Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Page 1

Skessuhorn - 23.08.2006, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 34. tbl. 9. árg. 23. ágúst 2006 - Kr. 400 í lausasölu Skólablað Skessu- homs Skessuhorn þessa vikuna er að hluta helgað upphafi skólaárs- ins. I þessari viku setjast hund- ruðir nemenda grunn,- fram- halds- og háskóla á Vesturlandi á skólabekk efidr sumarfrí. Einnig hefja tónlistarskólarnir og Sí- menntunarmiðstöðin á Vestur- landi vetrarstarf sitt á næstu dögum. Rætt er við skólastjórn- endur skóla á öllum skólastigum frá og með grunnskólaaldri og sagt frá helstu nýjungum, áherslubreytingum, mönntm í kennarastöður og ýmislegt fleira. MM Danskir dagar fóru fram um liðna helgi og tókust að sögn mótshaldarar ágætlega þrdttjýrir að gestafjöldi hafi verið hófstilltari en m 'órg undanfarin ár. Sagt erfrá Dönskum dögam í máli og myndum á bls. 30 í blaðinu t dag. A myndinni er Hugrún Birgisdóttir en hún hjólatíi um og seldi heimagerSan brjóstsykur, sultu og sykurhiíðaðar möndlur, klœdd í þjóðarliti Dana, líkt og margir aðrir gestir, í rautt og hvítt. Ljósm. RB. Tvöföldun Vesturlandsvegar orðið brýnt hagsmunamál í liðinni viku urðu nokkur mjög alvarleg umferðarslys á þjóðvegum landsins þar sem fólk lét lífið og aðr- ir slösuðust alvarlega. Ekki er ofsög- um sagt að vikan hafi verið svört í umferðarlegu tilliti. Hraðakstur, vanræksla á bílbeltanotkun og þreyta við akstur, sem eru með algengustu orsökum alvarlegra umferðarslysa, virðast hvert með sínum hætti hafa átt þátt í þremur banaslysum sem urðu á þjóðvegum landsins sl. mið- vikudag. Banaslys sl. laugardags- kvöld máttd þó rekja til hrossa sem fældust flugelda menningamætur og hlupu í veg fyrir bíl. I Morgunblaðinu sl. föstudag var rætt við Agúst Mogensen, formann Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem segir fýrrgreinda þrjá áhættu- þættd, þ.e. hraða, vanrækslu á bíl- beltanotkun og þreytu hafa komið í ljós við fýrstu skoðun á slysunum sl. ATLANTSOLIA Dísel »Faxabraut 9. miðvikudag. Telur Agúst brýnt að gera vegbætur á Vesturlandsvegi líkt og gert hefur verið á Reykjanesbraut og í Svínahrauni. I ffétt blaðsins er haft eftir Agústi: „Umferð á Vestur- landsveginum er ekki aðgreind úr gagnstæðum áttum en þar er um að ræða 1+1 veg. Nú höfum við séð að á þeim hluta Reykjanesbrautarinnar sem var tvöfaldaður hefur ekki orðið banaslys eða harður áreksmr frá því vegbætumar vora gerðar. Sama á við um Suðurlandsveginn þar sem kom- inn er 2+1 vegur með vír sem aðskil- ur umferð úr gagnstæðum áttum. Þessvegna veltir maður því fýrir sér hvort Vesturlandsvegurinn sé ekki næstur á dagskrá. Þetta er auðvitað mikill umferðarvegur og þar hafa í gegnum tíðina orðið harðir árekstrar og ffamanákeyrslur. Eg held því að það sé alveg kominn tími til að huga að því að aðgreina umferð úr gagn- stæðum áttum,“ sagði Agúst. Eins og margir mtma höfðu áður en vinna hófst við tvöföldun Reykja- nesbrautar með tveimur aðskildum akreinum tdl hvorrar áttar, orðið fjöl- mörg alvarleg slys á Reykjanesbraut- inni og mörg banaslys. Aðstæður þar vora á margan hátt sambærilegar þeim sem nú eru t.d. á Vesturlands- vegi um Kjalarnes og þjóðveginum við Hafiiarfjall, þ.e. nokkuð beinn en þröngur vegur, mikill hraði ökutækja á vegi sem einungis samanstendur af einni akrein tdl hvorrar áttar og ekk- ert sem skilur á milli þeirra. Alvar- legustu slysin við þessar aðstæður verða því við ffamúrakstur, hraðakst- ur, skort á bílbeltanotkun og þreytu ökumanna þegar lidu má muna þeg- ar bílar mætast. I Skessuhomi í dag er einnig sagt ffá nýju gæðamati á vegum sem FIB hefur haft forgöngu um. Þar kemur í ljós að á góðum vegum leynast hættulegir kaflar sem komnir eru til vegna spamaðar í hönnun. Gera má því skóna hvort slíkur spamaður sé í raun einhver sparnaður fýrir þjóðarbúið þegar upp er staðið, m.t.t. afleiðinga alvar- legra umferðarslysa? Arin áður en stjómvöld tóku loks ákvörðun um tvöföldun Reykjanes- brautar höfðu öflugir hagsmunahóp- ar fólks af Reykjanesi barist fýrir því að vegabætur yrðu gerðar þannig að slysum fækkaði. Forystu í hópnum hafði Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík sem sýndi mikla þrautseigju sem skilaði sér að lokum í því að brátt sér fýrir endann á löngu tíma- bærri tvöföldun brautarinnar. Tæplega verður því trúað að þeir sem nota þurfa Vesturlandsveg vilji búa við annmarka hans öllu lengur. Því skorar Skessuhorn hér með á þá aðila sem vilja beita sér fýrir auknu umferðaröryggi á og til Vesturlands að stofnaður verði hagsmunagæslu- hópur íbúa í þessum landshluta líkt og Reyknesingar gerðu undir forystu Steinþórs Jónssonar. Hópur þessi hefði það markmið að bæta umferð- armenningu almennings, knýja stjómvöld tdl aðgerða í vegabótum og verða málsvari þeirra sem vilja ferðast tiltölulega ömggt milli staða án þess að verða sjálfkrafa þátttak- endur í svokallaðri rússneskri rúl- lettu. Slys síðasdiðinnar viku segja í raun allt sem segja þarf um nauðsyn þessa. MM Fáheyrður ofsaakstur Okumaður bifhjóls var sl. fimmtudag handtekinn eftir að lögregla stöðvaði akstur hans á Kjalarnesi fýrr um daginn. Hann ók á rúmlega 200 km hraða og var í haldi lögreglunn- ar þar til málið var að fullu upp- lýst. í júní var sami maður stöðvaður á mótorhjóli á 139 km hraða, eða rétt undir sviptingar- mörkum. A fimmmdagsmorgun bámst lögreglunni í Borgarnesi til- kyuningar um ofsaakstur bif- hjóls á Snæfellsnesvegi. Lög- reglumenn héldu þegar til að kanna málið og mættu bifhjól- inu þegar það áttí nokkum veg eftir í Borgames. Þá var hjólið mælt á yfir 200 km hraða. Þegar var hafin eftirför en ökumaður sinnti engum stöðvunarmerkj- um lögreglu. Var hjólinu ekið sem leið lá í gegnum Borgarnes og fýrir Hvalfjörð þar til lög- reglan í Reykjavík stöðvaði akst- urinn eins og áður sagði á Kjal- arnesi. Okumaðurinn var þegar handtekinn og færður til yfir- heyrslu hjá lögreglunni í Borg- arnesi. Theodór Þórðarson yfirlög- regluþjónn í Borgamesi segir lögreglu hafa veitt bifhjólinu eftirför eftír því sem tök vora á þegar um slíkan ofsaakstur er að ræða. Hann segir málið sérlega alvarlegt og bendir í því sam- bandi á að um ofsaakstur hafi verið að ræða um byggðina í Borgarnesi. Maðurinn var látínn laus síðdegis sama dag eftír yfir- heyrslur hjá lögreglu. Akæra verður gefin út á hendur hon- um. „Sammerkt hjá því fólki sem hafði samband við okkur út af ökulagi mannsins var að það hafi orðið skelfmgu lostið yfir akstrinum því slíkur var hrað- inn. Einn lýstí því yfir að; þetta væri ekkert annað en tundur- skeyti á hjólum sem myndi spltmdra öllu því sem það lentí á eða yrði fýrir,“ sagði Theodór í samtali við Skessuhorn. HJ IIII! IIIIII

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.