Skessuhorn - 07.06.2006, Side 16
16
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006
iÍSEsÖUHöEKI
Framtíð bæjarfélaga byggist á ungu fólld sem er að skapa verðmæti
Rætt við Heiðar Magnússon útgerðarmann í Olafsvík
HeiSar, Brynja Mjöll og dætumar um borö í bátþeirra.
Oft hefur verið talað um að erfitt
sé að komast inn í kvótakerfi okkar
Islendinga og þar með fyrir unga
menn að byrja í útgerð. Það er vafa-
laust rétt því háar fjárhæðir þarf til
að komast yfir aflaheimildir og svo
að kaupa bátinn. Heiðar Magnús-
son í Olafsvík keypti sér bát síðla
vetrar 2001 og við skulum kynnast
honum og útgerðarsögu hans í
stuttu spjalli hér á eftir.
Heiðar fæddist í Ólafsvík 1977 og
er sonur hjónanna Sædísar Einars-
dóttur og Magnúsar Jónassonar
stýrimanns Guðmundssonar skip-
stjóra í Ólafsvík og þar með sjó-
maður aftur í ættir. Heiðar, sem er
elstur af þremur systkinum, ólst
upp í Ólafsvík og lauk námi í
Grunnskólanum í Ólafsvík og tók
svo einn vetur í framhaldsdeildinni
sem þá var.
,,Mín sjómennska byrjaði á Ólafi
Bjarnasyni SH,“ sagði Heiðar þegar
hann rifjar upp sjómennskuna.
„Aður vann ég hjá Fiskverkun Vala-
fells í Ólafsvík. Svo eftir að ég hætti
á Ólafi Bjarnasyni fór ég á ffysti-
togarann Snæfell SH 740 sem hét
áður Ottó Whatne. Skipstjórinn
var Reynir Georgsson en heima-
höfn skipsins var þá Ólafsvík. Við
vorum á rækjuveiðum á Flæmska
hattinum sem þá voru mikið stund-
aðar af íslenskum skipum. Landað
var í Harbour Race, á Nýfundna-
landi. Þetta voru upp í 48 daga túr-
ar en það voru góðar tekjur á þess-
um veiðum og maður gat því safhað
peningum sem komu sér vel seinna.
Fg var á Snæfellinu í tvö ár og eftir
að ég hætti fór ég á Faxaborgina SH
með sama skipstjóranum en bátur-
inn er í eigu KG ehf í Rifi. Við vor-
um bæði á netum og línu og lönd-
uðum mest í Rifi.“
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
2006 kemur út fyrir nk. Sjómanna-
dag. I blaðinu sem er fjölbreytt að
vanda er byrjað á hugvekju efdr sr.
Magnús Magnússon í Ólafsvík.
Viðtal er við Sveinbjörn Benedikts-
son fyrrverandi póst- og símstöðv-
arstjóra á Hellissandi en hann lést á
sl. vetri. Hann tók m.a. þátt í út-
gerðarrekstri með hinum fræga
aflamanni Sigurði Kristjónssyni en
saman gerðu þeir út Skarðsvíkina
SH 205. Asgeir Jóhannesson tekur
saman upphaf að starfsemi Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur en fyrirtækið
hóf starfsemi 1939. Viðtal er við
Skúla Alexanderson fv. oddvita í
Neshreppi utan Ennis og þing-
mann Vesturlandskjördæmis. Skúli
hefur ffá mörgu athyghsverðu að
segja en hann kom á Hellissand
1952. Hann tók mikinn þátt í upp-
byggingu staðarins og var þar í for-
ystu í langan tíma. Grein er eftir
Gísla Agúst Gunnlaugsson heitinn
sagnfræðing en þar segir frá upp-
hafi vélbátaútgerðar í Ólafsvík sem
hófst 1904. Þá svarar Einar Krist-
inn Guðfinnsson sjávarútvegsráð-
herra nokkrum spurningum valin-
kunnra skipstjóra við Breiðafjörð.
Vðtöl eru við ýmsa menn ss. Elías
J. Róbertsson en hann rekur vél-
smiðju í Ólafsvík og Heiðar Magn-
ússon skipstjóra en hann er einn af
hinum trngu og upprennandi út-
gerðarmönnum í Snæfellsbæ. Þá er
skemmtileg grein eftir Þorkel
Guðbrandsson og þar segir ffá ver-
tíðarstemningu í frystihúsi Dags-
Lét slag standa
Heiðar segist alltaf hafa verið
með það í huganum að eignast eig-
in bát og vera sinn eigin herra. Það
sem verður til þess að hann ákveður
að kaupa bát er að hann slasast og
verður ffá vinnu í þrjá mánuði vet-
urinn 2001. „A þessum tíma, sem
ég er ffá vinnu, fer ég alvarlega að
hugsa um bátakaup. Eg fer þá að
leita og ftnn bát sem hét Sleipnir, í
Þorlákshöfn. Það var Sómi 860 og
þetta var góður bátur. Eg átti góðan
pening sjálfur eða um 50% sem ég
gat sett í bátinn svo að ég lét slag
standa og keypti hann.
A þessum tíma var, eins og alltaf
Forsíða nýja blaðsins.
brúnar í Ólafsvík á árum áður.
Gissur Tryggvason í Stykkishólmi
skrifar um hið merka félag Báta-
tryggingu Breiðafjarðar sem starf-
aði í rúm 60 ár. Óli Sverrir Sigur-
jónsson apótekari í Ólafsvík segir
ffá síldarúthaldi í Norðursjó. Þá
eru ýmsar greinar og frásagnir að
ótöldum myndum eins og frá Sjó-
mannadögum úr bæjarfélögunum á
Snæfellsnesi 2005.
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
er brotið um og prentað í Prent-
smiðjunni Steinprent í Ólafsvík og
er alls 86 síður. Það verður til sölu
í Reykjavík í Gleraugnaversluninni
í Mjódd og Grandakaffi og einnig í
öllum bæjarfélögum á Snæfellsnesi.
Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhanns-
son. MM
hefur verið, hátt verð á bátum og þá
keypti maður leyfi sem var í þessu
krókakerfi sem báturirm var í. Það
eina sem var í kvóta hjá þessum bát-
um var þorskur en ýsa, steinbítur,
ufsi og aðrar tegundir voru utan
kvóta. Það stóð ekki nema í eitt ár
en þá var búið að kvótasetja þessar
tegundir og það gerði manni erfitt
fyrir þar sem ýsu og steinbítsveiði
var mjög góð,“ segir Heiðar.
Bjartsýnn ehf
Heiðar stofhar þá einkahlutafé-
lagið Bjartsýnn utan um rekstur
bátsins og gefur honum nafnið
Brynja og er það í höfuðið á kærust-
unni. Heiðar sagði að honum hafi
ekki verið spáð löngum lífdögum í
útgerðinni og að hann færi fljótlega
á hausinn, þar sem margir töldu
bátinn alltof dýran og önnur skil-
yrði ekki góð. Til að sýna að hann
ætlaði sér að hafa ffamtíð í útgerð-
inni og væri sjálfur bjartsýnn, þá gaf
hann félaginu þetta nafn Bjartsýnn
ehf, sem er bæði skemmtilegt og
sýnir hug eigandans. „Eg fór strax á
línu á bátnum og keypti mér sig-
umaglalínu sem hefur gefist mjög
vel. Ég beitti mest sjálfur og var
einn um borð til að halda öllum
kostnaði niðri. Þegar tegundir vom
kvótasettar fór maður að kaupa
heimildir enda var ekkert annað að
gera ef maður ætlaði að vera í þessu.
Eg hef keypt svona smátt og smátt
og kvótastaðan er orðin nokkuð
góð. Verðin hafa alltaf verið í toppi
og sem dæmi, að þegar ég byrja þá
er t.d. þorskurinn í 420 kr/kg en nú
er hann komin í 1510 kr/kg,“ segir
Heiðar.
Nýr bátur
Báturinn sem Heiðar keypti í
byrjun reyndist vel en í september
2005 fékk hann sér nýjan og stærri
bát og er hann smíðaður í Bátahöll-
inni á Hellissandi. „Þessi bátur er
um 15 lestir en sá eldri var um 6
lestir. Með stærri bát hafa umsvifin
aukist og núna em þrír menn að
beita í landi og ég er með einn
mann með mér tun borð og við
erum að róa með ffá 24 og upp í 34
bala í róðri. Þetta er miklu betra líf
enda báturinn stærri og fer betur
með,“ segir Heiðar og er mjög
ánægður með bátinn. Greinilegt er
að vel er hugað að öllu um borð
enda öll umgengni til fyrirmyndar.
Hann segist ekki strax vera farinn
að huga að stækkun en það komi
bara í ljós seinna með meiri kvóta
Sjómannadagsblað
Snæfellsbæjar á leiðinni
og öðm, en Heiðar segir að hann sé
komin með um 200 tonna ígildi á
bátinn sinn. Hann er þó samt að
leigja aflaheimildir í viðbót til að
lengja úthaldið.
A s.l. ári seldu nokkrir aðilar á
Snæfellsnesi í smábátakerfinu báta
sína en þá var mikil eftirspurn effir
aflaheimildum í því kerfi. Heiðar
segir að menn hafi séð sér leik á
borði að selja þar sem hátt verð hafi
verið í boði og margir hafi talið að
þetta kerfi yrði lagt niður. Hann
segir að um 700 tonn hafi farið ffá
Ólafsvík af nokkmm bátum. Hann
og fleiri útgerðarmenn í smábáta-
kerfinu í Ólafsvík hafi ekki verið
sáttir við að hafa ekki fengið að
bjóða í þann kvóta sem var á þess-
um bátum sem seldir vom.
Kvótakerfið
„Ég er nokkuð sáttur við þetta
fiskveiðikerfi sem slíkt sem við
vinnum effir. Ég sé ekkert betra en
það er bara alltof lítið sem má veiða
effir alla þessa friðun í meira en 22
ár. Það mætti þó alveg taka út
nokkrar tegundir úr kerfinu sem
ekkert hafa þar að gera eins og t.d.
karfa, skötusel og löngu sem alltaf
kemur eitthvað af á línuna. Þá þarf
alltaf að eiga einhver kíló af þessum
tegundum. Mitt álit er að það sé
hann að mælingar á stærð báta sé
orðin eitthvað skrítin og búið sé að
stytta málböndin hjá Siglingastofn-
un og nefiiir þar dæmi um misræmi
í mælingum á bátum sem em 14,99
tonn.
Heiðar segist í sumum tilvikum
ekki vera sammála forystu Félags
smábátaeigenda en það sé þó nauð-
synlegt að vera með gott félag. Hér
í Snæfellsbæ er félag og margir
sameiginlegir hagsmunir era þar
ræddir. Hann segist landa öllum
sínum fiski á fiskmarkað og er
ánægður með þá þjónustu sem þar
er veitt og nefnir þá kvótamiðlun
sem markaðurinn rekur. Hann er
þó ekki sáttur við þessa breytingu á
slægingarstuðli úr 16% í 12%, sem
kom frá sjávarútvegsráðherra og
segir það beina skerðingu fyrir sjó-
menn.
Framtíðin björt
Það er gaman að ræða við Heiðar
um heima og geima og allt sem
tengist útgerð og sjómennsku en
framtíð bæjarfélaga byggist á unga
fólkinu eins og honum og fleiram,
sem er að skapa verðmæti. „Ég lít
björmm augum á framhaldið og
ekki hægt annað. Fiskverð er að
hækka og þá að sjálfsögðu lánin
Haldið á miðin.
nóg til af fiski í sjónum en hann
þurfi meira æti, en mér finnst að
það ætti að veiða a.m.k. 240 þús.
tonn á ári. Ég myndi t.d. vilja láta
banna loðnuveiðar í flottroll því
það veiðarfæri splundrar loðnutorf-
tmum. Þær komast í mörgum tilvik-
um ekki hér inn á Breiðafjörð þar
sem æti vantar greinilega," segir
Heiðar.
Stytta málböndin
„Bátum hefur fækkað talsvert í
bæjarfélaginu og það er ekki góð
þróun. Það vantar alveg skakarana
sem vom en nú era bátar almennt
að stækka og línuveiðar að taka al-
veg yfir,“ segir Heiðar. Þá segir
einnig. Á meðan ég get borgað af
bátnum, greitt laun til fólksins sem
er að vinna hjá mér og tekið mér
sjálíur latm þá er ég bara bjartsýnn“
segir Heiðar og er sáttur við tilver-
tma.
Eiginkona Heiðars er Brynja
Mjöll Ólafsdóttir og starfar hún
sem leikskólakennari og eiga þau
tvær dætur, þær Sædísi Rún sem er
tveggja ára og Eriku Rún en hún er
fimm ára.
Viðtalið við Heiðar birtist einnig
í Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar
sem kemur út í þessari viku og birt
með góðfúslegu leyfi Péturs S Jó-
hannssonar, ritstjóra blaðsins.
Heiðar keypti nýjan og stœrri bát í september ífyrra en hann er smíðaður í Bátahöllinni
á Hellissandi og heitir Brynja SH 237.