Skessuhorn - 19.07.2006, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 19. JULI2006
gfflgSSIíHÖMi
Heimsókn firönsku skutanna mildð ævintýri
- -
Björg Ágústsdóttir fráfarandi
bæjarstjóri í Grundarfirði segir
heimsókn frönsku skútanna til
Grundarfjarðar í tengslum við sigl-
ingakeppnina Skippers d’Islande
hafa verið mikið ævintýri. Sem
kunnugt er komu nítján skútur til
bæjarins í tengslum við þessa
keppni en hún hófst í vinabæ
Grundarfjarðar Paimpol í Frakk-
landi. Björg segir keppni sem þessa
ekki hrista fram úr erminni. „Und-
irbúningur keppninnar hefur staðið
lengi og við erum búin að vera með
í honum í um eitt og hálft ár. Þetta
er gríðarlega umsvifamikið og í
mörg horn að líta hjá skipuleggj-
endum keppninnar ytra,“ segir
Björg í samtali við Skessuhorn.
Siglingakeppni þessi milli Frakk-
lands og Islands fór nú fram í þriðja
sinn og að þessu sinni komu kepp-
endur við í Grundarfirði og stöldr-
Skútumar í höfn í Grundarfiröi.
uðu þar við í nokkra daga. „Við vor-
um óskaplega ánægð með að vera
áfangastaður í þetta sinn, enda vel
við hæfi þar sem Paimpol er vina-
bær okkar.“
Skúturnar og skipverjar þeirra
settu að vonum mikinn svip á stað-
inn þá daga sem heimsóknin stóð
og Björg segir heimsóknina hafa í
alla staði tekist mjög vel og mikið líf
Ljósm. Sverrir.
og fjör hafi verið í bænum þessa
daga. „Það er framandi og falleg
sjón að sjá svona falleg skip og ara-
grúa segla bera við sjóndeildar-
hringinn og grundfirskt landslag.
Við erum öllu vanari togskipum og
trillum," segir hún.
Aðspurð segist hún ekki annað
hafa heyrt á gestunum en að þeim
hafi líkað dvölin vel og þeir hafi
verið hrifhir af landslaginu enda
ekki vanir því að sigla á slóðum þar
sem umhverfið eru fjöll með snjó í
efstu hlíðum. Það umhverfi hafi
þeim fundist tilkomumikið. „Við
fengum einnig að heyra að þeir
voru djúpt snortnir af viðmóti og
móttökum bæjarbúa og hjálpsemi“
segir Björg.
Eins og áður segir fer keppnin
ffam á þriggja ára fresti og hafa
Grundfirðingar þegar komið á
framfæri óskum um að bærinn verði
áfangastaður keppenda árið 2009.
Engin ákvörðtm liggur hins vegar
fyrir hverjir verði áfangastaðir
keppenda þá.
HJ
Helgistund við minnisvarðann.
Minnisvarði um franska sjómenn
reistur á Grundarkampi
Skólaskdp franska sjóhersins gólettan L’Etoile
lagðist að bryggju í Grundarfjarðarhöfn sl.
þriðjudag. Auk 30 manna áhafnar flutti skútan
með sér steinkross einn mikinn og foman sem
reistur var með viðhöfn á Grundarkampi þar
sem hinn fomi Grundarfjarðarkaupstaður stóð.
Krossin sem er gjöf ffá Paimpol vinabæ Grund-
arfjarðar er minnisvarði um ffanska sjómenn
sem létust á Islandsmiðum og stendur hann þar
sem ffanskir sjómenn reistu sér kirkju á sínum
tíma, en hún var rifin er þeir héldu af landi brott.
Sr. Elinborg Sturludóttir sóknarprestur stjóm-
aði helgistund sem ffam fór bæði á ffönsku og
íslensku en ffanskir sjóliðar mynduðu heið-
ursvörð. Eftir helgistundina var rósum varpað í
sjóinn tdl að heiðra minningu um látoa ffanska
sjómenn. Fjölmargir Grundfirðingar sem og
ffanskir skútosjómenn sem þátt taka í keppninni
Skippers d’Islande vom viðstaddir athöfhina á
Grundarkampi. GK
Rósum varpað til minningar umfranska sjómenn.
Gissur Þór Hákonarson ogjónas Elís Gunnarsson við fylgdarskipið Etoile, eða Stjöm-
una, og skútumar í baksýn t Grundarfjarðarböfn.
Finnst fylgdarskipið flottast
Við höfnina í Gmndarfirði hitti
blaðamaður Skessuhorns þá Gissur
Þór Hákonarson og Jónas Elís
Gunnarsson sem fylgdust spenntir
með skútunum í siglingakeppninni
Skippers Dlslande. Það þarf ekki
að undra að fjöldi glæsilegra skúta
veki athygli ungra stráka enda
höfðu þeir félagar fylgst mikið með
lífinu í kringum þær. Þeir þekktu
skútornar vel, átto sínar uppáhalds-
skútur og höfðu miklar skoðanir á
keppninni. Þeir Gissur og Jónas
vora með það á hreinu að einhverj-
ir Islendingar tækju þátt í keppn-
inni, vom þó ekki sammála um það
hvort þeir væm tveir eða fjórir,
héldu þó helst að það væri ein
kona, einn karl og tveir krakkar.
Þeir vom þó sammála í þeirri af-
stöðu sinni að halda ekki með ís-
lendingunum. „Eg held með vini
vinar míns sem er í keppninni.
Hann er Franskur," segir Jónas og
Gissur bætir við: „Eg held með
skútunni sem er með myndinni af
lundanum, hún er svo flott.“
Þrátt fyrir að skútumar séu hver
annarri flottari var það þó fylgdar-
skipið sem heillaði þá félaga mest,
en það er gólettan Etoile sem fylg-
ir skútunum á leið sinni. Þeir félag-
ar vora sammála um að vissulega
væri gaman að eiga skútu líka þeim
sem voru í keppninni. Þeir gerðu
sér hins vegar grein fyrir því að það
væri meira en að segja það. „Svona
skúta kostar öragglega milljón,"
segir Gissur, „en ég á tuttugu og
eitt þúsund og sexhundruð.11 Það er
ljóst að nokkur fjársöfnun bíður því
þeirra félaga ætli þeir sér að eignast
eigin skúto, en ekki var annað á
þeim að sjá en einbeitingin væri
næg til að þeir gætu látið draum
sinn rætast. KOP
Ræst í síðasta áfanga siglingakeppninnar Skipper dlslande ffá Grundarfirði
Svífðu seglum þöndum...
Hér standa þau við Sögumiðstöðina Eyrbyggju, frá vinstri: Michel Renard, Elisabeth
Amos, Shelag Smith, Marylou Rafflegeau fulltrúi bæjarstjóra Paimpol og Emile
Poidevin forseti Skippers D 'Islande.
Það var tdlkomumikil sjón þegar
skútumar nítján lögðu af stað ffá
Grundarfirði í síðasta legginn í sigl-
ingakeppninni Skipper d'Islande.
Það var ffemur kalsasamt á höfhirmi
en engu að síður nokkur mannfjöldi
samankominn tdl að fylgja siglingar-
köppumnn úr hlaði. Víða mátti sjá
ffönsk flögg blakta í vindinum við
hlið hinna íslensku og víst er að
áhafiúr skútanna og gestir þeirra
hafa sett mikinn svip á bæinn á með-
an á vem þeirra stóð. Fyrir liggur
ferð til ff anska bæjarins Paimpol, en
hann er vinabær Grandarfjarðar og
er reiknað með að ferðin taki um tíu
daga. Þetta er í fyrsta skipti sem
Grundarfjörður er áningarstaður í
keppninni þrátt fyrir að bæjarfélagið
hafi komið að henni í tvígang áður.
Siglingakeppnin Skipper
dlslande hefur fest sig í sessi og vak-
ið athygli víða um heim. Þetta er
eina keppnin sem fer svona norðar-
lega, allar aðrar stórar keppnir fara
frarn í heitum sjó. Keppnin var ræst
24. júní síðastliðinn og þegar kepp-
endur koma í höfn í Paimpol mtmu
þeir hafa lagt ríflega 4800 kílómetra
að baki, enginn smáferð það.
Shelagh Smith hefur staðið að
skipulagningu keppninnar á Grund-
arfirði. Hún segir að það sé mikil
vinna á bak við svona keppni en
margir hafi lagt hönd á plóg. I
tengslum við keppnina hafi verið
mynduð vinabæjartengsl við bæinn
Paimpol í fyrra. I ffamhaldi af því
hafi m'undi bekkur grunnskólanema
verið í hálfan mánuði í Paimpol á
vegum Leonardo verkefnis Evrópu-
sambandsins. Krakkar þaðan síðan
komið til Grundarfjarðar og bæði
fyrir og effir hafi krakkamir verið í
tölvusamskiptum. í tengslum við
keppnina hafi fulltrúi borgarstjóra
Paimpol síðan komið tdl Grandar-
fjarðar.
Shelagh er ekki í vafa um að
Skippers Dlslande sé að festa sig í
sessi sem ein af stóm keppnunum.
Hún veki mikla athygli erlendis og
hér sé t.a.m. staddur blaðafulltrúi ffá
Frakklandi. Sérstaða keppninnar er
hve norðarlega hún er og dragi það
að sér marga keppendur. Sá kepp-
andi sem mesta athygli hefur vakið
að þessu sinni er ffanska konan
Servane Escoffier. Þrátt fyrir ungan
aldur, en hún er 24 ára, er hún að
verða ein skærasta stjaman í siglinga-
heiminum. Hún hafði forystu í
kepprúnni þegar komið var til
Grundarfjarðar. Escoffier er að æfa
sig fyrir Rommkeppnina ffægu, en í
henni er siglt yfir Kyrrahaf. Fyrir þá
keppni þarf að vinna sér inn keppnis-
rétt með því að vinna ákveðna erfið-
leikagráðu. Sldppers Dlslande gefur
henni kost á því að ná þeirri gráðu.
Til viðbótar við skútumar m'tján
sem taka þátt í keppninni var tveim-
ur íslenskum áhöfiium boðið að taka
þátt í leggnum Reykjavík - Grandar-
fjörður í nokkurs konar kurt-
eisiskeppni. Islensku skútumar Besta
og Lilja sigldu því með keppendum
til Gmndarfjarðar. Misjafnlega
margir era í áhöfn á skútunum
nítján, fimm sigla einir, ein skúta er
með tvo í áhöfn og sumar allt upp í
sex manns. -KOP