Skessuhorn - 07.06.2006, Síða 24
FJÁRHAGSLEG GLITNIR^
VELGENGNI ÞÍN
ER OKKAR VERKEFNI
Daglegar ferðir
Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-17.
Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880
landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is
Landf/utningar
aris /SAMSKIP
Páll S Brynjarsson heldur áfram sem hæjarstjári í Borgarhyggð. Hér eru bœjaifulltrúar
meirihlutaflokkanna eftir að samkomulag þeirra hafði verið undirritað.
Meirihluti myndaður í
Borgarbyggð
Borgarlistinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn í nýju sameinuðu sveit-
arfélagi norðan Skarðsheiðar hafa
gert með sér samstarfssamning í
sveitarstjórn og var sl. föstudag
skrifað undir meirihlutasamstarf
þessara flokka. Páll S Brynjarsson
verður ráðinn sveitarstjóri, Bjöm
Bjarki Þorsteinsson verður forseti
sveitarstjórnar og Finnbogi Rögn-
valdsson formaður byggðaráðs.
Flokkarnir hafa einnig skipt með
sér verkefnum svo sem um for-
mennsku í einstökum nefndum
næsta kjörtímabil. Þar fá sjálfstæð-
ismenn formennsku í skipulags- og
bygginganefnd, tómstundanefnd,
atvinnu- og markaðsnefnd og fé-
lagsmálanefnd. Borgarlistinn fær
formennsku í fræðslunefnd, menn-
ingarnefnd og umhverfisnefhd. Þá
fær Framsóknarflokkur sem situr í
minnihluta formennsku í landbún-
aðarnefhd.
Þá segir m.a. í tilkynningu frá
meirihlutanum: „Mikil uppbygging
er í hinu nýja sveitarfélagi og ljóst
að fjöldi brýnna verkefna bíður
sveitarstj órnarinnar. Forgangsverk-
efhi verður að ganga frá ráðningu
starfsfólks og samþykkja skipurit
fyrir sveitarfélagið." MM
Hjallastefnan
-nýtt skrcf í skólastarf í
Hjallastefnan ehf. auglýsir eftir fólki til starfa
við leikskólann Hraunborg á Bifröst
Þann 1. ágúst næstkomandi tekur Hjallastefnan ehf. við rekstri
leikskólans Hraunborgar á Bifröst. Auglýst er eftir leikskólakennurum,
fólki með aðra uppeldismenntun, aðstoðarfólki og starfsfólki í eldhús.
Laun eru samkvæmt samningum Hjallastefnunnar við viðkomandi
stéttarfélög og kostnaði við milliferðir verður mætt fyrir þá sem koma
langt að. Starfsfólk mun hljóta þjálfun í starfsháttum Hjallastefnunnar
þar sem jafnrétti kynjanna, sköpun, jákvæðni og virðing í samskiptum
eru í hávegum höfð. Um er að ræða spennandi starf í frjóu
háskólaumhverfi.
Upplýsingar gefur Anna María Sverrisdóttir leikskólastjóri í s. 6935303
eftir kl. 16 eða Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri
Hjallastefnunnar í síma 8656310. Einnig er hægt að sækja um starfið á
vefnum: www.hjalli.is