi er mun meiri. Fólk úr Gufu- dalssveit sækir alla þjónustu, sam- komur, skóla og heilsugæslu yfir hálsana, auk þess sem fólk sækir vinnu. Það er því óskiljanlegt að heyra að það sé í lagi að fara með veginn yfir Hálsana af því Kletts- háls sé aðal þröskuldurinn og mikið veðravíti. Abyrgðarleysi þeirra sem leggjast gegn B leið er mikið. Slysahætta á Hálsunum er veralega meiri t.d. í roki og hríð þegar ekki sér á milli stika. Hálka í talsverðum halla er hættulegri en á hallalitlum vegi. Ég tel að það séu ansi blindir menn sem leggjast gegn bestu leið- inni. Vegur eftir B leið er jafn sjálf- sagður og Gilsfjarðarvegurinn var og að hafna henni er hrein lítils- virðing við íbúa og aðra sem eiga effir að ferðast á Vestfirði. Þó um- ferðarþungi sé ekki meiri en að framan greinir, breytist það örugg- lega væri B leið valin. Auk þess sem áformuð jarðgöng undir Rafhseyr- arheiði styttia þjóðveg 60 um 25 km. Þau rök að öryggi vegfarenda sé meiri á D leið vegna meiri ná- lægðar við sveitabæina era ósköp haldlítil. Fremmri Gufudalur t.d. er um 5 km ffá D leið á Hofstaða- hlíð, en um 7 km frá B leið á Mela- nesi. Sama mætti segja um ferða- þjónustu. Nú þeysir samgönguráð- herra um landið að kynna „fjar- skiptaáætlun." Við sölu Símans var hann að lofa „gemsa“ sambandi á stofhvegum. Það ætti að gilda á þjóðvegi 60. Eyðibyggðin úr Kolla- firði vestur á Barðaströnd er hátt í 70-80 km, en B leið 15,5 km. Nú styttist í að kærufrestur renni út. Það er sjálfsögð krafa að sveitarfé- lögin og vegamálastjóri kæri úr- skurð Skipulagsstofnunar til um- hverfisráðherra. Reykhólum 15. mars 2006, Kristinn Bergsveinsson Settu þína smáauglýsingu sjálf/ur inn á www.skessuhorn.is og hún birtist hér í Skessuhorni, þér að kostnaðarlausu ásamt því að vera á vefnum í allt að viku Lionshreyfingin á íslandi og Lionsklúbbur Akraness halda fræðslufund um heilabilun í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum mánudaginn 27 mars kl. 18:00. Jón Snædal öldrunarlæknir mun flytja eríndi um: "þegar minnið brestur, sjúkdómarsem valda minnistapi". Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi mun upplýsa um þjónustu fyrír sjúklinga og aðstandendur þeirra. Fulltrúi Akraneskaupstaðar mun vera áfundinum og svara fyrírspurnum. Lionshreyfingin á íslandi og Lionsklúbbur Akraness Laugardaginn 25. mars kl. 10-14 verður dönsk veisla í Geirabakaríi Digranesgötu, Borgarnesi Smurbrauðsmeistarinn Gisli Einarsson laðar fram úrvals “Smörrebröd” og honum til aðstoðar verða smurbrauðsdömurnar; Páll S Brynjarsson og Linda B Pálsdóttir. Carlsberg mætir á staðinn Tilboð á danskri jarðarberjaköku 980.- kr. var áður 1.490.- k Allir velkomnir meðan húsrúm leyfír - missið ekki af einstakri upplifun! Annabella, Geiri og co HANDVERKSBAKARÍ * 'Digránésgoiu 6 - B'örgarnési - sími: 437 2020

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.