Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2006, Qupperneq 14

Skessuhorn - 07.06.2006, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JUNI2006 Hafiiarvörðu ri n n jós bátinn meðan eigandinn var í skólanum Rætt við Asmund Guðmundsson, ungan smábátasjómann í Stykkishólmi Ásmundur S Guðmundsson við smábátah 'áfnina í Stykkishúlmi. Ásmundur S Guðmundsson smá- bátasjómaður í Stykkishólmi hefur komið ár sinni vel íyrir borð og haslað sér völl í útgerð þrátt fyrir ungan aldur. Síðasta vetur festi hann kaup á nýjum fiskibáti, Hönnu SH-28, sem leysti af hólmi eldri bát sem bar sama nafn. Ási gerir bátinn út á handfæri á sumrin en snýr til almennra sjóverkastarfa á vetuma. Fréttaritari Skessuhoms hitti Ás- mund að máli og lék forvitni á að vita hvernig þetta útgerðarbrölt hans hófst? „Þetta er búinn að vera draumur frá því að ég var gutti hangandi niðri á bryggju. Þar var maður að væflast alla daga. Við fé- lagamir lönduðum úr trillunum og kjöftuðum við kallana. Já, við vor- um kannski soldið seinþroska," seg- ir Ási og bætir við: „Á meðan hinir strákamir vora að eltast við stelp- umar vomm við Gunnar Már að hugsa um fallegu línurnar í bátun- um.“ Fyrsta útgerðin á unglingsaldri Eins og þekkt er byggðist sjávar- útvegur í Stykldshólmi upp á skel- veiðum svo það lá beinast við að Ás- mundur hæfi sitt brölt á því sviði. Fyrsta bátinn, Eljagrím, átti hann í félagi við Gunnar Má Gestsson og saman gerðu þeir hann út á skel- veiðar. Þeir félagar, þá 12 - 13 ára, hönnuðu gálga og plóg og komu fyrir í Éljagrími sem var árabátur með utanborðsmótor og reyndu fyrir sér. Plógurinn reyndist illa og afla vertíðarinnar, um 200 kíló sem að mestu var fenginn ffá öðrum bátum, lögðu þeir félagar upp hjá skelvinnslu í bænum og fengu í sinn hlut í vertíðarlok 3000 krónur á mann. Næstversta fjárfestingin Sumarið eftír Éljagrímsútgerðina hafði Ási efhast af latmaðri vinnu og festi kaup á 2,5 tonna trébát knún- um áffam af 18 hesta Saab vél. Bát- urinn hlaut nafhið Ási á Grund. Þessi bátur var lekur og reyndist ekki vel. Til marks um það þurfri Konráð Ragnarsson hafnarvörður í Stykkishólmi að vakta bátinn og ausa fyrsta daginn eftír að hann var sjósettur á meðan eigandinn var í skólanum. „Þetta er versta fjárfest- ing sem ég hef gert fyrir utan hluta- bréfin í Stoke,“ segir Ási skellihlæj- andi og er algerlega ófáanlegur til að ræða þau kaup neitt frekar. Ási á Grund náði aldrei þeim hæðum sem Éljagrímur komst í. Hann var fljótlega rifinn og vélin seld til Bjarnarhafhar þar sem hún knúði áffam elsta starfhæfa trébát lands- ins; Kríuna. Veturinn 2001 var sjómannaverk- fall og keypti Ási þá ásamt félaga sínum 15 tonna plastbát, Steina Randvers. Þeir réra þessum bát saman á netum þennan vetur og ffam á haust en þá seldi Ási sinn hlut. „Þá um haustið eignaðist ég mitt fyrsta barn. Ég nennti ekki að standa í þessu stappi og ætlaði að hætta útgerð. En það hefur ekki gengið ennþá.“ Nokkmm mánuð- um síðar festí Ásmtmdur kaup á Hönnu IS-56 sem var sóknardaga- bátur ffá Flateyri. Manneskjulegra umhverfi „Fyrsta sumarið á Hönnunni gengu veiðarnar upp og niður en þetta var fyrsta alvöra trillusumarið mitt. Veiðarnar stundaði ég í Breiðafirði og út af Vestfjörðum. Á Flateyri máttum við hásetinn hýrast við þröngan kost. Við bjuggum á verbúð sem nefhd var eftir útrým- ingarbúðum nasista. Það var flóa- bæli,“ segir Ásmundur og glottir. Hann segir þessi sumur sérstaklega eftirminnileg, báturinn var í daga- kerfmu svokallaða og allt var lagt undir svo að útgerðin ræki sig. „Síðustu vetur hef ég verið á bátum í Stykkishólmi og Gmndarfirði að vinna upp í skuldir sem ég stofnaði tíl með kaupunum á Hönnunni." Nú er umhverfið breytt því sókn- ardagakerfið var afnumið. Ásmund- ur er kominn á nýjan bát, Blæ ffá Neskaupstað sem fékk nafnið Hanna SH-28 og allt virðist ganga vel. „Baslið og baráttan heldur áfram í handfæraheiminum þó dagakerfið sé afnumið en landslagið hefur breyst,“ segir Ásmundur. „Umhverfið í kvótakerfinu er allt miklu manneskjulegra og effir að dagakerfið var afnumið sæki ég minn afla eingöngu í Breiðafjörð og ræ mest ffá Rifi sem liggur betur við fiskimiðum en Stykkishólmur." Þetta spjall við Ásmund varð ekki lengra því hann þurftí að koma sér í bóhð. Það var jafhvel útlit fyrir út- skot daginn eftír, þó ekkert lát virt- ist vera á sunnanáttunum. JTA Nýja Hanna tekin til kostanna. 4? - Gamla Hanna tekin upp sl. haust. BartwŒ veiting°! CÍiftiftoznið Umsjon: Gunnar Bendei Sex laxar hjá fyrstu tveimur hollunum í Norðurá Fyrsti lax sumarsins úr Norðurá veiddist klukkan 8 á föstudagsmorgun, á öðrum degi. Það var Þórdís K. Bridde eiginkona Bjama Júlíussonar formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem veiddi fiskinn á Eyrinni t Norðurá. Reyndist fiskurinn vera 8 pund. Hann tókfluguna Snœldu. Hér eru hjónin með veið- ina. í ánni undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hvort hrygnan hafi verið erf- ið svarar Þorsteinn því til að svo hafi ekki verið. „Hann var vel tekinn og ég náði að draga hann strax úr straumnum og átti með honum góða stund. Þetta var því mjög ánægjuleg viðureign og enn ánægjulegra þótti mér að geta skilað laxinum aftur í ána. Það skiptír jú miklu máli að drepa ekki stór- laxinn, hann hefur átt tmdir högg að sækja einnig og veiddist meðal annars 12 punda lax á maðk, sem Haraldur Eiríksson veiddi, en enginn lax hefur ennþá veiðst á Munaðar- nessvæðinu. Laxinn sem hefur veiðst er vænn og allt era þessar hrygnur. Sextíu ára samstarf Þann 7. febrúar sl. áttu Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Norðurár 60 ára samstarfsafmæli. Það var einmitt þennan dag árið 1946 sem stjórnir félaganna undirrituðu fyrsta samninginn sín á milli um stangaveiði- réttinn í Norðurá. Þessi fyrsti samningur SVFR var til 10 ára en SVFR hefur verið leigutaki að Norðurá æ síðan. I tilefhi þessara tímamóta tók stjórn SVFR þá ákvörðun að kosta lagningu vegarslóða niðunmdir Stokkhylsbrot tíl að auðvelda veiðimönnum aðgengi að Stokkhylsbrotinu og Laugarkvöminni. Vegurinn hefur hlotið nafhið Lambhagaleið í takt við ömefni á svæðinu þar sem hann hggur. SVFR bauð Norðurárbændum tíl sín í lok maí og Bjarni Júlíusson formaður SVFR afhenti þá Sigur- jóni Valdimarssyni formanni Veiðifélags Norðurár formlega Lambhagaleiðina góðu. Stjóm SVFR endaði með þrjá laxa í opn- unarholli í Norðurá sem lauk á hádegi á laugardag en veiðin hófst á fimmtudags- morgun þann 1. júní eins ogvenja er. Þetta er nokkuð betri byrjun en árið áður þegar enginn lax kom í opnunarholli árinnar. Það er hins vegar enginn ávísun á veiðisiunarið þar sem árið í fyrra var metár í Norðurá. Skessuhorn náði tali af Þorsteini Olafs stómarmanni í Stangaveiðifélagi Reykjavík- ur þegar hann var að pakka saman í lok veiðiferðarinnar í Norðttrá til að forvitnast um hvemig hefði gengið. ,Já, þetta gekk betur nú en í fyrra. Hollið endaði í þremur löxum og ég var lánssamur síðasta morguninn. Ég náði þá að setja í einn vænan eða 11 punda stórglæsilega hrygnu upp úr klukkan 11. Það er óhætt að segja að maður hafi orðið hissa þegar laxinn kom á því menn voru búnir að reyna mikið og fara vandlega yfir helstu veiðistaði árinn- ar á þessum tíma. Staðir í ánni í opnunar- hollinu eru fyrir neðan Laxfoss þó dæmi séu um að menn hafi áður fengið laxa í opnun ofar í ánni á milh fossa eins og það er kallað. Eyrin og Stokkhylsbrotíð voru þeir veiði- staðir sem voru heitastir í ár en gott vatn var og hefur fækkað mikið,“ sagði Þorsteinn að lokum. Þorsteinn veiddi lax númer þrjú í ár en áður hafði Þórdís Klara Bridde eiginkona Bjarna Júlíussona formanns SVFR veitt fyrsta lax veiðitímabilsins, einnig á Eyrinni og vóg hann 6,6 pund og var hrygna. Mar- inó Marinósson varaformaður stjómarinnar veiddi síðan 10 punda hrygnu á Stokkhyls- brotinu sem var sleppt. Agnið í öllum tilfell- um var snælda, mismunandi að lit. Næsta holl á eftír stjórninni veiddi 3 laxa Guðmundur Stefán Maríasson tók meðfylgjandi mynd af Þorsteini Ólafs með 11 punda gullfallega hrygnu sem hann veiddi á Eyrinni á laugardaginn og var gefið lif. Ljósm. Guðmundur Stefán. Veiðihom Skessuhoms er i boði: ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR www.limtrevirnet.is Baulan í hjarta Borgarfjarðai

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.