Skessuhorn - 07.06.2006, Síða 11
asEssgiSifam
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006
11
r ■
Ibúar Flateyjar segjast hafa
gleymst við kosningar
Nokkur óánægja er meðal kosn-
ingabærra íbúa Flateyjar á Breiða-
firði vegna framkvæmd sveitar-
stjórnarkosninganna í síðustu viku.
Telja þeir yfirvöld hafa gleymt
þeim og þeir hafi því ekki átt þess
kost að kjósa með jafn auðveldum
hætti og oftast áður. Eyjan tilheyr-
ir nú Reykhólahreppi þar sem voru
óbundnar kosningar. Flateyjar-
hreppur sameinaðist sveitarfélög-
um í Austur-Barðastrandarsýslu
árið 1987 og til varð Reykhóla-
hreppur. Síðan hefur ekki verið
sjálfstæð kjördeild í eynni. Ibúar
segja að við flestar kosningar síðan
hafi sýslumaður eða starfsmenn
hans komið við í eynni fýrir kjör-
dag og gefið fólki kost á að greiða
atkvæði utan kjörfundar. Slíkt var
hins vegar ekki í boði nú.
Halldór D. Gunnarsson formað-
ur kjörstjórnar Reykhólahrepps
segir það ekki í verkahring kjör-
stjórnar að sjá til þess að hægt verði
að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Hann kveðst hafa heyrt af óánægju
vegna málsins en hafi ekki heyrt ffá
íbúum í eynni vegna málsins. Að
öðru leyti vísaði hann á Þórólf
Halldórsson sýslumann Barða-
strandarsýslu.
Þórólfur segir ekki fast form á
því að íbúum í Flatey standi til
boða að greiða atkvæði utan kjör-
fundar. íbúum hafi þó staðið slíkt
til boða við einhverjar kosningar og
meðal annars hafi hann í það
minnsta við einar kosningar komið
þar við sjálfur á leið sinni yfir
Breiðafjörð. Hann segist hafa sett
hreppstjóra í Reykhólahreppi fýrir
sveitarstjórnarkosningarnar nú til
þess að gera íbúum hreppsins kleift
að greiða atkvæði utan kjörfimdar.
Slík skipan sé ekki skylda en harm
hafi hins vegar tahð það nauðsyn-
legt.
Ibúar í Flatey sem blaðamaður
Skessuhorns ræddi við sögðu nauð-
synlegt að kjósendum stæði í það
minnsta til boða kosningar utan
kjörfundar. Töldu þeir stjórnvöld
af einhverjum ástæðum áhugasam-
ari um að eyjaskeggjar gætu greitt
atkvæði í alþingiskosningum en
sveitarstjórnarkosningum. Þeir
sögðu jafhframt ógerlegt sökum
vegalengdar að sækja kjörfund á
Reykhóla. Því væri best að hafa
opna kjördeild stuttan tíma í eynni
við kosningar eða að sýslumaður
eða starfsmaður á hans vegum
kæmu við fýrir kjördag þannig að
alhr gætu greitt atkvæði utan kjör-
fundar.
A kjörskrá í Reykhólahreppi voru
190 þar af eru 12 á kjörskrá í eyjum
á Breiðafirði.
HJ
Saltfiskssalar firá Catalóniu í heimsókn
Félagar saltfiskssalanna bláklœddir en ólífufélagamir í grænu. A bakvið eru þeirfélagar
Sigurður Haraldsson, Rúnar S Magnússon skipstjóri og Sigurður Sigurbergsson fram-
kvæmdastjóri lengst til hœgri.
Það er ekki á hverjum degi sem
spænskir saltfiskssalar koma í heim-
sókn til þeirra sem annast verkun á
saltfiski á Islandi. Hjá fiskverkun
Soffaníasar Cecilssonar hf. í
Grundarfirði hefur saltfiskvinnsla
verið í fýrirrúmi um margra ára bil.
Afurðirnar hafa um langa tíð verið
fluttar til suður Evrópu þjóðanna,
einkum til Spánar og hefur fyrir-
tækið í gegnum tíðina skapað tengsl
við þá sem sjá um að selja saltfisk-
inn til spænskra neytenda. Fyrir
nokkrum árum var Soffanías Cesil-
son hf. meðal stofhenda fýrirtækis-
ins Bacco ehf, sem sérhæfir sig í út-
flutningi á saltfiski m.a. ffá íslandi,
en einnig ffá Grænlandi og Færeyj-
um. Það var á vegum Bacco sem
hópur saltfiskssala frá Catalóniu
kom í heimsókn á Snæfellsnesið um
hvítasunntma.
Saltfiskssalarnir hafa með sér fé-
lagsskap sem vinnur í samvinnu við
félag ólífusala, því á Spáni er eng-
inn saltfiskur maddreiddur án
ólífuolíu. Þessi félagsskapur á sér
foma hefð í Catalóniu en var end-
urvakinn fýrir 25 árum efrir nokk-
urt hlé og var þessi ferð félaganna
tilkomin að þeirra frumkvæði
vegna afmælisins en um 35 manns
vora þarna á ferð. Með í för á ís-
landi sem túlkur og fararstjóri var
Sigurðu Haraldsson sölustjóri hjá
Bacco. Hópurinn skoðaði verkun-
araðstöðuna hjá SC hf og tók á
móti einum báti fyrirtækisins,
Grundfirðingi SH sem landaði
þennan dag. I hófi sem haldið var í
kaffistofu fyrirtækisins var fjöl-
skylda Soffaníasar Cecilssonar með
sérstakri viðhöfn gerð að heiðursfé-
laga í félagi saltfisksalanna og tók
Hulda Vilmundardóttir ekkja Soff-
aníasar fýrrum útgerðarmanns og
skipstjóra, við sérstöku heiðurskjali
því til staðfestingar fýrir hönd fjöl-
skyldunnar. GK
Byggingarmenn framtíðarinnar
Vordagar voru í Grunda-
skóla síðastliðna viku. Við
skógrækt Akraneskaupstaðar
unnu nemendur í 4., 5. og 6.
bekk í Grundaskóla m.a. við
kofasmíði. Sex kofar voru í
byggingu þegar ljósmyndari
Skessuhorns átti leið um
svæðið og glumdu hamars-
höggin um allt. Ahuga,
ánægju og einbeitingu mátti
sjá á hverju andliti þegar
unnið var við að saga spýtur
og negla þær við stoðir kof-
anna. Bekkjtmum þremur var skipt
upp í fjóra hópa. Húsmyndun var
Hópur 4., H. og 6. bekkinga í Grundaskóla á byggingasvæðinu við
Skógræktina.
komin vel af stað og unnu krakkar-
inir hörðum höndum undir leið-
sögn kennara sinna, en
samt sem áður vissu
þau alveg hvemig þau
vildu að sínir kofar litu
út og vora hin kátustu í
góða veðrinu. Vafa-
laust hafa þau notið
góðs af því að hafa
fylgst með þeirri upp-
byggingu sem átt hefur
sér stað í stærri húsa-
byggingum í bæjarfé-
laginu á liðnum árum.
SO
Dagskrá Borgfirðingahátíðar
Fimmtudagur 8. júní
Kl. 19.30 Fjallganga
Fyrsta kvöldganga sumarsins hjá UMSB
gengið verður á Hraunsnefsöxl i Norðurárdal
Kl. 20.30 Borgarneskirkja
Gospeltónleikar í boði LOFTORKU
Gospelkór Borgarijarðar, stjórnandi
Zsuzsanna Budai
Föstudagur 9. júní
Kl. 16.00 Safnahús Borgarfjarðar
Opnun Ijósmyndasýningar Guðbjargar
Hörpu Ingimundardóttur
Upplestur fjögurra krakka úr Ijóðum sínum
sem verða gefin útí Ijóðabók
Haraldur Jónsson les prósa úr bók sinni
„Hugrenningur”
Sýning á vettlingasafni Helgu Hansdóttur
Sýning á myndverkum Lúkasar Kárasonar
úr rekaviði afStröndum
Kl. 17.00 Landnámssetur
Sögustund fyrir börnin
Kl. 20.30 Baðstofukvöld á
Indriðastöðum í Skorradal
Bjartmar Hannesson skemmtir
Steinunn Árnadóttir, Ásdís Haraldsdóttir og
Snorri Hjálmorsson flytja lög eftir Sigfús
Halldórsson
örn Árnason leikari
Sagnamenn frá landnámssetri
Baðstofustjóri Haukur Gunnarsson
Aðgangseyrir: Kr. 1.000 fyrír fullorðna
og frftt fyrir 14 ára og yngri
Miðnætursund i Hreppslaug tH kl. 02.00
(opnunartími Hreppslaugar á www.kerti.is)
Laugardagur 10. júní
Kl. 10.00
Fjallganga á Hafnarfjall undir leiðsögn
gönguklúbbs Borgarness
Gönguferð í Englendingavík undir leiðsögn
Finnboga Rögnvaldssonar
Kl. 12.00 Landnámssetur
Sögustund fyrir börn í Landnámssetri
Kl. 14.00 Tjaldstæðið í Borgarnesi
Danshópurinn á Kleppjárnsreykjum
Söngatriði grunnskólabarna
Tónlistaskóli Borgarfjarðar með atriði úr
Litlu stúlkunni með eldspýturnar
Götusmiðja vinnuskólans
Andlitsmálun
Leiktæki
Hoppukastalar
... og margt fleira
Kl. 16-18 Sundlaug Borgarness
Dískósund
Kl. 16.00 Borgarneskirkja
Kristin Magdalena Ágústsdóttir heldur
einsöngstónleika, undirleikari Skarphéðinn
Þór Hjartarson. Aðgangseyrir
Kl. 17.00 Landnámssetur
Sögumaður fyrir fullorðna
Kl. 21.00 Hótel Hamar
„Mýrarnar perla vesturlands"
kvikmyndasýning Óskars Þórs Óskarssonar
Kl. 21.00 Tjaldstæðið í Borgarnesi
Baggalútur á útitónleíkum í boði
SPARISJÓÐS MÝRASÝSLU
Útimarkaður Knapans við Hyrnutorg.
Til sölu verða notaðir hnakkar og ýmsar aðrar
vörur tengdar hestamennsku. Þá býðst fólki
einnig að koma með reiðfatnaðinn sem bömin
eru vaxin upp úr og seija eða skipta við aðra.
Sunnudagur 11. júní
Kl. 9.00 Skallagrímsgarður
Morgunmatur í boði: Borgarnes kjötvörur,
Geirabakarí, Mjólkursamsalan, Laugaland,
Víðigerði, Sólbyrgi, JGR heildsala.
Kl. 11.00 Skallagrímsgarður
Útimessa í Skallagrímsgarði Sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason, Steinunn Pálsdóttír leikur
á harmoniku.
Kl. 12.00 Landnámssetur
Sögustund fyrir börnin
Kl. 11.30 Sparisjóðshlaup UMSB
Hlaupið fer fram i Borgarnesi, í tengslum
við Borgfirðingahátíð. Hlaupið er frá húsi
Sparisjóðs Mýrasýslu og hlaupið i nágrenni
þess ca 1000 m hring. Hlaupið er 15 km
boðhlaup með 5 þátttakendum. Að minnsta
kosti 2 konur skulu vera I hverri sveit Hver
hlaupari skal hlaupa 1000 m þrisvar
sinnum. Hver hlaupari fær viðurkenningu
fyrir hlaupið og þrjár fyrstu sveitir verðlaun.
Sú sveit innan UMSB sem hleypur á bestum
tima hlýtur Sparisjóðsbikarinn til varðveislu
i eitt ár.
Skráningar á skrifstofu UMSB i síma 437
1411 eða á umsb@mmedia.is
Kl. 13.00- 17.00 Hvanneyri
(planið hjá Hvanneyrarkirkju)
Bændamarkaður
Húsdýragarður
Ullarselið-tóvinna
Leikir og þrautir
Búvélasafn
Reiðskóli Guðrúnar Fjeldsted, teymt undir
börnumfrákl. 13.00- 15.00
Kaffihús og lifandi tónlist
Kl. 13.00 til 16.00
Golfklúbbur Borgarness
Golfkynning að Hamri fyrir 55 ára og eldri.
Félagar í GB leiðbeina.
Kl. 14.00 og 16.00
Landnámssetur
Sögumaður fyrir fullorðna
Kl. 15.00 Hótel Hamar
„Mýrarnar - perla Vesturiands”
kvikmyndasýning Óskars Þórs Óskarssonar
Kl. 13.00- 17.00 Fossatún,
leikur í lyndi
Gestum býðst að leika sér í leiktækjum.
Umsjónarmenn og leiðbeinendur verða á
staðnum.
Mini-golf
Skriðkólfur
Kúluspil
Útitafl
Refskák
Reipakast
Klifurkastali
Trampólínur
Útikeila
Útipílur
... og margt fleira
Kl. 14.00og 16.00 Fossatún
Hin einstaka sýning Tónmilda Island, þar
sem íslensk tónlistog náttúra fallasti faðma.
Borgarfjarðarkafíi og með'ðíi veitingasal
og á útipalli f Fossatúni. Sjá wmvsteinsnar.is
Sýningar í héraðinu sem
eru opnar alla helgina:
Sýning í Snorrastofu
Opin alla daga frá kl. 10.00 - 18.00
Snót, brúður, svanni
Konur á öld Snorra Sturlusonar
Sjá www.snorrastofa.is
Safnahús Borgarfjarðar
Sýningar í safnahúsi Borgarfjarðar opnar á
laugardag lO.júnífrákl. 13.00- 17.00
Sjá www.safnahus.is
Landnámssetur Borgamesi
Opið alla daga Borgfirðingahátíðar
frákl. 10.00- 19.00
Sýnlngar á Mr. Skallagrfmsson
Föstudag kl. 20.00
Laugardag kl. 20.00
Sunnudag kl. 20.00
Sjá www.landnam.ls