Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 24.05.2006, Blaðsíða 25
 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006 25 Fréttavefur Vesturlands tekur risastökk Þrátt fyrir að nú séu einungis þrjár vikur liðnar frá því að nýr vef- ur Skessuhorns opnaði hefur um- ferðin um hann þegar þrefaldast. Aðra vikuna í röð reynast vikulegir notendur vefjarins vera yfir 6000 skv. óháðri mælingu Modernus ehf. Vissulega er þetta gleðilegt en e.t.v. um leið fyrirsjáanlegt miðað við að nú er Vesturland í fyrsta sinn að eignast mjög virkan frétta- og upp- lýsingavef sambærilegan vefjum t.d. á Suðurlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi. Nýir notendur eru alltaf velkomnir og hvetur Skessu- horn lesendur til að fylgjast með vefnum og þróun hans á: www.skessuhorn.is MM Kóramót eldri borgara kóra á Akranesi Samkórinn Hljámur áAkranesi á tónleikum á Akureyri árið 2002. Laugardaginn 27. maí nk. verð- ur kóramót í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Þátttakendur eru 5 kórar eldri borgara, þ.e. Eld- ey Reykjanesbæ, Gaflarakórinn Hafnarfirði, Hörpukórinn Arborg, Vorboðar Mosfellsbæ og Hljómur Akranesi. Hver kór syngur nokkur lög og tónleikarnir enda á sameig- inlegum söng allra kóranna. Kórar eldri borgara njóta sífellt meiri vinsælda og virðingar undir leiðsögn góðra söngstjóra og radd- þjálfara. Samkórinn Hljómur, sem sér um mót þessara kóra í þriðja sinn, hefur æft í vetur undir stjórn Laufeyjar Geirsdóttur, söngkonu, og Sveins Arnars Sæmundssonar, organista sem hefur stjórnað kórn- um nokkur undanfarin ár og sér nú um undirleik á tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 og aðgangseyrir er kr. 1000.- (Fréttatilkynning) 1 , -• «r Tunnubær brenndur í fiðinni viku hélt slökkvilið Borg- arfjarðardala æfingu um leið og fargað var húsi sem lengi hefur stað- ið við Vélabæ í Bæjarsveit. Húsið, sem oft hefur verið nefnt Tunnubær, var búið að þjóna sínu hlutverki og talið ónýtt. Því var kveikt í því og stýrðu slökkvistjórarnir Pétur Jóns- son og Guðmundur Hallgrímsson verkinu af röggsemi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Björn Hún- bogi Sveinsson, ljósmyndari Skessu- horns tók, stýrðu slökkviliðsmenn vindáttinni með gnýblásara, þ.e. beindu eldtungunum frá nálægu húsi með því að hreinlega blása á eldinn. Verkið gekk vel fyrir sig og tók skamman tíma. MM Einsögur um bútækni Einn af þeim vefjiun hér á Vest- urlandi sem alltaf lifir góðu lífi er vefur Búvélasafnsins á Hvanneyri. A vefnum hefur nú verið sett nýj- ung, þ.e. svokallaðar einsögur. A buvelasafn.is stendur m.a.: „Enn vill Búvélasafhið auka ffamlag sitt til menningarsögu íslensku þjóðar- innar; heimsíðungur er að vísu hundfull yfir gengi Skagamanna í deildinni, sem virðast heillum horfnir, en leggst þó ekki í þung- lyndi af þeim sökum að svo stöddu. Hér uppi og til vinstri á heimasíð- trnni sérðu nýjan efnisflokk sem heitir Einsögur um bútækni. Dreptu fingri á hann með músinni og þá koma fyrstu sögurnar sem og skýring á eðli þeirra og notagildi. Heimsíðungur þiggur mjög gjarnan einsögur úr þróunarsögu véla og verktækni í íslenskum sveit- um, sem og ábendingar um þær.“ MM Framtídirí et ðlfeBti Mjólkurbílstjóri Sumarafleysing MS Reykjavík, óskar eftir að ráða bílstjóra í sumarafleysingar við söfnun og flutning mjótkur frá mjólkurframleiðendum á Vesturlandi til Reykjavíkur. REVKJAVÍK "K AVIK Æskileg búseta er í Borgarnesi eða nágrenni. Nánari upplýsingar veitir Páll Svavarsson að Bitruhálsi 1 - Reykjavík eða í síma 569-2200. Hægt er að senda umsóknir á netfangið starfsmannasvid@ms.is www.xl.vefurinn.is - xl®vefurinn.is x Kirei.fEMXiirciiA'viic: KONIIMGAKAFFI VEIITCK A KJÖRDáO MJB.Á KL 9.00-12.00 KOSIII6AVAKA ~ww -w? -wi gz/ nr t/ y ^ á\á\ JKM. Æj JK? >5r JL JRMk Æj • 06 ITEIDVK I&áM ETTIK IÓTTV BORGARLISTINN Koibeinsstoðohrepps Sveiforstjórnarkosntngor i someinuðu sveiiarfétogi Borgarbyggðor, Borgorfjorðorsveitor, 27. moí 2006. Vinstri græn VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð hreinar línur Kjósum Rún o§ Sigurð Mikael í bæjarstjórn á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.