Skessuhorn - 19.07.2006, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006
^ssunu^
Enduðu út í á
LANGAVATN: Erlendir
ferðamenn á bílaleigujeppa
lentu í vandræðum við Langa-
vatn sl. mánudagskvöld. Björg-
unarsveitin Brák hélt á staðinn
fólkinu til aðstoðar, kom mann-
skapnum til byggða en bifreiðin
var skilin eftir og sótt síðar.
Tvær vegleiðir liggja að Langa-
vatni, sú sem yfirleitt er farin er
við Svignaskarð. Sú leið sem
ferðalangarnir völdu sér er
gömul leið sem til er á kortum
en er ekki mikið notuð nema þá
helst þegar haldið er til smöl-
unar á haustin og er þá farið að
vatninu við Grenjadal. Að sögn
lögreglunnar í Borgarnesi virð-
ist sem bíllinn hafi skrikað á
vaðinu yfir ána og þar hafi bíll-
inn stöðvast. Svo virðist sem
ferðalangarnir hafi ályktað sem
svo að fyrst leiðin væri á korti
þá væri hún greiðfær. -so
Minnismerki
afhjúpað
REYKHÓLAR: Sunnudaginn
23. júlí verður minnismerki um
Jón Thoroddsen skáld afhjúpað
á Reykhólum. Það var Reyk-
hóladeild Lionsklúbbs Búðar-
dals sem stendur fyrir uppsetn-
ingu minnismerkisins. List-
skreytingasjóður ríkisins styrkti
verkefnið um eina milljón
króna og ráðuneyti heildbrigð-
is- og tryggingamála styrkti
framtakið um hálfa milljón
króna. Einnig komu framlög
frá Barðstrendingafélaginu,
Thoroddsen-ættinni, landbún-
aðarráðuneytinu og fleiri aðil-
um. Höfundur verksins er
Finnur Arnar Arnarson mynd-
listarmaður. -mm
Ekiðá
Hreðavatns-
skála
BORGARFJÖRÐUR: Öku-
maður í æfingarakstri steig
óvart á bensíngjöfina í stað
bremsunnar er hann var að
leggja í stæði utan við Hreða-
vatnsskála sl. föstudag með
þeim afleiðingum að bíllinn
rauk af stað, upp á gangstétt og
skall beint á útihurð skálans.
Ekki urðu nein meiðsl á fólki en
nokkrar skemmdir urðu á hurð-
arbúnaði skálans. Bíllinn
reyndist vera í ökuhæfu ástandi
og tók móðir stúlkunnar við
stjórn bifreiðarinnar þegar
áffam var haldið. -so
Vélhjólamenn
fái aðstöðu
AKRANES: Skipulags- og
byggingarnefnd Akraness hefur
mælt með því við bæjarstjóm
að Vélhjólaíþróttafélagi Akra-
ness verði veitt til afnota um
þriggja hektara svæði í landi
Asa 3. Félagið sendi bæjarráði
ósk um aðstöðu og hafði ráðið
sent málið til umsagnar skipu-
lags- og byggingamefndar.
-hj
Enn eykst umferð um göngin
í síðasta mánuði fóra 196 þúsund
bílar um Hvalfjarðargöng. Era það
9% fleiri bílar en í júní í fyrra. Um-
ferðaraukningin er enn meiri þegar
horft er til tímabilsins október 2005
til júní 2006 eða ríflega 14%. Þetta
kemur ffam á heimasíðu Spalar sem
á og rekur göngin. Rekstrarár Spal-
ar er ffá október til og með septem-
ber. í nýju yfirliti fyrstu níu mánaða
rekstarársins kemur í ljós að umferð
í göngunum eykst enn veralega og
stefnir því nú í fyrsta sinn að verða
yfir 5.000 bílar á sólarhring. Sér-
staka athygli vekur mikil umferðar-
aukning mánuðina nóvember - febr-
úar, en þá var hún á bilinu 21-28%
miðað við sömu mánuði á fyrra ári.
Af sjálfú leiðir að tekjur Spalar af
umferðinni era umffam rekstrará-
ætlun og þar af leiðandi mun félag-
ið væntanlega greiða meira niður af
skuldum sínum í lok rekstrarársins
en ráð var fyrir gert að því er kem-
ur fram á heimasíðunni. Sama
gerðist reyndar á síðasta rekstrar-
ári. HJ
Minnkandi atvinnuleysi
á Vesturlandi
Atvinnuleysi á Vesturlandi mæld-
ist aðeins 0,5% nú í júní en var 0,7%
í maí. A landinu öllu mældist at-
vinnuleysi í júní 1,3% að því er seg-
ir í skýrslu Vinnumálastofnunar.
Minnst atvinnuleysi mældist á Aust-
urlandi en það var aðeins 0,3% og
mest mældist atvinnuleysið á Norð-
urlandi eystra, 2,1%. Meðalfjöldi at-
vinnulausra á Vesturlandi í júm var
38 einstaklingar. Atvánnuleysi meðal
karla í fjórðungnum var 0,3% en
0,8% hjá konrnn. Atvinnuleysi karla
stendur svo til í stað milli mánaða en
atvinnuleysi kvenna hefur minnkað
um 0,5 prósentustig ffá því í maí.
Atvinnulausar konur á Vesturlandi
vora 24 í júní og hafði þeim fækkað
um 16 síðan í maí en körlunum
hafði fækkað um einn síðan í maí og
vora því 14 í júní.
A Akranesi vora fimm karlar án
atvinnu í júm og sextán konur, í
Borgarbyggð vora sex konur at-
vinnulausar en enginn karl, í Dala-
byggð var einn karl og ein kona án
atvinnu í síðasta mánuði, í Grandar-
fjarðarbæ vora tveir karlar og ein
kona án atvinnu, ein kona var án at-
vinnu í Skorradalshreppi í júní, fjór-
ar konur og þrír karlar vora atvinnu-
laus í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi
vora sjö karlar án atvinnu og tvær
konur. I Eyja-og Miklaholtshreppi,
Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit og
Reykhólahreppi vora engir atvinnu-
lausir í síðasta mánuði.
I skýrslu Vinnumálastofhunar
kemur einnig ffam að talsverð fækk-
un er á ungu atvinnulausu fólki á
landinu öllu í júmmánuði milli ár-
anna 2005 og 2006. I júní í fyrra
vora 731 skráðir atvinnulausir á
aldrinum 16-24 ára en nú í ár hafði
þeim fækkað niður í 448. SO
A
Björg Agústsdóttír lætur af störfum
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í
Grundarfirði lét af störfum sl.
föstudag. Hún tilkynnti síðla vetrar
að hún sæktist ekki eftir endurráðn-
ingu að sveitarstjórnarkosningum
loknum. Hún féllst á að gegna
stöðunni þar til nýr bæjarstjóri yrði
ráðinn. A fimmtudag var gengið
frá ráðningu Guðmundar Inga
Gunnlaugssonar í stöðu bæjarstjóra
og mun hann taka við starfinu 1.
september nk. Fram að þeim tíma
mun Sigríður Finsen forseti bæjar-
stjórnar gegna starfi bæjarstjóra.
Björg sagði í samtali við Skessu-
horn að hún myndi á næstu vikum
sinna ákveðnum verkefnum fyrir
Grundarfjarðarbæ en daglegum
störfum hennar lauk á föstudag.
Hún sagðist ekkert hafa ákveðið
hvað við tæki hjá sér. Fyrst og
fremst ætlaði hún að slaka á næstu
vikurnar. Það væri hverjum manni
nauðsynlegt öðra hverju. Hvað síð-
ar tæki við myndi tíminn leiða í
Ijós.HJ
Valafell kaupir Hróahúsin í Ólafsvík
Fiskverkunar- og útgerðarfyrir-
tækið Valafell hefur fest kaup á
fiskvinnsluhúsum í Olafsvík sem
kennd hafa verið við Hróa. I sam-
tali við bæjarblaðið Jökul segir
Kristín Vigfúsdóttir framkvæmda-
stjóri Valafells að fyrst um sinn
verði lögð áhersla á að fegra og
verja húsin en þegar fram líða
stundir verði rekstur fyrirtækisins
bæði í núverandi húsakynnum sem
og í þeim húsum sem nú hefur ver-
ið fest kaup á. Um árabil var fisk-
vinnslufyrirtækið Hrói eitt af
stærstu fyrirtækjum í saltfiskfram-
leiðslu en síðar var í húsunum rek-
in slægingarþjónusta.
HJ
Nautgripir reknir með hrossa-
stóði á Löngufiörur
Á Lönguijörum á Snæfellsnesi er
vinsæl reiðleið sem fjöldi hesta-
manna nýtur á hverju sumri. Flestir
ferðalangar eiga góð samskipti við
landeigendur en því miður verður
stundum misbrestur þar á. Hópur
nautgripa frá bænum Stakkhamri á
Snæfellsnesi var tekinn með irm í
rekstur hrossa sem var á leið á
Löngufjörar í síðustu viku. Naut-
gripirnir vora þannig reknir með
hrossahópnum niður í fjöra og virt-
ist ekki skipta ferðamennina nokkra
máh að aðfall var á sama tíma og
hefði getað farið illa fyrir þesstun 26
gripum ef ábúendur á Stakkhamri
hefðu ekki gripið í taumana.
„Ef þessi ferðahópur hefði verið
á ferðinni deginum áður væru grip-
ir eflaust dauðir þar sem enginn var
heima á bænum þann dag. Aðeins
heppni réði því að við tókum eftir
þeim þama niður í fjöra og ferða-
hópurinn reyndi ekki einu sinni að
reka nautgripina til baka. Það eina
sem hægt var að gera í stöðunni var
að hendast út og leggja á þau hross
sem við vissum að kæmust hraðast
og ríða niður í fjöra í einum spreng
til að koma gripunum upp á beitar-
landið aftur áður en meira féll að,“
sagði Laufey Bjarnadóttir ábúandi
að Stakkhamri í samtali við Skessu-
hom.
Hún segir ábúendur á Stakk-
hamri ekki hafa lent áður í atvikum
sem þessu en nágrannar þeirra við
fjörarnar hafi þó lent í svipuðum
málum. Laufey vill beina þeim til-
mælum til ferðalanga á Löngufjör-
ur að sýna kurteisi og hafa samband
við ábúendur og þá sé auðveldlega
hægt að koma í veg fyrir að svona
gerist. Vildi hún samt koma því á
ffamfæri að langflestir ferðamenn
gengju vel um og færa þessa leið í
samráði við ábúendur. Aðspurð um
þeirra fyrstu viðbrögð eftir atvik
þetta með nautgripina sagði hún að
eiginmaður hennar hafi haft upp á
hópnum og hafi hann talað mjög
skýra og greinargóða íslensku við
fararstjóra hans til að leiða honum
fyrir sjónir ábyrgðarleysi hans. SO
Ráðinn
umsjónarmaður
fasteigna
DALABYGGÐ: Sveitarstjórn
Dalabyggðar hefur samþykkt að
ráða Viðar Olafsson í Búðardal
sem umsjónarmann fasteigna og
yfirmann áhaldahúss sveitarfé-
lagsins. Starfið var auglýst laust
til umsóknar fyrir skömmu og
var Viðar eini umsækjandinn. -hj
Yariskona
stakk af
HVALFJARÐARSVEIT: Á
föstudaginn síðasta gisti ung þýsk
kona á gistiheimilinu Móum í
Innri Akraneshreppi. Kona þessi
gerði sér lítið fyrir og stakk af
næsta morgun án þess að borga
sem telst vart annað en þjófnað-
ur. „Konan er með millisítt hár
og ekur um á hvítri Toyotu Yaris
biffeið. Mistökin vora að rukka
hana ekki strax um kvöldið, held-
ur átti að gera upp um morgun-
inn. Ef kona sem passar við lýs-
inguna fær gistingu hjá öðrum
þjónustuaðilum er ástæða til að
vara fólk við,“ segir Sólveigjóna
Jóhannesdóttir, gistihússeigandi.
„Það er ástæða til að láta vita af
svona tilfellum. Þetta er auðvitað
bara óþolandi og ekkert nema
þjófhaður,“ bætir hún við. -mm
Bílvelta
MYRAR: Fjórir útlendingar
vora fluttir á sjúkrahús efrir bíl-
veltu á Snæfellsnesvegi við Álftá
á laugardaginn var. Ekki er vitað
um orsök slyssins en bíllinn var
fluttur á brott með kranabíl. -so
Nýtt
byggðamerki
BORGARBYGGÐ: Atvinnu-
og markaðsnefiid Borgarbyggðar
hefur lagt til við sveitarstjóm að
efnt verði til opinnar hugmynda-
samkeppni um gerð byggða-
merkis fyrir Borgarbyggð hina
nýju og dómnefhd velji úr þeim
hugmyndum sem berast. Var Þór
Þorsteinssyni, formanni nefhdar-
innar, falið að afla gagna og vinna
tillögu um hvernig samkeppni
skuh háttað og leggja hana fyrir
næsta fund byggðaráðs Borgar-
byggðar. -hj
Sveitarstjóm
harmar aðhalds-
aðgerðir
DALABYGGÐ: Sveitarstjórn
Dalabyggðar hefur samþykkt
ályktun þar sem aðhaldsaðgerðir
ríkisstjómarinnar í vegamálum,
vegna þenslu í þjóðfélaginu, era
harmaðar. Sérstaklega er ffestun
vegalagningar um Amkötludal
mótmælt „þar sem áhrifa þensl-
unnar hefur lítið gætt á þessu
landssvæði," eins og segir í álykt-
uninni. Á það er bent að það
landssvæði sé dreifbýlt og sam-
göngur hafi lengi verið erfiðar og
því bitni niðurskurðurinn á íbú-
um byggðarinnar. -hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1 300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is
Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is