Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006
13
^ktaaunuL
StAk kærir ákvörðun
launanefiidar til
Félagsdóms
Framhaldsaðalfundur Starfs-
mannafélags Akraness samþykkti
samhljóða á mánudagskvöld að
höfða mál fyrir Félagsdómi til þess
að fá hnekkt ákvörðun Launanefnd-
ar sveitarfélaga um breytingar á
kjarasamningum.
Eins og fram hefur komið í ffétt-
um Skessuhoms tók Launanefnd
sveitarfélaga á dögunum ákvörðun
um breytingar á áður gerðtnn kjara-
samningum nefhdarinnar við starfs-
menn sveitarfélaga utan höfuðborg-
arinnar. Taldi nefridin að með því
væri verið að færa lægstu laun til
samræmis við þau laun sem Reykja-
víkurborg samdi við sína starfsmenn
um. Félagsmenn í Starfsmannfélagi
Akraness telja að með ákvörðuninni
sé verið að lækka latm sumra starfs-
manna sveitarfélaga.
Valdimar Þorvaldsson, formaður
Starfsmannafélagsins segir mikla ó-
ánægju með ákvörðun launanefnd-
arinnar. „Það hefur hingað til verið
talið grundvallaratriði á vinnu-
markaði að kjarasamningi verður
ekki breytt nema með samþykki
samningsaðila. Slíkt var ekki gert í
þessu tilfelli. Með ákvörðun sirtni
krukkaði launanefndin í einstökum
greinum kjarasamnings einhliða og
það er einfaldlega óásættanlegt.
Það er ekki hægt að amast við því
þegar viðsemjandi okkar ákveður
að greiða umfram gerða samninga.
Þegar einstakir launaliðir eru hins
vegar lækkaðir einhliða er mælirinn
fullur“ segir Valdimar og segir mál-
ið nú í höndum lögmanna félags-
ins.
m
Störiiim gæti fjölgað
Vortónleikar tónlistarskólans
í Grundarfirði
Nemendur Tónlistarskóla
Grundarfjarðar héldu útskriftartón-
leika sína í sal Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga sl. sunnudag. Um þrjátíu af
nemendum skólans komu fram og
léku fyrir þéttskipaðan sal tónleika-
gesta. Þórður Guðmundsson skóla-
um 30-40
stjóri hefur í vetur ásamt kennurum
Tónlistarskólans lagt áherslu á sam-
spil nemenda og báru tónleikarnir
þess merki að þar fóru vel æfðir og
áhugasamir nemendur. Að loknum
tónleikum fengu nemendur ein-
kunnir sínar afhentar. Ennffemur
fékk hver nemandi afhentan geisla-
disk með lögum sem tekin höfðu
verið upp í tónlistarviku fyrr í vor.
Fimm nemendur luku stigsprófi frá
skólanum á þessu vori. Að sögn
Þórðar Guðmundssonar skólastjóra
verða allir kennarar skólans áffarn í
starfi á næsta skólaári en auk Þórðar
eru þau Ari Einarsson gítarkermari,
Baldur Orri Rafhsson slagverks-
kennari og Alexandra Sukhova
blásturskennari. Innritun fyrir næsta
skólaár er hafin og stendur til 26.
maí.
GK
hjá Islenska jámblendifélaginu
Móðurfélag íslenska járnblendifé-
lagsins á Grundartanga, Elkem í
Noregi, hefur nú til skoðunar að
hefja ffamleiðslu á magnesíum-kísil-
járni í verksmiðju félagins á Grund-
artanga. Ingimundur Bimir, ffam-
kvæmdástjóri IJ segir fyrirtækið
framleiða æ meira af sérhæfðari
vöru, það er afurðir sem krefjast
fleiri framleiðsluskerfa og með-
höndlunar áður en kemur til af-
hendingar til viðskiptavinar. Með
því sé verðmætasköpun aukin sem
gefi meiri stöðugleika í afkomu.
Magnesíum-kísiljám er dæmi um
slíka afurð.
Ingimundur segir að hefjist slík
ffamleiðsla á Grundartanga kalli það
á fjárfestingu fyrir um 1,5-2 millj-
arða króna. Stærstur hluti fjárfest-
ingarinnar verður í tæknibúnaði en
einnig í húsnæði. Aukning í orku-
notkun verði hins vegar mjög óvem-
leg og krefjist engra séstakra að-
gerða. Gert er ráð fyrir að störfum
geti við þessar breytingar fjölgað um
30 til 40 hjá fyrirtækinu. Er þar um
ýmis störf að ræða allt ffá sérhæfð-
um framleiðslustörfum til verk-
ffæðistarfa.
Endanleg ákvörðun í málinu
verður tekin síðla sumars eða í
60 ára afmæli
Sunnudaginn 28. maí
verður Guðrún María
Harðardóttir 60 ára.
í tilefni þess tekur hún og
fjölskylda hennar á móti
gestum að Hótel Hamri
(rétt ofan við Borgames)
kl,15:00-18:00.
Ekki er óskað eftir blómum
eða gjöfum.
www.skessuhorn.is
r
F M R
Borgarnes
Atvinna
Umdæmisskrifstofa Fateignamats ríkisins í Borgarnesi auglýsir
eftir starfsmanni til skrifstofustarfa.
Vinnutími frá 8.00 til 16.10.
Starfslýsing: Starfið felst m.a. í umsjón með skjalasafni,
móttöku og skráningu gagna í Go-pro skjalavistunarkerfi og
umsjá með skráningu í Landskrá fasteigna.
Kröfur: Gerð er krafa um góða samskiptahæfileika, tölvufærni
og æskilegt er að viðkomandi hafi lokið prófi frá
framhaldsskóla.
Upplýsingar veitir Ingimundur í
síma 864-8371 og 515-5481.
Umsóknum skal skilað fyrir 3. júní n.k. og sendast á
Fasteignamat ríkisins - Ingimundur Grétarsson
Bjarnarbraut 8-310 Borgarnes
haust.
Gítamemendumir f.v. Sigurgeir Sturla Gunnarssonm, Sigmar Jónasson og Om Ingi
Unnsteinsson ásamt kennara sínum Ara Einarssyni.
Minnum á kosningaskrifstofuna okkar í Félagsbæ,
Borgarnesi.
Kosningaskrifstofan verður opin til föstudags kl. 13:00 - 24:00
og á kosningadaginn 27. maí frá 09:00 og þangað til að
úrslit kosninga eru kunn.
Síminn á skrifstofunni er 437-1633.
Skemmtum okkur vímulaus! Ekkert áfengi er veitt
á kosningaskrifstofunni eða atburðum
sem við stöndum að.
------------------------------------------------------------------------------:------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Byggjum betra samfélag !
Gm, ielktr
Framsoknarflokkurinn t sameinudu sveitarfelagi Borgarbyggðar,
Borgarfjarðarsveitar, Hvitarsiðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps.