Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 6

Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 Kosið til tíu sveitarstjóma á Vesturlandi á laugardagimi A laugardaginn kemur ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér sveitarstjórn. A Vestur- landi verður kosið til sveitarstjórna í tíu sveitarfélögum. Þrjú þeirra verða til að loknum kosningum. Alls ganga 10.378 manns að kjör- borðinu. Hefur kjósendum ijölgað um 3% frá síðustu kosningum. A sama tíma hefur kjósendum á land- inu öllu fjölgað um 5,5%. Mun fleiri karlar eru á kjörskrá eða 5.332 talsins en konur eru 5.046. Akranes A Akranesi eru fimm fram- boðslistar. Það eru B-listi Fram- sóknarflokksins, D-listi Sjálf- stæðisflokksins, F-listi Frjáls- lyndra og óháðra, S-listi Sam- fylkingarinnar og óháðra og V- listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Kjörfundur verður í Brekkubæjarskóla og hefst kl. 9 og lýkur í síðasta lagi kl. 22. Talning fer fram í Brekkubæjarskóla og flokkun atkvæða hefst kl. 20. A kjörskrá eru 4.162. Sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar I nýju sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar, sem verður til við sameiningu Hvalfjarðarstrand- arhrepps, Innri-Akraness- hrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps, eru þrír framboðslistar. Það eru E-listi samEiningar, H-listi H4 og L-listi Hvalfjarðarlistans. Kosning fer fram í félagsheimilunum Fanna- hlíð, Hlöðum, Miðgarði og Heið- arborg. Kjörfundur hefst kl. 10 á öllum stöðum og lýkur kl. 20. Talning fer fram í Miðgarði og hefst hún kl. 21. Þá munu íbúar hins nýja sveitarfélags greiða at- kvæði á milli fimm nafna á hið nýja sveitarfélag. Nöfnin eru Hafnar- byggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit, Hvalfjarðarbyggð og Hvalfjarðar- sveit. A kjörskrá eru 403. Sameinað sveitarfélag í Borgarfirði I nýju sveitarfélagi í Borgarfirði, sem verður til við sameiningu Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu- hrepps, Borgarbyggðar og Kol- beinsstaðahrepps, eru þrír listar í framboði. Það eru B-listi Fram- sóknarflokksins, D-listi Sjálfstæð- isflokksins og L-listi Samfylkingar, Þá mun íbúar hins nýja sveitarfé- lags einnig kjósa á milli fjögurra nafna á hið nýja sveitarfélag. Nöfnin eru Borgarbyggð, Brákar- byggð, Mýrabyggð og Sveitarfé- lagið Borgarfjörður. Talning at- kvæða fer fram í Grunnskólanum í Borgarnesi og hefst þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað. A kjörskrá eru 2.501. Skorradalshreppur I Skorradalshreppi kom enginn framboðslisti fram og er kosning Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og óháðra. Kjörfundir fara fram á sex stöðum í sveitarfé- laginu. I Grunnskólanum í Borg- arnesi hefst kjörfundur kl. 9 og lýkur kl. 20. I Þinghamri hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 20.1 Grunnskólanum á Kleppjárns- reykjum hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 20. I Lyngbrekku hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. I Lindartungu hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. I Brúarási hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. því óbundin. Kjósendum ber því að rita nöfn fimm íbúa sveitarfé- lagins á atkvæðseðilinn og munu þeir sem flest atkvæði hljóta sitja í næstu sveitarstjórn. Kosið verður í Skátaskálanum og hefst kjörfundur kl.12. Ekki er ljóst hvenær kjör- fundi lýkur en að lágmarki mun hann standa til kl. 18 nema allir kjósendur hafi skilað sér á kjörstað fyrr. Talning atkvæða fer fram á sama stað að loknum kjörfundi. A kjörskrá eru 47 og eru 45 þeirra í kjöri, en Bjarni Vilmundarson og Agúst Árnason fráfarandi sveitar- stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs, en þeir hafa setið þar lengi, Bjarni í 40 ár og Agúst í 20 ár. Eyja- og Miklaholts- hreppur I Eyja- og Miklaholtshreppi kom enginn framboðslisti fram og er kosning því óbundin. Kjósend- um ber því að rita nöfn fimm íbúa sveitarfélagins á atkvæðseðilinn og munu þeir sem flest atkvæði hljóta sitja í næstu sveitar- stjórn. Kjörfundur verður í Félagsheimil- inu Breiðabliki og hefst kl. 10. Ekki er ljóst hvenær kjörfundi lýkur en að lágmarki mun kjörfundur standa til kl. 18. Talning atkvæða hefst á kjörstað kl. 21. A kjörskrá eru 96. Snæfellsbær I Snæfellsbæ eru tveir listar í framboði. Það eru D-listi Sjálf- stæðisflokksins og J- listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Kosið verður á þremur stöð- um í sveitarfélaginu; í grunnskólunum í Olafsvík, Hellissandi og á Lýsuhóli. Kjör- fundur hefst kl. 9 í Olafsvík og á Hellissandi en kl. 12 á Lýsuhóli. Talning atkvæða fer fram í grunn- skólanum í Olafsvík. A kjörskrá eru 1.159. Grundarfj arðarbær I Grundarfjarðarbæ eru tveir listar í framboði. Það eru D-listi Sjálfstæðisflokks og L-listi Sam- stöðu-listi fólksins. Kosið verður í Samkomuhúsinu í Grundarfirði og hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 22. Talning fer fram í Samkomu- PISTILL GISLA Jeg er ikke g/g* Fyrir nokkrum árum. Nokk- uð mörgum árum kannski frek- ar. Fyrir átján árum, nánast upp á dag, til að nákvæmni sé nokkurn veginn gætt, þá þurfti ég að nýta mér heilbrigðisþjón- ustu Kýpur hvort sem mér lík- aði betur eða verr sem mér lík- aði reyndar verr heldur en bet- ur. Astæðan var einfaldlega sú að ég var saklaust fórnarlamb kaldrifjaðs leigubílstjóra sem sá í mér gróðavon. Málsatvik voru á þann veg, í stuttu máli, að ég var á akstri á 50 kúbika mótorhjóli, rauðu að lit, nokkuð aldurhnignu, eftir aðalgötu borgarinnar Limasol öðru megin á kýpur. Ok ég sem leið lá vinstra megin á veginum að hætti innfæddra. Skiptir þá engum togum að við gatnamót- in þar sem stóð, þá allavega, litli veitingastaðurinn með gula þakinu þar sem fengust bragðvondar ommelettur, að þar kemur aðvífandi leigubif- reið og ekur hún sem leið lá í veg fyrir mig. Var mér þá nauð- ugur einn kostur að nauðhemla með þeim afleiðingum að ég hrataði í götuna en hjólið ók sína leið. Var ég svo búinn í þetta sinn- ið að ég hafði hjálm á höfði, svartan með silfurleytri stjörnu að framanverðu. Var ég í sand- ölum ljósbrúnum, stuttubxum bláum með marglitum rósum og hlírabol forljótum sem skartaði mynd af drykkfelldu ljóni. Þegar ég skall í jörðina tapaði ég skinni á stöku stað af allflest- um útlimum en fékk í staðinn kýpverskan jarðveg sem enn sér örla fyrir á hnjám og olnbog- um. Eg þurfti hinsvegar ekki lengi að bíða þess að ég kæmist undir læknishendur þar sem bílsjóri fyrrnefndrar leigubif- reiðar var boðinn og búinn að veita aðstoð. Ók hann mér rak- leitt á sjúkrahús effir krókaleið- um nokkrum og beið svo með mælirinn í gangi meðan hjúkr- unarfræðingar af öllum stærð- um og plokkuðu úr mér mestu mölina, helltu illa soðnum landa í sárin og bundu svo um með sárabindum af sömu gerð og Napóleon sálugi notaði gjarnan þegar hann varð fyrir hnjaski. Umrædd aðgerð var einhver mesta martröð sem ég hef á ævinni upplifað þar sem hálf tylft lækna og hjúkrunar- kvenna komu að aðgerðinni sem líktist ffemur kjötvinnslu en læknisfræðilegum verknaði. Allir störfuðu þeir í einu og ég komst engan veginn yfir að kveinka mér í hvert sinn sem þeir ráku í mig tangir og önnur tól. Síðan var verkið kórónað með því að vefja mig allan þannig að ekki sá nokkurn mun á mér og egypsku múmíunum sem ég hafði litið fáum dögum fyrr. Þetta litla atvik rifjaðis upp fyrir mér í dag þegar ég heyrði fféttir af innflutningi á dönsk- um hjúkrunarfræðingum og þakkaði ég Guði og góðum vættum fyrir að ekki var leitað til kýpverskra heilbrigiðsstarfs- manna í þetta sinnið. Það kom mér reyndar ekki á óvart að viðbrögð íslenskra hjúkrunarfræðinga voru á ann- an veg en mín. Þeir mótmæltu innflutningnum á þeim for- sendum að dönsku starfssystur þeirra eða bræður fengju fullt af peningum fyrir að sinna ís- húsinu og hefst um það bil klukku- stund eftir að kjörfundi lýkur. Á kjörskrá eru 631. Stykkishólmsbær I Stykkishólmsbæ eru tveir listar í framboði. Það eru D-listi Sjálf- stæðisflokksins og L-listi Listi Fé- lagshyggjufólks. Kosið verður í Grunnskólanum og hefst kjör- fundur kl. 9 og lýkur kl. 22. Taln- ing fer fram á sama stað og hefst að loknum kjörfundi. Á kjörskrá eru 799. Helgafellssveit I Helgafellssveit kom enginn framboðslisti fram og er kosning því óbundin. Kjósendum ber því að rita nöfn fimm íbúa sveitarfé- lagins á atkvæðseðilinn og munu þeir sem flest atkvæði hljóta sitja í næstu sveitarstjórn. Kosið verður í Félagsheimilinu Skildi og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 18. Talning atkvæða fer fram á sama stað þegar kjörfundarstörfum lýk- ur. Á kjörskrá eru 45. Sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Saur- bæjarhrepps I nýju sameinuðu sveitarfélagi Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps eru þrír listar í framboði. Það eru H-listi Listi Dalabyggðar, N-listi Listi nýrra tíma og V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Kosning fer fram á þremur stöðum í sveitarfélaginu. I Stjórnsýsluhús- inu í Búðardal hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 22. I félagsheimil- inu Staðarfelli hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. I Félagsheimil- inu Tjarnarlundi hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 20. Talning at- kvæða fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst að loknum kjörfundi. Á kjörskrá eru 535. W lenskum sjúklingum. Það kom mér samt á svolítið á óvart að sjúklingarnir virtust vera auka- atriði í þeirri umræðu. Eg vil taka það fram að ég ber fúllt traust til íslenskra hjúkrun- arfræðinga og íslenskra heil- briðisstétta yfir höfúð. Ef mér er einhversstaðar illt er mér hinsvegar nokk sama hvort ég fæ bót minna meina á íslensku eða dönsku. Eg þyrfti hinsvegar að hugsa mig tvisvar um ef kýp- versk hjúkka kæmi stormandi með hitamælinn. Gísli Einarsson, við sæmilega heilsu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.