Skessuhorn - 24.05.2006, Side 18
18
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006
gSESSUHÖES;
Ferðablaðið Vesturland og fleiri kynningamt
Það er óhætt að segja að mikið
efni komi út þessa dagana um
ferðaþjónustu á Vesturlandi og er
það vel enda mikil gróska í grein-
inni.
VESTIRLAIVD
ForsíSa Ferðablaðsins Vesturlands 2006.
Fyrir nokkru kom út Ferðablað-
ið Vesturland 2006 sem Skessu-
horn ehf. gefur út. Blaðið kemur
nú út í 8. skipti og hefur fyrir
löngu skipað fastan sess í huga
ferðaþjónustuaðila og ferðamanna
sem alhliða handbók um ferða-
þjónustu í gamla Vesturlandskjör-
dæmi. Efni þess er flokkað að hluta
eftir landssvæðum innan Vestur-
lands en auk þess er að finna í því
viðburðaskrá sumarsins, umfjöllun
um golf, sund og tjaldstæði, kort,
lausar sumarhúsalóðir, kynningu á
náttúru og sögu og margt fleira.
Blaðið er prentað í 20 þúsund ein-
tökum og er að þessu sinni 116
síður að stærð. Það hefur nú verið
sent til 2200 eigendum sumarhúsa
á Vesturlandi en afgangurinn, eða
um 18 þúsund blöð fara í almenna
dreifingu í upplýsingamiðstöðv-
um, á ferðaþjónustustöðum og
víðar. Um dreifmgu blaðsins sér
Upplýsinga- og kynningarmiðstöð
Vesturlands, UKV (síma 437-
2214).
Töfirar íslands
Síðustu tvö ár hefur Snæfells-
nesið verið kynnt undir slagorðinu
Töfrar Islands og er þar vísað til
hins dulmagnaða og fjölbreytta
landslags og náttúru sem þar er að
finna. I nýútkomnum kynningar-
bæklingi sem Framkvæmdaráð
Snæfellsness gefur út er Snæfells-
nesi skipt upp í þrjú mismunandi
svæði, nesið sunnan- og norðan-
vert og Utnesið þar sem Þjóðgarð-
urinn Snæfellsjökull er. Númerað
kort er af hverju svæði fyrir sig, svo
og myndir sem sýna staðina sem
verið er að vísa til til að hjálpa
ferðamanninum, innlendum sem
erlendum að velja þá staði og þau
svæði sem þeir vilja helst skoða og
kynna sér.
Kort af Hellissandi
Nokkrir framtakssamir aðilar í
Snæfellsbæ hafa nú gefið út nýtt
kort af Hellissandi. Höfundar þess
eru Lilja Olafardóttir, Lúðvík
Smárason og Skúli Alexandersson,
en um uppsetningu og prentun sá
Prentverk Akraness. Kortið sýnir
alla helstu þjónustustaði og merka
staði og gefur þannig greinargóðar
upplýsingar fyrir gesti bæjarins.
Önnur hlið nýja kortsinsfrá Hellissandi.
BreitltiHörilMf
Heliissandur
SnœMsnesi
- 6jú bnk6l?H
A myndinni eruf.v. : Þórunn Sigþórsdóttir umhverfisfulltrúi Snæfellsness, Guðbjörg
Gunnarsdóttir þjóðgarðsvórður, Dagný Þárisdóttir bœjarfulltrúi Stykkishólms, Sigriður
Finsen forseti bœjarstjómar í Grundarfirði, Guðrún G. Bergmann hótelst/óri og ráð-
gjafi, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir hönnuður og Róbert A. Stefánsson líffr<eðingur. Þau
eru með nýja bækíinginn um Töfra Islands - Snœfellsnes.
Hiyssa kastar - komið í heiminn í kuldatíð
Morgun einn í liðinni viku þegar Bjöm Theo-
dórsson, fiskifræðingur átti leið upp Borgarfjörð
sá hann hryssu í haga neðan við bæinn Vatns-
hamra í Andakíl og var hún að bera sig að við að
kasta. Björn staldraði við og náði þessari
skemmtilegri myndaseríu frá því fyrst sést í belg-
inn, folaldið smám saman kemur í heiminn og
þar til það er farið að arka á eftir móður sinni.
Jarpa hryssan sem sést á nokkrum myndanna er
undan þeirri sem kastaði en dótturinni fannst
nauðsynlegt að fylgjast náið með. Hryssan og fol-
aldið em í eigu Hallgríms Sveinssonar starfs-
manns Bændasamtaka Islands en hann er sonur
hjónanna Sveins og Gerðar ábúenda á Vatns-
hömrum.
MM