Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2006, Síða 14

Skessuhorn - 19.07.2006, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. JULI 2006 14 Spuming vikunnar Flokkarþú sorp heima hjá þér? (Spurt í Stykkishólmi) Sigrún Þórsteinsdóttir. Já e'g geri það. Eg er með safnkassa ogfer með dagblöð ogfemur í gáma. Sólveig Asgeirsdóttir, Telma og Siggi Fannar. Já að einhverju leyti, allavega femur og blöð. —r Emil Þór Guðbjömsson. Já e'g geri það eins og e'g get. Bæjarfélagið skaffar samt bara eina tunnu. Benni Ölvers. Já, við flokkum femur og blöð. Páll Sigurðsson. Nei égflokka ekki. Þeir gera það örugglega ekki heldur (og bendir á Emil Þór og Benna). Sumarsmiðja ungs fólks í Tjamarlundi Byggt afkappi úr tágum og leir. Sumarsmiðja var haldin í Tjarn- arlundi í Saurbæ dagana 3.-7. júlí síðastliðinn. 18 manns á aldrinum 6-16 ára tóku þátt í þessu skemmti- lega verkefni og verður vonandi framhald á því. I upphafi smiðjunn- ar var unnið með teikninguna sem tæki til að skoða og rannsaka hluti og fyrirbæri. Teiknað var í ná- grenni Tjarnarlundar, skoðaðar byggingar, plöntur og smádýr og hugað sérstaklega að uppistöðu- grindum í náttúrulegum fyrirbær- um og manngerðum hlutum. Smá- sjár og stækkunargler voru notuð til að komast nær veröld hins smáa. Þessar athuganir voru síðan hafðar í huga þegar hafist var handa við byggingar úr tágum og leir, ásamt því að brugðið var á leik með því að búa til ýmis konar ævin- týraverur og skrímsli þar sem ljós og skuggi voru nýtt til að skapa furðuheim. Einnig voru skoðaðar bækur um byggingarlist þar sem nærtæk efni eru notuð til bygginga; svo sem íslensku torfbyggingarnar og leirbyggingar í Afríku og Suður Ameríku. Sumarsmiðja í Tjarnarlundi var unnin í samstarfi við Myndlistar- skólann í Reykjavík og verkefnið var stutt af Menningarsjóði Vestur- lands. GTS Gestir og þátttakendur skoða afrakstur námskeiðsins. Hér eru söfnunarmennimir Kári Gíslason, Amar Þórsson, Rúnar Gíslason og Egill og Friðrik Þórssynir. Héldu basar tál styrktar RKI Þessir flottu strákar söfnuðu að um Urvali í Brogarnesi. Þeir söfn- sér margs konar dóti í Borgarnesi uðu alls 10.883 krónum sem þeir og nágrenni í síðustu viku og héldu lögðu samviskusamlega inn á svo basar til styrktar Rauða krossi reikning Rauða krossins að basar Islands sl. fimmtudag í Samkaup- loknum. MM jífjiiijtóJ Frá undirskrift samningsins. F.v.: Þjóðbjóm Hannesson jv. skátaforingi, Kristján Krist- jánsson framkvœmdastjóri Uppheima, Guðríður Siguijónsdóttir, foringi Skátafélags Akraness og Bragi Þórðarsonfu. skátaforingi. Bók um skátastarf á Akranesi í 80 ár í haust verður gefin út bók um skátastarf á Akranesi í 80 ár en samningur milli Skátafélags Akra- ness og útgáfuþjónustunnar Upp- heima ehf þar að lútandi var undir- ritaður í síðustu viku. Skátafélag Akraness fagnaði 80 ára afmæli sínu í maí í vor og var ákveðið að ráðast í útgáfu bókarinnar í tilefhi þess. I bókinni verður rakin saga skáta- starfs á Skaga í stórum dráttum og birt viðtöl við nokkra af helstu frumkvöðlum skátahreyfingarinnar á Akranesi. Umsjón með gerð bók- arinnar er í höndum Onnu Láru Steindal og Kfistjáns Kristjánsson- ar og er áætlað að bókin komi út í lok september. MM Guðrún Fjeldsed leiðbeinir krökkunum í gerðinu. Reiðnámskeið á Ölvaldsstöðum Nýlega lauk þriðja reiðnám- skeiðinu í sumar hjá Guðrúnu Fjeldsted á Ölvaldsstöðum. Það hefur verið góð þátttaka á nám- skeiðunum hjá henni í sumar enda finnst krökkum gaman og því spyrjast þau vel út. Guðrún byggir námskeiðin þannig upp að börnin læra að leggja sjálf á hestana og svo er hver tími hafinn á því að ríða inn í gerði þar sem farið er yfir ásetu, stjórnun og jafnvægi og síðan er farið í reiðtúra um nágrennið eftír mörgum skemmtilegum reiðleið- um. Á áningarstöðum er nesti snætt og krökkunum kenndir hestalitir og gerðar jafnvægisæfing- ar á hesbaki. Fyrirhuguð eru tvö reiðnámskeið til viðbótar fyrir börn í sumar. Einnig er á döfinni hjá Guðrúnu að halda reiðnámskeið fyrir fullorðna og geta þeir komið með sína eigin hesta ef vilja. Á Ölvaldsstöðum er nú risin ný reiðskemma og bætir það aðstöðuna til námskeiðshalds til muna. ÞSK Helgi Dan og Friðmey klúbbmeistarar GL Klúbbmeistarar Leynis árið 2006: Friðmey Jónsdóttir og Helgi Dan Steinsson. Ljósm: Sigurður Elvar Þórólfsson. Meistaramóti Golfklúbbsins Leynis lauk laugardaginn 15. júlí en þátttakendur mótsins voru 96 tals- ins. Þrátt fyrir leiðinda veður tókst að ljúka leik án þess að þurfa að fella niður umferð. Veðrið síðasta leik- daginn var mjög erfitt, rigningar- skúrir og vindur sem vættu vel mannskapinn. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður luku langflestir leik og keppni um efstu sætin í sumum flokkunum var mjög jöfn og hörð. Helgi Dan Steinsson og Friðmey Jónsdóttir urðu að þessu sinni klúbbmeistarar GL. Helgi Dan og Hróðmar Halldórsson öttu harða keppni en Hróðmar var með forystu fyrir síðasta keppnisdag. Þeir Helgi og Hróðmar voru jafiúr þegar tvær holur voru eftír og náði Helgi að knýja fram sigur á 17. og 18. holu og stóð uppi sem sigurvegari í meistara- flokki karla með tveggja högga mun. I meistaraflokki kvenna vann Friðmey Jónsdóttir nokkuð örugg- lega. I 1. flokki karla urðu jafhir þeir bræður Birgir Arnar og Rósant Freyr Birgissynir. Rósant Freyr hafði betur í bráðabana þeirra bræðra á 18. holu og stóð því uppi sem klúbbmeistari í 1. flokki. 12. flokki karla var keppni jöfh og spennandi en það var Andrés Már Harðarson sem stóð uppi sem klúbbmeistari í þeim flokki með tveggja högga forystu. I öðrumflokkum urðu klúbb- meistarar þessir: 1. flokkur kvenna: Sigurbjörg Hall- dórsdóttir 2. flokkur kvenna: Brynja María Brynjarsdóttir 3. flokkur karla: Guðjón Viðar Guðjónsson 4. flokkur karla: Jón Ingi Þórðar- son Öldungafl. kvenna: Edda Elíasdóttir Óldungafl. karla: Hjörtur Júlíusson Piltafl. 16-18 ára: Armann Öm Bjamason Strákafl. 14-15 ára: Leifiir Viktor Guðmundsson Drengir 13 ára ogyngri: Daníel Guðmundsson Glitnismótaröðinni lokið Haldin voru 5 mót í Ghtnis - mótaröðinni í júní og júlí hjá Golf- klúbbnum Leyni. Þrjú mót töldu til úrslita. Glæsileg verðlaun voru veitt í mótinu, bæði fyrir hvert mót fyrir sig og svo heildar árangur. Aðal- styrktaraðili var Ghtnir. Alls voru leiknir um 100 golfhringir á Ghtnis- mótaröðinni og urðu helstu úrsht þessi: 1. Davíð Búason á 111 punktum 2. Birgir Amar Birgisson á 110 p. 3. Ingi Fannar Eiríksson á 109 p. 4. Hróðmar Halldórsson á 109 p. 5. Aðalsteinn Huldarsson á 107 p. 6. Guðjón V. Guðjónsson á 105 p. SO Sigutvegarar í Glitnis mótaröðinni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.