Skessuhorn - 07.06.2006, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006
ciuássútióBE]
Sjómannadagshátíðar-
höld á Vesturlandi
Stungið sér til stakkasunds á sjómannadegi í Grundarfirði ífytra.
Ljósm: Sverrir Karlsstm.
Útskriftarhópurinn í Reykholti ásamt Agústi Sigurðssyni rektor.
Ljósm. KOP
Skólar sameinist um
námsleiðir
- útskrift frá Lbhí
Hátíðarhöld munu verða í all-
flestum sjávarplássum á Vesmrlandi
í tdlefni Sjómannadagsins eins og
venja er, en þó mismikil.
Stykkishólmur
I Stykkishólmi hefur verið ákveð-
ið að þetta árið verði ekki hefð-
bundin hátíðarhöld í bænum, en að
venju verður blómsveigur lagður að
minnisvarða um látna sjómenn í
kirkjugarðinum og sjómannamessa
verður í Stykkishólmskirkju. Björg-
unarsveitdn Berserkir verður með
kaffisölu og stendur hún fram eftir
degi. Nýja Breiðafjarðarferjan
Baldur verður formlega vígð og er
bæjarbúum boðið í siglingu með
Baldri. A Fimm fiskum verður sjó-
mannadagsmatseðill og lifandi
músik á laugardagskvöldið.
Grundarfj örður
I Grundarfirði hefst sjómanna-
dagsdagskrá á laugardeginum með
messu í Grundarfjarðarkirkju og
lagður verður blómsveigur að
minnisvarða látinna sjómanna. Frá
kirkju verður farið í skrúðgöngu
með Lúðrasveit Verkalýðsins í far-
arbroddi til hafnarsvæðisins. Þar
mun heljarinnar hefðbundin
skemmtidagskrá fara ffam, þar sem
meðal annars verður att kappi í
þrautabraut, koddaslag og stakka-
sundi.
Fótboltaleikur milli G. Run
manna, áhafna Hrings og Helga á
móti Sæbóli ehf. mun fara fram á
laugardaginn. Um kvöldið verða
svo sjómannaskemmtanir á Kaffi 59
og Krákunni. Grundfirðingar hefja
sunnudaginn á skemmtisiglingu og
er í land verður komið hefst fjöl-
skylduskemmtun við sundlaugina
þar sem stólað er inn á skemmtun
fyrir yngri kynslóðina. Sjómanna-
dagshátíðarhátíðarhöld í Grundar-
firði eru skipulögð í samvinnu Sjó-
mannadagsráðs og Björgunarsveit-
arinnar Klakks.
Snæfellsbær
I Ólafsvík hefst sjómannadags-
helgin með opnun málverkasýning-
ar Sesselju Tómasdóttur sem
heimamenn þekkja vel sem inn-
fæddan Ólsara. Laugardagurinn
hefst með umræðufundi um sjávar-
útveg og mun Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra mæta á
fundinn, en hann verður haldinn á
Hótel Ólafsvík. Við höfnina í
Ólafsvík á laugardag veður boðið
upp á skemmtun af ýmsum toga,
kappróður, reiptog, brettahlaup og
margt fleira. Sjómannahóf verður á
hótelinu um kvöldið. A sunnudag
verður blómsveigur lagður við
minnisvarða látinna sjómanna í
Sjómannagarði, sjómenn heiðraðir
og verður ræðumaður dagsins Páll
Ingólfsson. Ef veður leyfir mun sjó-
mannamessa fara ffam í Sjómanna-
garði en ef ekki viðrar til þess verð-
ur gengið úr garðinum til kirkju.
KafEsala verður hjá Slyslavamar-
konum og haldið verður í skemmti-
sighngu seinnipart sunnudags. Að
skemmtisiglingu lokinni verður öll-
um bæjarbúum og gestum boðið í
grill við Þorgrímspall.
I Rifi og á Hellissandi verður
Sjómannadagurinn haldinn hátíð-
legur eins og venja er. A laugardag
fara keppnisgreinar fram á Rifi.
Dagskrá sunnudagsins hefst með
sjómannamessu að Ingjaldshóli og
þar verður lagður blómsveigur til
minningar látinna sjómanna. Há-
tíðarhöld verða í Sjómannagarðin-
um á sunnudag þar sem heiðraður
verður aldraður sjómaður, verð-
launaafhending mun fara fram og
fleira. Arleg kaffisala Slysavarnarfé-
lagsins Bjargar verður í Röstinni að
dagskrá lokinni. I félagsheimilinu
Röst verður svo sjómannadansleik-
ur ásamt fjölda skemmtiatriða.
Akranes
Á Akranesi mun hátíðin Hátíð
hafsins verða haldin á laugardag.
Markaðsstemning verður á hafiiar-
svæðinu þar sem meðal annars
verður til sölu fiskur í soðið. Gamla
Akraborgin, sem nú ber nafnið Sæ-
björg, mun koma frá Reykjavík og
leggja að við höfn á Akranesi. Tek-
ið verður á móti þessari gömlu vin-
konu allra Skagamanna með lúðra-
blæstri Skólahlómsveitar Akraness,
er hún siglir inn hafnarmunnann
og leggur að. Meðan hún staldrar
við gefst gestum og gangandi tæki-
færi á að skoða hana og rifja upp
allar þær minningar um hana sem í
hjörtum fólks eru. Margvísleg tón-
listar-, söng- og leikatriði verða í
boði fyrir unga sem aldna. Keppni í
kappróðri, kraffakeppni og fiski-
súpu keppni verða attar við bryggj-
una. Björgunarfélag Akraness býð-
ur upp á sjómannaþrautir í og við
höfnina, kaffisala Slysavarnar-
kvenna verður í Jónssbúð og Sjó-
mannadagsráð býður upp á grill og
annað góðgæti við höfnina. Fiskar
og furðudýr verða til sýnis á hafnar-
svæðinu, hoppukastalar, sprell-
tívolí, trampólín og margt annað
skemmtilegt verður í boði fyrir
börnin. Einnig munu félagar í smá-
bílaklúbbnum sýna listir sína með
fjarstýrða bíla og dorgveiði verður á
bryggjunni. Að kvöldi laugardags
verður Fiskiveislan vinsæla haldin á
Safnasvæðinu á Görðum. Messað
verðtu: að vanda í Akraneskirkju á
Sjómannadag, þar sem sjómenn
verða heiðraðir og að messuhaldi
loknu mtm verða gengið að minnis-
varða sjómanna á Akratorgi og þar
lagður blómsveigur til heiðurs lát-
inn sjómanna. Hátíð Hafsins er
skipulögð af Markaðsskrifstofu
Akraneskaupstaðar í samstarfi við
Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð
Akraness, Sjómannadagsráð
Reykjavíkur og Höfuðborgarstofu.
SO
Landbúnaðarháskóli íslands
(Lbhí) útskrifaði tun 70 nemendur
á fimmtudag og föstudag í síðustu
viku. Brautskráningin í ár fór frarn
á tveimur stöðum, á fimmtudag f
Reykholti og föstudag á Reykjum í
Olfusi. Þetta var önnur brautskrán-
ing skólans, en í fyrsta sinn sem
brautskráð er úr öllum deildum því
á Reykjum er útskrifað annað hvert
ár.
I Reykholti brautskráðust 22
nemendur úr háskólanámi og 22 að
auki af búffæðibraut. Fjórir nem-
endur voru hæstir með einkunnina
9,0 fyrir BS-ritgerð, þau Brynja
Dögg Ingólfsdóttir, Daði Lange
Friðriksson, Friðrik Már Sigurðs-
son og Oddný Guðmundsdóttir.
Lára Björk Sigurðardóttir var hæst
á búfræðiprófi með einkunnina 8,9.
Berglind Osk Oðinsdóttir hlaut 8,2
hæstu einkunn í búvísindum,
Kerstin Langenberger í landnýt-
ingu 8,3 og þær Brynja Dögg Ing-
ólfsdóttir og Kristbjörg Ágústs-
dóttir í umhverfisskipulagi 8,6.
Einingar hins
íslenska háskóla
Aðspurður sagðist Ágúst Sig-
urðsson rektor að síðan skólinn var
stofnaður hafi vinnan fyrst og
fremst snúið að innra skipulagi. Nú
tæki hins vegar við tímabil upp-
byggingar og ffamkvæmda. Bæta
þyrfti aðstöðuna ef markmið skól-
ans um helmings stækktm ætti að
nást. I því skyni væru ff amkvæmdir
ffamundan á Hvanneyri, húsnæði
yrði breytt og einnig þyrfd að ráð-
ast í nýbyggingar.
Ágúst lagði í ræðu sinni áherslu á
að bjart væri ffamundan hjá Lbhl.
Risastórt skref hefði verið stigið í
vor þegar skólinn fékk heimild til
að bjóða upp á nám til þriðju há-
skólagráðu, þ.e. nám til doktors-
prófs. Lbhl er annar skólinn á eftir
Háskóla Islands sem fær heimild til
þess og er það viðurkenning á góðu
starfi starfsfólks skólans. Fyrsti
doktorsneminn hefur þegar hafið
nám.
Lbhí hefur átt í góðri samvinnu
við aðrar menntastofnanir, bæði
hérlendis og erlendis. Agúst telur
að með nýjum háskólalögum opnist
spennandi möguleikar á því sviði.
„Eg er þess fullviss að við munum í
framtíðinni sjá miklu meira af því
að skólar sameinist um rekstur
námsleiða enda eru þar ótal mögu-
leikar tdl þess að tengjast erlendum
skólum og auka þar með enn á gæði
viðkomandi náms auk þess að
fjölga möguleikum námsfólks til
mennta.“ Hann lagði ríka áherslu á
að þó farið væri í aukna samvinnu
og jafnvel sameiningu væri há-
skólarekstur á landsbyggðinni
þjóðinni mikilvægur og lykilatriði
til árangurs í byggðamálum. Rétt-
ara væri að líta á hvem skóla fyrir
sig sem einingar hins íslenska há-
skóla, þannig sé hægt að bjóða upp
á gott nám og stunda öflugar og
vandaðar rannsóknir á heimsmæli-
kvarða.
KÓP
PISTILL GISLA
Ég hef aldrei dregið dul á það að
ég er ýmsum kostum búinn og í
raun hlaðinn hæfileikum. I sumum
tilfellum jaðrar það meira að segja
við náðargáfu. Vandamálið er hins-
vegar það að flest af því sem ég er
bestur í kemur mér ekki til góða á
nokkurn hátt vegna þess að hæfi-
leikarnir liggja á sviðum sem ekki
koma að neinu gagni. Ég er t.d.
allgóður í því að lesa á hvolfi og
skiptir þá engu hvort bókin snýr
öfugt eða ég er sjálfur algjörlega á
hvolfi.
Annar hæflileiki sem er reyndar
til bölwmar frekar en hitt er að ég
er afskaplega fær í því að eyða pen-
ingum, gjarnan í vitleysu. Ég er
það flinkur við þetta að það jaðrar
við náðargáfu þótt því fylgi engin
náð mér vitanlega. Þetta er ekkert
sem ég ef ræktað með mér eða lagt
áherslu á heldur hefur þetta komið
einhvernveginn af sjálfu sér. Ég tek
reyndar ffarn að yfirleitt eru þetta
mínir peningar sem ég er að eyða í
vitleysu. Það ætti því fyrst og
ffernst að vera mitt vandamál. Ég
get heldur ekki öðru um kennt
heldur en sjálfum mér og eigin
hæfileikum til að sólunda eigin fé.
Það sem mér þykir þó verra er þeg-
ar aðrir taka þetta verkefni að sér
fyrir mig enda tel ég mig fullfæran
um það einan eins og þegar hefur
komið fram.
Annað veifið fæ ég óumbeðna
aðstoð við fáránleg fjárútlát ffá ís-
lenska ríkinu og ég er ekki fjarri því
að sá aðili sé jafnvel enn leiknari í
þeirri list að sólunda fé heldur en
ég sjálfur. Ég tek það að vísu ffam
að þar er ekki einungis um mína
aura að ræða heldur og einnig ann-
arra Islendinga.
Síðasta stóraffekið á því sviði var
ákvörðtm umhverfisráðuneytisins
um að setja 60 milljónir, litlar, í
rannsóknir á áhrifum sinubrunans
á Mýrum nú í vor. Fyrir mér eru 60
milljónir þó nokkur peningur en
ég hefði hinsvegar hæglega treyst
mér til að svara því fyrir mtm lægri
upphæð hver áhrifin af sinubrun-
anum mikla urðu. Áhrifin urðu
einfaldlega þau að jörðin varð svört
fyrst á effir og síðan varð hún græn
mun fyrr en ella. Onnur áhrif urðu
þau reyndar að eitthvað að trjá-
gróðri eyðilagðist. Ennfremur
höfðu þessar hamfarir þau áhrif að
landsmenn allir, ekki aðeins Mýra-
menn og þeir aðrir sem komu að
björgunarstörfum þar vesturfrá,
eru á efrir mun meðvitaðri um
hættuna sem stafað getur af sinu-
eldum.
Ég tek það ffam að ég ætla ekki
að gera lítrið úr Mýrabrunanum
mikla og því stríði sem þar var háð
við eldhafið. Ég tel hinsvegar að
umræddum peningum, mínum og
1
annarra landsmanna, væri betur
varið í brunavarnir heldur en til að
rannsaka það sem þegar er brunn-
ið.
Gísli Einarsson,
kannski útbrunninn.