Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2006, Side 7

Skessuhorn - 19.07.2006, Side 7
^&iíssuiiuk. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 7 Hildibrandur og Herborgfyrir framan Stldina, sexæring með Bolungarvíkurlagi sem afi Hildibrands átti og var smíðaður árið 1860. Nóg að gera þrátt fynr veðráttuna Hildibrandur Bjarnason og Herborg Sigurðardóttir í Bjarnar- höfn segja að nóg hafi verið að gera í sumar þrátt fyrir vætutíð. Bjarnarhöfh er vinsæll viðkomu- staður ferðamanna sem koma bæði til að kynnast sögunni og einnig til að verða sér úti um hinn fræga Bjarnarhafnarhákarl. Hann er seldur um allt land og þykir alltaf jafn mikið lostæti. I Bjarnarhöfh er einnig að finna ýmsar minjar um byggð við sjávarströndina í gegn- um tíðina, tól til veiða og verkun- ar auk þess sem staðurinn sjálfur er ríkur af sögu. Aðspurður segir Hildibrandur að alltaf sé nóg að gera við að þjónusta ferðamenn. Sumarið núna sé allt í lagi miðað við fyrri sumur en það hafi hins- vegar aukist að menn komi tveir og tveir saman í bílum. „Það er mun þægilegra fyrir okkur að sinna 40 manns í rútu, það þarf að eyða jafnmiklum tíma með tveim- ur og með 40. En að sjálfsögðu þjónum við öllum sem koma hvenær sem þeir koma. Hingað kom fullt af Rússum klukkan hálf- tíu í gærkvöldi og daginn áður komu Tékkar á sama tíma. Við viljum nú heldur að fólk komi að- eins fyrr á daginn en við því er ekkert að gera,“ Bjarnarhöfn vekur því áhuga bæði erlendra og inn- lendra ferðamanna og í sumar gerðist það m.a. að fimm daga í röð komu erlendir blaðamenn í heimsókn. „Það hefur því verið nóg að gera hjá okkur þrátt fyrir veðrið og við kvörtum ekki,“ sagði Hildibrandur að lokum. -KÓP Laust starf á Skattstofu Vesturlandsumdæmis Starfið: Laust er til umsóknar starfí afgreiðslu á Skattstofu Vesturlandsumdœmis, Stillholti 16-18, Akranesi. Um er að ræða jullt starf við afgreiðslu, símsvörun, upplýsingagjöf og röðun gagna, ásamt öðrum almennum skrifstojustörfum. Hœfnisskilyrði: Æskilegt er að umsœkjendur hafi reynslu af skrifstojustörfum og séufœrir um að tjá sig skýrt og skipulega, hafi jákvœtt viðmót og hœfni í mannlegum samskiptum. Laun eru samkvœmt launakerfi opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2006. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmœlendur og annað sem umsækjandi vill takafram, skal skilað til skattstjóra. Upphaf staifs: Miðað er við að nýr starfsmaður hefji störfí ágústmánuði 2006, eða samkvæmt nánara samkomulagi. Jllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu Hggur fyrir. | Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán Skjaldarson skattstjóri i og Sigríður Jónsdóttir deildarstjóri á Skattstofu | Vesturlandsumdæmis í síma 430-2900. - Skattstjórinn íVesturlandsumdœmi Stillholti 16-18 300 Akranes TIL AFHENDINGAR STRAX Blucamp Sky 20, Ford 125 hestöfi tdci, Rockwood íbúð á hjólum. lengd 6,3m, svefnpláss fyrir 4, loftkæling, Árgerð ‘93 V8 Sjálfskiptur. Einn með öllu, rafm. rúður, tveir airbag, geislaspilari m/fjarstýringu. ekinn 100.000 km, lengd 8,5 metrar. Verð 4,6 skráður Kr. 3.300.000,- -------------------------N Úrval nýrra húsbíla tilbúnir til skráningar á lager á Egilsstöðum. Erum einnig með úrval notaðra bíla. Hjólhýsi ný og notuð af öllum gerðum og verðum. Erum með umboð fyrir Við bjóðum flug til Egilsstaða fyrir tvo við kaup á hverjum bíl! Bilexport á íslandi ehf. WWW.bilexport.dk Upplýsingar veitir Bóas í síma 0049 175 2711 783 eða Eðvald í 896-6456 Flugger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.