Skessuhorn - 24.05.2006, Page 19
SHSSUHOBí
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006
19
Dalimir heilla
Við samein-
ingu gömlu
hreppanna í
Dölum fyrir
tólf árum varð
til sterkt sveit-
arfélag sem
hefur vaxið og
dafnað en því
skal ekki neit-
að að vaxtarverkirnir hafa verið
talsverðir eins og fylgir fyrstu ævi-
árunum. Þegar við siglum inn í
táningsárin sem eru tími fram-
kvæmda og aðgerða, er ljóst að
mikið verk bíður okkar. Möguleik-
arnir eru gríðarlegir og spennandi
verkefni bíða okkar víðs vegar í
nýju sameinuðu sveitarfélagi Dala-
byggðar og Saurbæjarhrepps.
Fjölskyldan í fyrsta sæti
H-listinn, listi Dalabyggðar hef-
ur lagt fram metnaðarfulla stefnu-
skrá, sem miðar að því að gera gott
samfélag betra. Við ætlum að gera
Dalabyggð að eftirsóknarverðum
stað fyrir barnafólk að búa á, en
hvernig ætlum við að gera það?
Við viljum byrja á leikskólanum,
hann er undanfari grunnskólans
og þess vegna mun H-listinn vinna
að því að leikskólinn verði gerður
gjaldfrjáls í áföngum og munum
við byrja á fimm ára börnum strax
næsta haust. I ffamhaldi af þessu
ætlum við að móta heildstæða
stefnu í uppeldismálum þar sem
leikskóli, grunnskóli, tónlistar-
skóli, íþrótta- og tómstundastarf
verður unnið og skipulagt sem ein
heild fjölskyldunni til heilla. Og
hvað felur það í sér? Samfelldan
skóladag sem inniheldur ásamt
hefðbundnu skólastarfi íþróttaæf-
• . ... - - '
Akraneskaupstaður
ingar og tómstundastarf auk tón-
listariðkunar fyrir þá sem það
stunda. Til að þetta geti orðið að
veruleika munum við stórauka
framlög sveitarfélagsins til æsku-
lýðsmála, m.a. með því að auka
starfshlutfall æskulýðsfulltrúa. Að
auki stefnum við að byggingu
íþróttahúss í Búðardal sem er
meginforsenda fyrir því að svona
stefna gangi upp. Þetta þýðir að
þegar börnin koma heim úr skól-
anum er starfsdegi þeirra lokið á
sama tíma og foreldranna og ljóst
að fjölskyldan getur verið saman
við leik og störf.
Framtíðin björt
í Dalabyggð
Það er öllum Dalamönnum ljóst
að möguleikarnir eru óþrjótandi á
komandi árum, atvinnulífið hefur
verið á uppleið með tilkomu Ung-
menna- og tómstundabúða á
Laugum og stækkunar á Dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Fellsenda.
Við á H-listanum ætlum að ráðast
í kynningarátak á þeim möguleik-
um sem fyrirtækjum býðst í Dala-
byggð, m.a. munum við bjóða fyr-
irtækjum tímabundnar niður-
greiðslur á fasteignagjöldum. Að
auki ætlum við að beita okkur sér-
staklega fyrir fjölgun starfa sem
krefjast starfs- eða sérmenntunar
og munum við berjast fyrir því að
ríkið færi hingað störf. Þá er ljóst
að fjarskiptasamband á öllum svið-
um þarf að stórbæta ef að Dala-
byggð á að verða samkeppnishæf
við nágrannasveitarfélögin og er
það verkefni sem við ætlum að fara
í af öllum krafti strax eftir kosn-
ingar. ...
í samgöngumálum mun H-list-
inn beita sér fyrir bættum sam-
göngum innan héraðs, sem og á
stofnbrautum í gegnum sveitarfé-
lagið. Það mun reynast nauðsyn-
legt með tilliti til stóraukinnar
bílaumferðar í gegnum sveitarfé-
lagið með tilkomu væntanlegs veg-
ar yfir Arnkötludal, sem mun gera
auknar kröfur til þjónustufyrir-
tækja í héraðinu. Þess vegna legg-
ur H-listinn áherslu á að standa
vörð um þau þjónustustörf sem
þegar eru til staðar.
Táningsárin
Ég flutti í Dalina fyrir fjórum
árum og fann strax að hér vildi ég
vera, það eru forréttindi að búa í
samfélagi með góðu fólki í fallegu
umhverfi. Það er alveg víst að
mestu verðmætin sem við eigum í
Dölunum er fólkið sem hér býr og
ekki spillir náttúrufegurð Dalanna
fyrir.
Nú þegar við siglum inn í tán-
ingsárin er nauðsynlegt að allir
íbúar Dalabyggðar og Saurbæjar-
hrepps taki höndum saman í nýju
sameinuðu sveitarfélagi. Þannig
náum við bestum árangri öllum
íbúum til hagsbóta. Við á Lista
Dalabyggðar skorum á ykkur að
taka afstöðu og mæta á kjörstað.
Setjum X við ffamtíðina og kjós-
um nýja og betri Dalabyggð.
Einarjón Geirsson.
Höf. skipar 5. sæti H-listans,
Lista Dalabyggðar fyrir sveitar-
stjómarkosningar í Dalabyggð 21.
maí nk.
—T~-------^
Útboð vegna
Brekkubæjarskóla
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu nýs anddyris við
Brekkubæjarskóla, framkvæmdir á skólalóð og endurbætur á utanhúsklæðningu.
Verkinu verður skipt upp í verkáfanga sem eru í grófum dráttum sem hér segir:
Byggingu anddyris skal lokið á þessu ári en framkvæmdum við skólalóð og
utanhúsklæðningu er skipt milli áranna 2006 og 2007.
Nánari skilgreiningu er að finna í útboðsgögnum.
Helstu magntölur eru:
Anddyri:................
Mót........................ 150 m2
Járn................... 1.100 kg
Steypa..................... 43 m3
Einangrun.................. 200 m2
Þakdukur................... 130 m2
Utanhúsklæðning:
Endurnýjun á
utanhúsklæðningu ....... 1.315 m2
Málun glugga............. 1.750 Im
Lóð:
Gröftur og brottakstur
umframefnis...............2.650 m3
Malarfylling og þjöppun ...2.000 m3
Jöfnunarlag...............5.800 m2
Gróðurmold............... 1.200 m3
Snjóbræðslupípur DN....25 4.600 Im
Ljósastólpar með reisingu .. 16 stk,
Hellulögo svæði.......... 1.360 m2
Malbikuð svæði........... 3.250 m2
Þökulögn................... 610 m2
Verklok á áfanga ársins er 21. ágúst 2006.
Útboðsgögn verða til sölu frá og með mánudeginum 29. maí nk. hjá tækni- og
umhverfissviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 3.000,-.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. júní 2006, kl. 14:00.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
k
• • •
SEMENTSVERKSMIÐJAH
Sementsverksmiðjan hf
óskar eftir að ráða
• Bílstjóra (með meirapróf) til aksturs á
sementsflutningabíl, sumarafleysingastarf, uppl.
Þórður Árnason s. 898-1777
• Vélvirkja á vélaverkstæði, uppl. BöðvarS. Björnsson,
s. 861-9973
• Dagvinnumann í framleiðsludeild, þarf að hafa
1 vinnuvélaréttindi meiri, uppl. Ketill B. Bjarnason,
j s. 861-9926
f Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Sementsverksmiðjunnar að Mánabraut 20. Umsóknarfrestur
er til 8. júní n.k.
Sementsverksmiðjan hefur gæðavottun samkvæmt IS0 9001
staðli. Fyrirtækió gerir kröfu til starfsmanna sinna um öguð
og vönduð vinnubrögð. Reglusemi er áskiLin.
Skoðanakönnun um nafn
á sveitarfélaginu
Samhliða sveitarstjórnarkosningum í
sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar,
Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og
Kolbeinsstaðahrepps fer fram
skoðanakönnun um nafn á nýju sveitarfélagi.
Valið er á milli eftirtalinna nafna:
• Borgarbyggð
• Brákarbyggð
• Mýrabyggð
• Sveitarfélagið Borgarfjörður
i Kjósendum gefst kostur á að
j velja eitt af þessum nöfnum.
Sameiningarnefnd
Lausar lóðir
Lausar eru til umsóknar í Borgamesi sex lóðir fyrir
einbýLishús í Stekkjarholti og tvær við Trönuklett
sem er gata norðan megin við SvöLuklett. Á VarmaLandi
eru Lausar tiL umsóknar tíu Lóðir fyrir raðhús.
Reiknað er með að gatnagerð vegna ofangreindra
Lóða fari fLjótlega af stað.
Lóðum verður úthlutað á fundi bæjarráðs
Borgarbyggðar fimmtudaginn 1.06.2006.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
Tæknideild Borgarbyggðar.
Bæjarstjóri Borgarbyggðar.
Traust fjármálastjórn
>31-: -.rB'L-'.rrir^
1. sœti 2. sœti
Guðmundur Páll Magnús Guómundsson,
Jónsson, bæjarstjóri framkvæmdastjóri
3. sœti 4. sœti
Guðni Tryggvason, Dagný Jónsdóttir,
verslunarmaður viðskiptafræðingur