Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Qupperneq 26

Skessuhorn - 24.05.2006, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 ggiSSUHOSEH Iþróttir, útivist ogforvamir Ahugaverð- ir tímar eru í nánd varðandi íþróttamál í sveitarfélag- inu. Með til- komu nýs íþróttahúss í Borgarnesi breytist lands- lag hér á svæðinu til muna. Mögu- leikar á nýjum íþróttagreinum og bætt aðstaða til almenningsíþrótta mun höfða til enn stærri hóps. Ljóst er að fara þarf rækilega í að skoða íþróttaaðstöðu á öðrum þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu. Rekstur íþróttafélaga og deilda hefur sjaldan verið eins þungur og fást sífellt færri til liðs við hreyf- inguna. Framsóknarmenn munu standa vel að verki við uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og standa þétt við bakið á íþróttafélögum í starfsemi sinni og í samvinnu við þau efla allt íþróttalíf. Greiður aðgangur að fíkniefnum er orðið verulegt vandamál hér í sveitarfélaginu og þurfum við að bregðast fljótt við og stórauka for- varnarstarf. Vitað er að íþróttir eru ein af bestu forvörnum gagnvart vímuefnanotkun og börn og ung- lingar sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vímu- efnanotkun. Hagsmunir sveitarfé- lagsins felast í öflugri lýðheilsu íbúa og uppbyggjandi starfi íþróttafélaga og margvíslegra fé- lagasamtaka. Með tilkomu reiðhallar þá sjáum við fram á aukið vetrarstarf hjá hestamönnum. Þarna þarf sveitar- félagið að koma að málum t.d. við lagningu reiðvega. Framsóknarmenn munu beita sér fyrir lagningu göngu- og hjóla- stíga og tengja þá við útivistar- svæði til að mynda frá Bjargslandi að golfvellinum og þar yfir að svæði hestamanna og útivistar- svæði Einkunna. Ljóst er að gera þarf stórátak í göngustígamálum í Borgarnesi og ætlum við Fram- sóknarmenn að standa þar mynd- arlega að verki. Byggjum betra samfélag með Framsóknarflokknum! Sigríður Guðbjörg Bjamadóttir Höf. skipar 4. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgar- jjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Fagurt mannlíf ífögrum bæ Yfirskrift stefnuskrár okkar Vinstri- grænna á Akranesi núna í aðdraganda kosninganna er: „Fagurt mannlíf í fögrum bæ“ og vísar ef til vill meira til framtíð- arsýnar okkar um hvemig við vilj- um að bærinn okkar verði en tdl þess hvemig núna er ástatt í bæn- um. Eg efast hins vegar ekki um að allir bæjarbúar deila þessari draumsýn með okkur Vinstri- grænum um fagurt mannlíf og fagran bæ. En ég held líka að okk- ur öllum sé hollt að velta fyrir okk- ur þeirri spurningu, hvort við nú í dag getum með stolti sagt að bær- inn okkar sé fagur útlits. Finnst fólki almennt svo vera? Sjálf hef ég mínar efasemdir og finnst mikið á skorta að svo sé. Eg vil raunar ganga svo langt og segja, að umhirða okkar og umgengni í bænum sé víða okkur hreinlega til skammar og ræni Akranes þeim sjarma sem staðurinn og umhverfi hans gefur sannarlega tilefni til. Frá þessu era að sjálfsögðu margar og góðar undantekningar, þar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt metnað sinn í snyrtilegan ffágang mannvirkja og umhverfis, bæði í eldri og yngri bæjarhverfunum. En sérstaklega stingur í augu gamli miðbærinn okkar og Niður-Skag- inn. I mínum huga snýst málið fyrst og ffemst um það að við Skaga- menn snúum bökum saman og sköpum okkur þann bæ sem við helst kjósum og getum verið stolt af. Fyrst af öllu þurfúm við að gefa okkur tíma til þess á næstu mánuð- um að kalla saman alla þá sem vettlingi geta valdið til skrafs og ráðagerða, til íbúafunda á líkan hátt og tildæmis Akureyringar hafa gert. A slíkum fundum leggja allir saman í púkkið hugmyndir sínar um hvernig við getum reist gamla bæinn úr öskustó og bætt og fegrað umhverfi okkar allsstaðar, -einnig fjörarnar og strandlengj- una frá Leyni og allar götur inn að Innsta-Vogsnesi. I skipulögðum vinnuhópum, þar sem allir hella úr sínum nestis- skrínum og miðla sínum draum- sýnum, verður síðan smám saman til safn hugmynda sem arkitektar og skipulagsffæðingar setja síðan saman í mismunandi valkosti, sem við svo veljum úr þann besta með lýðræðislegum hætti. Síðan sé ég fyrir mér að bæjaryf- irvöld setji upp nákvæma og tíma- setta aðgerðaáætlun, - til nokkurra ára, - þar sem við á næstu áram, skref fyrir skref, vinnum saman að ffamtíðarmarkinu. Rún Halldórsdóttir. Höf. skipar 1. sati á lista Vinstri- grœnna á Akranesi VestUFlands www.skessuhorn.is Sijéínsýsteíi Tenolar Myndir rytitiÆki Pfomis Askríft Gestabðk Á Skessuhomsvefnum finnurðu daglegar fréttir af Vesturlandi, innsendar greinar, smáauglýsingar, viðburðadagskrá og margt fleira. Kíktu núna! T^cnnttut^x Veljiðfólk sem lætur verkin tala Veljið fólk sem lætur verkin tala Framundan eru afar áhugaverðar kosningar og það er að sjálfsögðu markmið okk- ar Framsóknarmanna að komast í þá stöðu að geta haft áhrif á fram- tíðarþróun þess glæsilega sveitar- félags sem verður að veruleika í kjölfar sameiningar. Framboðslisti okkar hefur á að skipa öflugum hópi fólks, en í okkar hópi eru m.a. margir margreyndir sveitar- stjórnarmenn ásamt tmgu og afar efnilegu fólki, sem kemur vítt og breitt úr sameinuðu sveitarfélagi. I mínum huga erum við í stakk búin til að axla þá ábyrgð að koma hinu nýja sveitarfélagi á fleygiferð inn í framtíðina. Meginástæða samein- ingar var í mínum huga að styrkja stöðu okkar svæðis í þeirri miklu samkeppni sem á sér stað við önn- ur hérað í mikilli uppsveiflu. Þess vegna er mikilvægt að til forystu veljist fólk sem lætur verkin tala fljótt og vel, en í því felst ekki hvað síst að undirbúningur og greining verkefna sé hin faglegasta. Framsóknarmenn eru tilbúnir til að taka á með íbúum sveitarfé- lagsins við uppbyggingu til fram- tíðar. Fólk sem er reiðubúið til að berjast af alefli fyrir því að héraðið okkar standi vel í samkeppni við önnur svæði á landinu. Hérað sem nú þegar býr við þá sérstöðu að hafa jafnvægi á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Hérað, sem er með öfl- ugan landbúnað á sama tíma og við getum státað af tveimur há- skólum og einni háskólatengdri stofnun til viðbótar. Hérað sem hefur alla burði til að geta orðið öflugasta ferðamannahérað lands- ins vegna blómlegs mannlífs, sögu og núttúrafegurðar. Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir Höf. skipar 8. sætið á lista Fram- sóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgar- fjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðabrepps. 7*6 ’mtunn- Eg hefaldrei verið spurður í fögrum framboðsræð- um og metn- aðarfullum stefnuskrám framboðanna allra kemur hvað sterkast fram að sam- eining eigi að takast vel. Setningar á borð við „að í sameinuðu sveitarfélagi eigi hver einstaklingur að upplifa sjálfan sem mikilvægan hlekk í sterkri heild“ hafa víða heyrst á fram- boðsfundum. í sama samhengi er talað um íbúalýðræði og opna stjórnsýslu. A framboðsfundi í Lindartungu var fjallað um einka- væðingu á leikskólum, grunnþjón- ustu sem sveitafélagið veitir í dag, tækifæri sem felast í slíkri rekstrar- breytingu og sérstaklega þau hröðu vinnubrögð sem meirihluti Borgarbyggðar taldi þurfa við slíka breytingu á rekstri. Snarpar umræður sköpuðust og var einn frambjóðandi spurður beint út hvað honum fyndist um þessi mál. Svarið var einfalt og einlægt „ég hef aldrei verið spurður“. Þetta svar ffambjóðandans hafði mikil áhrif á mig og hefúr oft komið upp í hugann, sérstaklega þegar verið er að tala um íbúalýðræði og opna stjómsýslu. Eg efast stórlega um að þeir íbúar sem láta svona orð frá sér upplifi sig sem mikilvægan hlekk í sterkri heild. Málefni sveit- arfélagsins era öllum viðkomandi og það þarf að passa vel uppá að þau séu vel ígranduð og vel kynnt áður en farið er af stað. Það skipt- ir ekki máli þó að málefnið sé gott og markmiðið göfugt, kapp er best með forsjá. Valdimar Sigurjónsson Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgar- fjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. ~PctUu'tUl-~«ó, Hver eru lífsgildi sveitarstjómarmanna? Maður get- ur velt því fyr- ir sér hvers vegna fólk er að berjast fýrir því að komast í sveitarstjórn? Við verðum að vona að oftast sé það vegna áhuga á að fegra og bæta það sam- félag sem við búum í. En því mið- ur hefur maður það oft á tilfinn- ingunni að baki liggi eigin metn- aður og eigin hagsmunir framar þörf fyrir að bæta hag annarra. Lífsgildi okkar stýra afstöðu okkar til mála samfélagsins. Lífs- gildin fela í sér hvernig við sjáum okkur sjálf í samfélagi við annað fólk og hver staða annarra er gagn- vart okkur. Annars vegar getur falist í henni að velferð annarra er jafn mikils virði og okkar eigin. Það er í samræmi við kristin lífs- gildi sem byggja á kærleika og snúa að virðingu fyrir öðrum, samkennd og samlíðan með öðram og því að meta aðra jafna okkur sjálfum. Hins vegar geta lífsgildi fólks líka falist í því að fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Eða vantar ekki oft þá hugsun að vel- ferð þess samborgara sem er mest þurfi, sé mikilvægasta verkefni sveitarfélagsins? Sveitarstjórnarmál snúast annars vegar að forgangsröðun útgjalda sveitarfélaganna og hins vegar að því hvernig hægt er að afla aukinna tekna. Því miður hugsa stjórn- málamenn alltof oft aðeins fram að næstu kosningum. Þá er mjög freistandi að benda á glæsileg mannvirki og önnur glæsileg afrek. Auknar forvarnir og önnur aukin þjónusta við fólk, er ekki eins sýni- leg. Arðsemi forvarna er oftast miklu meiri en annarra fjárfest- inga, en sú arðsemi skilar sér á heilli mannsævi og það er of lang- ur tími fyrir margan stjórnmála- manninn Glæsileiki einstakra framkvæmda er líka miklu sýni- legri, en þjónusta sem byggir á samlíðan og mannúð. Stjórnmála- menn eru tilbúnir til að setja hundruð milljóna í giæsilegar framkvæmdir, en að setja sömu up'phæð í að bæta líf þeirra sem þarf sérstaklega að huga að, er ekki sveipað sama ljóma. 19% skólabarna eiga við langvarandi heilsuvanda, 40% þessara vandamála snýr að geð- heilsu barnanna. Forvarnir skipta allt samfélagið mjög miklu máli, þær snúa að foreldrum, leikskólum og grunnskólunum og öllu samfé- laginu. Það þarf að auka verulega stuðning við foreldrana. Það eru til aðferðir sem hafa sýnt að skila ár- angri. Það þarf að auka vægi til- finninga og félagsþroska í öllu skólastarfi. Það þarf að efla list og verknám og samþætta tómstunda- og íþróttastarf inn í starf leik- og grunnskóla. Það þarf að huga að þeim börnum sem fylgja ekki fjöldanum. Þetta snýr að forgagns- röðun útgjalda sveitarfélagana. I komandi sveitarstjórnarkosn- ingum skulum við því spyrja hverj- ir vilja meta börnin ffamar öðru? Hverjir vilja bæta hag fatlaðra? Hverjir ætla að bæta aðgengi í samfélaginu þannig að allir komist ferða sinna? Hverjir era tilbúnir til að setja mannréttindi fólks í fyrir- rúm og forgangsraða útgjöldum í samræmi við það? Hverjir eru til- búnir að koma fjölskyldustefnu í framkvæmd? Magnús Þorgi'hnsson Framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra á Vesturlandi sálfræðingur stjómarmaður í Hjaitaheill og sóknarnefidarmaður í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.