Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006
9
SSESSUHöBKj
Útskriftamemar frá Fjölbrautaskóla Vesturlands vorið 2006.
Mynd: Guðni Hannesson.
Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið
Á laugardaginn voru 66 nemend- urðar Backmanns og Watchun Akraneskaupstaður,
ur útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands við hátíðlega athöfn á
sal skólans. Að þessu sinni voru 34
stúdentar brautskráðir, af iðnbraut
voru 17 nemar brautskráðir, með
stúdentspróf og burtfararpróf af
iðnbraut útskrifuðust 3 nemar, af
sjúkraliðabraut brautskráðust 9
nemar, með stúdentspróf og burt-
fararpróf af sjúkraliðabraut útskrif-
uðust 2 nemar og eftir ársnám sem
skiptinemi útskrifaðist einn nemi.
Fyrir athöfnina léku Patrycja
Szalkowicz, Katrín Björk Þórhalls-
dóttir og Hildur Rúnarsdóttir á
hljóðfæriv Þá söng Helga Ingibjörg
Guðjónsdóttir við undirleik Sig-
Sookhawatako og Birna Björk Sig-
urgeirsdóttir léku á flygil.
Atli Harðarson aðstoðarskóla-
meistari flutti annál vorannar og
Hörður Helgason skólameistari
ávarpaði samkomugesti og afhenti
útskriftarnemum skírteini sín og af-
henti nokkrum nemendum verð-
laun og viðurkenningar íyrir góðan
námsárangur og störf að félagsmál-
um. Forvarnarhópur nemenda fékk
framlag úr minningarsjóði Karls
Kristins Kristjánssonar.
Bestum árangri á stúdentsprófi
að þessu sinni náði Sólveig Rós Jó-
hannsdóttir úr Dalasýslu. Að vanda
var afhentur námsstyrkur sem
Borgarbyggð og
Borgarfjarðarsveit
veita í sameiningu.
Að þessu sinni hlutu
Sólveig Rós og
Sverrir Þór Guð-
mundsson styrkinn.
Styrkinn afhentu í
sameiningu, fyrir
hönd sveitarfélag-
anna þau Guðmund-
ur Páll Jónsson,
Linda Björk Páls-
dóttir og Hólmfríð-
ur Sveinsdóttir.
Hjf
Styrkþegamir að þessu sinni voru Sólveig Rós Jóhannsdóttir og Sverrir Þór Guómundsson.
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
Opnunartími kosningaskrifstofu
Virka daga: kl. 14.00-22.00 og
frá kl. 10:00 á kjördag
'ctr JlOOóf
nni
Akstur á kjördag
þeir sem óska eftir akstri á kjördag eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 437-1460 eða 616-1126.
Kosningavaka Sjálfstæðismanna laugardaginn
27. maí frá kl. 22,00 á Hótel Hamar, allir velkomnir!
Frambjóðendur og stuðningsfólk !
Kosningakaffi á kjördag,
Borgarbraut 57, Borgarnesi - Allir velkomnir!
Við bjóðum skýra valkosti:
• Páll Brynjarsson áfram sem sveitastjóra
• Lækkun á leikskólagjöldum
• Lækkun á fasteignagiöldum eldri borgara
• Aðstaða Dvalarheimiíis Aldraðra verði færð til nútímans
• Stórátak í lagfæringu á gangstéttum og gatnaviðgerðum
• Ábyrg fjármálastjórnun
Vinnum saman - stöndum saman
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélaqi
Kolbeinsstaðarhrepps, Hvítársíðu, Borgarfjarðarsveitar og Borgarbyggðar.