Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2006, Síða 23

Skessuhorn - 07.06.2006, Síða 23
ggiSSUH©Bfg MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 23 Fimm leikir - fimm töp Fyrsta skotmót sumarsins Fyrsta skotmót Skotfélags Akra- ness á þessu sumri fór ffam á svæði félagsins við Berjadalsá í síðustu viku. Góð þátttaka var og er hópur ungra og efnilegra skotmanna að gera sig gildandi í félaginu. Kári Haraldsson varð í fyrsta sæti, Kristján Kristjánsson í öðru sæti og Birkir Oskarsson í því þriðja. Skotmót sumarsins eru haldin síð- asta miðvikudag hvers mánaðar. MM Frá v.: Birkir, FtiSrik Veigar, Kári, Unnar og Kristján. Friðrik Veigar og Unnar vtyrujafnir íjjórSa tiljtmmta sæti. Menningarhátíð í Munaðamesi Menningarhátíð BSRB verð- ur í Munaðamesi nk. laugardag og hefst hún kl. 14.00. Á hátíð- inni verður opnuð sýning á verkum Gísla B. Bjömssonar sem kallast „Ljós og litur í landslagi". Mezzósópransöng- konan Alina Dubik syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar og Berglind Gunnars- dóttir les ljóð. Þá mun Og- mundur Jónasson formaður BSRB ávarpa gesti. Boðið er upp á veitingar. Sýningin verður opin í sumar á afgreiðslutíma veitingasalarins. (jréttatilkynning) Það blæs ekki byrlega fyrir Skagaliðinu en það tapaði enn ein- um leiknum sl. mánudagskvöld, nú fyrir Fylki 0-1. Skaginn hefúr nú tapað fimm fyrstu leikjum mótsins og era menn famir að ræða um að þetta sé versta byrjun liðsins í efstu deild frá upphafi. Þrátt fýrir slæm úrslit má þó segja að augljós bata- merki hafi verið á leik liðsins mið- að við leikinn við Val í síðustu um- ferð. Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir vom saman í byrj- unarliðinu í fyrsta sinn síðan árið 1995. Þeir vom ekki einu bræðurn- ir á vellinum því Þórður og Bjarni Guðjónssynir vom einnig í byrjtrn- arliðinu, en Þórður þurfti þó að fara af velli á 22. mínútu og er ljóst að hann gengur ekki heill til skóg- ar. Kári Steinn Reynisson var meiddur og gat ekki tekið þátt í leiknum. Fylkismenn byrjuðu með látum og strax á 7. mínútu vildu þeir fá víti þegar Bjarki markvörð- ur lenti í samstuði við Sævar Þór Gíslason. Ekkert var dæmt enda virtist Bjarki fýrst slá boltann í burtu, en Sævar þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Það dró ekki úr baráttu Fylkis, þeir vildu fá annað víti á 11. mínútu, áttu skot í slá á 18. mínútu og komust síðan yfir með marki Páls Einarssonar eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Markið dró ekkert úr sóknarþunga Fylkis og þegar flautað var til hálf- leiks máttu Skagamenn vera fegnir að vera ekki meira undir. Skaga- menn virtust heillum horfnir og sást það glögglega þegar Arnar Gunnlaugsson vann boltann af harðfýlgi í hægra horninu á 35. mínútu. Hann stóð einn í stappi, ekki einn einasti Skagamaður kom til hjálpar, en Arnar náði einn í hornspyrnu með góðri baráttu. Það var allt annað að sjá til Skagaliðsins í síðari hálfleik. Menn komu vel stemmdir tdl leiks og ljóst var að fullur vilji var hjá liðinu til að rétta hlut sinn. Skaginn gerði harða hríð að marki Fylkis. Bjarki Gvmn- laugsson fékk dauðafæri og einnig Dean Martin, Igor Pecic átti gott skot sem varið var í horn og Arnar var oft aðgangsharður. Vöm Fylkis hélt hins vegar og allt sem fór framhjá henni var varið. Leikmenn Skagans voru ákveðnir, spiluðu mun betur saman, þó of mikið af sendingum hafi farið forgörðum. Það var ánægjulegt að sjá til Arnars og Bjarka en þeir fundu sig vel í síðari hálfleik. Bjami Guðjónsson sýndi einnig góða takta og Dean Martin var sprækur á hægri kantin- um. Það gerðist hins vegar of oft að varnarmenn misstu framherja Fylkis inn fýrir sig þegar sótt var hratt á þá. Bjarki varði nokkmm sinnum vel í markinu þegar Fylkis- menn reyndu að vippa yfir hann. Ef síðari hálfleikur er það sem koma skal á Skagaliðinu fer landið væntanlega að rísa. Það er hins veg- ar engan veginn ásættanlegt hvað liðið kom slakt í leikinn. Menn virtust ekki tilbúnir til að binda enda á taphrinuna. I stað þess að koma dýrvitlausir til leiks og gefa sig allan í þetta vora menn á hæl- unum og létu Fylki ráða ferðinni. Nú þarf að byggja á því sem leik- menn sýndu í síðari hálfleik, styrkja vörnina og takast á við næsta verk- efhi, en leikið verður í Keflavík nk. fimmtudag. Samþykkt Aðalskipulag Leirár- og Melahrepps 2002-2014 Sveitarstjórn Leirár- og Melahrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar í anddyri Heiðarskóla í Leirársveit, á heimasíðu sveitarfélagsins og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá 7. apríl til og með 5. maí sl. Athugasemdafrestur rann út þann 19. maí sl. og bárust athugasemdir frá 2 aðilum innan tilskilins frests. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Gerðar voru óverulegar breytingar á auglýstri tillögu aðalskipulagsins í samræmi við i afgreiðslu sveitarstjórnar á innsendum athugasemdum. o f Tillaga að Aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014 hefur verið send Skipulagsstofnun f sem afgreiðir tillöguna til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til oddvita Leirár- og Melahrepps. Heiðarborg 25. maí 2006 Marteinn Njálsson, oddviti Fliigger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild Ragney Eggertsdóttir (Eyja í Dal) verður 95 ára þann 13.júnínk. Afþessu tilefni œtlarEyja að taka á móti œttingjum sínum og vinum sunnudaginn 11. júní nk. milli kl. 15 og 18 ífundarsalnum á 6. hœð Borgarbrautar 65a í Borgarnesi. mmw. ske&sidÍQrifi. \ Meunlngarhátíð í Munaðamesi Myndlistarsýning Gísla B. Bjömssonar verður opnuð á Menningarhátíð BSEB í Munaðamesi i laugardaginn 10. júní ld. 14.00. « z I Alina Dubik syngur i við undirleik Jónasar Ingimtuidarsonar og Berglind Gunnarsdóttir les ljóð. Allir velkomnir V _________ Sumarstörf við sundlaug og íþróttahús á Kleppjárnsreykjum Okkur vantar enn til starfa karlmann í stöðu sundlaugarvarðar og starfsmanns íþróttahúss á Kleppjámsreykjum í sumar. Vinnutími er ffá kl. 14-22 mánudaga-fostudaga og kl. 10-18 laugardaga og sunnudaga. Jafhffamt vantar einstakling í afleysingar, aðra hveija helgi, laugardaga og sunnudaga ffá kl. 10-18. Ráðningartími er ffá 10. júní til 20. ágúst 2006. Umsækjendur þurfa að hafa sundpróf, námskeið í skyndihjálp og vera 18 ára eða eldri. Áhugasamir hafið samband í sima 435 1140. Sveitarstjóri 1 BÚREKSTRARDEILD BORGftttNCSI Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opiö frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.