Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2006, Side 8

Skessuhorn - 07.06.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 §SiSSUH©BKI Hetjur hafsink í róðri frá Skaganum Sœvar í aðgerð. Nú fer senn að líða að Sjó- mannadegi sem haldinn verður há- tíðlegur um allt land um næstu helgi. Blaðamaður Skessuhorns fékk leyfi til að skyggnast lítilega inn í líf hins almenna sjómanns og fékk að fljóta með í stuttan túr ffá Akranesi. Reynslulaus en áhuga- söm um sjómennskuna mætti und- irrituð klukkan sex um morguninn niður á höfn klædd regngaila og strigaskóm, algjörlega grunlaus um hvað biði hennar. A þorskveiðar var haldið með Sfldinni AK og þeim félögum Gunnari Þór Jóhann- essyni skipstjóra og Sævari Sig- urðssyni sjómanni. Eftir góðan kaffisopa og klukkutíma siglingu á miðin fór blaðamaður að finna fyr- ir óþægindum í maga og nokkurri ógleði sem var að einhverju leyti ekki óeðlilegt miðað við talsverðan öldugang og úfinn sjó. En vilja- Inga Bima skipstjórajrú tók á móti eig- inmanni sínum á bryggjunni ásamt dótt- urþeirra, Ragnheiði. styrkurinn hafði betur og fjandakornið skyldi sjóveiki ekki eyðileggja þessa kær- komnu ævin- týraferð. Enginn draumur í dós Netin voru dregin inn eitt af öðru og bát- urinn fór að fyllast af þorski sem þeir félagar náðu fumlaust um borð. En hvern- Björgunarsveitir mega nú nota litaða olíu á björgunartæki Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fagna þeirri afgreiðslu sem varð í síðustu viku á Alþingi á frumvarpi um breytingu á lögum um olíugjald. Samkvæmt niður- stöðu Alþingis er björgunarsveitum nú heimilt að nota, á sérútbúin tæki til björgunarstarfa, litaða olíu. Um er að ræða gríðarlegan sparnað fyr- ir björgunarsveitir um allt land og ekki síst hjá litlum björgunarsveit- um í fámennari byggðarlögum þar sem fjáröflunarleiðir eru takmark- aðar. „Slysavarnar- og björgunar- sveitarfók í landinu stendur í þakk- arskuld við alþingismenn sem unnu að þessari farsælu lausn málsins. I samþykktinni fellst mikil viður- kenning á starfi sjálfboðaliða í ís- lenskum björgunarsveitum," segir m.a. í ályktun frá Slysavamafélag- inu Landsbjörgu. Við atkvæða- greiðslu í þinginu reyndust allir þingmenn utan einn sammála þess- ari breytingu á frumvarpinu. MM Vörubílastæði breytt í fólksbílastæði Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að láta endurhanna svæði við Jörundarholt sem áður var ætlað stórum bflum þannig að eingöngu verði mögulegt að leggja þar fólksbflum. Þetta var ákveðið í framhaldi af óskum íbúa við göt- una. Forsaga málsins er sú að þegar hverfið var hannað á sínum tíma var gert ráð fyrir að vörubílum yrði lagt á umrædda lóð sem er skammt frá lóðunum nr. 121 og 123 viðjör- undarholt. Nýverið var hins vegar útbúið sérstakt bflastæði fyrir vöru- bfla og frá þeim tíma hefur verið bannað að leggja vörubílum við Jörundarholt. Einhverjum slíkum hefur þó verið lagt þar áfram ef marka má bréf sem Halldór Stef- ánsson íbúi við götuna sendi bæjar- ráði. Segir hann tilefni þess bréfs vera það ónæði sem íbúar við Jör- undarholt verða fyrir „á hverjum degi vegna umferðar og stöðu stórra vörubfla,“ eins og segir orð- rétt í bréfinu. Því til staðfestingar sendi Halldór bæjarráði myndir af slíkum tilvikum. „Eg fer fram á að bæjaryfirvöld loki þessu svæði þannig að stórir bflar komist ekki inn á það. Eins og þetta hefur verið til þessa fær mað- ur ryk yfir hús og garð og þvott á snúrum þegar þessi stóru tæki koma inn á svæðið,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá nefnir hann að olía leki af bílunum og eyðileggi fatnað barna sem í komast auk þeirrar slysahættu sem umferð þessara stóru faratækja veldur að hans sögn. HJ Höfrungsungi flœktist í einu netanna en var umsvifalaust sleppt. Hér er Gunnar að jýlla út aflaskýrslu. ig er að vera sjómaður í dag? Svör- in sem fengust komu nokkuð á óvart, því þeir virtust á sama máli um að starfið væri nú ekki eins dá- samlegt og margan grunaði. „Það eru engin laun í þessu lengur, stjórnmálamenn og útgerðin eru að drepa þessa stétt með þátttökuleysi sínu. Svo er búið að eyðileggja þetta starf fyrir komandi kynslóðir og það er eiginlega með ólíkindum að þetta skuli hafa gerst,“ sagði Sævar sem eytt hefur tæplega 9000 dögum af ævi sinni á sjó. Gunnar hefur einnig mikla reynslu af sjó- mennsku þrátt fyrir ungan aldur en hann er aðeins 32 ára gamall. „Að vera sjómaður í dag er ekki eins ákjósanlegt starf og var hér á árum áður og ég hef leitt hugann að því að skipta um starf en ég þekki ekk- ert annað þannig að maður lætur sig hafa það,“ sagði þessi ungi og geðþekki skipstjóri. S j ómannadagurinn ónýtur Þá lék blaðamanni forvitni á að vita hver þeirra áform væru fyrir Sjómannadaginn á sunnudaginn næstkomandi. „Hvað er nú það? Þessi dagur er fyrir löngu ónýtur og útdauður í huga sjómanna. Hér á árum áður var oft mikið fjör á Sjó- mannadaginn, reipitog, kapp- róður og margt fleira en það hef- ur heldur betur breyst í gegnum árin,“ sagði Sæv- ar. Vafalaust eru ýmsar ástæður fyrir því að Sjó- mannadagurinn er minni hátíð en áður en sjómerm- irnir á Sfldinni voru hinsvegar á einum rómi um að dagurinn sem slíkur væri ekki lengur sú hátíð sem hann var. Eftir fjörugar umræður um sjó- inn og margt sem honum tengist, var haldið heim með 700 kíló af þorski, blauta fætur og regngalla þakinn slori og salti. Blaðamaðurinn þakkar þeim fé- lögum fyrir ffábæra upplifun sem gleymist seint og um leið óska öll- um sjómönnum til hamingju með daginn. KÓÓ Vel heppnað fj ölumdæmisþing Lionshreyfingarinnar Um helgina var Fjölumdæmis- þing Lionshreyfingarinnar haldið á Akranesi í tileíni að 50 ára afrnæli Lionsklúbbs Akraness og 2 5 ára af- mæli Lkl. Eðnu. Gestir þingsins, Lionsfélagar og makar þeirra voru um þrjú hundruð talsins og þar af 12 manns frá öðrum löndum. Þing- ið hófst með skrúðgöngu á laugar- dagsmorgun í blíðskaparveðri en að henni lokinni tók við þingsetning og þinghald sem stóð ffam eftir degi. Þá var Guð- mundur Rafn Valtýsson kjörinn nýr fjölumdæmis- stjóri Lionshreyfingarinnar. Lionsþinginu lauk svo með glæsilegri hátíð um kvöldið í hátíðarsal FVA en það var veitingahúsið Galito sem sá um veitingarnar. KÓÓ jl I lAe'gÉÍ Framkvæmdir á Kleppj ámsreykj um ins, Búið er að skipta um allan hreinsibúnað sundlaugarinnar og er nú verið að mála og ganga ffá umhverfi til að hægt verði að opna fyrir sumaropnun síðar í þessum mánuði. MM/ljósm. BHS Unnið við þökulögn við sundlaugina á ' Kleppjámsreykjum. Nýlega var lokið við malbikun nýs göngustígs sem liggur í gegn- um Kleppjárnsreykjahverfið í Borgarfirði. Jarðvegsskipti og und- irlagsvinna var í höndum Einars S Traustasonar verktaka en malbikun og ffágangur var í höndum Malbiks og völtunar. Þetta eru ekki einu framkvæmdirnar á staðnum því nú er unnið við ýmis verkefhi á lóð grunnskólans. Meðal annars hefur verið sett ný girðing í kringum skólalóðina og hellu- og þökulagt við sundlaug og íþróttahús staðar- Balbikun nýs göngustígar er nú lokið. i

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.