Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Qupperneq 14

Skessuhorn - 23.08.2006, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 SgaSSiÍH^EM Grunnskóli Stykkishólms: Ný valgrein elstu nemenda byggir á sjálfboðaliðastaffi Grunnskólinn í Stykkishólmi verður settur í dag, miðvikudaginn 23. ágúst og hefst kennsla þar strax næsta morgun. Nemendur við skólann í ár verða um 200 talsins og svo til engar breytingar eru á starfsliði skólans. Fjörutíu manns starfa við skólann; kennarar og aðrir starfsmenn og telja stjórn- endur skólans að staða menntaðra kennara við skólann sé sterk. Tvær byggingar hýsa skólann þannig að 1.-5. bekkur er saman í öðru húsinu og 6.- 10. bekkur í hinu. Að sögn Gunnars Svan- laugssonar, skólastjóra er stefnt að því í ffamtíðinni að öll starfsemi skólans verði undir sama þaki. I skólanum er boðið upp á heita máltíð í hádeginu fjóra daga vikunnar og kemur maturinn ffá Hótel Stykkishólmi. í vetur verður samkennsla aukin til muna í skólanum í íslensku og stærðffæði. Þá verður farið í þróunarverkefhi um lífríki og sögu Breiðafjarðar og annað árið í röð verður danskennsla fyrir nemendur í 1.-6. bekk en þar kenna hjónin Jón Pétur og Kara ffá sam- nefhdum dansskóla. „I vetur verðum við með nýjan valáfanga fýrir nemendur í 9. og 10. bekk sem ég er mjög spenntur fýrir en hann felst í sjálfboðaliðastarfi. Áfanginn er unninn í samvinnu við Svæðisskrifstofu málefha fatl- aðra. Krakkarnir sem áfangann velja geta val- ið milli þess að sinna liðveislu með fötluðu barni eða unglingi og hins vegar getur nem- andi verið heimsóknavinur þar sem hann heimsækir eldri borgara einu sinni í viku. Nemandi heldur dagbók og í lok vetrar skil- ar hann svo ritgerð um starfið Grunnskólinn í Grundarfirði: Ný smíðakennslustofa tekin í notkun Grtmnskóli Grundarfjarðar var settur á mánudaginn var og hófst kennsla í gær. Áætl- að er að skólaárinu ljúki hjá nemendum 31. maí í vor. Að sögn Onnu Bergsdóttur skólastjóra verða nemendur við skól- ann um 180 í ár og kennarar og annað starfsfólk skólans eru um 30 talsins. Áhersla verður lögð á útikennslu við námið og að nýta náttúruna og umhverfið fýrstu vikur skólaársins ef veður leyfir. Helstu nýjungar við skólann eru þær að fullbúin stofa til smíðakennslu verður tekin í notkun í haust og verða allir nememdur í smíðakennslu. Þá er einnig verið að þróa fjölbreytta tónmenntakennslu við skólann í öllum bekkjum. Starfsdeild verður sett á laggirnar fyrir nemendur í 9.-10. bekk sem byggir á miklu verknámi. Er það hugsað sér- staklega fýrir þá nemendur sem hneigjast minna að bóknámi. Starfsmenn skólans eru nú að hefja undir- búning að námsferð sem þeir stefha á að fara til Finnlands í lok mars. SO með þessum áfanga viljum við leiða nemendum fýrir sjónir að heilbrigði, vellíðan og lífið allt er ekki sjálfgefinn hlutur," sagði Gunnar um þessa nýjung sem skólinn ætlar að bjóða nemendum í vetur. Tölvuver skólans hefur verið endurnýjað og til stendur að taka á lóðamálum skólans þar sem svokölluðum hreystivelli verður komið upp í samvinnu við Stykkishólmsbæ. I haust mtmu kennarar og starfsfólk grunn- skólans og tónlistarskólans halda í vikuferð þar sem ferðalangarnir kynna sér samstarf grunnskóla og tónlistarskóla auk þess sem þeir munu sækja aðrar kynningar og ffæðslu. SO Grunnskóli Snœfellsbœjar: Þtjár starfsstöðvar skóíans Grunnskóli Snæfellsbæjar var settur mánu- dáginn 21. ágúst síðastliðinn og hófst kennsla þar samkvæmt stundaskrá í gærdag. Við Grunnskóla Snæfellsbæjar eru starfræktar þrjár starfsstöðvar. Nemendur eru 245 í Grunnskóla Snæfellsbæjar þetta skólaárið, 102 nemendur eru í 1.-4. bekk á Hellissandi, 122 nemendur eru í 5.-10. bekk í Olafsvík og 21 nemandi er í 1 .-10. bekk á Lýsuhóli en nemendur þar koma úr Staðarsveit og Breiðuvík. Við skólann munu í vetur verða 49 starfsmenn og af þeim eru 24 menntaðir kennarar. Nýr skólastjóri kom til starfa við Grunnskóla Snæfellsbæjar, Magnús Þór Jónsson en Sveinn Þór Elinbergsson skóla- stjóri er í eins árs námsleyfi. Aðstoðarskóla- stjóri og deildarstjóri við starfsstöð skólans í Olafsvík er Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Elfa Eydal er deildarstjóri á Hellissandi og á Lýsuhóli er Rósa Erlendsdóttir deildarstjóri. Vilborg Lilja Stefánsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu. Nýhafið skólaár er annað ár þessa nýja skóla með þrjár starfsstöðvar og að sögn stjórnenda skólans gengur vel með skól- ann í þessu formi en áfram verður unnið að stefnumótun og mótun heildarmyndar hans í vetur. SO Nýr námsvísir Símenntunanniðstöðvar Vesturlands í burðarliðnum Starfsmmn SMV,f.v. Svava, Inga Dára og Gtiðrún Vala. Inga Sigurðardóttir, sem verið hef- ur ffamkvæmdastjóri Símennmnar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi undan- farin ár, hefur tekið sér ársffí ffá störf- um og sinnir í vetur kennslu við Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Við starfi hennar þann tíma tekur Inga Dóra Halldórsdóttir sem áður gegndi stöðu ráðgjafa hjá SMV Auk Ingu Dóm hefur Guðrún Vala Elísdóttir tekið við nýju starfi náms- og starfsráðgjafa auk þess að sinna almennri ráðgjöf hjá Sí- mennmnarmiðstöðinni. í tengslum við endurskoðun kjarasamninga var samið um að auknu fjármagni yrði veitt til náms- og starfsráðgjafar á vinnumarkaði og er markhópurinn ófaglærðir á vinntunarkaði sem aðild eiga að ASI. Ráðning Guðrúnar Völu er í beinu ffamhaldi af þessu aukna fjármagni og að sama skapi hefur þjónustan verið aukin hjá öllum sí- menntundarmiðstöðvunum hér á landi í sama tilgangi. Auk þeirra Ingu Dóm og Guðrúnar Völu er Svava Svavarsdóttir skrifstofustjóri í fullu starfi hjá stofhuninni. Vegna aukinna umsvifa SAIV er ffamundan að skrif- stofan flytji, reyndar ekki langt, held- ur innan sama húss á Bjamarbraut 8, en nú á neðri hæð þar sem síðast vom skrifstofur Vesmrlandsdeildar Veiði- málastofnunar. Sérsniðið nám að þörf- um vmnumarkaðarins Að sögn Ingu Dóm er starfsfólk Símenntunarmiðstöðvarinnar nú að vinna að námsvísi fýrir haustönnina og mun hann fara í dreifingu 5. sept- ember nk. Einnig er hægt að kynna sér hvað er í boði á vegum SMV á heimasíðunni: www.simennt.is. Inga Dóra segir að sem fýrr verði fjölbreytt námskeið í boði í haust og við allra hæfi. „I janúar á þessu ári var undirrit- aður þjónustusamningur á milli Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins annars vegar og Samtaka atvinnulífs- ins og ASI hins vegar um aukið fjár- magn til að veita fólki á vinnumark- aði með litla giunnmenntun, inn- flytjendum og öðrum sambærilegum hópum tækifæri til að efla sér mennt- unar og styrkja stöðu sína á vinnu- markaði. Á landsvísu er þessi hópur fólks um 40% af vinnumarkaðnum. Fræðslumiðstöðin hefur verið að móta og semja námsskrár fýrir mis- munandi langt nám og ætlar Sí- menntunarmiðstöðin á Vesturlandi m.a. að bjóða upp á fjórar mismtmd- andi námsleiðir nú á haustönninni. Meðal armars verður boðið upp á námskeiðið ,Aftur í nám“ sem ffam fer á Akranesi en um er að ræða 95 kennslustunda nám sem ætlað er þeim sem eru að glíma við lestrar- og/eða skriftarörðugleika og er þetta verkefhi sem við höfum ekki verið með áður,“ segir Inga Dóra. Fyrir íslendinga sem lengra að komna Líkt og nám sem boðið var upp á í Grundarfirði í vor verður í haust svokallaður Landnemaskóli, en að þessu sinni haldinn í Olafsvík. Það er sérsniðið nám ætlað fólki af erlend- um uppruna til að aðlagast betur ís- lenskum aðstæðum. Þetta fólk þarf að hafa búið á landinu í nokkum tíma fýrir nám og því ekki ætlað byrjendum. Þá verður námskeið í grunnnámi byggingarhða haldið á Akranesi í haust. Um er að ræða þriggja helga nám sem ætlað er 20 ára og eldri sem hafa unnið við húsbyggingar eða ffamleiðslu- og sölu byggingar- vamings eða gatna- og jarðvinnu í a.m.k. 6 mánuði. Þetta námskeið var haldið í Borgamesi nú á vordögum og gafst mjög vel. Grunnnámskeið fýrir skólaliða verður haldið á Snæfellsnesi í haust og er markmið þess að efla í starfi starfsfólk leik- og grunnskóla sem em án réttinda. Allar þessar náms- skrár em viðurkenndar af mennta- málaráðimeytdnu og gefa því eining- ar á ffamhaldsskólastigi. ,Alenntasmiðj a kvenna verður í boði í haust og verður námskeiðið að öllum líkindum haldið á Varma- landi í Borgarfirði. Menntasmiðjan er ætluð konum á Vesturlandi og það hefur sýnt sig að nám í mennta- smiðjum hefur virkað hvetjandi til að hefja ffekara nám eða þátttöku í atvinnulífinu. Kennslan er í lotum, alls 7 helgar, byrjar á haustörm og teygir sig ffam á vorönn 2007,“ seg- ir Inga Dóra. Hún vill að endingu hvetja Vest- lendinga til að afla sér upplýsinga um það sem Símenntunarmiðstöðin hyggst bjóða upp á í haust og skrá sig til þátttöku sem fýrst. Samhliða útgáfu námsvísis SMV þann 5. september nk. munu verða kynntar nánar í Skessuhorni þær námsleiðir sem verða í boði í haust og starfsemi Símenntunarmiðstöðv- ar Vesturlands. MM Fjarnám á haustön Skráning á haustönn fer fram 25. cisust — 2. seotember

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.